Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRIL 1989 Japansmarkaður: Gott verð feest íyrir íslenskan eldislax MEÐALVERÐ fyrir íslenskan eldislax á markaði í Japan er nú á bilinu 500-550 kr. kílóið, en skilaverð að frádregnum flutningskostn- aði er á bilinu 340-390 krónur. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, sölustjóra iýá sjávarafúrðadeild SÍS, er það um 10-15 prósent hærra verð en fæst fyrir norskan eldislax í Japan. Sjávarafúrðadeild SÍS hefúr nú sent samtals um 16 tonn af eldislaxi með Flying Tigers- flugfélaginu til Japans, og er þar eingöngu um að ræða lax frá ís- landslaxi í Grindavík. „Viðskiptavinir okkar í Japan segja okkur að þessi lax líki mun betur en norski laxinn sem hefur verið seldur þar undanfarin ár. Við sendum eingöngu strandeldislax til Japans, en Norðmenn hafa einungis selt þangað kvíalax. Strandeldislax- inn virðist falla betur að kröfum Japana þar sem hann er magrari en kvíalaxinn, auk þess sem hann er rauðari á litinn." Aðspurður sagði Guðbrandur að það verð sem nú fæst fyrir eldislax sé mun lægra en það verð sem fékkst fyrir einu ári, en verðið á Japansmarkaði segir hann vera það hæsta sem fáanlegt sé í dag. „Við seljum eingöngu til Japans núna þar sem okkur finnst það koma best út. Markaðurinn þar er tilbúinn til að borga hærra verð Seltjarnarnes: 20% hækkun dagvistar BÆJARSTJÓRN Selljarnar- ness hefúr samþykkt með Qórum atkvæðum gegn þrem- ur að hækka dagvistargjöld um 20% frá og með 1. apríl síðastliðnum. Almennt gjald fyrir bam á dagheimili hækkar úr kr. 10.165 í kr. 13.000. Gjald fyrir bam einstæðs foreldris á dagheimili hækkar úr kr. 5.990 í kr. 7.200. Almennt gjald fyrir flórar klukkustundir á leikskóla hækk- ar úr kr. 4.960 í kr. 5.950 og fyrir bam einstæðra foreldra úr kr. 3.025 í kr. 3.630. Almennt gjald fyrir fimm klukkustundir á leikskóla hækk- ar úr kr. 6.475 í kr. 7.770 og fyrir bam einstæðs foreldris úr kr. 4.540 í kr. 5.450. Síðasta hækkun dagvistar- gjalda á Seltjamamesi var 1. ágúst síðastliðinn. fyrir meiri gæði strax frá byijun, en samkvæmt okkar reynslu hefur reynst erfitt að ná því á öðmm mörkuðum. Japanir virðast þó svo til eingöngu vilja lax sem er 3 kíló eða stærri, og setur það strik reikn- inginn fyrir marga, þar sem meðal- Hlutaljársjóðurinn: 31 umsókn og fyr- irspurnir bárust ALLS barst 31 umsókn og fyrirspurnir til Hlutafjársjóðsins áður en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Helgi Bergs formaður stjórn- ar sjóðsins segir að umsóknir hafi verið tæplega 30 talsins, að mestu frá fyrirtækjum i sjávarútvegi en einnig frá fáeinum fyrirtækjum í öðrum greinum. stærð á laxi hér á landi er á bilinu 2,5-3 kíló. Þannig er einungis hluti íslensku framleiðslunnar hæfur á þennan markað," sagði Guðbrandur Sigurðsson. „Hér er um fyrirtæki að ræða sem þurfa að grynnka á skuldum sínum og við munum á næstunni fara í saumana á reikningum þeirra til að sjá hvað hægt er að gera,“ segir Helgi Bergs. Hann á von á að þetta verk taki nokkum tíma og að ekki verði farið að afgreiða umsóknir frá sjóðnum fyrr en að nokkmm vikum liðnum. Hlutaijársjóðurinn hefur ekkert ráðstöfunarfé en honum er ætlað að starfa þannig að hann gefur út skuldabréf fyrir skuld viðkomandi umsóknaraðila og býður síðan kröfuhöfum þessi bréf til sölu. Ef kröfuhafar samþykkja að kaupa bréfin fær sjóðurinn hlutabréf hjá umsóknaraðilanum fyrir sömu upp- hæð á móti. KRON: Verslunin við Stakka- hlíð seld VERSLUN KRON við Stakkahlíð í Reykjavík hefúr verið seld Jens Ólafssyni og er nú rekin undir nafúinu Grundarkjör. KRON á hins vegar húsnæðið ennþá. Þröst- ur Ólafsson framkvæmdastjóri KRON segir rekstur félagsins enn vera mjög þungan, en þó þokist i rétta átt. Verslunin var seld um síðastliðin mánaðamót og segir Þröstur það vera lið í uppstokkun í fyrirtækinu, það er nú búið að losa sig við allar litlu verslanimar, nema eina, sem er í Hafnarfirði. Markmiðið er að gera verslanimar sem líkastar hver ann- arri. Þröstur kvað vera óvíst um reksturinn í Hafnarfirði, þar er hús- næði verslunarinnar á sölulista og óákveðið hvað gert verður ef húsið selst. „Hins vegar hefur enginn enn- þá viljað greiða það verð sem við setjum upp fyrir húseignina," sagði Þröstur. Hann segir rekstur KRON vera þungan, þó hafi létt lítillega yfir honum undanfarið. „Með tilfærslum höfum við getað létt af okkur skuld- um, en staðan er ennþá erfið. Við erum ekki komnir á þurrt ennþá, en eygjum land.“ Þú sparar kr. 42.100/ fyrir fj ölskylduna með Veröld 2. maí til Spánar Okkar markmið er einfaldlega að gefa þér ávallt besta ferðatilboð á Islandi og við byggjum þjónustu okkar á þeirri reynslu og þekkingu sem við höfum aflað okkur í gegnum árin í þjónustu við íslenska ferðamenn. Farþegar okkar á Benidorm og Costa del Sol eru nú í góðu yfirlæti og veðrið er yndislegt, um 25 stiga hiti á daginn. Við seljum nú síðustu sætin til Spánar 2. maí en allar aðrar brottfarir okkar í maí eru að verða uppseldar. Benidorm 2. apríl — uppselt 2. maí — 14 sæti laus Bókunarstaða 23. maí - uppselt/biðlisti 5. april 30. maí - 5 sæti laus 6. júní - uppselt/biðlisti 20. júní - 18 sæti laus 4. júlí - laus sæti 11. júlí — uppselt 8. ágúst — 5 sæti laus Costa del Sol Bókunarstaða 5. apríl 2. apríl — uppselt 2. maí — 19 sæti laus 23. maí - uppselt/biðlisti 30. maí - uppselt/biðlisti 6. júní - 4 sæti laus 27. júní — uppselt/biðlisti 11. júlí - 16 sæti laus 8. águst — uppselt 15. ágúst - uppselt rERDAMIOSIfifllN \me Austurstræti 17, sími 622200 Verðmismunur í maí og júlí fyrir 4 nuinna fjölskyldu á Benal Beac,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.