Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.02.1989, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1989 Minninpr; Elísabet Einars- dóttir, Hafíiarfírði Fædd 3. nóvember 1898 Dáin 14. febrúar 1989 Amma í Hafnó er dáin, níræð. Hún var af kynslóð, sem nú er óðum að hverfa. Island, sem þetta fólk þekkti, var áreiðanlega talsvert öðruvísi en við þekkjum það núna, bæði landið og mannlífíð. Lafsbar- áttan var hjá flestum hörð, en ég held að baráttuviljinn hafí líka ver- ið miklu meiri og valdið því að fólk- ið kiknaði ekki undan álaginu. Afí og amma í Hafnó þurftu á sínum jmgri árum að heyja harða lífsbár- áttu, einkum á tímum kreppunnar miklu, sem þau eins og annað al- þýðufólk fengu illþyrmilega að kenna á: Atvinnuleysi, peninga- skortur og stór bamahópur sem þurfti að fæða og klæða. Ég hygg að þessir erfíðu tímar hafi að vissu marki mótað bæði skapgerð og lífsviðhorf þess fólks sem þá var í blóma lífsins. Hún amma í Hafnó var skarp- greind, fylgin sér og ég held hún hafí verið nokkuð skapstór. En hún hafði líka alveg sérstaka kímnigáfu, sem hún fór þó mjög vel með, því hún var stolt kona og vönd að virð- ingu 8inni. Amma var félagslynd og gerði sér glögga grein fyrir þeim hættum sem einangrun hefur í för með sér. Þessari hlið á ömmu kynntist ég raunar ekki fyrr en hún fluttist að Hrafnistu, og ég er viss um að þetta hefur stuðlað að því hversu algerlega henni tókst að varðveita andlega skerpu sína. Ömmu var iíka fullkomlega ljóst mikilvægi líkamlegrar þjálfunar og á Hrafnistu fór hún að leggja stund á leikfími, gönguferðir (sem hún hafði raunar alltaf yndi af) og sund. Eitt sinn þegar við Sessý fórum í heimsókn þurfti að leita hennar um húsið þvert og endilangt: starfs- stúlkan tjáði okkur að það væri ómögulegt að vita hvar hana Elísa- betu væri að fínna, hún gæti verið f leikfími, hannyrðum, spila- mennsku, hárgreiðslu eða hand- snyrtingu. Að lokum fundum við hana fyrir tilviljun niðri í kjallara, þar sem hún hafði fengið sér sund- sprett, komin að níræðu. Fyrir okkur krakkana var Lánn- etstígur 9B, þar sem amma og afí bjuggu áratugum saman, heill æv- intýraheimur. Garðurinn var út af fyrir sig frekar lítill, en naut feikn- arlegrar umhyggju og var því vel og mikið gróinn. Enda er Hafnar- flörður áreiðanlega gósenland þeirra sem unna garðrækt. Ekki var húsið heldur amalegt leiksvæði fyrir okkur krakkana (þótt eflaust hafí amma oft þurft að taka rækilega til eftir heimsókn- ir okkar). Háaloftið fullt af alls kyns kistlum og koffortum, gömlum fötum og aragrúa af alls kyns hlut- um, sem okkur þóttu afar forvitni- legir. Það var nú samt kjallarinn sem okkur þótti mest spennandi — þar var t.d. kartöflugeymslan, sem hafði m.a. að geyma afar freistandi gosbirgðir heimilisins. Og í kjallar- anum var líka smíðaverkstæðið hans afa, þar sem maður gat unað sér stundunum saman við að klambra saman tveimur eða þremur spýtum, aðallega til að rífa þær síðan aftur sundur. Það voru ekki smíðamar sjálfar sem skiptu máli, heldur verkfærin sem afí átti ógrynni af og leyfði okkur að nota nokkum veginn óáreitt. Ekki var það nú samt húsið sem fyrst og fremst laðaði okkur krakk- ana að Lánnetstígnum, heldur íbú- amir. Þama ríkti ró og friður, eins og oft er í húsum eldra fólks. Ég held að böm kunni að meta þennan frið, betur en okkur býður ef til vill í grun. Raunar held ég að milli ömmu og afa hafí ríkt mikill friður. Blessuð sé minning ömmu. Ágúst Pétursson Ástkær amma okkar er látin og í kveðjuskyni langar okkur til að heiðra minningu hennar með ör- fáum línum. Amma var fædd 3. nóvember 1898 í Hafnarfírði, dóttir hjónanna Einars Ólafssonar og Sigríðar Jóns- dóttur. Einar langafí frá Gests- húsum var annálaður skipstjóri í Hafnarfírði. Ömmu þótti einkar vænt um bæinn sinn og var stolt af því hversu hann óx og blómstr- aði. Hún var hreykin af því að vera innfæddur Hafnfírðingur og greindi gjaman á milli innfæddra Hafnfírð- inga og aðfluttra. Eitt mesta lán ömmu í lífínu hefur líklegast verið er hún kynnt- ist afa okkar, Guðmundi Ágústi Jónssyni bifreiðarstjóra, sem nú er látinn. Afí sem var elstur sinna systkina missti föður sinn ungur að ámm. Eftir lát föður síns varð það hans hlutskipti ásamt móður hans að sjá íjölskyldunni farborða. Afí leysti það hlutverk vel af hendi eins og hans var von og vísa. Hann reisti hús á Lánnetsstíg 9B og hafði búið þar um nokkurt skeið ásamt móður sinni og ungum bróðursyni, þegar amma og afi giftu sig. Amma og afí bjuggu allan sinn búskap á Lánnetstígnum og eignuðust sex böm sem öll komust til manns, auk þess fóstmðu þau bróðurson afa. Amma og afi vom einkar sam- hent og samrýmd og okkur þótti gaman að fylgjast með því, að fram eftir öllu vom þau í viðmóti hvort við annað sem væm þau alltaf ný- trúlofuð. Afí og amma vom af þeirri aldamótakynslóð sem man tímana tvenna af harðri lífsbaráttu. Aðalsmerki þessarar kynslóðar er vinnusemi, nægjusemi og nýtni og þessum kostum vom afí og amma ríkulega gædd. Ævistarf ömmu var fyrst og fremst húsmóðurstarfíð og sinnti hún því af miklum myndarskap. Hún var ein af þessum konum sem allt lék í höndunum á og aldrei féll verk úr hendi. Hún lagði mikinn metnað í að búa sem best að heim- ili sínu. Það var ávallt notalegt að koma í heimsókn í litla húsið við Lánnetstíg sem stendur svo fallega inni í lítilli klettagjá. Alltaf ljómaði t Bróðir okkar, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Reykjalundi, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 22. febrúar. Systkinin. t EMIUÍA ALBERTSDÓTTIR frá Sléttu, Sléttuhrauni, Hraunbraut 14, Kópavogi, er látin. Börnin. heimilið af þrifnaði, reglusemi en umfram allt af hlýju og alltaf átti amma til kaffí handa gestum og gangandi. Amma var mjög listfeng, saum- aði og prjónaði, og nutu afkomend- ur hennar gjaman góðs af og þó svo að hópurinn væri orðinn tals- vert stór eða næstum áttatíu tals- ins, það er bamaböm og bama- bamaböm, var alltaf tilbúin han- dunnin sængurgjöf við fæðingu nýs afkomanda. Amma var gædd ríkri sköpun- argáfu sem sást best á handavinnu hennar og fór hún ekki alltaf troðn- ar slóðir í þeim efnum. Hún gat búið til alveg ótrúlega fallega hluti, að manni virtist úr engu og prýddu þessi listaverk hvarvetna heimili hennar, meira að segja herðatrén hennar ömmu vom yfírdekkt og blúndulögð á listilegan hátt. Amma var alla tið ung í anda, tignarleg í fasi og bar aldur sinn það vel að erfítt var oft að átta sig á hversu fullorðin hún var í raun orðin. Hún fylgdist vel með málefnum líðandi stundar og hafði einkar gaman af að spjalla um það sem efst var á baugi í þjóðfélaginu hverju sinni. Hún var mikil félagsvera og hafði mikið yndi af að taka þátt í hinum ýmsu námskeiðum á vegum félags- starfs aldraðra. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja ömmu okkar, Elísabetu Einarsdóttur, sem nú er horfin yfír móðuna miklu á vit feðra sinna. Við trúum því að þar standi afí reiðubúinn til að taka vel á móti henni. Megi Guðs friður fylgja þessari mætu konu. Júlía, Áslaug, Guðrún og Elísabet. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund. Fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrimur Pétursson) Nú er jarðneskri göngu ömmu minnar lokið. Það er nú svo, að ég hygg, að það eigi eftir að líða lang- ur tími, uns ég átta mig fyllilega á að svo sé. Svo samofin hefur hún verið lífí mínu, allt frá fyrstu bemskuminningunum til dagsins í dag. Ekki aðeins sem leiðbeinandi, sem jú gjaman vill verða þáttur hins eldra í samskiptum fólks, held- ur, það sem meira er um vert, sem vinur. Þær eru nefnilega ófáar stundimar sem við höfum setið og rætt um nánast allt sem lífinu við- kemur. Nú síðast fyrir um það bil einum og hálfum mánuði. Þá sátum við sem oftar í hlýlegu stofunni hennar, við endurskin mánans á stjömubjörtum himninum, og rædd- um dauðann. Eftir dálitla stund var umræðueftiið aðeins farið að koma við mig svo að ég kaus að binda endi á þessa umræðu okkar, með bamslegri sannfæringu minni: „En amma mín í mínum augum ert þú ódauðleg." Úr augum hennar og brosi sem náði til alls andlitsins, ásamt blíðri stroku niður eftir kinn, las ég allt sem þurfti. Og vissulega verður að yfírvinna eigingimina. Ekkert varir að eilffu. Dauðinn er jú sú eina vissa, sem fylgir okkur þessa leið á enda. Og þá leið hefur amma mín gengið, hnarreist við góða heilsu og mikinn dugnað, yfír níutíu ár. Ég efa ekki að einhveijar hindranir hafí einhvem tíma verið í veginum, en þeim hefur hún efa- laust með sinni hreinskilni, sínu stolti og sinni gleði, ýtt til hliðar. Hún var stolt og glöð yfír því að koma öllum bamahópnum sínum vel til manns. Hún var stolt og glöð yfir öllum afkomendum sínum. Þau voru jú hennar líf og yndi, ásamt elskulegum afa mínum. Hvers gat þeirra kynslóð óskað sér meira? Og nú samkvæmt hennar sann- færingu, þá hittast þau aftur heið- urshjónin amma og afí, eftir ná- kvæmlega sjö ára aðskilnað, en afi lést þann 27.02.1982. í mínum huga er besta amma í heimi ódauðleg, því ekkert fær grandað minningunum, þær geym- ast sem verðmætar perlur. í mínum augum var hún ein af þeim perlum sem lýst hafa leið mína til þessa. Við leiðarlok langar mig að þakka ömmu minni fyrir allt það sem hún var mér og allt það sem hún gaf mér. Blessuð sé minning hennar. Kristín Elísabet í þessum fáu orðum langar mig til að kveðja hana ömmu mína. Hún lést á Hraftiistu í Haftiarfírði þann 14. febrúar. Amma fæddist í Gestshúsum í Hafnarfírði 3. nóvember 1898 og var því orðin níræð. Hún giftist ung Guðmundi Ág. Jónssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Afí og amma eignuðust 6 böm sem öll em á lífí. Amma var harðdugleg og snyrtileg í allri umgengni svo af bar. Á hátíðum og við önnur hátíð- leg tækifærí klæddist hún ávallt upphlut og var svo fín, að okkur krökkunum fannst hún eins og drottning. Amma var mikil hann- yrðakona og var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt var vel gert og vandað. Það em ófáir sokkamir og vettl- ingamir sem hún pijónaði á bama- bömin, langömmubömin og nú síðast langa-langömmubamið, því afkomendumir vom margir. Hún varð svo sannarlega stolt og ánægð, þegar hún frétti að Sol- veig dóttir mín væri búin að eign- ast sitt fyrsta bam, því þá vom ættliðimir orðnir 5. Mér fannst gott að koma til ömmu og spjalla við hana og ef við gátum ekki hist þá hringdum við bara hvor í aðra. Mínar bemsku- minningar tengjast mikið afa og ömmu í Hafnó eins og við krakkam- ir kölluðum þau. Þau vom svo einstaklega sam- hent og góð og vildu allt fyrir alla gera. Húsið þeirra á Linnetstígnum var lítið, en alltaf var eins og nóg pláss væri fyrir alla þar. Ég fékk oft að gista hjá þeim og þá var nú gaman að lifa. Við Lísa frænka fómm þá upp á háa- loft, sem var heill heimur út af fyr- ir sig og þar höfðum við nóg að gera við að gramsa í dótinu. Amma hjálpaði okkur við að klæða okkur eins og fínar frúr og síðan spígspor- uðum við um allt. Garðurinn f kringum húsið var ömmu ákaflega kær, enda alltaf vel hirtur og mikill gróður í honum. Hann er umkringdur klettum og sagði amma að í þeim byggju álfar og álfkonan væri vinkona sín og hefði oft hjálpað sér. Eins hefði hún stundum fengið ýmislegt að láni hjá sér, en alltaf skilað öllu aftur. Amma lagði mikla áherslu á að við krakkamir væmm ekki með ærsl og hamagang við klettana. Hún sagði að það tmflaði vini sína. Allt- af var nú jafn indælt að setjast inn í fína eldhúsið hjá henni og fá mjólk og kökur, því alltaf átti. hún eitt- hvað gott til að stinga upp í litla munna. En svo fór amma á Hrafn- istu og þá breyttist allt. Hún sam- lagaðist öðm fólki vel, enda alltaf mikil félagsvera, spilaði vist á fullu og vann oft til verðlauna. Nokkmm dögum áður en hún lagðist banaleg- una kom ég til hennar ásamt mömmu og sat hún þá á stól með sitt síða fallega hár og var að flétta það. En nú er starfsamri ævi lokið og ég sakna ömmu minnar og þakka henni allt gamalt og gott. Blessuð sé minning hennar. Kollý í dag, 24. febrúar, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Hafnar- fírði tengdamóðir mín, Elísabet Ein- arsdóttir, sem andaðist á Hrafnistu í Hafnarfírði 14. febrúar síðastlið- inn. Elísabet var fædd 3. nóvember 1898 í Gestshúsum í Hafnarfirði. Foreldrar hennar vom Einar Ólafs- son, lengi stýrimaður á skútum, og Sigríður Jónsdóttir. Þau bjuggu lengst af í Gestshúsum. Elísabet átti einn bróður, togaraskipsijór- ann, Siguijón Einarsson, sem var þjóðþekktur á fyrri hluta aldarinn- ar, sökum dugnaðar og frábærra sjósóknarhæfíleika. Margir mið- aldra sjómenn þekkja þá sögu vel. Einnig átti Elísabet tvær systur, Laufeyju, sem var húsmóðir alla sína ævi, og Helgu. Öll era þau látin. Helga dó í æsku. Á yngri ámm vann Elísabet öll þau störf, sem þá vom almennt á boðstólum, m.a. fór hún nokkur sumur á síldarvinnu til Siglufjarðar og á fleiri staði á Norðurlandi. Árið 1923 kvæntist Elísabet Guðmundi Ágústi Jónssymi, ættuðum úr Rang- árvalla- og Ámessýslum. Hann var vömbílstjóri í Hafnarfirði alla sína starfsævi, (f. 1896, d. 1982). Guð- mundur var mikill félagsmálamaður og var m.a. í mörg ár í karlakómum „Þröstum" í Hafnarfírði og sat um árabil í stjóm Vörubílstjórafélags Hafnarfjarðar. Þau Elísabet og Guðmundur eignuðust 6 böm. I aldursröð era þau: Einar flugvélstjóri, giftur Jó- hönnu Pétursdóttur, þau eiga fímm böm; Hrefna gift undirrituðum, eiga þau sex böm, Sigríður gift Ingvari Helgasyni stórkaupmanni, eiga átta böm, Jóhannes deildar- stjóri giftur Mörtu Svavarsdóttur, eiga fyögur böm, Guðjón iðnrekandi giftur Elínborgu H. Jóakimsdóttur, hann á 3 dætur frá fyrra hjóna- bandi og eina fósturdóttur, Birgir framkvæmdastjóri giftur Helgu Snæbjömsdóttur, þau eiga fímm böm. Elísabet og Guðmundur ólu upp bróðurson Guðmundar, Sverri Hall- dórsson símvirlqa, hann lést 1957. Til viðbótar við þetta mikla bamalán átti Elísabet mörg bama- böm og nokkur bamabamaböm. Það er því augljóst að ættkvísl hennar og Guðmundar er orðin býsna stór. Það er sérstakt umhugsunarefni að minnast aldamótafólksins. Það gekk í gegnum erfíðleika og vanda- mál, sem yngra fólk á okkar dögum hreinlega þekkir ekki, nema þá af frásögnum eða bókum. Ekki fóm þau Guðmundur og Elísabet var- hluta af erfíðleikum áranna eftir að þau hófu búskap, þar með kreppuáranna. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Linnetsstíg 9B og ólu þar upp öll sín böm. Oft mun hafa verið þröngt í búi og hefur þá mjög reynt á húsfreyjuna með útsjónar- semi og nýtni, bæði varðandi fæði og klæði. Kom sér þá vel hvað Elísa- bet var einstaklega handlagin og dugleg við að sauma fatnað á bamahópinn. Til viðbótar við þetta var hún hreinn snillingur við út- saum og pijónaskap. Margt af þess- um hlutum, sem hún hefur gert, má telja til hreinna listaverka. Elísabet var glæsileg kona. Alveg til hins síðasta var haft á orði hvað hún liti vel út, væri vel klædd og hefði næmt auga fyrir útliti sínu. Hefur þar komið til hið næma feg- urðarskyn, sem hún hafði fyrir öllu, sem hún kom nærri eða annaðist á einhvem hátt. Síðustu árin dvaldi Elísabet á Hrafnistu í Hafnarfírði. Hún undi þar vel hag sínum og ræddi oft um hversu frábært starfsfólk væri á því heimili. Afkomendur hennar vilja þakka fyrir frábæra umönnun, alveg sérstaklega nú síðustu vik- umar. Aldamótakona er kvödd. Kona, sem hefur fylgst með og tekið þátt í framfömm íslensks þjóðfélags í nærri heila öld. Við Hrefna sendum öllum ætt- ingjum Elísabetar innilegar samúð- arkveðjur. ^ pétur99on

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.