Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 51 fclk í fréttum MYNDBOND Madonna gengnr iram af kristnum söftiuði Bandaríska MTV-sjónvarpsstöð- in, sem sendir út tónlist á myndböndum allan sólarhringinn, hefur ákveðið að halda áfram sýn- ingum á umdeildu tónlistarmynd- bandi með poppsöngkonunni Ma- donnu þrátt fýrir að Pepsi-Cola- fyrirtækið hafi dregið til baka þær auglýsingar sínar hjá sjónvarpsstöð- inni sem söngkonan leikur í. Tals- menn Pepsi-Cola sögðu fyrir skömmu að þeir hefðu beðið umboðs- mann Madonnu um að hætta sýning- um á umræddu myndbandi. Myndbandið kallaði fram hörð við- brögð meðal ítalskra kaþólikka sem hótuðu að draga framleiðendur þess fýrir rétt og kæra þá fyrir guðlast ef því yrði sjónvarpað. „Ég held að Pepsi-Cola hafi tekið þessar auglýsingar út af dagskrám allra sjónvarpsstöðva,“ sagði Liz Rosenberg, talsmaður Madonnu. „Ég skil ekki ástæðuna fyrir þessum viðbrögðum. Madonna er afar hreyk- in af myndbandinu og einnig af aug- lýsingunum sem hún gerði fýrir Pepsi,“ sagði hún. Á myndbandinu syngur Madonna lagið Like a Prayer, sem gæti út- lagst Eins og bæn á íslensku. Það sýnir Madonnu í kirkju klædda svört- um kufli þar sem hún gengur á milli brennandi krossa og engist sundur og saman á altari kirkjunn- ar. Þá kyssir hún svartan mann í líki engils og á höndum hennar eru blæðandi sár eins og eftir kross- festingu. Talsmaður Pepsi-Cola, Becky Madeira, sagði að forsvarsmenn Pepsi-fyrirtækisins væru uggandi yfir því að margir túlkuðu myndband Madonnu ranglega og teldu það óviðeigandi. „Við vitum að við gegn- um ekki hlutverki ritskoðara en við höfum rétt til að ákveða til hverra við leitum með auglýsingar okkar. Við ætlum ekki að auglýsa á þeim stöðvum sem sýna myndband Ma- donnu,“ sagði Madeira. HERRA ÍSLAND verður krýndur í kvöld á Hótel íslandi. Komið og fylgist með spennandi keppni. Miðasala og borðapantanir í síma 687111 DÍANA PRINSESSA Von á barni í haust Loks fær almenningur að sjá myndir af Díönu prinsessu sem nú er bari.shafandi. Nýlega mætti hún á velgerðardansleik í Lon- don og voru menn ekki í vafa, maginn er að- eins farinn áð tútna eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Því hafði verið spáð fyrir henni að hún ætti eftir að eignast tvíbura á árinu 1989. Ekki fara neinar sögur af því hér en bamsins er að vænta í haust. Þetta er þriðja bam hennar og Karls bretaprins, fyrir eiga þau tvo syni, Wiiliam, tæplega sjö ára og Harry sem fyllir fímm ár í september. COSPER 10891 COSPER Má ég ekki taka mynd af þér? Þú ert sá fyrsti, sem ég keyri á. Suðurver- vornqmskeió hefst 10. qpríl 1 ÞOLAUKANDIOG VAXTAMÓTANDI /EFINGAR Byrjendur I og II og framhald I 2 FRAMHAIDSFLOKKARIOGII Lokaðir flokkar IM 3 RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær sem þurfa aó fara varlega ffflui 4 MEGRUNARFLOKKAR Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri 5 FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu BTffl 6 „LOWIMPACK" - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing 7 SKÓLAFÓLK Hörkupúl og svitatímar KERFI ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum Vertu með, hringdu strax. Suðurver, sími 83730. Hrnnnbera, sími 79988 Allir f inna f lokk vió sitt hœf i hjá JSB Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.