Morgunblaðið - 30.03.1989, Síða 22

Morgunblaðið - 30.03.1989, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 jfrlutíiíb1 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Aukafjárveitingar Samkvæmt ríkisreikningi fyrir árið 1987 námu út- gjöld A-hluta ríkissjóðs 51.584 milljónum króna. Þetta er 5.712 m.kr. og 12% hærri íjár- hæð en fjárlög viðkomandi árs stóðu til. í forsendum fjárlaga fyrir árið 1987 var gengið út frá 7% launahækkun frá upphafi ársins til meðaltals þess. I reynd hækkuðu laun opinberra starfsmanna hinsvegar um 19%. Launahækkanir ársins skýra þó aðeins hluta um- framútgjalda. Aukafjárveit- ingar 1987 námu 3.792 m.kr., auk viðbóta við fjárlagaheim- ildir vegna launabreytinga, sem vóru 1.821 m.kr. Utgjöld ríkissjóðs á greiðslugrunni þetta ár reyndust 28,9% hærri 1987 en árið áður. Fyrir liggja bráðabirgðatöl- ur um afkomu ríkissjóðs 1988. Rekstrarafkoman er neikvæð um 7.200 m.kr. Samkvæmt fréttatilkynningu fjármála- ráðuneytisins fóru heildarút- gjöld ríkissjóðs rúmlega fjór- um milljörðum fram úr fjárlög- um en ríkissjóðstekjur reynd- ust nálægt þrem milljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir. Pálmi Jónsson alþingismað- ur, sem sæti á í fjárveitinga- nefnd, segir skýringu ráðu- neytisins á hinni neikvæðu rekstrarstöðu ranga. „Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári vóru rúmlega 80Ö m.kr. hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir,“ segir þingmaðurinn í viðtali við Morgunblaðið, „en hinsvegar lægri en ráðherrann vonaðist eftir.“ Gjöldin hafí á hinn bóg- inn reynst 8 milljörðum og 56 milljónum króna hærri en fjár- lög gerðu ráð fyrir, en hluta þessara umframgreiðslna megi rekja til verðlags- og launabreytinga. Pálmi Jónsson segir í við- talinu við Morgunblaðið að tekjur ríkisins á sl. ári hafi numið 25,4% af landsfram- leiðslu, sem er svipað hlutfall og verið hafi allan áratuginn og nærri 2% hærra en 1987. A hinn bóginn hafí útgjöld ríkissjóðs numið 28,2% af landsframleiðslu, sem er hæsta eyðsluhlutfallið á þessum ára- tug og 3,3% hærra en árið á undan. Fjárlög, sem setja ríkis- búskapnum tekju- og eyðs- luramma, og lánsfjárlög, sem kveða á um innlendar og er- lendar lántökur, hafa_ staðizt illa hin síðari árin. Ástæðan er að hluta til óvissa og óstöð- ugleiki í efnahagsmálum þjóð- arinnar, einkum í launa- og verðlagsmálum, sem ríkisvald- ið hefur þó meiri og minni áhrif á. En sýnt er jafnframt, að framkvæmdavaldið hefur ekki haldið sig sem skyldi inn- an fjárlagarammans. Þannig þykja aukafjárveitingar hærri en góði hófí gegnir hin síðari árin. Friðrik Sophusson alþingis- maður sá ástæðu til þess að bera fram sérstaka fyrirspum á Alþingi til íjármálaráðherra um aukafjárveitingar ráðherr- ans, veittar á tímabilinu 1. október til 31. desemeber sl. í svari ráðherra kom fram að á þessum síðasta fjórðungi liðins árs „voru veittar formlegar greiðsluheimildir umfram fjár- lög fyrir alls 1.450.226 þús- undir króna ...“ Stærstur hluti aukafjárveitinganna, eða um 470 m.kr., tengist efna- hagsaðgerðum ríkisstjómar- innar. Annar stór hluti, 370 m.kr., er vegna niðurskurðar á búfé og endurgreiðslu á jöfn- unargjaldi. Einnig kemur við sögu hallarekstur heilbrigðis- stofnana, uppbætur á lífeyri opinberra starfsmanna, bið- laun og sitt hvað fleira. Spuming er hvort ekki sé hægt að vanda betur opínbera áætlanagerð, sem að baki býr fjárlögum og lánsfjárlögum. Lög — hvers eðlis sem eru — þurfa að vera þann veg úr garði gerð að þau standist, að þau sé hægt að halda. Fjárlög og lánsfjárlög hafa að vísu nokkra sérstöðu í þjóðfélagi tíðra og á stundum ófyrirséðra efnahagssveiflna, þar sem verðbólga er jafn mikil og raun hefur borið vitni um. En það eykur ekki virðingu fyrir lög- um almennt, ef ríkisvaldið fer langt út fyrir fjárlagaramma ríkisbúskaparins ár eftir ár. Spurning er jafnframt, hvort ekki sé tímabært að setja framkvæmdavaldinu þrengri skorður en nú eru um ákvörð- un aukafjárveitinga. Þær em oftlega óhjákvæmilegar. Um það er ekki deilt. En í ljósi reynslunnar undanfarið hlýtur hinn almenni skattborgari að vænta þess að þjóðkjömir þingfulltrúar endurskoði gild- andi reglur að þessu leyti. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 40 ÁRA Minningar frá marslokum 1949 „En ég var sannfærður um fleira eftir þennan minnisstæða dag. Ég var sannfærður um að þarna hafði verið gerð skipuleg tilraun til þess að beita ofbeldi og koma þannig í veg fyrir að alþingi fengi að af- greiða málin eins og lög og reglur stóðu til. Ég var sannfærður um að það hafði átt að greiða atkvæði með grjóti á götum úti í staðinn fyrir handa- uppréttingu í sölum al- þingis.“ eftír Gísla Jónsson Þess er nú minnst, að 40 ár eru liðin frá því að Atlantshafs- bandalagið var stofiiað. Af því tilefiii birtist hér í blaðinu greinaflokkur um aðild íslands að bandalaginu og stöðu þess. Er fyrsta greinin birt í dag 30. mars, en þann dag fyrir 40 árum gerðu andstæðingar aðildarinn- ar árás á Alþingishúsið. í næstu viku birtast síðan greinar eftir Einar Benediktsson sendiherra, Amór Hannibalsson prófessor og Albert Jónsson, starfsmann Oryggismálanefiidar. Þetta var þriðja árið sem ég var þingskrifari, og fór ekki leynt að miklir atburðir voru í vændum, þeg- ar þingsályktunartillaga um að Is- land yrði stofnaðili að Norður- Atlantshafssáttmálanum kæmi til lokaafgreiðslu sameinaðs alþingis snemma dags 30. mars. Það lá margt í loftinu þessa daga. Höfðu jafnvel orðið nokkrar óeirðir í Reykjavík þá þegar. Eg var að því leyti í mjög góðri aðstöðu til að fylgjast með öllu sem gerðist þennan dag, að ég var ekki á skrifaravakt, en gat sem starfs- maður alþingis farið allra minna ferða um húsið og svifað mér að og frá, eftir þvi sem atburðir gerð- ust. Kommúnistar voru þá enn góðir Stalínistar, en kölluðu flokk sinn í yfirbreiðsluskyni Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalistaflokkinn. Þeir höfðu óhvikula forystu í andstöð- unni við fyrirhugaða inngöngu ís- lands í vamarbandalag vestrænna þjóða. Höfðu reyndar haft í hótun- um við meirihluta alþingis um að á bak við þá stæðu ríki átta hundmð milljóna manna „á samfelldu land- svæði, alla leið frá Berlín austur að Kyrrahafi og suður á Austur- Indland, búin hinum öflugustu vopnum nútímans"1. Þama er nátt- úrlega skírskotað til Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja eða leppríkja. Nokkrir nytsamir sakleysingjar gengu hart fram í andstöðunni, en þeim hugkvæmdist ekki að beita ofbeldi. Eins og vant var í herbúðum kommúnista, var reynt að beita fyrir vagninn samtökum verkalýðs- ins. Það gekk nú svona og svona, enda fóm lýðræðissinnar með stjóm Alþýðusambands íslands. En kommúnistar höfðu meiri hluta í stjóm fulltrúaráðsins í Reykjavík og alla stjóm Dagsbrúnar. í nafni þessara aðila var boðað til útifund- ar í Lækjargötu snemma dags 30. mars, og hafði ekki verið leitað leyf- is réttra yfirvalda fyrir þeim fundi. Ég var á þessum útifundi sjálfur fyrir forvitni sakir og skynjaði að þama var verið að safna liði niður á Austurvöll í þeirri von að geta hindrað störf alþingis, enda hafði slíkri hindmn verið hótað. Krafa um þjóðaratkvæði var höfð að yfir- varpi. Þá þegar lá ljóst fyrir að til slíkrar atkvæðagreiðslu kæmi ekki, en gott var að hafa slíka kröfu til blóra, til þess að réttlæta árás. Þaulæfður talkór átti að heimta þjóðaratkvæði. Varnarviðbúnaður Á hinn bóginn höfðu forystu- menn stjómarflokkanna, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson, látið það boð út ganga til Reykvíkinga, þeirra sem vildu að alþingi hefði vinnu- frið, að þeir fíölmenntu á Austur- völl til þess að veija Alþingishúsið, því að þá grunaði, sem og varð, að ekki væri vanþörf á slíku. Það dreif að húsinu mikinn mannfíölda sem skipaði sér í hring um Alþingishúsið, áður en til árásar kæmi, og þama stóð þetta fólk, rólegt og af ótrúlegri þolinmæði og æðmleysi — og ótrúlegu hugrekki — því að líf þess var í hættu áður en lauk. Það stóð þama vopnlaust og berskjaldað og varði með líkama sínum alþingi gegn hvers konar árásum. Að sjálfsögðu var lögregla höfð til varnar og viðbúnaðar, en lög- regluliðið var ekki fíölmennt og þar að auki vanbúið að mæta miklum mannfíölda sem var í árásarhug. Útboð fáeinna ungra og þjálfunar- lítilla manna í varalið held ég að hafí verið misráðið og orðið að litlu haldi. Hugrekki Jóns á Akri Vegna tillögu um að takmarka ræðu- eða fundartíma á þinginu kom til afar harðra orðaskipta milli Stefáns Jóhanns Stefánssonar for- sætisráðherra og Einars Olgeirs- sonar (2. þm. Reykv.). Þóttust „elstu menn“ vart eða ekki muna annað eins. Úr gluggum hliðarherbergja og annars staðar frá fylgdist ég svo með því, eftir að ég kom af Lækjar- götufundinum, hvað gerðist úti á Austurvelli. Hvemig menn, sem þangað komu, bjuggust til árásar með eggjakasti og síðar með því að kasta mold og gijóti sem rifið hafði verið upp eða haft með sér. Mikið hraungijót var reyndar fram með stígunum á vellinum. En úr sölum alþingis er mér í mjög skýru minni hversu mikla ró og festu forseti sameinaðs alþingis sýndi þennan dag. Hann stjómaði umræðum. Það var Jón Pálmason á Akri. Sætum var þannig fyrir komið, að forsetinn sneri baki við glugganum sem vissu út að Austur- velli, og bak stólsins skýldi ekki höfði forseta. Eftir að tvöfaldar gluggarúður höfðu verið brotnar með gijótkasti, fengu steinamir ekkert viðnám. Var Jón í mikilli lífshættu, en hann leit ekki um öxl og hvikaði hvergi. Það var hrein guðs mildi, að ekki fór verr, bæði með hann og aðra þingmenn, og þá ekki síður fólkið úti sem stóð vörð um húsið. Reynt að æsa liðið Lögreglan lét ekki til sín taka með útrás fyrr en tiltölulega seint og ennþá síðar með táragasi, þegar önnur ráð vom ekki talin duga til að forða fólki frá stórmeiðslum og jafnvel dauða. Ég er þeirrar skoðun- ar að táragasið hefði átt að nota fyrr. Hins vegar skil ég vel að lög- reglan beitti því ekki fyrr en í síðustu lög, enda talið algert neyð- arúrræði. Én það var ekki fyrr en Austurvöllur hafði verið rýmdur og táragasið kom til skjalanna, að hættu á manndrápum var afstýrt. Allt þurftu menn nú að reyna og upplifa í þá daga, og ég fór út á Austurvöll til að kynnast því, hvem- ig það væri að verða fyrir tára- gasi. Og það var merkileg lífs- reynsla eins og fleira sem ég upp- lifði þennan dag. Eitt var það með öðm sem ég tel að mjög hafi magnað óeirðimar. Lögreglan hafði í öryggisskyni farið þess eindregið á leit við þingmenn, að þeir yfírgæfu ekki þinghúsið, fyrr en óeirðimar væm afstaðnar. Þingmenn Sósíalistaflokksins, sem héldu að árásarfólkið þekkti sig, og væri þeim því engin hætta búin, þó út færu, túlkuðu þetta svo, a.m.k. sumir þeirra, að þeir væm fangar í Alþingishúsinu. Þetta köll- uðu þeir út til liðsmanna sinna. Nokkrir af foringjum árásarmanna óku þá í jeppa með gjallarhom kringum Austurvöll og tilkynntu hástöfum að þingmenn Sósíalista væra fangar inni í húsinu. Þetta varð tvímælalaust til að efla árásina á húsið og varðstöðuliðið til njikilla muna. „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka“ Á flestu munu vera til skoplegar hliðar, og fór nú enn svo, því að sumir árásarmanna vissu ekki hver var hver. Ég man glöggt að Stein- grímur Aðalsteinsson (4. landskj.), einn af þingmönnum Sósíalista- flokksins, þóttist ekkert þurfa að óttast, ákvað að hafa tilmæli lög- reglunnar að engu og skundaði út um aðaldyr, eða ætlaði að gera það. Hann komst ekki langt. Steingrímur var myndarlegur mað- ur, vel á sig kominn og prúður í klæðaburði. Og ég sé það fyrir mér eni), þegar hann kom út í dyrnar á Alþingishúsinu í svarta sparifrakk- anum sínum. Þama þóttust ein- hveijir sjá að kæmi óvinurinn holdi klæddur, „Bandaríkjaagentinn, auðvaldsþýið og landráðagepillinn", og létu dynja á honum fúleggin. Ég sé enn hvernig hann hopaði. inn í húsið, og rauðan úr einu fúlegginu lufsaðist niður boðunginn á fína frakkanum. Þingmenn urðu, sem betur fór, ekki fyrir teljandi meiðslum, en lög- reglumenn sumir vom stórslasaðir. Hermann Guðmundsson (11. lands- kj.), þingmaður Sósíalistaflokksins, fékk að vísu glerbrot í augað, en það sár reyndist ekki alvarlegt. Næst sýndist mér liggja stórslysi á þingmanni, er fundi hafði verið slit- ið og Steingrímur Steinþórsson (1. þm. Skag.), þingmaður Framsókn- arflokksins, var að ganga út úr þingsalnum. Þá kom vænn hnull- ungur af miklu afli inn um rúðu- lausan glugga, en Steingrímur gat á síðustu stundu skellt hurð fyrir höfuð sér, og dundi steinninn í henni með þungu höggi. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 23 Flóttamenn: 21 Víetnami og 3 Rúmenar flytjast hingað til lands Gluggakista í skrifstofu forseta íslands í Alþingishúsinu, eftir að róstur hafði lægt. Vel búinn árásarmaður á Austur- velli 30. mars 1949. Einn þing- manna Sósíalistaflokksins sagði daginn eftir á alþingi, að „þetta fólk allt var friðsamt nema eitt- hvað af smádrengjum sem stóðu innarlega á vellinum og voru að henda gijóti.. .“2 Hvarflaði að mér að gera uppreisn Ég var að skrifa daginn eftir, og hlerar fyrir gluggum og margt úr skorðum gengið. Hófst þá mikill eftirleikur í orðum og ekki allt prúð- mannlegt sem sagt var. Þetta vom umræður utan dagskrár sem í þá daga vom fátíðar. Geðshræringar vom miklar. Ég hafði, eins og áður sagði, fylgst vel með öllu daginn áður, og vissi því glöggt hveiju þingmenn vom að lýsa. Eg tel mig hafa verið hlýðinn og þægan heima og í skóla og til þess að gera stillt- an, en því segi ég þetta, að nú gerðist það í fyrsta og eina sinn á fjögurra ára skrifaraferli mínum í alþingi, að það hvarflaði að mér að gera uppreisn gegn „embættishlut- leysi“ og hætta stöðu minni með því að kasta frá mér skrifblokk og blýanti og segja hreint út að ég skrifaði ekki þessa helvítis lygi, sem ég hlustaði á. Á ég þá við sumt af því sem fram kom í ræðum nokk- urra þingmanna Sósíalistaflokks- ins. Þar var öllu, sem mestu skipti, snúið á hvolf og lýst öfugt við það sem ég hafði sjálfur séð og fylgst með. Þetta var að sjálfsögðu skil- merkilega hrakið af öðmm ræðu- mönnum og rekið ofan í þingmenn Sósíalista, og í því sambandi minn- ist ég alveg sérstaklega Eysteins Jónssonar, þáv. menntamálaráð- herra. Ég hygg að hann hafi á þess- um tíma verið á hátindinum sem stjórnmálamaður. Hann var kannski ekki listrænn ræðumaður, enda reyndi hann lítt til þess, en hann var svo rökfastur, málefnaleg- ur og fylginn sér, að erfiðari and- stæðing fengu menn sjaldan í kapp- ræðum. Mér er það mjög í minni frá eftirleiknum 31. mars, hversu hann tætti sundur blekkingar and- stæðinga sinna. Rifja má upp alkunna sögu sem líklega er nú farið að fyrnast yfir. Annaðhvort hafa einhveijir laumast inn í Alþingishúsið og snúið við bijóstmyndinni af Jóni Sigurðssyni forseta fyrir ljósmyndara Þjóðvilj- ans, eða hún hefur hreyfst úr stað í öllum sviptingunum. En andstæð- ingar aðildarinnar að Atlantshafs- bandalaginu tóku mynd af stytt- unni, þar sem andlitið sneri til veggjar og vildu telja sér og öðmm trú um að þetta væri jarteikn. Stytt- an hefði sjálf snúið sér undan! Frá stúdentum Mikið hafði gengið á meðal stúd- enta út af fyrirhugaðri inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið, ef stofnað yrði. Haustið 1948 fékk Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, fjóra fulltrúa af níu í stúdenta- ráðskosningunum, og var ég einn þeirra. Félag róttækra stúdenta, kommúnistar, fékk tvo, en bandalag Fijálslyndra (Framsóknarmanna) og Lýðræðissinnaðra jafnaðar- manna fékk þijá. Þar sem andstæð- ingar Vöku stóðu ekki saman við stjórnarkjör, varð ég formaður á hlutkesti. Mikillar andúðar gætti lengi vel meðal háskólastúdenta, þegar til tals kom að ísland léti af hefð- bundnu hlutleysi. Það var gömul hugsjón margra. En valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948 — ofan á allt annað — hafði þó haft mikil áhrif á stúdenta í gagn- stæða átt. Ég man einkum eftir áhrifamiklum fundi í Stúdentafélagi Reylq'avíkur um það efni. En í des- ember 1948 var mikill meirihluti háskólastúdenta andvígur hugsan- legri aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Ég man eftir almenn- um stúdentafundi þá, þar sem að- eins 36 töldust fylgjandi aðild. Ég var enn tvístígandi, en þar sem ég var ekki á móti, bám fulltrúar kommúnista í stúdentaráði fram á mig vantrauststillögu. Hún var sölt- uð fram í janúar. Þá var tillagan samþykkt með atkvæðum allra nema Vökumanna, enda fengu full- trúar Fijálslyndra og Jafnaðar- manna alla stjómina. Ekki veit ég nú hversu skeleggir andstæðingar aðildar þeir vom í hjarta sínu. En eftir því sem málið upplýstist betur og meira var um það rætt, breyttist afstaða háskólastúdenta hægt og bítandi. Á almennum stúd- entafundi í mars 1949 vora fylking- ar næstum jafnar, en nýja stjómin sem lagði sjálfa sig að veði, hélt velli með þriggja atkvæða mun 1:24:121. Ég var sjálfur afar lengi að fullmóta mér skoðun í þessu efni, hlutleysisstefnan gamla var ákaflega rík í mér þá. Ný sannfæring eftir 30. mars En hik mitt hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir það sem ég sá og upplifði 30. mars. Ég man líka glöggt kvöld þess sama dags. Ospektir urðu þá líka í kringum lögreglustöðina, þótt bamaleikur væri hjá hinu á Austurvelli fyrr um daginn. Við sátum þetta kvöld saman, þrír skólabræður og vinir, og rædd- um atburðina. Einn var kommúnisti og hafði ekki skipt um skoðun, annar var Vökumaður sem hafði greitt atkvæði gegn Atlantshafs- bandalaginu á stúdentafundinum í mars. Hann hafði nú skipt um skoð- un og hvikaði ekki frá henni. Ég var líka alveg sannfærður eftir allt sem á hafði gengið og hef ekki heldur skipt um skoðun á því. En ég var sannfærður um fleira eftir þennan minnisstæða dag. Ég var sannfærður um að þama hafði verið gerð skipuleg tilraun til þess að beita ofbeldi og koma þannig í veg fyrir að alþingi fengi að af- greiða málin eins og lög og reglur stóðu til. Ég var sannfærður um að það hafði átt að greiða atkvæði með gijóti á götum úti í staðinn fyrir handauppréttingu í sölum alþingis. Og ef allt um þryti — og hefði ver- ið gert, ef ekki hefðu verið varnir uppi hafðar — að ryðjast inn í AI- þingishúsið og koma í veg fyrir með ofbeldi, að þjóðkjömir fulltrúar fengju að greiða atkvæði eins og samviska þeirra og sannfæring bauð þeim, eftir stjómarskránni. Ég er reyndar sannfærður um það, þann dag í dag, að stofnun Atlantshafsbandalagsins hafi verið nauðsynleg til þess að hefta fram- gang einræðis- og ofbeldisafla í heiminum, sem höfðu enn sýnt hvers eðlis þau vom, og ég mingt- ist á í sambandi við valdaránið í Tékkóslóvakíu. Þá var mönnum nóg boðið. Fram- sókn kommúnismans í Evrópu var stöðvuð og friður tryggður handa lýðræðisþjóðum Évrópu og Ámeríku. Friður með sterkum vörn- um. Atlantshafsbandalagið er vam- ar- og friðarbandalag, ekki hemað- arbandalag. Það hefur aldrei farið með hemaði á hendur einum né neinum í þau 40 ár sem liðin em frá stofnun þess. Auðvitað eigum við íslendingar heima í slíku bandalagi. Hver getur verið hlutlaus í átökum einræðis og lýðræðis, frelsis og ófrelsis? Jafnvel í kommúnistaríkjunum sjálfum, sumum hveijum, er nú viðurkennt við hvað var að glíma, þar sem kommúnisminn hefur ráðið. Þar hafa menn nú uppi tilburði í átt til vestrænna stjómarhátta, þótt enn sé bágt að vita hvað úr því verður. Að minnsta kosti hefur styrkur og stefnufesta Atlantshafsbandalags- ins knúið Varsjárbandalagsríkin á slóð afvopnunar. Mér leiddist auðvitað á sínum tíma að vera rekinn úr formennsku í Stúdentaráði, að vísu fyrir þá sök eina að vilja ekki afneita hugsan- legri aðild Islands að vamarbanda- lagi vestrænna þjóða um áramótin 1948—49. Nú finnst mér það pínu- lítið gaman, að það skuli hafa verið af þessari ástæðu. Tilvitnanin 1 Alþt., ársett 1948, D, 288 2 Sama rit, D, 217 Höfundur er fyrrverandi þing- skrifari og menn taskólakennari. íslensk stjórnvöld hafa gefið vil- yrði fyrir því að 24 flóttamenn setjist að hérlendis á næstunni. Hér er um 21 Víetnama að ræða og þrjá Rúmena. Víetnamarnir eru allir venslaðir þeim sem fyr- ir eru í landinu og Rúmenarnir eru Qölskylda af ungversku bergi, en það er minnihlutahópur í landinu, sem á undir högg að sækja. Vandi „rúmenskra" Ung- veija er slikur, að Ungverjaland hefur orðið fyrst austantjalds- landa til þess að taka þátt í starfi Flóttamannastofhunnar Samein- uðu Þjóðanna. Síðustu daga hefur verið staddur hér á landi Sören Jessen-Petersen, fulltrúi Flóttamannastofnunnar SÞ á Norðurlöndum. Hann hefur rætt við íslensk stjómvöld um flótta- mannavandann í heiminum í dag og hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að stjómvöld hefðu bæði ver- ið velviljuð og jákvæð. „Enginn tel- ur að íslendingum beri að taka við miklum fíölda flóttamanna, smæð þjóðarinnar er slík, aðalatriðið er að sýna lit, vera með og leggja af mörkunum eftir því sem aðstæður leyfa og á þeim gmndvelli hafa ís- lendingar staðið sig vel,“ sagði Jess- en-Petersen. Hinn danski fulltrúi sagði flótta- mannaástandið í heiminum vægast sagt hrikalegt, um 15 milljónir manna væm flóttamenn sem byggju við misvondan kost. Alvar- legast væri ástandið í Afganistan og nágrenni, því nærri 5,5 milljón Áfganir em flóttamenn í Pakistan og íran. Einnig væri hrikalegt ástand í Víetnam og Eþíópíu og Stefiiir í tveggja milljarða tekju- tap ríkissjóðs „TÖLUR um bi&eiðainnflutning fyrstu tvo mánuði þessa árs sýna algjört hrun miðað við sama tíma í fyrra," segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Sam- kvæmt þeirra tölum hefiir inn- flutningur bíla dregist saman um rúmlega 72% þessa tvo fyrstu mánuði ársins. Fluttir voru inn 885 bílar á móti 3.176 í fyrra. Verði bifreiðainnflutningur svip- aður það sem eftir er ársins verð- ur hann minni en nokkru sinni síðan árið 1976. Verð bíla hefiir hækkað um 60-70% að meðaltali frá haustmánuðum 1987. Bíl- greinasambandið áætlar að tekj- utap ríkissjóðs vegna þessa hruns nemi hátt í tveimur milljörðum króna á árinu, miðað við áætlan- ir í Qárlögum. Mest seldu bílarn- ir fyrstu tvo mánuði ársins voru afgerðunum Mitsubishi og Lada. „Áhrif bifreiðainnflutnings á tekjur ríkissjóðs em vemleg og má ætla að tekjur ríkisins af aðflutn- ingsgjöldum og söluskatti af bif- reiðainnflutningi í janúar og febrú- ar 1989 hafi vérið í kring um 300 milljónir og hefði orðið um 1.000 milljónir núna, ef bifreiðainnflutn- ingur hefði verið álíka og á sama tíma í fyrra. Svipaður bifreiðainnflutningur allt árið og í janúar-febrúar 1989 Sören Jessen-Petersen. víðar. Eþíópar hefðu t. d. tekið við um 750.000 flóttamönnum vegna átaka bæði í Súdan og Sómalíu. í því tilviki væri eitt af fátækustu ríkjum veraldar að takast á við eitt versta flóttamannavandamálið. „En. vegna mikillar vinnu SÞ má segja að nú sé von fyrir um helming þessa flóttafólks. Hæst ber auðvitað, að vegna brotthvarfs sovésku hersveit- anna frá Afganistan era menn nú þess fullvissir að friður og ró séu á næsta leyti,“ sagði Jessen-Peters- en. þýðir um helmingi minni innflutning en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga, eða tæplega tveimur mill- jörðum minni tekjur af aðflutnings- gjöldum og söluskatti innfluttra bif- reiða. Á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur sérstakt innflutningsgjald af bifreiðum hækkað úr því að vera á bilinu 0%-32% eftir vélarstærð bif- reiða í það að vera 16%-66% eftir vélarstærð," segir í fréttinni frá Bílgreinasambandinu. Síðan 1971 hefur bifreiðainn- flutningur oftast verið á bilinu átta til tíu þúsund bflar á ári, samkvæmt yfirliti Bílgreinasambandsins. Fæstir bílar vom fluttir inn 1975, eða 3.494 alls. Árið 1976 vora flutt- ir inn nokkm fleiri bílar, eða 4.477 alls. Flestir bílar vora fluttir inn 1987, alls 23.459 og í fyrra urðu þeir alls 15.078. Heildarbílaeign landsmanna í árslok 1987 var 133.540 bílar, sem jafngildir því að 1,8 íbúar hafí ver- ið um hvem bíl. Fólksbílar vora á sama tíma 121.696, eða 2,0 íbúar á bfl. Meðalaldur bfla á skrá 1986 var um 9 ár og meðalaldur afskráðra bíla það ár var um 13,7 ár. Fyrstu tvo mánuði þessa árs hafa selst flestir fólksbílar af gerðinni Mitsubishi, 110 bílar eða 15,6% af heildarsölu. Næst kemur Lada með 79 bíla selda, eða 11,2%. 69 Sub- am-bílar seldust, eða 9,8%, 63 Toy- ota- bílar, eða 8,9%, 53 Daihatsu- bílar, eða 8,1% og 50 Nissan-bílar, eða 7,1%. Mun færri bílar seldust af öðmm tegundum. Hrun í bifireiðainnflutningi: 72% samdráttur ft*á sama tíma í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.