Morgunblaðið - 30.03.1989, Síða 31

Morgunblaðið - 30.03.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 31 Minning: Bogi V. Bogason frá Varmadal Fæddur 3. nóvember 1904 Dáinn 19. mars 1989 Mig langar að minnast í fáum orðum frænda eins og við frænd- systkinin kölluðum afabróður okk- ar, Boga Viggó Bogason. Bogi fæddist í Varmadal á Rangárvöllum 3. nóvember 1904. Hann var í hópi átta systkina, eitt dó í vöggu, en af þeim er upp komust voru Oskar, Svanhildur, Þórður og Sigurgeir en þau eru nú látin, eftir lifa systumar Valgerður og Sigríður. Bogi var sonur hjónanna Boga Þórðarsonar og Vigdísar Þorvarðardóttur. Bogi bjó tvíbýli ásamt Óskari (afa) bróður sínum í Varmadal. Afí og hans fjölskylda bjuggu í vestur- bænum en frændi sem aldrei kvæntist bjó í austurbænum. Ég minnist frænda fyrst sem bam í sveitinni hjá afa og ömmu. Er árin liðu og ég gerðist vinnumaður hjá ömmu á sumrin eftir að afí dó urðu samskipti okkar frænda nánari, sérstaklega í sambandi við smala- mennsku, rúningu og fleira kring- um sauðféð. Hestar og sauðfé ásamt því að rækta landið var hans líf og yndi. Ég sé frænda fyrir mér á Fal sem var stór og glæsilegur grár hestur. Það var sama hvort þeir félagar væra að smala eða fara til kinda á vorin þegar sauð- burður stóð sem hæst, eða frænda með hestapelann í vasanum sitjandi á Fal, í skemmtiferð með góðum félögum á góðum hestum, alltaf var hrein unun að sjá samspil þessara tveggja félaga. Við frændi voram ekki alltaf sammála hvemig haga bæri smalamennskunni. Ég á aldr- inum 13—16 ára og frændi farinn að nálgast sjötugt, öraggur um að á Fal hefði hann sama úthald og hann fertugur væri. Þeir félagar fóra yfírleitt lengst og þeyttust þvert og endilangt yfír landið og ráku féð áleiðis til okkar hinna sem áttum síðan að þétta safnið. Ja, þær vora stundum allhressilegar orða- sennumar sem við áttum í smala- mennskunni en alltaf gekk það nú upp í lokin. Krafturinn og þróttur- inn í gamla manninum var ótrúleg- ur. Síðustu fjögur ár ævi sinnar dvaldi frændi á Ljósheimum á Sel- fossi og leið þar vel. Hafí allt starfs- fólk Ljósheima bestu þakkir fyrir umönnunina. Ég get því miður ekki státað af að hafa heimsótt frænda oft þann tíma sem hann dvaldist hér á Selfossi. Ég fylgdist þó grannt með honum því foreldrar mínir og þá sérstaklega mamma heimsóttu hann reglulega allan þann tíma sem frændi dvaldist hér á Selfossi. Bogi andaðist að morgni 19. mars og var jarðsettur á Odda á Rangárvöllum laugardaginn 25. mars. Kæram frænda þakka ég samfylgdina, blessuð sé minning hans. Óskar G. Jónsson og ijölskylda. Emil E. Emilsson - kveðjuorð Fæddur 1. maí 1932 Dáinn 17. mars 1989 í hvert sinn þegar ég stend niður við Grímsstaðavör, koma í hugann myndir og minningar frá löngu liðn- um dögum. Einnig um þá æskufé- Iaga mína sem famir era yfír móð- una miklu. Einn úr þeim hópi hefur nú kvatt sinn jarðneska ævidag, Emil Emilsson, Fálkagötu 32 á Grímsstaðaholti. Þær æskustöðvar yfírgaf ég rétt rúmlega tvítugur. Ekki varð það þó til þess að breyt- ingar urðu á kunningsskap okkar Emils heitins eða annarra af mínum tryggustu æskufélögum. Lífsferill Emils var á hinn rétta veg. Hann tók snemma að taka lífið ákveðnum tökum. Bílstjórastarfíð mun vera það starf sem hann stundaði mest, eftir því sem ég best veit. Hann var fjölskyldumaður og áttu þau tvö böm: Dóttur sem þau misstu í blóma lífsins og son sem býr á Fálkagötunni. Systur á Emil á lífi sem búsett er suður í Grindavík! Foreldram þeirra þeirra var ég vel kunnugur. Eg kom oft í þeirra hús og var mér jafnan vel tekið þar. Bæði era þessi heiðurshjón nú látin. Emil Emilsson var mjög hreinskipt- inn maður, laus við alla yfírborðs- mennsku, ákveðinn í öllu fasi og framkomu, jákvæður maður. Hann hefur nú á góðum aldri verið hrifínn skyndilega burt. Minning þess liðna geymist um hina björtu áhyggju- lausu lífdaga. Eftirlifandi konu hans, syni og sonarsyni, systur hans og öðram nánum ástvinum hans votta ég samúð og hluttekningu. Blessuð sé minning Emils Emilssonar. Þorgeir Kr. Magnússon KÁRSNESBRAUT 106 - KÓPAVOGI - SÍMI46044 TIIBOÐ 10-30% afsláttur Marmari á gólf og veggi. Baómottur - stakar/sett. Baðhandklæði. Fyrir baðherbergió s.s. snagar, handklæðaslár, sápuskálar, salernis-pappírshöldur o.fl. Flísabúóin, Kársnesbraut 106, Kópavogi. Kynnið ykkur vortilboðið FLOTT FORM ÆFINGAKERFIÐ FtOTT FORM býður upp á þægilega leið til að styrkja og liðka líkamanri, án þess að ofreyna vöðva og fá harðsperrur. Vegna einstaks samblands af líkamshreyfingum og síendurteknum æfingum, þar sem vöðvarnir eru spenntir án þess að lengd þeirra breytist, geta bekkirnir okkar sjö styrkt og liðkað mismunandi hluta líka- mans. Auknar birgðir súrefnis og bætt blóðstreymi hjálpa til við að brjóta nið- ur erfiða appelsínuhúð og losa um vöðvabólgu, bakverk svo og aðra álagssjúk- dóma. GETUR ELDRA FÓLK NOTIÐ GÓÐS AF ÞESSUM TÆ.KJUM? Þessi þægilega leið við að hreyfa líkamann er kjörin fyrir eldra fólk, vegna þess að allir geta æft á sínum hraða. Aukinn sveigjanleiki og aukið vöðvaþol, sem kemur með þessum tækjum, er kjörið fyrir þá, sem hafa stífa vöðva eða eru með liðagigt. Halldóra Anna Gunnarsdóttir Á þeim stutta tíma sem óg hef stund- aö Flott form hefur kílóunum og cm fækkaö. Ennfremur hef ég losnaö viö vonda verki ( mjaöma- og hnjáliöum sem hafa hrjóð mig í óraraðir. Mér var róölagt að fara í lótta leikfimi en allt kom fyrir ekki, mór leið ekkert betur. Þó ságði læknirinn minn mór aö hann heföi heyrt um Flott form bekkina og gæti maöur nóð góðum árangri þar. Ég fylgdi hans ráöum og órangurinn hefur ekkí lótiö ó sór standa. Ég hef alveg losnaö viö allar þrautir, sem höföu hrjóö mig ( mjöömum og hnjém. Sem sagt alveg verkjalaus, aðeins vellíöan. Ég get hiklaust mælt meö Flottu formi fyrir alla aldurshópa hjó körtum og kon- um. Sigrí&ur Jónsdóttir Þegar óg só auglýsingu um bekkja- leikfimi hjá Flottu formi fannst mór spennandi aö prófa. Strax eftir fyrstu tímana fann óg breytingu til batnaö- ar, aukiö þrek og þol, laus viö bjúg í fótum, blóöþrýstingur í betra lagi og svo er óg mikið betri af vöövabólg- unni + færri kfló og sentímetrar. öll líðan miklu betri. Ég mæli meö Flottu formi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Þetto er ágætis þjélfun. hressendi og hæfilega ertiS. Ég tel e« þessl tœki henti fólki é öllum eldri og I öll- um þyngdarflokkum. Jakobína Kristjáns- dóttir Ég hef fengiö heilmikiö út úr þvf aö fara í æfingamar ón þess þó aö þaö reyndi of mikiö ó mlg, sem er mikill kostur fyrir fólk, sem ekki hefur stundaö líkamsrækt lengi. Þetta er eina formið sem hefur hentaö mér og flestu fólki ó minum aldri, þvi þaö eru ekki allir sem geta fariö í leik- fimi, svona einn, tveir og þrír svo aö ég mæli eindregið meö Flottu formi. Pantið tíma tímanlega FL0TT F0RM Hreyfing sf. Hreyfing sf. Kleifarseli 18, Breiðholti Engjateigi 1, Rvík sími 670370 (Dansstúdíó Sóleyjar) sími 680677 I/ið bjóðum alltafeinn frian kynningartíma. Frábær sól- og gufu- baðsaðstaða Við höfum opið frá kl. 9-22 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.