Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 60
SAGA CLASS í heimi hraða og athafna FLUGLEIDIR FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. VerkÉdl 2100 ríkisstarfe- manna hófst á miðnætti Drög að samkomulagi við BSRB - Harkaleg viðbrögð vinnuveitenda VERKFALL um 2100 háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna hófst á miðnætti í nótt, en fundur samninganefnda ríkisins og Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með ríkissáttasemjara stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun i nótt. Samninganefnd ríkisins hafði nóttina áður gert BHMR tilboð á svipuðum nótum og Banda- Iagi starfsmanna ríkis og bæja fékk, þó með annarri útfærslu. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði að það tilboð væri langt frá því sem þeir hefðu rætt um, og „sæist varla með stækkunargleri". Samninganefnd Bandalags starfsmanna ríkis og bæja ákvað í gærkvöldi að fresta fundi, þar til “yost er hvaða útfærslu ríkisstjómin hefur í huga á verðstöðvun, en til ríkisstjómarfundar hefur verið boð- að klukkan hálf níu í dag. í kjölfar þess verður ákveðið með framhald á viðræðum við stjómvöld, en nefndin mun hittast klukkan tíu. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar ræddu við Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, seinnipartinn í gær eftir fund vinnuveitenda og Alþýðusambandsins, en á þeim fundi munu þeir ekki hafa fengið . Tjíör um aðgerðir. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að forsenda þess að samningar næðust væru að það sem um semdist héldi. Þær forsendur hefðu ekkert breytst og það væri einhugur um að sjá til hvað kæmi frá ríkisstjóminni áður en ákvörðun væri tekin um næstu skref. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er atriði enn óleyst hvað varðar samkomulagsdrögin milli ríkisins og BSRB, sem þarf að ganga frá áður en samkomulag er í höfn. Stjómvöld munu heldur hafa dregið í land, eftir harkaleg viðbrögð vinnuveitenda við þessum hug- myndum, en gærdagurinn fór til -lBifr.ræðna um kröfu BSRB um verð- stöðvun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa stjórnvöld boðið BSRB 1.800-2.000 krónur strax og 2.200 krónur í haust, 6.500 króna orlofsauka 1. júní og 0,5% til til- færslna í launaflokkum. BSRB gerði kröfu um 2% í launaflokkatil- færslur, 2 þúsund krónur frá 1. apríl og 2.500-3.000 krónur í haust. Rætt hefur verið um samningstíma til 15. október. Samtök vinnuveitenda brugðust Fyrstu bát- arnir yfir 1000 tonnin ÞÓRUNN Sveinsdóttir VE var í gærkvöldi á leið inn til Vest- mannaeyja með 55 tonn af fiski. Þar með er Þórunn fyrsti ver- tíðarbáturinn, sem fer yfir 1000 tonna markið. Tveir Þorlákshafnarbátar fylgja ^5st á eftir. Jóhann Gíslason AR var í gær kominn með 975 tonn og fer yfir 1000 tonna markið í vikunni. Þá er Friðrik Sigurðsson ÁR kominn með 925 tonn á ver- tíðinni. Afli bátanna hefur verið góður á þessari vertíð, betri en í fyrra. rínkum hefur aflast vel eftir að ótíðarkaflanum lauk. ókvæða við þegar fréttist af þessum samkomulagsdrögum í gær og fundi var frestað eftir að ASÍ hafði lýst sig reiðubúið til þess að ræða samning á sama grundvelli og BSRB og stjórnvöld væru að ræða um. Vinnuveitendur benda á að fiskvinnslan sé rekin með tapi og OLÍUFÉLÖGIN fóru 29. mars síðastliðinn fram á 2,8% verð- hækkun á bensíni, 9,8% á gasolíu og 5,2% á svartolíu, að sögn Gunnars Karls Gunnarssonar í hagdeild Skeljungs. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að frá byijun mars hefði verð á venju- legu bensíni á Rotterdam-mark- aði hækkað um 47%, á súper- bensíni um 42% og gasolíu um geti ekki tekið á sig kostnaðar- hækkanir. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segist undrast það ábyrgðarleysi sem end- urspeglist í þessum samkomulags- drögum. Þessar launatölur jafngildi 15 milijörðum framreiknað til heils árs og geti ekki leitt annað af sér en mjög aukna verðbólgu, hækkaða vexti og atvinnuleysi. Þetta sé efna- hagslegt stórslys. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, taldi að samkvæmt upplýsing- um sínum um þessi samkomulags- drög, jafngiltu þau 9-10% launa- | hækkun, en Indriði H. Þorláksson, 14%. Frá síðastliðnum fóstudegi til þriðjudags hefði verð á venju- legu bensíni á markaðinum hækkað um 13% og súperbensíni um 13,7%. „Hækkunarbeiðnir olíufélaganna 29. mars byggjast ekki á þeim verð- hækkunum sem orðið hafa á bensíni undanfarna daga,“ sagði Bjarni Snæbjörn Jónsson markaðsstjóri formaður samninganefndar ríkis- ins, taldi tilboð ríkisins ekki jafn- gilda svo mikilli hækkun. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra segir að BSRB hafi teygt sig langt til samkomulags og sé komið langt frá sínum upphaf- legu kröfum. Hann segir á misskiln- ingi byggt, að samkomulagsdrögin þýði 15 milljarða útgjaldaauka eða 12% hækkun launa yfir línuna eins og vinnuveitendur virðist reikna með. Sjá ennfremur fréttir og viðtöl á bls. 2, 4 og 25. Skeljungs. Hann sagði að ástæðan fyrir verðhækkunum á bensíni að undanförnu væri sú að eftirspurnin væri meiri en framboðið. „Veturinn í Evrópu var mildur og því hefur verið mikil eftirspurn þar eftir bensíni. Undir venjulegum kring- umstæðum hækkar bensínverðið á vorin vegna aukinna ferðalaga en verðhækkanirnar að undanförnu hafa hins vegar verið óvenju mikl- ar,“ sagði Bjarni Snæbjörn. Formaðurinn Ólafúr Ragnar Grímsson við upphaf fúndarins í gærkvöldi. Mikið talað í miðstjórn Alþýðubandalagsins: Gagnrýni á störfin í ríkisstjórn Gagnrýni á störf Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjórn og stefiiu stjórnarinnar í kjaramálum var rauði þráðurinn í umræðum á Qöl- mennum miðstjórnarfúndi í gær- kvöldi. Enn voru yfir 20 á mæl- endaskrá um miðnætti og var því búist við að fundurinn stæði langt fram á nótt. Álfheiður Ingadóttir hóf fundinn oggagnrýndi stefnu ríkisstjómarinn- ar í kjaramálum. Ásmundur Stefáns- son og fleiri fóru yfir stöðu samn- ingamála. Ekki hafði komið til neinna meiriháttar átaka þegar blaðið fór í prentun, en heimildarmenn Morgun- blaðsins töldu að sú margvíslega gagnrýni, sem komið hefði fram á fundinum á störf Alþýðubandalags- ins í ríkisstjóm og stefnu í kjaramál- um, sýndi í hnotskurn ósættið milli flokksmanna og ráðherra. Ymsir fundarmanna munu hafa litið á tillögu um kjaramálaályktun sem áréttingu á því hversu langt flokkurinn væri kominn frá stefnu sinni í verkalýðs- og kjaramálum með störfum sínum í þessari ríkis- stjóm. Önnur tillaga til ályktunar var lögð fram á fundinum en í henni fólst fordæming á þeirri ákvörðun fjár- málaráðherra að greiða þeim félags- mönnum BHMR, sem hófu verkfall á miðnætti, ekki laun nema til dags- ins í gær. Á þriðjudaginn kostaði tonnið af venjulegu bensíni á Rotterdam- markaði 248,5 Bandaríkjadali, af súperbensíni 265,75 dali og gasolíu 164,5 dali, að sögn Gunnars Karls Gunnarssonar. Hann sagði að 105 daga greiðslufrestur væri á förmun- um. Greitt er fyrir þá í Bandaríkja- dölum og dalurinn hefur hækkað um 18% frá 1. desember síðastliðn- um, að sögn Garðars Steindórsson- ar hjá Olíufélaginu hf. Unnið var með stórvirkum vinnuvélum við Mariane Danielsen í gær. Morgunblaðið/Kr.Ben. Mariane á flot í dag? Grindavík REYNT verður að ná danska skipinu Mariane Danielsen á flot seinnipartinn í dag. En um sexleytið í dag er háflóð. Skipið strandaði skammt frá höfiiinni í Grindavík í febrúar sl. Unnið hefur verið að þéttingu á botni skipsins frá því fyrir páska af starfsmönnum Lyngholts sf. sem á skipið og hafa þeir dvalist um borð sólarhringum saman. Dráttarskipið Goðinn mun draga í Mariane, ýtt verður á stefni skipsins með jarðýtu í landi og reynt verður að spila skipið út með því að festa ankeri þess í botni. FÓ 47% verðhækkun á bensíni í Rotterdam á einum mánuði Olíufélögin fara fram á hækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.