Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 37 ÓJÖFN BRÆÐRABÝTI Ólíkir bræður. Cruise og Hoffman í Regnmanninum. KvikmyndSr Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Regnmaðurinn — „Rain Man“ Leikstjóri Barry Levinson. Handrit Ronald Bass og Barry Morrow. Tónlist Lalo Schifrin. Kvikmyndatökustjóri Hans Zimmer. Aðalleikendur Dustin Hoffman, Tom Cruise, Valeria Golino. Bandarísk. United Art- ists 1988. Regnmaðurinn er tvímælalaust frægasta — og ein besta — mynd sem komið hefur frá Hollywood um langt skeið. Hún er búin að vera umtöluð í nokkur ár þar sem gerð hennar hefur gengið með eindæmum stirðlega, handrits- höfundar, framleiðendur og leik- stjórar komið. og farið. Efnið er- fitt umfjöllunar og Hoffman kom- ið með nýjar og nýjar kröfur. En með þrákelkni sinni hafði hann loks uppá réttum leikstjóra og handriti og árangurinn nú skráður á síður kvikmyndasögunnar. Þessi fjórfalda Óskarsverð- launamynd segir frá bræðrunum Charlie (Cruise), töffara sem rek- ur bílainnflutningsfyrirtæki í Los Angeles, sem rambar á barmi gjaldþrots og Raymond, (Hoff- man), einhverfum vistmanni á geðsjúkrahúsi í Ohio. Leiðir þeirra liggja saman er faðirinn deyr, en þá fyrst fær Charlie að vita um tilvist þessa einkennilega stóra- bróður og eingöngu vegna þess að faðir þeirra hafði arfleitt Ra- ymond að aleigu sinni, þremur milljónum dala. Sár og svekktur rænir Charlie Raymond, ætlar að taka hann með sér til Vestur- strandarinnar og freista þess að fá forræði yfír honum — og auðn- um — með hjálp réttvísinnar. En nú kemur babb í bátinn — Raym- ond neitar að fljúga. Upphefst nú sögulegt ferðalag þvert yfir Bandaríkin sem reynir á þolrif Cruise. En hann smá- kynnist hinum bæklaða bróðir sínum og tilfinningar hans og áætlanir hafa gjörbreyst er á leið- arenda kemur. Regnmaðurinn er einfaldlega ein frumlegasta mynd sem gerð hefur verið um árabil, enda er efnið óárennilegt og ekki nema á færi útvaldra að koma því til skila svo vel sé, líkt og saga myndarinn- ar sannar. í fyrsta lagi er það afar viðkvæmt, en verið unnið af slíkri smekkvísi, eins og myndin öll, að það ætti ekki að styggja nokkum mann. Þá er það ekki á færi neinna meðaljóna að ná réttu málfari og orðalagi einhverfra, hvað þá komast inn í hugarheim jafn fatlaðra einstaklinga til að geta tjáð veruleika þeirra án þess að hann sé skopskældur og mark sé á takandi. Það er skemmst frá að segja að Hoffman vinnur sinn stærsta leiksigur í erfiðasta hlut- verki ferils síns. Auðséð að hann, líkt og handritshöfundar og leik- stjóri hefur lagt á sig geysilega forvinnu að kynnast einhverfum, en hann dvaldist með þeim og fjöi- skyldum þeirra langtímum saman fyrir kvikmyndatökuna. Það er ógleymanlegt að fylgjast með lát- bragði hans og raddbeitingu. Hvert einasta smáatriði skiftir máli. Skoðið útstillingarmyndim- ar. Meira að segja þær — þó ekki sjáist í andlit hans — segja manni í þögn sinni að þar gengur ekki andlega heill maður til skógar sem Raymond fer. Cmise stendur sig einnig í rauninni með prýði, en hann er í vanþakklátu hlutverki og stendur í skugga meistarans. Og geysilegur útlits- og aldurs- munur þeirra og næstum því al- gjört tilfínningaleysi Raymonds gerir það að verkum að á milli þeirra skapast kannske ekki hið eftirsóknarverðasta samspil. Þá fer Golino ánægjulega með hlut- verk vinkonu Charlies og Levinson sjálfur á skemmtilega innkomu sem réttarlæknir í Los Angeles. Það var Levinson sem að lokum færðist þetta erfíða verkefni í fang og þrátt fyrir hrakspár iðn- aðarins tókst honum, ásamt frá- bæru samstarfsfólki að fram- kvæma hið ómögulega — kvik- mynda Regnmanninn, og það með árangri sem seint mun gleymast. Ég vil hvetja fólk á öllum aldurs- skeiðum að sjá þetta gneistandi, mannlega stórvirki, jafnvel þó það sjái ekki nema eina mynd á ári. RAÐAUGÍ ÝSINOAR W# ÝMISLEGT TILKYNNINGAR Á£ SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Kópavogur - eldri borgarar Árleg skemmtun sjálfstæðisfélaganna í Kóþavogi fyrir eldri borgara verður haldin í Hamraborg 1, 3. hæð, fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00. Spilað verður bingó, kaffiveitingar og dansað við harmoníku- leik Jóns Sigurðssonar. 400-600 fm götuhæð Höfum fjársterkan kaupanda að góðri 400-600 fm. götuhæð (með innkeyrslu) á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 621600 ■ Borgartún 29 @HUSAKAUP Auglýsing Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunarsjóðs, sem stofn- aður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september nk. til Húsafriðunarnefndar, Þjóðminjasafni íslands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fá^t. Húsafriðunarnefnd. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri dagana 20.-23. apríl nk. frá kl. 10.00-19.00. Innritun og upplýsingar daglega í sima 96-41212 og 96-41409, Katrín Eymundsdóttir og í sima 91-82900, Þórdís Péturs. Dagskrá skólans verður birt sunnudaginn 9. april. Fræðslu- og útbreiðsludeild. ÓSKASTKEYPT Verðbréf Óska að kaupa verðtryggð, óverðtryggð og fasteignatryggð skuldabréf til 6-8 ára. Brunabótamatið (MATIÐ) má vera um eða yfir 60%. Vinsamlegast leggið inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins Ijósrit af bréfum, nafn og síma sem fyrst, merkt: „B - 2670“. ATVINNUHÚSNÆÐL Umhverfis- og skipulags- nefnd Sjálfstæðisflokksins Mánudaginn 10. apríl nk. kl. 12.00 verður haldinn fundur i nefndinni i Valhöll. Á dagskrá er: Umræður um frumvarp um umhverfis- og skipulagsmál og lands- fundarályktun. Áríðandi að fundarmenn mæti vel á fundinn. Formaður. Laugavegur Til leigu 50 fm verslunarhúsnæði í verslunar- samstæðu á miðjum Laugavegi. Gott verð og góð sameign. Nánari upplýsingar í síma 36640 milli kl. 9.00 og 17.00. Smaauglýsingar Wélagslíf I.O.O.F. 5 = 17046872 = 5. h. I.O.O.F. 11 = 17046872 = Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapteinn Daníel Óskars- son stjórnar og talar. Föstudagskvöld kl. 20.00: Bæn og lofgjörð (í kjallarastofunni). Janice Dennis frá Akureyri talar. Kl. 23-02 bænanótt. Allir velkomnir. Svigmót ÍR Svigmót ÍR í unglingaflokkum (13-14, 15-16 ára) fer fram í Hamragili sunnudaginn 9. april nk. Helstu tímasetningar: Kl. 9.30: Brautaskoðun í 15-16 ára flokki. Kl. 13.00: Brautaskoðun i 13-14 ára flokki. Stjórnin. Emmess ís svigmót Fram verður haldið sunnudaginn 9. april '89 i Eldborgargili i Bláfjöll- um i flokkum 11-12 ára, 9-10 ára og 8 ára og yngri. Brautarskoðun kl. 10.00. Keppni hefst kl. 10.30 fyrir 11-12 ára. Fararstjórafundur verður haldinn í SKRR herberginu föstudaginn 7. apríl kl. 18.30. Stjórnin. lllÍAðft] AD.KFUM Óformleg samvera í kvöld á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Haakon Andersen biskup frá Noregi ræðir um Lausanne- hreyfinguna. Konur og karlar velkomin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 9. apríl Kl. 10.30: Skíðaganga yfir Reynivallaháls. Ekið þaðan að Vindáshlið og gengið þaðan yfir Reynivallaháls og komið niður hjá Fossá. Skemmtileg og létt gönguleið. Verð kr. 900,- Kl. 13: Fjöruganga f Hvalfirði f grennd við Fossá. Létt gönguferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 900,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Munið myndakvöldið, miðviku- daginn 12. april i Sóknarsalanum. 20.-23. apríl: Skfðagönguferð til Landmannalauga. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan til Lauga. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni. Ferðafélag (slands. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Félagsfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30. á Hótel Lind Rauðarárstíg 18. Skúli Magnús- son flytur erindi um yogaþjálfun. Breski miðillinn Gladys Field- house starfar á vegum félagsins dagana 17.-29. apríl. Hún heldur skyggnilýsingafund mánudaginn 24. apríl kl. 20.30 á Hótel Lind. Félagsmenn ath. að nánari uppl. um námskeið og einkafundi fást á skrifstofu félagsins í Garða- stræti 8, 2. hæð eða i sima 18130. Símsvari utan skrifstofu- tima. Stjórnin. Skipholti 50b 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. m utivist Fimmtudagur 6. aprfl Myndakvöld Útivistar íslenskir hraunhellar kl. 20.30 i Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Myndefni: 1. SigurðurSveinnJónssonsýn- ir sérlega fallegar myndir og segir frá íslenskum hraunhell- um. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast töfrandi neðan- jarðarheim islenskrar náttúru. 2. Myndir úr ævintýralegri gönguskíðaferö Útivistar í Þórs- mörk um páskana. Allir vel- komnir meðan húsrými leyfir. Frábærar kaffiveitingar kvenna- nefndar í hléi. Kynnist Útivist og Útivistarferðum. Sjáumst. Helgarferð 8.-9. apríl Þjórsárdalur-Hvítárgljúfur- Gullfoss. Brottför laugard. kl. 8. Skemmti- leg helgarferö. Gönguferðir. Skógarganga. Fossar í vetrar- búningi. Góð svefnpokagistlng í Árnesi. Sumri heilsað í Skaftafelli 20.-23. april. Hægt að velja á milli Öræfajök- ulsgöngu og léttari gönguferða um þjóðgarðinn o.fl. Upplýsingar og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. fomhjólp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Kórinn tekur lagið. Samhjálparvinir gefa vitn- isburði mánaðarins. Allir velkomnir. Samkomur í Þríbúðum alla sunnudag kl. 16.00. Samhjálp. t*JÓNUSTA NATIONAL olíuofnar og gasvélar Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta. RAFBORG SF„ Rauðarárstíg 1, s. 11141. WLennsla Lærið vélritun Aprílnámskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.