Morgunblaðið - 06.04.1989, Page 50

Morgunblaðið - 06.04.1989, Page 50
50 MORGUNBIAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRlL 1989 Rdningahurðir Fura - greni Verð frá kr. 11.780,- _____BÚSTOFN Smiðjuvegi 6, Kópavogi, símar 45670 og 44544. TÓNLIST Dr. Hook með nýja plötu í sumar Það er hreint út sagt frábær stemmning hér á tónleikum með Dr. Hook og hljómsveit hans, „The Medicine Show“ á Hótel Is- landi. Troðfullt er út úr dyrum og gestir á öllum aldri. Á stundum eru fagnaðarlætin slík við dynjandi taktinn að drynur í sjálfu húsinu. Það er ákaft klappað og flautað, Dr. Hook slær á létta strengi og kann vel að meta er aðdáendur af kvenkyni senda litlar skutlur upp á sviðið. Fagnaðarkliður fer um sali þegar perlur eins og „She Was Only Six- teen“, When Y'ou’re in Love With a Beautiful Woman“ eða „Silvia’s Mother“ eru flutt. Svolítið er pískrað og einstaka tár rennur nið- ur kinn. Nokkrar konur taka and- köf við og við og hnippa í sessunaut- inn með „oh manstu" á vörunum. Og auðvitað er Dr. Hook klappaður upp með stæl. Eftir þvílík fagnaðarlæti er ekki annað hægt fyrir „pressuna" en að ryðja sér leið baksviðs og fá nokkur „komment" eftir tónleikana, svona eins og gert er í Ameríku. Eftir nokkra bið er sest niður í ró og næði, og er stiklað á stóru. „Mig hefur 'alltaf langað að koma til íslands en aldrei orðið af því,“ segir Dr. Hook, öðru nafni Ray Sawyer. „Við höfum verið að spila í Evrópu og fengið mjög góðar undirtektir. Viðtökur ykkar íslend- inga minna helst á það sem við upplifðum í Danmörku. Þið virðist þó agaðri og kurteisari en frændur ykkar. Þeir voru alveg bijálaðir um leið og ég kom á sviðið. Hér var meiri stígandi," segir Ray. Það má vissulega til sanns vegar færa en Dr. Hook and the Medicine Show. trúlegt að íslensk vínhöfgi sé orsök fyrir þeim stíganda sem um er rætt. Hljómsveitin hefur verið á ferða- lagi nú um nokkurt skeið og eru þeir þá að meðaltali um fjórar vikur af sex í burtu frá fjölskyldum. Sjálf- ur á Dr. Hook eiginkonu og tvö lítil böm. Hann talar um það jafnvægi í lífinu sem nauðsynlegt sé að ríki hjá þekktu fólki, oft fylgi því vand- kvæði að vera „almenningseign". Aðspurður neitar hann því að vera forríkur, en segist komast ágætlega af. Eru þið með eitthvað sérstakt á pijónunum? „Héðan förum við til Banda- ríkjanna en ég verð upptekinn fram að jólum við tónleikahald og stúdíó- vinnu. Við höfum ekki gefið út hljómplötu í fímm ár eða svo. Þann tíma hef ég í og með verið að und- irbúa nýja hljómplötu sem verður væntanleg á markaðinn í júní í sum- ar. Þetta er vönduð plata," segir Ray og raular lag af nýju plötunni, ljúft lag sem hann kallar „Missing You Takes Up Most of My Time“. Annað nýtt lag, ekki síðra, flutti hann á tónleikunum. Það heitir „Written in the Stars“ og voru aðdáendur hans alsælir með nýsmíðina. Að lokum er hann spurður hve lengi hann hafí verið í „bransan- um“. „Eg hef verið í tónlistinni síðan ég var 13 ára gamall, núna er ég 52ja ára. Ég hélt einu sinni að tónlistin skipti mig öllu máli í lífínu en komst að því að það gerir hún ekki. Fjölskyldan er allra mikil- vægust. En ég get ekki án tónlistar verið." Þar með er hann kvaddur með virktum. LISTAGOÐUR MATSEÐILL Húsiöopnarkl.19. Miöaverö 3600. fhntunofs. 29900. SPAUG UUJ œcjrwi lmj iMMZmrMi Já, nú er tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, kaupmenn, saumaklúbba og félög af öllu tagi til að selja bæði nýtt og gamalt. Losiðum í geymslunni, áháaloftinu, í bílskúrnum, á lagernum og þyngið um leið í buddunni. Seljið hvað sem er, ykkur sjálfum og öðrum góðum málefnum til stuðnings. Skemmtileg markaðsstemmning er markmiðið og nú geta allir verið með! Munið MARKAÐSTORGID í KOLAPORTINU undir Seðlabankanum. Laugardaginn 8. apríl n.k. klukkan 10-16. Hafið samband og tryggið ykkur pláss. Hringið í síma 621170 eða komið á skrifstofu Miðbæjarsamtakanna að Laugavegi 66. Utan skrifstofutíma má hringja í síma 687063. Sjáumst á laugardaginn!!! KOIAPORTIÐ ManKa-ÐStOftr ... undir seðlabunkanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.