Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGÚR 6.' APRÍl'Í989 MorgunblaSið/Árni Sœberg Lokið verður við að steypa upp veitingahúsið á Öskjuhlíð í sumar og er gert ráð fyrir að það verði fokhelt síðar á árinu. Framkvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur: 1,1 milljarður til Nesjavalla Veitmgahúsið á Öskjuhlíð fokhelt á árinu FRAMKVÆMDUM á vegum Hitaveitu Reykjavíkur vegna Nesja- vallavirkjunar, leiðslu þaðan og byggingu nýrra tanka ásamt útsýnis- húsi á Öskjuhlíð, miðar vel áfram. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna Nesjavallavirkjunar verði rúmlega 1,1 núlþ'arður á þessu ári en heildarkostnaður vegna framkvæmdanna á Öskjuhlíð er áætlað- ur um 600 miHjónir og hefur þegar verið varið um 175 milfjónum til hennar, að sögn Jóhannesar Zoöga starfandi hitaveitustjóra. Miðað er við að Nesjavallavirkjun verði tekin f notkun haustið 1990 og að lokið verði við framkvæmdimar f Öskjuhlfð árið 1991. Gert er ráð fyrir að veitingahús- ið á hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð verði fokhelt fyrir árslok 1989, húsið uppsteypt með hvolf- þaki úr gleri en á næsta ári er gert ráð fyrir að hafíst verði handa við að innrétta veitingástaðinn. Geymamir hafa þegar verið klædd- ir með málmplötum en skildir hafa verið eftir einstaka fletir, sem gætu orðið fyrir hnjaski meðan á framkvæmdum stendur. Búið er að steypa upp fyrstu hæðimar und- ir veitingahúsinu upp í sömu hæð og geymamir ná, en í lok maí næstkomandi á allri steypuvinnu að vera lokið. „Seinnihluta næsta árs má því búast við að geymamir á Öskjuhlíðinni verði komnir í sinn endanlega búning," sagði Jóhann- es. Á þessu ári verður vélum Nesja- vallavirkjunar komið fyrir, svo og hiturum, dælum og búnaði fyrir lofthreinsun, lögð kaldavatnsleiðsla til virkjunarinnar og lokið við fram- kvæmdir við aðal heitavatnsæðina frá Nesjavöllum að hitaveitugeym- unum í Öskjuhlíð en lagning henn- ar hófst á síðasta ári. A Nesjavöll- um verður auk þess gengið frá lögnum frá borholum að orkuveri í sumar og á fyrsta áfanga, um 100 megavatta virkjun að vera lok- ið á næsta ári. „Hins vegar er gert ráð fyrir að bæði heita- og kalda- vatnsleiðslur til og frá Nesjavöllum til borgarinnar, anni um 3 til 400 megavatta orkuveri," sagði Jó- hannes. „Það þarf því ekki að stækka leiðslumar þegar til þess kemur að stækka virkjunina en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvenær það verður." Kennarasamband íslands: Fundað í stað þess að kenna [ BÚAST má við að kennsla falli að miklu leyti niður f grunnskól- um í dag en fulltrúaráð Kennara- sambands íslands hefur skorað á félagsmenn sína að efna til fiinda um kjaramál á vinnustöðum sínum i dag og feila niður kennslu í þvf skyni. Svanhildur Kaaber formaður Kí sagðist í gærkvöldi reikna með að þátttaka félagsmanna í þessum aðgerðum yrði mjög almenn. Svan- | hildur sagði að nemendum ætti þegar að hafa verið gerð grein fyr- ir hvaða áhrif fundahöld kennara mundu hafa á skólastarfið í dag. Hún sagðist vita til að sums staðar yrði ekkert kennt I dag en vissi einn- ig um dæmi þess að kennt yrði fyrstu tvær stundimar en að því loknu tækju fundahöld við. Jafntefli hjá Jóhanni JÓHANN Hjartarson gerði jafn- tefli við spænska stórmeistarann Miguel Illescas f 6. umferð heims- bikarmótsins f Barcelona í gær, en Jóhann stýrði svörtu mönnun- um. Jóhann er enn f 3.-6. sæti. Ljúbomir Ljúbojevic vann Jesus Nogueiras f gær, og er nú 1% vinn- ingi fyrir ofan næstu menn. Ljúbojevic er með 5 vinninga eft- ir 6 umferðir, en Artúr Júsupov kemur næstur með 34 vinning og yfirsetu. Jóhann, Yasser Seirawan og Robert Hiibner em með sama vinningafjölda en hafa teflt skák meira en Júsupov. Sex skákum lauk með jafntefli. Sá eini sem vann, utan Ljúbjevic, var Viktor Kortsjnoj, en hann vann Zoltan Ribli með svörtu. Neskaupstaður: Jaftiréttisráð höfðar mál gegn sparisjóði Mikið fj árstreymi til peningastofiiana Mikill samdráttur útlána á sumum sviðum MIKIÐ Qárstreymi hefur verið til peningastofnana og á sumum svið- um mikill samdráttur í útlánum. Umsóknum til Iðnlánasjóðs hefur fækkað verulega það sem af er árinu, miðað við sama tíma í fyrra og Iífeyrissjóðir hafa fjárfest í verðbréfum á meðan biðstaða hefiir verið í skuldabréfakaupum af Húsnæðisstofnun. Nýjar reglur Seðla- bankans um aukna bindiskyldu hafa f för með sér að erfiðaðra er fyrir peningastofhanir en áður að lækka vexti af útlánum. Iðnlánasjóði bárust 68 umsóknir upphæðin samanlagt 122 milljónir, um lán, samtals að upphæð 468 milljónir króna, fyrstu þijá mánuði síðastliðins árs. Fyrstu þijá mánuði þessa árs voru umsóknimar 30 og Breskur sjó- maður braust inníáttabfla TVÍTUGUR breskur sjómaður braust inn f átta bíla við Hafnar- búðir f Reykjavík aðfaranótt mið- vikudagsins og stal úr þeim út- varps- og kassettutækjum, og ýmsum verðmætum. Hann var staðinn að verki og gisti fanga- geymslur í fyrrinótt en hélt úr höfii með skipi sínu, breska togar- anum Artic Ranger, f gær. Artic Ranger kom til Reykjavíkur eftir að bilunar varð vart þegar skip- ið var að veiðum við Grænland. í fyrrinótt þurfti Reykjavíkurlög- reglan að hafa afskipti af þremur skipveijum af Artic Ranger. Hinir tveir lentu I slagsmálum þegar þeir voru að skemmta sér. Öðrum var sem er 74% minna en í fyrra. Bragi Hannesson, bankastjóri, segir að margar skýringar séu á þessum samdrætti, þar á meðal að afkoma fyrirtækja var fremur slæm í fyrra og því sé reynt að gæta aðhalds í lántökum og fjárfestingum sé frest- að. Um síðustu áramót voru óaf- greiddar en samþykktar umsóknir í Iðnlánasjóði samtals um 600 millj- ónir króna. Lífeyrissjóðir hafa leitað eftir að ávaxta Ijármuni sína hjá verðbréfa- mörkuðum um nokkurt skeið, á meðan ekki hefur samist um skuldabréfakaup af Húsnæðisstofn- un. Talsmenn verðbréfamarkaða sem rætt var við töldu það vera veigamikla ástæðu fyrir auknu fj'ár- streymi til peningastofnana undan- farið. Þeir töldu ekki vera vand- kvæði á að endurlána þetta fé, en sögðu að þróunin hefði verið í þá átt að menn gæti betur að sér en áður í lántökum, skipuleggi þær betur en áður með tilliti til greiðslu- getu. Breyttar reglur um bindiskyldu í Seðlabanka hafa í för með sér að bindingin verður víðtækari en áður, unni. Það þýðir að bankar þurfa að leggja í Seðlabanka sem svarar til 11% af veltu bankabréfa á 2% vöxtum. Það þýðir aftur að þeir þurfa hærri vexti af keyptum skuldabréfum og þess vegna vinna hinar nýju bindireglur gegn vaxta- lækkunum. Eiríkur Guðnason að- stoðarbankastjóri í Seðlabankanum var spurður hvers vegna þetta hefði verið gert. „Mér sýnist að verið sé að reyna að reiða sig á bindiskyld- una sem tæki til að hafa aðhald I peningamálum fremur en vextina," sagði hann. ÞINGFEST hefur verið fyrir bæjarþingi Neskaupstaðar mál sem Jafnréttisráð, fyrir hönd Klöru ívarsdóttur, höfðar gegn formanni stjórnar Sparisjóðs Neskaupstaðar. Jafiiréttisráð telur að lög um jafiia stöðu og jafiian rétt karla og kvenna hafi verið brotin þegar umsókn Klöru um stöðu sparisjóðs- stjóra var sniðgengin en í henn- ar stað ráðinn karlmaður með mun minni reynslu af banka- störfiim. Við þingfestingu málsins var lögmanni sparisjóðsins veittur frestur til 1. júní til að afla gagna og leggja fram greinargerð. Að sögn Skarphéðins Þórissonar hrl., sem sækir málið, er þess ekki kraf- ist að Klöru verði dæmd staðan, heldur sé um skaðabótamál að ræða. Bótakröfur eru miðaðar við- þann tekjumissi sem ólögmæt’ ráðning annars í stöðuna hafí vald-. ið Klöru og muni valda henni.' Einnig er krafist miskabóta. Ólafur K. Ólafsson bæjarfógeti mun dæma í málinu. Borgarfjörður: Minkur komst í hænsnahús MINKUR komst nýlega f hænsnahús á Sigmundarstöð- um f Þverárhlíð og hafði drep- ið um 30 tíu vikna gamla unga áður en bóndinn, Ömólfur Jó- mundsson, kom að og náði að drepa vágestinn með skóflu. Um 300 hænur eru I húsinu. Ömólfur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa séð hvers kyns var þegar hann kom út í hænsnahúsið að morgni. Þá var minkurinn búinn að drepa ungana og að byija að atast f varphænun- um. Ömólfur sagðist ekki vita hvemig minkurinn komst inn en sagði að erfitt væri að búa svo um hnúta að minkur ætti hvergi inngönguleið I hænsnahús. Þó sagðist hann ekki hafa fengið mink I húsið til sín áður. ísafjarðardjúp: Verulegar líkur á að hægt verði að auka rækjukvótann kjð til skips en hinn neitaði að fara tekur meðal annars til verðbréfa mbóWóggiStiþví'Wjáldgreglunnt11 ' -sém „VERULEGAR líkur eru á að hægt verði að auka rækjukvót- ann í ísafjarðardjúpi á næstu vertíð,“ sagði Guðmundur Skúli Bragason hjá Hafrannsókna- stofnun á ísafirði í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að í Djúpinu væri mjög sterkur eins árs gamall árgangur sem ætti að skila sér í góðum afla á næstu , ,,. itj i nrr -- , i iv,e^íðuui* Awrffrðin- vorú undánþegm bmdiskyld- - - um yrði mns vegar Örugglegá ekki aukinn á næstu vertíð. „í Amarfirðinum er aðallega Qögurra ára gömul rækja en þar vantar gjörsamlega tveggja ára gamla rækju," sagði Guðmundur Skúli. Rækjukvótinn í Amarfírðin- um var 600 tonn á síðustu vertíð en henni lauk um mánaðamót febr- úar og mars. Guðmundur Skúli sagði að rækjan í Arnarfirði hefði meiij,yeiðiávq4í^Wir, ‘ „I Isafjarðardjúpi má veiða 1.000 tonn á þessari vertíð og henni er að ljúka. Þar mátti hins vegar veiða 2.100 tonn á síðustu vertíð en kvótinn var minnkaður vegna mikillar smárækju í aflan- um,“ sagði Guðmundur Skúli. Hann sagði að rækjuveiðar í ísa- fjarðardjúpi hefðu hafist árið 1936 en 1937 í Amarfírði. íslendingar hefðu þó ekki byijað borða rækju :fyi7,?i? pm IQ'IQ.,......... , , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.