Morgunblaðið - 24.02.1989, Side 29

Morgunblaðið - 24.02.1989, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 29 Grimmur skyldi góudagur fyrsti Borg, Miklaholtshreppi. NÚ ER góan byrjuð, leiðinlegur og illviðrasamur þorri að baki. Ef tíðarfar góu fer eftir fyrsta degi hennar, samkvæmt gamalli visu sem svo er: Grimmur skyldi góudagur fyrsti, annar og þriðji, þá má góa góð verða. Hér varð þokkalegasta veður á fyrsta góu- dag og á mánudag, er bjart og kyrrlátt veður, 5-6 stiga frost. Okkur sem búum hér á sunnan- verðu Snæfellsnesi finnst óþægi- legt að Kerlingarskarð og Fróðár- heiði skuli ekki vera opnuð til umferðar. Til Stykkishólms og Ólafsvíkur þurfum við að sækja læknisþjónustu bæði fyrir menn og skepnur. Þó Heydalsvegur sé fær þá er þar slæm- ur þröskuldur á þeirri leið. Vegurinn frá Dalsmynni að Stóru-Þúfu hefur verið mjög þungfær oft og oft ófær þó aðrir vegarkaflar hér í byggð hafi verið vel færir. Þennan vegark- afla á eftir að byggja upp. Hann var boðinn út í haust til uppbyggingar en svo seint voru þessi tilboð á ferð að ekkert var aðhafst við að byggja veginn upp síðastliðið haust. Nú má það ekki ske annað en að þessi vegar- kafli verði upp byggður á þessu ári og klæddur með slitlagi. Skora ég á þingmenn Vesturlands að vinna ötul- lega að þessu máli. Margvísleg vandræði sköpuðust hér í rafmagnsleysinu. Sú umræða sem kom fram á Alþingi vegna þess ástands voru orð í tíma töluð. Mjalt- ir voru mjög tímafrekar og kýr óvan- ar handmjöltum. Dæmi eru fyrir því að sumar voru svo erfiðar í mjöltum að kálfar voru látnir sjúga þær. En nú er þetta liðið og þá sjáum við PÉTUR Jónasson gítarleikari, mun halda tónleika í safiiaðar- heimilinu Vinaminni á Akranesi á vegum Tónlistarfélags Akra- ness, laugardaginn 25. febrúar klukkan 14.30. Á efnisskránni verða verk eftir M.M. Ponce, J.S. Bach, W. Walton, H. Villa-Lobos og Kjartan Ólafsson. hversu mikið við erum háð rafinagni og engin slys urðu í þessum veðu- rofsa, sem betur fer. Á laugardag 11. febrúar var þorrablót í Lindartungu í Kolbeins- staðarhreppi. Um nóttina skall þetta veður á. Attu margir í erfiðleikum við að komast heim. Hjón úr Staðar- sveit sem þar voru stödd voru 6 tíma að komast heim til sín. Vonandi er að einhver kyrrð fari nú að færast yfir veðráttuna. Páll Pétur mun á næstu vikum halda tónleika og heimsækja skóla víða um landið og hafa Menntamála- ráðuneytið og Félag íslenskra tón- listarmanna veitt styrk til þess að auðvelda undirbúning og fram- kvæmd slíkra heimsókna. (Fréttatilkynning) Gítartónleikar á Akranesi FLUGLEIDIR SAMKEPPNI UM GERD ÚTILISTAVERKS í tilefni af 50 ára afmæli atvinnuflugs á íslandi efna Flugleiðir hf. til samkeppni um gerð útilistaverks, sem staðsett skal við Strandgötuna á Akureyri. Öllum íslenskum listamönnum er heimil þátttaka, svo og erlendum listamönnum búsettum hér á landi. Heildarverðlaunaupphæð er allt að kr. 600.000.00, þar af verða 1. verðlaun ekki lægri en kr. 400.000.00. ' 1 Keppnisgögn verða afhent af trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jenssyni, framkvæmda- stjóra í Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 1000.00. Tillögum skal skila til trúnaðarmanns dómnefndar fyrir kl. 18.00 laugardaginn 3. júní 1989. í dómnefnd eru: Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða. Einar Helgason, forstöðumaður hlutdeildarfyrirtækja Flugleiða. Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur. Steinunn Þórarinsdóttir, myndlistarmaður. A Reykjavík, 24. febrúar 1989, Flugleiðir hf. ÚTSALA - ÚTSALA Peysur, blússur, pils. Stór númer. 20-50% afsláttur. Glugginn, Laugavegi 40, Kúnsthúsinu. wmmmmm k SÖIíMliils Traktorsgröfur: JCB MF CASE Beltagrafa: CAT 225 Jarðýtur: CAT D-4 CAT D-5 CAT D-6 CAT D-7 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI HEKLAHF I " " I Laugavegi 170-174 Slmi 695500 Caterpillar. Cat og CB eru skrásett vórumerkl. B CATERPILLAR VFIR 41Q ARA FORYSTA Á ÍSLANDI Lm. raðauglýsingar Formannaráðstefnu SUS frestað Formannaráðstefnu SUS sem halda átti laugardaginn 25. febrúar verður frestað til 18. mars nk. Formönnum verður sent fundarboð. SUS. Mosfellsbær Aðalfundur Sjálf- stæðisfélags Mos- fellinga verður hald- inn í hinum nýja fundarsal sjálfstæð- isfélagsins, Urðar- holti 4, laugardag- inn 25. febrúar nk. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning hússtjórnar. 3. Önnur mál. Gestir fundarins verða Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Salóme Þorkelsdóttir, alþingismaður. Sjálfstæðismenn i Mosfellsbæ! Komið og skoðið nýja húsnæðið og fjölmennið á fundinn. Akranes Bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn f Sjálfstæðis- húsinu við Heiöa- gerði sunnudaginn 26. febrúar kl. 10.30. Bæjarfulltrú- ar Sjálfstæðis- flokksins mæta á tundinn. Sjáltstæðsfálögin é Akranesi. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hjálpræðis- herinn Kirkjustræli 2 kvöld kl. 20.30: Vakningasam- koma. Ofursti Fred Byhlin syng- ur og talar. Veriö velkomin. I.O.O.F. 12= 17024028 >/2= Sp.kv. I.O.O.F. 1 = 170224872 = Sp. Biblíufræðsla á morgun, laugar- dag kl. 10.00 i Grensáskirkju. Hafsteinn Engilbertsson fjallar um efnið: Lífsmáti kristins manns. Bænastund kl. 11.30. Allir velkomnir. islenaka Kiwanis-umdæmið, Brautarholti 26, Reykjavík. Svæðisráðsfundur Þórssvæðis verður haldinn í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26, laugardaginn 25. febrúar og hefst hann kl. 9.00 f.h. Dagskrá samkvæmt fundarboði. [Ö| ú,i''ist j Giotinm 1 Sunnudagsferðir 26. febr. Kl. 10.30 Gullfoss f Klakabönd- um. Loksins getum við farið þessa langþráðu ferð. Einnig farið að Geysi, fossinum Faxa o.fl. Kl. 13.00 Landnámsgangan 5. ferð: Álfsnes - Saltvík. Allir með. Kl. 13.00 Skíðagönguferð um Mosfellsheiði. Brottför frá BSi, bensínsölu. Helgarferð f Tindfjöll. Brottför föstudagskvöld kl. 20. Þórsmerkurferð frestað vegna ófæröar. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11796 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 26. febrúar. Kl. 13. Skíðagönguferð á Hellisheiði Ekið að Skiðaskálanum I Hvera- dölum og gengið þaöan. Létt skiðaganga við allra hæfi. Geng- ið I um það bil 3 klst. Brottför frá Umferöarmiöstööinni, aust- anmegin. Farmiðar við bíl. Verð kr. 600. Munið aöalfund Ferðafélagsins f Sóknarsalnum, Skipholtl 50a, fimmtudaginn 2. mars nk. Sýn- iö fólagi ykkar áhuga og mœtið á aðalfundinn. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.