Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 44
44 \r~ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL Tf j’.sj-j/. M J , ; í < ‘V | ‘i ' M' ■ r , ' / >>1 ■ með honum á tímamótum hans óg ‘‘ gert þau eftirminnilegri. Þetta fíngerða tryggðatröll veitti skólan- um ómetanlega aðstoð, þegar saga hans í eitt hundrað ár var færð í letur. Menntaskólinn á Akureyri stend- ur í mikilli þakkarskuld við Huldu Stefánsdóttur. Hana getur skólinn aðeins goldið með því að varðveita og rækja það sem henni var kært, upprunann, umhverfið, ættjörðina og þetta látlausa en kjarnyrta mál, sem hún talaði og ritaði. Fyrir hönd starfsmanna skólans og nemenda votta ég aðstandendum Huldu öllum samúð okkar, virðingu og þakklæti. Tómas I. Olrich 1989 TTÍ-------------------------------- til áð Káiaá' hlýfu við Tótíriri. Nör- rænu gestimir voru svo leystir út með þessum _ forláta skóm sem minjagrip frá íslandi og þótti mikið til um. Hvort tveggja var, að þeir vitnuðu glöggt um þann hagleik og þá vandvirkni sem einkenndu öll vinnubrögð Huldu í smáu sem stóru og svo hitt, að sauðskinnsskómir vom hluti hinnar gömlu íslensku verkmenningar, sem hún var alin upp við og bar virðingu fyrir. Rækt- arsemi hennar við þjóðlega íslenska menningararfleifð var fölskvalaus. Enda þótt hún mæti að verðleikum margvíslegar framfarir og þægindi nútímans, mátti oft greina í tali hennar vissan ugg um, að með hin- um hraðfleygu þjóðlífsbreytingum síðari ára fæm mörg þjóðlega menningarverðmæti í súginn. Gagnrýnislaus eftiröpun erlendra siða var henni alla tíð eitur í bein- um. Mættu fleiri hugsa þannig. Nú að leiðarlokum fæmm við félaga okkar og vinkonu, Huldu Stefánsdóttur, heila þökk fyrir elskulegt samstarf og margar ógleymanlegar samvemstundir. Við þökkum góðvilja hennar og vinarþel frá fyrstu tíð og hennar góða for- dæmi. Guðrúnu dóttur hennar, okkar góða félaga, og fjölskyldu hennar sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. f.h. Zontaklúbbs Reykjavíkur, Sigurlaug Bjarnadóttir. Löng ferð byrjar á litlu skrefí. Þannig endar Hulda Á. Stefáns- dóttir æviminningar sínar. Ævi hennar var sannarlega orðin löng og athafnasöm. Óhætt er að segja að slíkar konur skilja eftir sig djúp spor í þjóðlífínu. Æviminningar Huldu sem skráðar em af henni háaldraðri em merkur þáttur í samtíma bókmenntum, gefa ljósa mynd af lífínu í norðlenskum sveit- um og geyma frásagnir um merka samtímamenn. Úr spomm hennar þar nyrðra vex þjóðlegur gróður íslenskrar menningar. Ég ætla mér ekki að rekja ævifer- il Huldu frænku minnar. Það munu aðrir gera, en mig langar að þakka fyrir þær stundir sem við áttum samleið og það er orðin býsna lang- ur tími. Hulda var mjög frændræk- in. Minnisstæðar em mér afmælis- veislur hennar hvém nýjársdag þegar hún bauð ættingjum og vin- um til fagnaðar. Þar var ríkulega veitt og gleði ríkjandi. Þá settist hún ætíð við hljóðfærið, spilaði og söng af lífí og sál og hreif alla með sér með álfa- og ævintýrasöngvum. Ég dáðist oft að þessari frænku minni sem var svo margt til lista lagt, enda fjölmenntuð til munns og handa. Þegar Húsmæðraskólinn í Reykjavík tók til starfa árið 1941 og Hulda Á. Stefánsdóttir tók þar við skólastjóm, sagði móðir mín viðmig: „Á þennan skóla skalt þú fara Þorbjörg mín. Þú hefur gott af því að læra til heimilsverka og hannyrða og njóta handleiðslu Huldu frænku þinnar.“ Þetta leist mér harla vel á og sótti um skóla- vist veturinn 1943-’44. Þar með var ég komin undir vemdarvæng Huldu frænku og þar fínnst mér ég hafa verið síðan. Þar byijaði ég sem óreyndur og hálfhræddur kennari. Ég minnist að kvöldið fyrir minn fyrsta kennsludag var ég búin að skrifa æði stóra uppskrift að kjöt- súpu á töfluna í eldhúsinu. Þá kom Hulda til mín, brosti glaðlega og sagði: „Það er aldrei að þú ætlar að elda kjötsúpu, frænka." Ég tók uppskriftina til endurskoðunar og var þakklát fyrir ábendinguna. Ég hef alltaf talið það gæfu mína að lenda í skóla hjá Huldu. Það var ómetanlegur stuðningur í mínu ævistarfí. Hulda var glæsilegur skólastjóri og stjómaði skóla sínum með festu og myndugleika. Hún vissi glögglega hvað nemendunum mátti að gagni koma í þvf vanda- sama hlutverki sem beið þeirra flestra. í skólanum ríkti hóflega strangur agi og þar var unnið að kostgæfni allt sem bæta og prýða mætti heimili ungra húsmæðra. Hulda gerði sitt til að örva lífsgleði og léttan anda, settist gjaman við slaghörpuna á síðkvöldum og spil- Hulda Á. Stefánsdóttir - Minning gert svo einföld og hversdagsleg orð að sínum. Þegar Hulda Árdís Stefánsdóttir, sem er borin til mold- ar í dag, skrifar þessi látlausu orð, eru þau þó annað og meira en hvers- dagsleg hugsun. Þau eru lýsing á heilli öld. Og þau eru áminning til okkar. Þjóðir lifa í draumi, eru leiddar fram til átaka af draumsýnum. Hulda var 19. aldar maður í sér, af ætt þessara vormanna, sem trúðu á ísland þó það væri enn undir snjó. Henni var landið uppspretta þekkingar, velsældar og hamingju. Ættjarðarást Huldu var einlæg og sterk. Hún á erindi til þessa draum- lausa nútíma, sem of oft tekur þjóð- rembu fyrir þjóðrækni. Tryggð Huldu við átthagana á lítið skylt við landafræði. Þótt hún væri öðrum læsarí á náttúruna. Hún flutti átthaga sína með sér. Fegurð- in býr í auga þess sem sér. Dulúð haustsins á Þingeyrum, blámi sund- anna fyrir sunnan, kyrrðin í Eyja- fírði, voru eigin heiðríkja Huldu. Þessi bjarti draumur, sem fölskvað- ist ekki fyrr en honum lauk. í bemsku þótti mér fáránlegt þegar amma mín var sögð gömul kerling og fínnst enn. Slíkt gat átt við um annað kvenfóik en ekki hana. Huldu kynntist ég þegar hún var um áttrætt. Þá ekki sem gam- alli konu heldur sem vitrum öld- ungi. í ræðu Huldu og riti var liðin tíð lifandi og örlát. Ræktarsemi við upprunann var ekki beint stefna þessarar konu heldur eðli hennar, kjölur hennar, byrðingur, segl og stýri. Án upprunans erum við „eins og hver önnur reköld, sem skolar upp á ókunnar fjörur,“ segir hún. Leyndarmál Huldu var fólgið í frásagnarandanum. Hún umgekkst fortíðina með sérkennilegum hætti þar sem saman var ofinn söknuður og eftirvænting, rétt eins og þeir, sem hún minntist biðu hennar hand- an við næsta lejti. Orð hennar höfðu alltaf þungt siðferðilegt inntak. Hún var því ekki aðeins fróðleiks- brunnur, heldur skóli. Hulda Stefánsdóttir var alin upp með Menntaskólanum á Akureyri. í minningum sínum hefur hún skrif- að hluta af sögu skólans. Fyrir sunnan skólann standa bolmikil tré, sem hún kom, mjóum teinungum, í jörð með aðstoð föður síns Og móður á fyrstu skólastjómarárum Stefáns. Þau eru tákn um ræktar- semina, sem hún hefur alla tíð sýnt þeirri menntastofnun. Þótt hún kenndi þar allt of stutt, hefur hún alla tíð lifað með skólanum, staðið Kynningarfundur INNHVERF ÍHUGUN er einfóld þroskaaðferð sem allir geta lært. Iðkun hennar veitir djúpa og endumærandi hvfld sem losar um streitu. Kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudag, í Garðastræti 17 (3. hæð) kl.20.30 Aðgangur ókeypis. Nánari uppl. í síma 16662. Islenska íhugunarfélagið Maharishi Mahesh Yogi Eigum á lager ódýra hesta, snjósleða, jeppa, fólksbíla, báta og véla- flutningavagna. Einnig ódýrar kerrur aftan í fjórhjól. Góð greiðslukjör. Kerruhásingar fyrir tjaldvagna, hestakerrur o.fl. Burðarþol 500-6 tonn. Mjög hagstætt verð. Dráttarbeisli fyrir allar gerðir bíla. Verið velkomin í sýningarsal okkar. Víkurvagnar, kerrusalurinn Dalbrekku, S. 43911, 45270, 72087. kæliskápar * frystiskápar • frystikistur Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki _3icl með góðum afslætti. ára ábyr ára ábyrgð GOÐIR SKILMALÁR TRAUST ÞJÓNUSTA iFanix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Áð heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Nú, þegar Hulda Árdís Stefánsdóttir, fyrrv. skólastjóri, er kvödd hinstu kveðju, minnumst við, félagar í Zontaklúbbi Reykjavíkur, hinnar mikilhæfu merkiskonu með hlýju, virðingu og þökk. Hún gerð- ist félagi í klúbbnum stuttu eftir stofriun hans, árið 1941 og starfaði í honum þar til hún fluttist norður til að taka öðru sinni við skólastjóm Kvennaskólans á Blönduósi árið 1953. „ZONTA“ er alþjóðleg félags- samtök kvenna, sem vinna að hverskonar menningar— og mann- úðarmálum auk þess að vera kynn- ingarvettvangur kvenna úr hinum ýmsu starfsstéttum. Sjálft nafnið er til orðið úr táknmáli indíána og felur í sér heit um samheldni og samhjálp, réttlæti, heiðarleik og sið- gæði í starfí. Zontaklúbbur Reylqavíkur valdi sér fljótlega mál- efni heymardaufra bama til að beita sér að en á því sviði var þá mikið verk að vinna. Ekki er ólíklegt að einmitt þetta verkefni hafí höfðað sérstaklega til Huldu, að hún hafi líka fundið á sér, að hér var enginn „þjatt“- klúbbur á ferð. Hún hafði sjálf stað- ið andspænis neyð lítillar mállausr- ar og heymarlausrar stúlku norður í Húnaþingi, „Nunnu litlu“, sem hún talar svo fallega um í æviminning- um sínum. Hulda tók litlu stúlkuna upp á sína arma og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að létta henni lífíð. En fátt var um úrræði í mál- eftium heymardaufra á fslandi, þegar þetta var, um 1930. Hulda tók Nunnu litlu með sér suður, þeg- ar hún tók við stjóm Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og kom henni i Heymleysingjaskólann, sem þá var tekinn til starfa. Þar lést hún ári síðar af völdum mislingafaraldurs, á 14. ári. Hulda Stefánsdóttir var félags- lynd kona í bestu merkingu þess orðs. Hún gladdist af hjarta með glöðum og hafði vakandi auga fyrir hverskonar framfaramálum, skildi mikilvægi þess að standa saman, vinna saman að framgangi þeirra. Hún vitnaði gjaman í ljóðlínu séra Matthíasar: Hvað má höndin ein og ein / Allir leggi saman! Eftir að Hulda fluttist aftur suð- ur árið 1967 var hún tíður gestur á fundum Zontaklúbbs Reykjavíkur í fylgd Guðrúnar dóttur sinnar, sem þá var orðin félagi í klúbbnum og góður liðsmaður sem vænta mátti. Hún var sem fyrr boðin og búin til að verða að liði i félagsstarfínu og stæði eitthvað mikið til var gjaman til hennar leitað. Ég minnist sér- staklega norræns Zontamóts, sem haldið var í Reykjavík árið 1960. Þá var Hulda fengin til að halda aðalerindi mótsins af íslands hálfu. Það fjallaði um íslenska þjóðhætti og heimilismenningu. Hún skilaði því hlutverki af mikilli prýði og hóglátri reisn, uppábúin í íslenska búningnum sínum, og ekki vafðist danskan fyrir henni. En Hulda lagði fleira af mörkum til þessa Zontamóts. Hún hafði tek- ið sig til og gert líklega ein 50 pör af íslenskum sauðskinnsskóm úr svörtu sútuðu skinni með hvítum bryddingum, sannkölluð dverga- smíð, svo smáir sem þeir voru í sniðum, varla meira en hálf fíngur- lengd. Samt gleymdist ekki að pijóna fallega leppa í litlu skóna svo sem til, heyrði að gömlum sið áði. Las upp skemmtilegar sögur meðan stúlkurnar unnu og síðast en ekki síst hafði hún þann góða sið að hún lét okkur byija hvem virkan dag á því að syngja sálm. Á vorin þegar leið að skólalokum var mikið annríki. Þá þurfti að ljúka við handavinnuna sem var mikil og falleg, eiginlega mátti segja að mikið af henni væri hreinn listiðnað- ur, enda áhersla lögð á vandað handbragð og allan frágang. Hulda var mikil hannyrðakona og lét sér annt um að halda við og efla íslenskan heimilisiðnað. Einn vetur- inn kom hún vestur á ísafjörð til mín og hélt þar erindi um búskap fyrir konur í kvenfélögunum þar og í sambandi við það námskeið í undirstöðuatriðum tóvinnu. Það voru ánægjulegir dagar því Hulda var allra manna fróðust um allt þar að lútandi og gamla þjóðhætti og vinnubrögð. Henni var það ljóst að því aðeins höldum við sjálfstæði okkar og reisn að við byggjum á þjóðlegum hefðum. Hún var alla ævi í nánum tengslum við skóla- hald og fræðslustörf — skólastjóri um árabil við Kvennaskólann á Blönduósi og þegar Húsmæðraskól- inn í Reykjavík var stofnaður var norðlenska bóndakonan fengin til að veita honum forstöðu. Hvar sem hún lagði hönd á plóginn vann hún af alhug og ávann báðum þessum menntastofnunum álit og virðingu. Ég veit að í dag munu húsfreyjur á öllum aldri víða um land hugsa til löngu liðinna skóladaga undir handleiðslu þessarar ágætu for- stöðukonu og blessa minningu hennar. Fyrir utan samskipti mín við Huldu sem nemandi og samkennari átti ég ómetanlegar samvenistundir með henni í gegnum árin. Ég heim- sótti hana í Kvennaskólann á Blönduósi og aldrei kom ég svo til Reykjavíkur að ég liti ekki við hjá henni. Alltaf kom ég ríkari og glað- ari af þeim fundi, jafnvel nú síðustu árin, þegar hún var orðin háöldruð og lasin, átti hún í fórum sínum fjölmargt sem auðgaði andann og vakti til umhugsunar. Svo var guði fyrir að þakka að hún hélt andlegri i’jisn sinni til síðustu stundar, þótt líkamlegt þrek væri þrotið. Hulda var afar frændrækin og hélt uppi góðum tengslum við ætt- ingja sína. Föðurbróður sinn, séra Sigurð í Vigur og konu hans Þór- unni heimsótti hún með föðursínum Stefáni skólameistara þegar hún var aðeins 12 ára gömul. Eftir það stóð þessi fagra eyja henni í fersku minni. Langur tími leið þar til leið- in lá aftur vestur í Vigur. Sumarið 1979 var lagði hún þó aftur upp í ferð til að heimsækja frændfólkið vestra. Þá hafði eldri kynslóðin kvatt og sú næsta tekið við. Hulda sagði mér að hún hefði verið dálítið uggandi um að nú væri ekkert eins og fyrr í Vigur. Sólbjartan sumar- dag brunaði hún á hraðbát inn logn- vært Djúpið og renndi að bryggju í Vigur. Hún sagðist hafa hlegið alla leiðina sem aðeins tóp tæpar ijörutíu mínútur því báturinn skoppaði yfír spegilsléttan sjóinn. Mikið var það glöð kona sem steig á landi á bryggjuna í Vigur. Hún gat hreinlega ekki hætt að hlæja og dásama þessa einstæðu sjóferð. Ekki minnkaði gleði hennar þegar hún fann uppistandandi og í góðu ásigkomulagi gamla timburbæinn og öll húsin sem hún mundi eftir frá fyrri heimsókn sinni árið 1912. Það voru bjartir og blíðir dagar sem við áttum þarna saman og ekki spillti það fyrir að í för með henni var elskuleg jafnaldra hennar Sig- urlaug Bjömsdóttir móðursystir mín. Dáðist ég sannast að segja að dugnaði þessara sómakvenna sem báðar voru komnar á níræðisaldur. Skyldum við sem nú erum komin á efri ár verða svona kjarkmikil og dugleg? Þegar ég kveð Huldu frænku mína er mér ríkast í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst henni og átt vináttu hennar í öll þessi ár. Veit ég að ég mæli þar fyrir munn ailra Vigurfjölskyldunnar. Guð blessi minningu hennar. Innilegustu sam- úðarkveðjur sendi ég Guðrúnu dótt- ur hennar og fjölskyldu og vinum. Þorbjörg Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.