Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.12.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1988 Hjónaminning: Karitas S. Björns- dóttir Andersen og Jens Andersen Þau mætu hjón Karitas Sigur- laug (fædd Bjömsdóttir) Andersen og Jens Andersen eru nýlátin með skömmu millibili. Jens lést 25. sept- ember sl. tæpra 86 ára gamall á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn eftir stutta legu eftir slæmt bei'n- brot og Karitas lést tæpum tveim mánuðum síðar, þann 23. nóvember sl. á 83ja aldursári eftir erfiðan sjúkdóm, sem hún átti við að stríða einkum síðustu tvö ár. Karitas, sem af fjölskyldu og vin- um var ávallt kölluð Karilla, fædd- ist 2. agríl 1906, dóttir hjónanna Bjöms Ólafssonar augnlæknis og Sigrúnar ísleifsdóttur. Bjöm faðir Karillu var fæddur að Asi í Hegranesi 11. apríl 1862, sonur hjónanna Ólafs umboðs- manns og bónda í Ási Sigurðssonar og Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Skíðastöðum. Sigrún móðir Karillu fæddist 17. júní 1875, dóttir hjónanna Isleifs prests í Amarbæli Gíslasonar og t Karitasar Markúsdóttur. Systkini Sigrúnar voru: Gísli, f. 22.04.1868, d. 09.09.1932, sýslumaður á Blönduósi og síðar skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Kona hans var Lucinda Möller. Kristín, f. 22.06.1869, d. 21.12.1945. Kona Ólafs prests og kennara Helgasonar á Stokkseyri og síðar Gísla prests og kennara Skúlasonar á Stóra Hrauni. Ingibjörg, f. 12.09.1872, d. 16.02.1936, gift Ólafi Finsen lækni á Akranesi. Guðrún, f. i, 25.05.1876, d. 07.11.1951, kona Sigurðar Briem póstmeistara í Reykjavík. Önnur systkini voru Markús, Jómnn, Ása, Ásmundur og María, sem öll létust ung að árum. Björn Ólafsson var frumheiji í augnlækningum á íslandi. Hann var m.a. læknir á Akranesi frá 1890— 1894 og starfaði svo sem augn- læknir í Reykjavík, frá því í janúar 1894 til dauðadags 19. október 1909. Jafnfram var Bjöm kennari í augnlækningum við Læknaskól- ann og hann ferðaðist um landið á sumrin til augnlækninga frá 1896. Sigrún ísleifsdóttir og Bjöm Ól- afsson gengu í hjónaband árið . 1904, en Bjöm lést langt um aldur fram 5 ámm síðar. Þau eignuðust tvær dætur, Karit- as Sigurlaugu, sem nú er minnst, og Ingibjörgu, sem lést árið 1918 aðeins ellefu ára gömul. Sigrún giftist síðar Þorleifi H. Bjamasyni yflrkennara og rektor Menntaskólans í Reykjavík og átti með honum þrjá syni, þá Leif Bjöm, Inga Hákon og Gunnar. Leifur starfaði í mörg ár sem fram- kvæmdastjóri SIS í New York og lést þar 1954 af völdum umferðar- slyss 41 árs gamall. Leifur var kvæntur Helgu Claessen og áttu þau tvær dætur. Ingi var efnaverk- fræðingur, starfaði lengst af hjá > Hval hf. og lést hann einnig langt um aldur fram 44 ára að aldri árið 1958. Ingi var kvæntur Steinunni Jónsdóttur og áttu þau þijú börn. Gunnar lést 2 ára gamall. Jens Andersen var fæddur árið 1903, einkasonur hjónanna Emilie og Peter Andersen. Emilie var fædd árið 1880 í Nakskov og Peter árið 1878 í Stokkemarke. Peter Ander- sen, faðir Jens, rak verslun í Stokkemarke og eftir skólagöngu fetaði Jens í fótspor föður síns. Hann stofnaði fyrirtækið Nafta árið 1931 og flutti síðan rekstur þess frá Stokkemarke til Nyköping á Falstri, þegar hann fékk aðstöðu þar til geymslu á bensíni og olíuaf- urðum. Jens var alla ævi mjög at- orkusamur og átti því jafnan langan starfsdag. Honum auðnaðist að vera í starfi alveg til dauðadags. ísland sýndi Jens verðskuldað traust með því að hann var skipað- ur vararæðismaður íslands fyrir 15 ámm. Jens sýndi ávallt með til- hlýðilegum hætti, að hann var þess trausts verður.Áhugi hans og virð- ing fyrir íslandi og íslenskri menn- ingu var mikill og einlægur. Leiðir þeirra Jens og Karillu lágu fyrst saman um 1930, er hún var við sjónfræðinám hjá gleraugna- versluninni Thiele í Kaupmanna- höfn. Tókst þá með þeim mikil vin- átta og eftir að leiðir skildu um hríð skrifuðust þau á. Þau hittust svo aftur í London árið 1933 og eftir þann endurfund var framtíð þeirra ráðin. Jens og Karilla gengu í hjónaband í Holmens Kirke í Kaupmannahöfn á gamlársdag árið 1933 fyrir rétt 55 árum. Þau stofn- uðu heimili í Nyköbing á Falstri, en þangað hafði Jens þá flutt fyrir- tæki sitt. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Sigrúnu, f. 1934, sem heitir í höfuð sinnar íslensku ömmu og Peter, f. 1938, sem heitir í höfuð afa síns danska. Sigrún er félagsráðgjafi og starf- ar í Nödebo í grennd við Fredens- borg og Hilleröd á Sjálandi. Hún er gift John Plenov, sem er deildar- stjóri hjá danska ríkisútvarpinu og eiga þau þijár dætur. Peter er efna- verkfræðingur að mennt og starfar við rannsóknir og kennslu hjá H.C. Örsteds-stofnun Kaupmannahafn- arháskóla. Kona hans er Lis (fædd Hansen), sem er skrifstofustjóri við Hafnarháskóla og eiga þau þijú böm. Sá, sem þessar línur ritar, var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þetta góða og merka fólk að vinum og ættingjum. Þegar ég fór til Kaupmannahafnar til náms árið 1961 var ljóst, að frænka mín Kar- illa og „onkel" Jens greiddu götu mína, ef á þyrfti að halda, en ekki síður, að böm þeirra myndu veita þessum íslenska frænda sínum nauðsynlega aðstoð við að búsetjast í Kaupmannahöfn. Þar var ekki látið við orðin tóm sitja, því að traust og innileg vinátta tókst með okkur og nær hún langt út fyrir öll bönd skyldleikans. Frá minni fyrstu heimsókn til Jens og Karillu um jólin 1961 á ég sérstakar minn- ingar. Ég gmnaði frænku mína sterklega um að setja möndluna í mína skál til að gera mér hátíðina fjarri heimalandi enn bjartari. Má vera, að hún hafi gert það, málið er enn óupplýst, en eitt er víst, að allar þær stundir, sem ég og fjöl- skylda mín áttum síðar hjá þeim heiðurshjónum Karillu og Jens voru ein samfelld röð af möndlugjöfum. Karílla frænka var einstaklega trygg uppruna sínum og ættrækin með afbrigðum. Var haft á orði, að hún gerði sér far um að tala dönskuna með sterkum íslenskum hreim og áherslum, og varðveita þar með tungu sína, enda var henni mjög í mun að tala íslenskuna, þeg- ar ættingja og vini bar að garði. Um áratuga skeið fékk hún send dagblöð frá Islandi, einkum Morg- unblaðið, og las hún allar fréttir að heiman nákvæmlega. Þegar hún svo hitti ættingjana á góðum stund- um tók hún þá, einkum jafnaldra sína, til hliðar og ræddi málin á íslensku. Var þá gjaman haft á orði af Jens, að nú væri verið að ræða „Morgunblaðið". Heimili þeirra Jens og Karillu bar mjög yfirbragð íslenskrar menning- ar bæði í myndlist og bókmenntum og fyrir okkur, sem vorum oftsinnis að heiman um jól og nýár, var nán- ast sem að komast heim með því að dvelja hjá þeim. Karilla átt.i við sjúkdóm að stríða alla ævi, en bar hann vel, enda var hún sterkbyggð og vel gerð kona. Þegar halla tók undan fæti var hún æðrulaus og hélt sinni miklu reisn. Það eru sannarlega mikil forréttindi að hafa átt þessa góðu frænku og giftingu þeirra, búgarðinum Langebæk og sumarhúsinu við Marielyst. Alls staðar var sami myndarskapurinn. Karilla var einstakur snillingur í matargerð og öllu húshaldi. Það kom sér líka vel, því óvenju mikill gestagangur var alla tíð hjá þeim hjónum Karillu og Jens, enda voru þau mjög gestrisin og miklir höfð- ingjar heim að sækja. Sannur Islendingur var Karilla alla tíð, hélt stöðugt góðu sambandi við fjölda ættingja og vini hér heima, fylgdist vel með öllu, enda var hún óvenjulega minnug og trygglynd. Ótölulegur fjöldi íslend- inga heimsótti þau hjón og dvöldu sumir hjá þeim í lengri tíma. Hjá þeim var gott að vera og allir inni- lega velkomnir. Karilla átti við erfiðan sjúkdóm, liðagigt, að stríða langan hluta ævinnar. Þann sjúkdóm bar hún með mikilli karlmennsku og er það alveg ótrúlegt hve mikið af fögrum listaverkum ofnum og útsaumuðum liggja eftir hana og prýða heimili ættingja og vina. Við sem þessar línur skrifum þökkum Karillu og Jens af alhug allar þær mörgu dásamlegu stundir sem við áttum með þeim. Mörg stór- kostleg ferðalög um ísland og ógleymanlegar stundir á heimilum þeirra og í Danmörku. Gamlársdagur var ávallt stóri dagurinn þeirra hjóna, þann dag giftu þau sig og þann dag dvöldu þau með bömum sínum, mökum þeirra og bamabömum ásamt nokkmm vinum sínum, og vomm við tvö, sem þessar línur skrifum, svo lánsöm að fá að njóta þess að vera með í mörg, mörg ár. Síðastlið- ið gamlárskvöld var haldið í ný- byggðu húsi þeirra Jens og Karillu við Marielyst. Bömum þeirra hjóna, Pétri og Sigrúnu, og þeirra íjölskyldum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þau hafa misst góða foreldra með skömmu millibili. Á gamlárskvöld munum við hjón- in minnast Karillu og Jens alveg sérstaklega með þakklæti fyrir að fá að njóta ótalinna gleðistunda með þeim. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. Halla og Óli, Tjarnargötu 41. 27 st^rkir úr Menningar- sjóði Islands og Finnlands ÚTHLUTAÐ hefiir verið styrkjum úr Menningarsjóð ís- lands og Finnlands, og fengu 27 aðilar styrk að þessu sinni. Alls barst sjóðnum 151 umsókn um styrki, þar af 132 frá Finn- Iandi og 19 frá Islandi. Samtals var úthlutað 157.500 finnskum mörkum, og hlutu eftirtaldir umsækjendur styrki sem hér segir: 1. Bima Halldórsdóttir, fulltrúi, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að sækja sumamámskeið í finnsku. 2. Einar Hjörleifsson og Málfríður Lorange, sálfræðingar, 7.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér störf á dagvistunar- stofnunum í Finnlandi í sambandi við fötluð böm og rannsóknir á Háskólasjúkrahúsinu í Helsinki á börnum áfengissjúkra mæðra. 3. Jónas Ingimundarson, píanó- leikari, 8.000 mörk, til hljómleika- ferðar til Finnlands ásamt Kristni Sigmundssyni, söngvara. 4. Kristján Sigurjónssson, dag- skrárgerðarmaður, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér starfsemi svæðisútvarpa. 5. Rikhard Hördal, forvörður, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér forvörslu málverka við Helsinki Stadskonstmuseum. 6. Sigríður Halldórsdóttir, ve- fari, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér foman finnskan vefnað. 7. Sigurður Skúlason, leikari, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér leikhús og leikhússtarf- semi í Finnlandi. 8. Sigurlín Sveinbjamardóttir, námsstjóri, 5.000 mörk, til náms- og kynnisfarar til Finnlands, m.a. til að kynna sér starfsemi Norr- ænu tungumála- og upplýsinga- miðstöðvarinnar í Helsinki. 9. Sigurður Gunnarsson, list- dansari, 5.000 mörk, styrkur til að kynna sér listdans við Helsinki Balettakademi. 10. Hamrahlíðarkórinn, 15.000 mörk, til að taka þátt í kammer- kórahátíðinni í Joensuu í Finn- landi næsta vor. 11. Páivi Eskilinen, fræðimað- ur, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér fiskeldi og fiskeld- isrannsóknir á íslandi. 12. Hannu Hautala, ljósmynd- ari, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að ljósmynda fugla og landslag á Islandi. 13. Eva Jansson, stúdent, 1.000 mörk, til handbókar í finnsku fyr- ir íslenska stúdenta. 14. Timo Keinánen, fíl. kand., 5.000 mörk, ferðastyrkur til að kynna sér listir á íslandi. 15. Petteri Kinnunen, skart- munasmiður, 5.000 mörk, ferða- og starfsstyrkur til að rannsaka íslenska eðalsteina og vinna úr þeim. 16. Keijo Kettunen, fíl. lic., 4.500 mörk, ferðastyrkur til að taka viðtöl við íslenska rithöfunda og kynna sér útgáfustarfsemi. 17. Norræna tungumála- og upplýsingamiðstöðin í Helsinki, 15.000 mörk, til að halda nám- skeið í íslensku og íslenskri menn- ingu og veita styrki til þátttöku í þeim. 18. Raija Nummijárvi, listráðs- ritari, 5.000 mörk, ferðastyrkur til íslandsferðar. 19. Jukka Parkkinen, rithöf- undur, 5.000 mörk, ferðastyrkur til að sjá um útgáfu íslenskrar bamaljóðabókar. 20. Lauri Pesonen, jarðeðlis- fræðingur, 6.000 mörk, styrkur til Islandsferðar í sambandi við rannsóknarverkefni um segulsvið jarðar. 21. Kaj Puumalainen, leik- myndateiknari, 5.000 mörk, ferðastyrkur til íslandsfarar. 22. 8. Bekkur Rajamáki-grunn- skóla, 5.000 mörk, styrkur til námsferðar til íslands. 23. Magnus Renlund, lektor, 5.000 mörk, til að halda fyrirlest- ur um Finnland í íslenskum skól- um. 24. Suomen kamarisolistit (Fin- land kammarsolister), 5.000 mörk, til hljómleikaferðar til ís- lands. 25. Styrktarfélag myndlistar- skóla fyrir börn og unglinga í Lahti, 5.000 mörk, til sumarbúða- farar til íslands. 26. Félag stúdenta í norrænum málum og bókmenntum við Hels- ingforsháskóla, 6.000 mörk, til kynnis- og námsferðar til íslands. 27. Östra Helsingfors Musik- institut, 7.000 mörk, styrkur handa Csaba og Géza Szilvay til að halda námskeið fyrir strengja- leikara á íslandi. hennar ljúfa eiginmann Jens að vin- um og velgjörðarmönnum. Á brúðkaupsdegi þeirra hjóna á gamlársdag var jafnan sérstaklega mikið um dýrðir. Á réttu augnabliki var sett á fóninn plata með nýárs- sálminum „Nú árið er liðið í ald- anna skaut" og viðstaddir stóðu upp og sungu þeir sem textann kunnu og viðstaddir Danir hrifust með. Plata þessi var orðin nokkuð slitin með árunum, en gerði ávallt sitt gagn. Þau hjón Jens og Karilla eru nú látin eftir farsælt ævistarf, en minning þeirra víst skal þó vaka. Almar Grímsson Dáin, horfin, harmafregn. Okkur setti hljóð þegar Pétur sonur Kar- illu færði okkur fregnina um lát móður sinnar, 23. nóvember síðast- Iiðinn. Þó átti það ekki að koma okkur á óvart vegna þess að undan- farna mánuði hafði Karilla verið mikið veik. En þannig er það nú að dauðinn kemur oftast á óvart, sérstaklega ef einhver á í hlut sem er elskaður, dáður og virtur og Karillu elskuðum við, dáðum og virtum sem væri hún okkar eigin móðir. Karilla andaðist tæpum tveim mánuðum á eftir Jens, eiginmanni sínum, en hann lést 25. september sl. og var öllum sem þekktu hann mikill harmdauði. Karilla fæddist í Reykjavík 2. apríl 1906, dóttir hjónanna Bjöms Ólafssonar augnlæknis og Sigrúnar Isleifsdóttur. Þegar Karilla var að- eins þriggja ára lést faðir hennar á besta aldri. Sigrún og Bjöm eignuð- ust aðra dóttur, Ingibjörgu f. 1907. Hún andaðist árið 1918. Sigrún, móðir Karillu, giftist síðar Þorleifí Bjamasyni yfírkenn- ara og eignuðust þau þijá syni, Gunnar, sem dó ungur, Leif Bjöm, skrifstofustjóra og Inga Hákon, verkfræðing. Þeir eru báðir látnir. Karitas ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður. Hún var bráðgjör og dugleg stúlka, góðum gáfum gædd, aðeins sextán ára útskrifaðist hún úr Kvennaskólanum í Reykjavík. Það var ekki algengt á þeim tímum. Síðan lærði hún optik í gleraugna- versluninni Týli í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Eftir námið starf- aði hún við fagið hér heima, í Kaup- mannahöfn og London. Á gamlársdag árið 1933 voru þau gefin saman í hjónaband í Kaup- mannahöfn, Karilla og Jens Ander- sen kaupmaður frá Nyköbing. Þau þóttu afburðaglæsileg hjón. í Nyköping stofnuðu þau heimili sitt og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau hefðu átt 55 ára brúðkaupsaf- mæli nú á gamlársdag. Böm þeirra tvö, Pétur og Sigrún, eru vel gefin og duglegt manndóms- fólk. Þau em bæði vel gift og búa í Danmörku. Hafa hvort um sig eignast þijú böm með sínum mök- um og halda hátt á lofti merki for- eldra sinna með mikilli gestrisni og góðu sambandi við ísland og íslend- inga. Karilla var glæsileg gáfukona, sem allt lék í höndunum á. Hún stóð í raun fyrir heimilishaldi á þrem stórum heimilum, í Gammel Toldbud, húsinu sem þau byggðu af miklum dugnaði skömmu eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.