Morgunblaðið - 08.03.1989, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.03.1989, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 8. MARZ 1989 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélstjóri óskast á 50 lesta eikarbát, sem gerður verður út frá Þorlákshöfn. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Báturinn mun stunda humarveiðar í gildrur í vor og sumar. Upplýsingar í síma 98-33924 eða 98-33950 á kvöldin. Sinfóníuhljómsveit íslands auglýsir stöðu 3. konsertmeistara hljóm- sveitarinnar. Hæfnispróf mun fara fram 1. maí nk. Nánari upplýsingar á skrifstofu hljómsveitar- innar. Sinfóníuhljómsveit íslands. Ritari Lögmannsstofa vill ráða ritara til allra al- mennra skrifstofustarfa. Starfsreynsla nauð- synleg. Fullt starf. Enginn sérstakur aldur æskilegur. Umsóknir merktar: „Ritari - 2661“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrirfimmtudagskvöld. í föndurstofunni á litlu-Grund eru til sölu munir sem heimilis- fólkið hefur unnið. Mikið úrval er nú til af sokkum, vettlingum, lopapeysum og ýmis konar handavinnu. Opið er alla virka daga frá kl. 13-16. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. ýmisiegt Byggingamenn athugið Nýjar aðferðir og breytt viðhorf í viðhaldi á húsum. Um þetta verður fjallað á fræðslu- degi þann 15. mars nk. á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Keldnaholti. Látið skrá ykkur strax í síma 687000. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. kennsla Myndbandsnámskeið fyrir byrjendur og lengra komna Myndatökur, lýsing, hljóð og klipping. Reynd- ir kennarar, takmarkaður fjöldi þátttakenda. Fullkomin aðstaða. Leggjum til tökuvélar. Hljóðríti, Kringlunni, sími 680733. [ fundir - manofegnaá/r j Stúdentar MR1964 Bekkjakvöld. Undirbúningsfundur vegna vor- fagnaða verður í Félagsheimili Kópavogs, jarðhæð, miðvikudaginn 8. mars kl. 20.30. Bíó o.fl. Bekkjaráð. Frumbyggjar í norðri Jevgení Kazantsév, fyrsti aðstoðarmennta- málaráðherra Rússneska sambandslýðveld- isins, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu föstudaginn 10. mars kl. 17. Efni: Menningartengsl og samvinna þjóða frumbyggja á norðurslóðum. Aðgangur öllum heimill. MÍR. Stéttarfélag verkfræðinga Aðalfundur 1989 Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verð- ur haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 19.30 í Verkfræðingahúsinu á Engjateigi 9. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 15. mars kl. 20.30 á Hótel Sögu, Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. GIGTARFÉLAG ÍSLANDS ÁRMÚLI 5 - 108 REYKJAVÍK Slmi: 91-30760 Aðalfundur Gigtarfélags íslands árið 1989 verður haldinn í Domus Medica laugardaginn 11. mars nk. kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Að loknum aðalfundarstörfum mun Vilhjálm- ur Rafnsson, yfirlæknir Vinnueftjrlits ríkisins, flytja erindi um gigtareinkenni hjá íslendingum. Á fundinum verða seldar kaffiveitingar. Stjórnin. tiiboð — útboð Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðir sem hafa skemmst í umferðaróhöppum: Mazda 626 2000 árg. 1985 Daihatsu Charade árg. 1985 Skoda 120L árg. 1985 Chevrolet Blaser árg. 1985 Volvo 344 diesel árg. 1985 Datsun Laurell diesel árg. 1984 MMC Lancer 1400 árg. 1980 Toyota Cressida árg. 1978 VWGolf 1500 árg. 1982 Yamaha FZR 1000 árg. 1988 Bifreiðirnar verða til sýnis fimmtudaginn 9. mars í Skipholti 35 (kjallara) frá kl. 9.00- 15.00. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 16.00 sama dag til bifreiðadeildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík, sími 621110. VÐUID GEGNVA TRYGGING HF LAUGAVEG1178 SIMI621110 Sjávarútvegsráðstefna Sjávarútvegsréðstefna ungra sjálfstæöismanna er halda átti á isafiröi 10. og 11. mars hefur veriö frestað til 22. apríl vegna samgönguerf- iöleika. Sjávarútvegsnefnd SUS. Hvert stefnir í gjaldeyris- og gengismálum? Samband ungra sjálfstæðismanna efnir til opins fundar um gjaldeyris- og gengismál fimmtu- daginn 9. mars kl. 17.30-19.00 áGauki á stöng. Erindi flytja: Ólafur isleifsson, hagfræðingur, þró- unin i gjaldeyris og gengismálum, Finn- ur Sveinbjörnsson, hagfræðingur, mynttenging og Sveinn Hjartarson, hagfræðingur, frjáls gjaldeyris- markaður. Almennar umræður. Fundarstjóri: Þorgrímur Danielsson. Gengis- felling? Fast eða fljótandi gengi i framtíðinni? Mynttenging? Frjálsir fjármagnsflutningar? Ræðum málin á Gauknum. Allir velkomnir. SUS. Börnin og nútíminn Laugardaginn 11. mars nk. verður haldin ráðstefna um dagvistar- og skólamál í Val- höll, húsi Sjálfstæðisflokksins á Háaleitis- braut 1. Að ráðstefnunni standa fjölskyldu- og jafnréttisnefnd Sjálfstæðisflokksins, skóla- og fræðslunefnd flokksins, Lands- samband sjálfstæðiskvenna, Samband ungra sjálfstæðismanna, og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi: Kl. 10.00 Rástefnan sett. Guðrún Zoéga, formaður fjölskyldu- og jafnréttisnefndar. Kl. 10.10 Tillögur sjálfstæðismanna I dagvistar- og skólamálum. Birgir (sleifur Gunnarsson, alþingismaður. Kl. 10.30 Uppeldi og fræðsla á dagvistum. Selma Dóra Þorsteinsdóttir, formaður Fóstrufélags fslands. Kl. 10.50 Aukið valfrelsi - hærri barnabætur og lægri niðurgreiöslur. Sigurður Snævarr, hagfræðingur. Kl. 11.10 Er þörf á dagmæðrum? Selma Júlíusdóttir, formaður Samtaka dagmæðra. Kl. 11.30 Rekstur og uppbygging dagvistarheimila í Reykjavík. Anna K. Jónsdóttir, formaöur stjórnar Dagvista barna í Reykjavík. Kl. 12.00 Hlé. Léttur hádegisveröur á staðnum. Kl. 13.00 Er þörf á menntuðu starfsfólki á dagvistum? Guðmundur Magnússon, fyrrv. aðstoðarmaöur menntamálaráðherra. Kl. 13.20 Fyrstu skólaárin. Herdís Egilsdóttir, kennari í Skóla ísaks Jónssonar. Kl. 13.40 Lengri skóladagur - hvers vegna? María Héðinsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla. Kl. 14.00 Almennar umræður. Ráðstefnustjóri: Áslaug Friðriksdóttir, fyrrv. skólastjóri Ölduselsskóla. Að loknu hverju erindi gefst tækifæri til að beina fyrirspurnum til ræðumanna. Ráðstefnunni verður slitið ekki síðar en kl. 15.00. Barna- gæsla veröur á staðnum. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.