Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Lögfræðingarí verkfall? - Ha? eftir Margréti Heinreksdóttur „Ætla nú meira að segja lögfræð- ingar að fara í verkfall — ja, það var þeim líkt, þá vantar ekki heimtufrekj- una." Þessi og ámóta ummæli hefur undirrituð heyrt bæði karla og konur viðhafa að undanfömu eftir að Stétt- arfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu — SLÍR — varð eitt þeirra félaga Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, sem verkfall hafa boð- að hinn 6. apríl nk. Fljótlega hefur þó sljákkað í flest- um, þegar þeim hefur verið gerð grein fyrir launalqorum félagsmanna SLÍR, — og samtölum gjaman verið slitið með ummælum á borð við „mér kom ekki til hugar, að launin væru svona lág“. Virðist því ekki úr vegi að gera þjóðinni nánari grein fyrir því, hver þessi kjör SLÍR-félaga eru. í páskablaði Morgunblaðsins var frá því skýrt, að meðaldagvinnulaun SLÍR-félaga væru u.þ.b. 76.000 krónur á mánuði, skv. síðasta frétta- riti KOS — Kjararannsóknamefndar opinberra starfsmanna. Ekki skulu bomar brigður á þann útreikning, en meðaltalstölur segja ekki alla sög- una. Samkvæmt starfsheitaskrá útgef- inni af Launaskrifstofu ríkisins 6. marz sl. er félagsmönnum í SIÍR skipað í flokka 140 til 156 skv. kjara- samningi BHMR. Meðaltalslaunin liggja nokkum veginn um 4. þrep 150. flokks. I flokkunum þar fyrir neðan voru um síðustu mánaðamót hátt í 90 af 130 félagsmönnum, sem á kjörskrá voru til atkvæðagreiðslu um boðun vekfalls 6. apríl. Nokkrir þeirra fóru upp fyrir meðallaunin vegna mjög langs starfsaldurs. Byijunarlaun nýútskrifaðra lög- fræðinga, er hefja störf sem dómara- fulltrúar — eftir 5—6 ára háskólanám og þá ekki yngri en 25—26 ára að aldri — eru skv. 3. þrepi 140. flokks eða rúmlega kr. 54.000. Voru laun þeirra, sem hófu störf að loknu námi sl. vor heldur lægri en greidd vom unglingsstúlku í sölutumi og u.þ.b. kr.30.000 lægri en almennt tíðkaðist að greiða ritumm á lögmannsstofum. En fleiri skipa þann flokk en ný- bakaðir kandidatar; t.d. réðst nýlega til eins af dómstólum höfuðborgar- svæðisins lögfræðingur, sem lauk prófi fyrir 6 ámm og hefur síðan aflað sér all fjölbreyttrar reynslu við ýmiss konar lögfræðistörf en ekki fengið tilskilinn fjölda prófmála til að fá málaflutningsréttindi. (Sjá nán- ar síðar.) Honum var skipað í 140. fl. Um svipað leyti réðst til starfa hjá annarri ríkisstofnun lögfræðing- ur, sem próf tók fyrir einu ári og hefur ekki komið nærri lögfræði- störfum síðan. Honum var þegar skipað í 151. flokk — ellefu launa- flokkum ofar. Dæmi, sem segir sína sögu um stöðu dómstólanna í ríki- skerfinu, en þess skal geta, að fimm neðstu launaflokkamir í launastigan- um em nær eingöngu skipaðir dóm- arafulltrúum, sem alla jafna vinna undir miklu álagi — og vaxandi eftir því sem verr árar í þjóðfélaginu, auk þess sem þeir eiga yfír höfði sér hvenær sem er, að ákvörðunum þeirra og úrskurðum verði vísað til Hæstaréttar og niðurstaðan birt op- inberlega. Svik á svik ofan Þess ber að geta áður en lengra er haldið, að SLÍR tekur ekki til þeirra lögfræðinga, sem starfa innan ráðuneyta Stjómarráðsins (þeir heyra til félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjómarráðsins), heldur er hér um að ræða lögfræðinga í dómskerfinu, (aðra en skipaða dóm- ara, en fjöldi þeirra á hveiju emb- ætti er ákveðinn skv. lögum) svo og á ýmsum stofnunum, t.d. hjá skatta- yfirvöldum hverskonar, Trygginga- stofnun, tollstjóraembættinu, lög- reglu, Verðlagsstofnun, Fangelsis- málastofnun og víðar. Er þeim, sem til þekkja, vel ljóst, að þessi hópur opinberra starfs- manna, sérstaklega þó lögfræðingar hjá dómstólum landsins, hefur á und- anfömum árum dregizt mjög aftur úr öðmm opinbemm starfsmönnum — svo rækilega, að ekki verður leng- ur við unað. Þessi hópur hefur, þeg- ar á heildina er litið, lítt orðið var við hið svonefnda „góðæri" undan- farinna ára í launakjömm sínum og er kaupmáttur taxtalauna hans, samkvæmt síðasta fréttariti KOS, með þeim allra lægsta, sem þar um getur. SLÍR hefur ítrekað reynt að fá leiðréttingu fyrir félagsmenn sína og sýnt í þeim efnum allt í senn hóg- værð, friðsemd og mikla þolinmæði. Loforð ráðamanna um leiðréttingar launanna hafa verið svikin æ ofan í æ og það eina, sem hafzt hefur upp úr krafsinu, em fregnimar úr fjár- málaráðuneyti þess efnis, að þar _sé hlegið að lögfræðingunum í SLÍR fyrir slaka launabaráttu. Enda hafa augu þeirra nú opnazt fyrir því, að fyrrgreindir eiginleikar eiga ekki upp á pallborðið hjá íslenzkum stjóm- völdum og því er það, að 77,7 af hundraði félagsmanna tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfallið og 60 af hundraði samþykktu. Hvom- tveggja hefur þótt tíðindum sæta, þátttakan og meirihlutinn, sem fylgj- andi reyndist verkfalli og sýna, að svo má brýna deigt jám að bíti. Hví að vinna hjá ríkinu? Meðal þeirra „gullkoma", sem fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, fleygði í samninganefnd verkfallsfélaganna á dögunum, var að enginn væri neyddur til að vinna hjá ríkinu, umræddir BHMR-félagar gætu sem bezt farið út á hinn al- menna vinnumarkað. Um þessa staðhæfingu mætti margt segja en hér verður látið við sitja að svara henni eingöngu að því er varðar félagsmenn SLÍR. Fólk almennt virðist ekki vita, að lögfræðingar geta ekki hafið störf sem málflytjendur fyrir dómstólum þegar þeir ljúka námi, sem er þó viðurkennt eitt hið erfiðasta í Há- skóla Islands, sbr. fregnir flölmiðla af fallprósentu á ári hveiju. Má þó ljóst vera, að markmið þeirra með því að leggja á sig þetta langa og stranga nám er að starfa við lög- fræði sem fræðigrein. Til þess að öðlast réttindi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi þurfa menn annaðhvort að hafa fengið til flutnings undir umsjón lögmanns Ijögur prófmál eða að eiga að baki þriggja ára starf hjá ríkinu. Ekki falla til nema tiltölulega fá prófmál á ári hveiju og fer úthlutun þeirra fyrst og fremst eftir persónulegum samböndum hvers og eins. Er því ekki um annað að ræða fyrir fjölda kandidata en að leita í störf hjá ríkinu til þess að fá málflutningsrétt- indi, hvort sem þeim þykir ljúft eða leitt. Jafnframt verða þeir að sæta því, skv. reglugerð, að mega ekki, meðan þeir starfa hjá ríkinu, taka að sér mál til flutnings, þótt þau byðust. Er aflahæfi lögfræðinga þannig skert umfram margar aðrar háskólamenntaðar stéttir í þijú ár eftir að þeir ljúka námi eða fram undir þrítugsaldur. Notaðir sem ódýrt vinnuafl Nú má öllum ljóst vera, að ríkið þarf á lögfræðingum að halda til ýmissa starfa, sem mörgum þykja áhugaverð ekki síður en lögmennska og mætti ætla, að það hefði sjálft af því hag, að vandasöm störf, sem það þarf að láta vinna og varða rétt og hag borgaranna, væru um launa- kjör samkeppnisfær við þau lög- fræðistörf, sem unnin eru á hinum svokallaða almenna markaði. Mætti ætla, að þessi skipan væri beggja hagur. En svo er nú komið, að þörf lögfræðinga fyrir starfsréttindi er af hálfu stjómvalda notuð til þess að halda ódýrt vinnuafl (rétt eins og aðrar þjóðir nota erlenda farand- verkamenn, sem flýja úr atvinnuleysi ORLANE P A R I S ANAGENESE Barátta vió tímann Forskot húðarinnar á gangi tímans Kynnt í dog frá kl. 13-18. SNYRTIHÖLLIN GARÐATORGI Garðabæ. Margrét Heinreksdóttir „SLÍR hefiir ítrekað reynt að fá leiðréttingu fyrir félagsmenn sína og sýnt í þeim eftium allt í senn hógrærð, ft’iðsemd og mikla þol- inmæði. Loforð ráða- manna um leiðréttingar launanna hafa verið svikin æ ofan í æ og það eina, sem hafzt hefiir upp úr krafsinu, eru fregnirnar úr Qármála- ráðuneyti þess efnis, að þar sé hlegið að lög- fræðingunum í SLIR fyrir slaka launabar- áttu.“ heimahaga sinna). Og Ijóst er, að þau kæra sig kollótt um þótt sú starfsreynsla og þjálfun, sem ungir lögfræðingar afla sér hjá stofnunum ríkisins, fari jafnharðan út af þeim, þegar 3ja ára tímabilinu lýkur. Vitað er, að margir yfirmenn ríkis- stofnana hafa af þessu áhyggjur, enda brennur þetta fyrst og fremst á þeim. En þótt þeir vildu reyna — og reyni e.t.v. einhveijir — einhveijar leiðir til að halda góðum starfsmönn- um eiga þeir oft fárra kosta völ; þeim er hinn íjárhagslegi stakkurinn smátt skorinn og þeir fá litlu ráðið fyrir ofríki alvaldsins í fjármálaráðu- neytinu, þar sem stefnan markast oftar en ekki af þekkingarleysi og/eða skammsýni stjórnmála- manna. Skerðing atvinnuöryggis í umræðum um launakjör opin- berra starfsmanna er tíðum tönnlazt á þeim réttindum og því atvinnuör- yggi, sem þeir njóti umfram aðra í þjóðfélaginu. Virðast menn almennt ekki gera sér grein fyrir því, að flest- ir opinberir starfsmenn eru ráðnir samkvæmt samningum, er gera ráð fyrir því, að þeim megi hvenær sem er segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Hefur það ráðningarform verið túlkað svo, að engar ástæður þurfí að gefa fyrir uppsögn né áminningu, áður en til hennar komi, svo sem lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins gerðu ráð fyrir. Þar við bætist, að opinberar stofnan- ir hafa í sívaxandi mæli haldið starfs- mönnum lausráðnum, jafnvel svo árum skiptir. Þessi tilhögun er að sjálfsögðu hugsuð sem svipa til þess að halda mönnum undirgefnum og hlýðnum — og veldur þá miklu hver á heldur. Er svo að sjá sem ríkis- starfsmenn eigi að sitja eftir með skyldumar meðan réttindin eru smám saman reytt af þeim. Þegar opinberum stofnunum er gert að draga saman seglin og §ár- hagur þeirra skertur eru starfsmenn vissulega sviptir störfum sínum, þeg- ar þurfa þykir. Oftast er að sjálf- sögðu reynt að beita tilfærslum milli starfa, sé æskilegt talið að halda viðkomandi starfsmanni innan stofn- unarinnar, en þannig fara einnig að skynsamir atvinnurekendur á hinum fijálsa markaði. Jafnframt er tíðum til þess gripið að ráða ekki í stöður, sem losna — eða fjölga ekki starfsmönnum þótt verkefnum fjölgi — heldur bæta störfunum á þá starfsmenn, sem fyr- ir eru, samhliða því gjaman að draga úr leyfðri yfirvinnu, með þeim afleið- ingum, að samvizkusamir starfs- menn með faglegan metnað láta sig oft og tíðum fremur hafa það að vinna kauplaust en slaka á faglegum kröfum. Þetta er vissulega hentug leið og ódýr fyrir ríkið, enda virðast margir þeirrar skoðunar — ekki sízt stjóm- málamenn, sem gjaman gefa tóninn — að þjóðin eigi rétt á láglauna þjón- ustuliði, faglærðu sem ófaglærðu, til að sinna þeim sameiginlegu þörfum, sem kjömum fulltrúum hennar á Alþingi þóknast að láta ríkið og stofnanir þess sinna hveiju sinni. Til skamms tíma virtist þessi sama þjóð telja það sjálfsagt og eðlilegt að aðal útflutningsatvinnuvegi henn- ar væri haldið uppi með sama hætti af láglaunaliði karla og kvenna, sem þræla þurfti myrkranna á milli til að hafa í sig og á og koma sér upp þaki yfir höfuð. Og mikið hefur um árin verið býsnazt yfir þeim, sem beittu sér fyrir breytingum þar á. Nú hafa augu manna loks opnazt fyrir því ranglæti. En þeir verða líka að gera sér ijóst, að úr því verður ekki bætt með því að skapa í landinu nýjar láglaunastéttir opinberra starfsmanna, farlærðra sem ófag- lærðra. Rísi ríkisvaldið ekki undir þeim verkefnum, sem Alþingi fær því í hendur, með því að greiða starfs- mönnum sínum svipuð laun og sam- bærilegum stéttum á almennum markaði, verður einfaldlega að skera verkefnin niður. Nema vera skyldi, að eitthvað mætti draga úr þeirri margháttuðu sóun á opinberum fjár- munum, sem sífellt á sér stað með svo margvíslegum hætti, m.a. vegna pólitískra hagsmuna stjómmála- manna og flokka. Höfundur starfar lyá embætti bæjarfógetnns ÍHafharfirði og er formaður Stéttarfélags lögfræð- inga í ríkisþjónustu. Breiðdalsvík: Nýr tog’ari kemur um næstu helgi TOGARINN Andey SU-210, sem smíðaður var í Póllandi fyrir Hrað- frystihúss Breiðdælinga hf., lagði af stað til Breiðdalsvíkur á mánudag- inn og á að koma þangað um helgina, að sögn Svavars Þorsteinsson- ar, framkvæmdastjóra hraðfrystihússins. Svavar sagði í samtali við Morgunblaðið að stefiit væri að því að hefja frystingu í húsinu í næstu viku en hún hefúr legið niðri frá 10. desember síðastliðnum. „Ég á von á að atvinnuleysi hér hverfi þegar frystingin hefst," sagði Svavar. Um síðustu mánaðamót voru 34 manns á atvinnuleysisskrá á Breiðdalsvík, þar af 19 konur og 11 verkamenn. „Upphaflega átti Andey að verða rækjuskip og það átti að afhenda í nóvember síðastiiðnum. Síðan var ákveðið að fullvinna bolfisk í togaranum. Við seldum Sandafell SU til Eyrarbakka og Stakkavík ÁR fer út í staðinn fyrir Andey," sagði Svavar. Hann sagði að umræða um sam- vinnu á milli Hraðfrystihúss Breið- dælinga og Hraðfrystihúss Stöðvar- fjarðar lægi nú niðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.