Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 41 lyfti blær frá hjami - eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. Hulda Valtýsdóttir Aldrei er maður tilbúinn að taka við sorgarfrétt er hana ber að garði. Mig setti hljóða er Guðrún dóttir Huldu Á. Stefánsdóttur fyrr- verandi skólastjóra hringdi og sagði mér lát móður sinnar. Ég stóð við gluggann og horfði til himins. Mér fannst ég sjá stjömuhrap, en auðvitað var það ímyndun. Hulda hafði lifað langan dag, hún var á 93. aldursári er hún féll frá. Hún fæddist á nýársdag 1897 en lézt að kveldi laugardagsins fyrir páska. Á því kveldi stendur hún við dyr eilífðarinnar og bíður þess að hurð verði lokið upp fyrir henni á degi upprisunnar. Hitti frú Huldu ekki á óskastund, var þettra ekki stóri draumurinn ? Hugur minn fylgdi henni, mér fannst hún líta við og brosa til mín. Leiðir okkar Huldu lágu saman um fimm ára skeið í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur. Er ég kom að skólanum voru þar auk skólastjór- ans tveir fastir kennarar, sem bjuggu í heimavist, þær Ólöf Blön- dal og Sigurlaug Bjömsdóttir. Báð- ar vom þær frænkur Huldu. Allar bám þær sterkan persónuleika, mjög ólíkar, en samt svo líkar! Sam- eiginlegt áhugamál þeirra allra var að vilja hag skólans sem mestan. Þær vom miklar sómakonur. Fyrsta skólanefnd Húsmæðra- skóla Reykjavíkur var skipuð 5 mætum húsmæðmm, þeim Ragn- hildi Pétursdóttur frá Háteigi, sem var formaður, Guðrúnu Jónasson, borgarfulltrúa, Kristínu Ólafsdótt- ur, lækni, Laufeyju Vilhjálmsdótt- ur, kennara og Vigdísi Steingríms- dóttur, ráðherrafrú. Hulda var ráðin fyrsti skólastjór- inn. Ég tel að skólanefndin hLfi sýnt mikla framsýni með ráðningu hennar. Hún bjó yfir mikilli reynslu frá skólastjóm sinni við Kvenna- skólann á Blönduósi, auk þess að hún ólst upp í föðurgarði á merku skólaheimili. Ég var lítt kunnug Huldu er ég kom að skólanum. Hún kom mér fyrir sjónir sem virðulegur og háttvís stjómandi, er gott var að leita til ef þörf gerðist. Alla tíð fór vel á með okkur. Hún þéraði nemendur sína meðan á skólavistinni stóð, en bauð þeim dús áður en skóla var slitið. Hún byrjaði hvem skóladag með söng og hún lék undir á hljóðfæri. Mér fannst það dásamlegt að byija dag- inn á þennan hátt. Það var mikið unnið á Hús- mæðraskóla Reykjavíkur langan vinnudag, en lengstur var vinnu- dagur Huldu skólastjóra. Auk skólastjórnar hafði hún á hendi mikla kennslu, og mér var það undr- unarefni hve úthald hennar var mikið. Það var skemmtilegt á góð- um stundum að heyra hana ræða við nemendur og segja þeim frá uppvaxtarárum sínum og ýmsu því sem á daga hennar hafði drifið. Hún mælti á fögm og kjamgóðu máli og hún var snjall ræðumaður sem hreif áheyrendur með sér. Ég veitti því athygli að námsmeyjar komu iðulega hugsandi út úr tímum frá henni, aldrei með ólátum. Þær höfðu áreiðanlega fengið með sér umhugsunarefni. Svo kom að því að Hulda sagði upp stöðu sinni við skólann eftir 12 ára starf. Hún sneri norður og tók á ný við Kvennaskólanum á Blönduósi. En það var ekki hún ein sem fór heldur líka Guðrún dóttir hennar, sem okkur þótti öllum vænt um og við söknuðum. Þau fimm ár sem ég starfaði með Huldu voru mér lærdómsrík og ég er þakklát fyrir þau. Að norð- an fékk ég oft góð bréf frá henni, og er hún fluttist aftur til borgar- innar var með okkur góður kunn- ingsskapur, sem hélst alla tíð. Mér þótti vænt um hve fús hún var að koma til okkar í skólann á góðum stundum. Hún féll inn í skóla- mynstrið eins og hún hefði aldrei farið á brott. Hún vár jafnán með okkur á litlu jólunum, lék þá jóla- sálmana og las jólakvæði Matthías- ar, Fullvel man ég fimmtíu ára sól. Ég dáðist að því hvernig hún tók ellinni. Á 90 ára afmæli hennar hélt hún snjalla ræðu, flutti hana blaðalaust og rak hvergi í vörðum- ar. Hún var sístarfandi og það má teljast afrek af hennar hálfu að hún skyldi ljúka við að rita æviminning- ar sínar í fjórum bindum. Um haust- ið áður en hún varð níræð dvaldi hún um skeið að Reykjalundi. Þá heimsóttum við hana 3 kennarar. Er við hittum hana sat hún við skriftir og á borðinu lágu þéttskrif- aðar arkir. Þá var hún að vinna að lokabindi æviminninganna. Við spurðum hana hvort hún vildi koma með okkur upp í Dal. Hún hélt nú það, fór í kápuna og tilkynnti vakt- inni að hún ætlaði að bregða sér frá. Við eigum góðar minningar frá þessum degi. Mörg hin síðari ár bjó Hulda hjá Guðrúnu dóttur sinni og Páli Líndal tengdasyninum á Bergstaðastræti. Þar átti hún gott atlæti og riaut þess að umgangast daglega dóttur- bömin. En það varð hlutskipti Huldu, eins og svo margra annarra er ná háum aldri, að hafa bústaða- skipti. í fyrra flutti hún að Seljahlíð, sem er vistheimili fyrir aldraða. Þar virtist hún una hag sínum vel. Hug- ur hennar var mjög bundinn við dótturbömin og hún varð glettin í augunum er hún sagði sögur af þeim. Oft talaði hún um Þóri Jóns- son, sem alinn var upp á Þingeyr- um, og Sigríði kónu hans, sem bæði reyndust henni ætíð vel. Ég lýk þessum fáu orðum með því að votta fjölskyldu Huldu Stef- ánsdóttur innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Katrín Helgadóttir „Ég fel í forsjá þína Guð faðir sálu mína því nó er komin nótt.“ Nóttin kom og ekki var hægt að vinna lengur. Mín kæra vinkona og fræðari, frú Hulda Á. Stefánsdóttir, er látin. Nú er hennar vinna að baki en miklu og farsælu lífsverki lokið. Segja má að Hulda hafi verið sístarfandi með huga og hönd til síðustu stundar. Meginlífsstarf hennar var fræðsla ungdómnum til handa, bæði innan vébanda skól- anna, sem og á hverjum öðrum vettvangi, þar sem tækifæri gafst. Ég kom sem nemandi á Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1934-1935 og þá sá ég Huldu í fyrsta sinn. Persónutöfrar hennar voru einstakir; framkoman yfir- veguð og virðuleg. Ég, sem og fleiri stúlknanna, var feimin, en smám saman vann hún hug og hjörtu okkar nemenda sinna þennan vet- ur. Feimnin hvarf en virðingin og traustið stóðu eftir. Það traust og sú vinátta hennar hefur enst fram á þennan dag. Hvar og hvenær, sem við skólasystumar fengum tilefni til að sjást, var frú Hulda með okk- ur, sem ein af okkur, og ekki brást það, að hún mundi ávallt nafn og önnur deili á hverri einni, eins og um stutt árabil hefði verið að ræða frá kynnum, en ekki yfir hálfa öld. Þannig var minnið og artin henni í blóð borin. Oft höfum við skóla- systurnar minnst á það okkar á milli, að ekki hefðum við viljað missa af þessum skólatíma úr lífi okkar; þar á frú Hulda sinn stóra þátt. Hún var frábær kennari, og aldrei gleymast gleðistundimar í söng og leik. Hún bjó yfir þeim góða eiginleika að geta haft gleðina með í alvöru lífsins. Ég hef verið svo gæfusöm að hafa átt vináttu frú Huldu öll þessi ár; notið gleðistunda á heimili henn- ar og Guðrúnar dóttur hennar og Páls Líndals, og svo einnig við ýmis önnur tækifæri. Oft hef ég heyrt hana lesa ljóð eða halda ræð- ur við hin ólíkustu tækifæri, leiftr- andi af andagift og áhuga fyrir öllu lífi og því sem til framfara og mann- bóta heyrir. Ekki brást það, að strax, er hún hóf mál sitt, varð al- gjör þögn tilheyrenda. Það er mikið lífsstarf, sem Hulda Á. Stefánsdóttir á að baki; það verð- ur ekki rakið.hér. En ejnstakt má teljast, að hún skyldi skrifa nina ítarlegu ævisögu sína í fjórum bind- um nú hin allra síðustu ár. Mikill fengur er að þeirri lífsmynd, sem er skráð í svo skemmtilegum og lifandi stíl. Er það mikið innlegg í sögu lands og þjóðar. Kæmi mér ekki á óvart, þótt þar verði oft leit- að heimilda um mannlíf liðins tíma vítt og breitt um landið. Ég vil með þessum fáu línum votta hinni látnu heiðurskonu þakk- ir mínar og minna, fyrir það hve hún var mér ætíð nærri, er ég þurfti á styrk að halda. Við nemend- ur frú Huldu sendum Guðrúnu, Páli og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur við andlát þessarar merku konu. Lára Böðvarsdóttir Við andlát Huldu Á. Stefáns- dóttur er merkur skólafrömuður og rithöfundur horfin, eftir langa og viðburðaríka ævi. Hún krafðist alla tíð mikils af sjálfri sér og lét aldrei deigan síga. Áf henni og fordæmi hennar gætum við margar lært. Láf hennar og starf var hvatning til annarra um að láta gott af sér leiða. Hún lét ekki tímann líða fram hjá sér ónotaðan. Okkur fannst við ekki mega missa hana, þótt háöldruð væri. Mikið skarð hefur verið höggvið í stóran frændgarð, nú þegar þessi hljóðláta en stórbrotna kona hefur verið kvödd á brott. En verk henn- ar munu lifa og miðla öðrum fjöl- þættum fróðleik. Ritverk Huldu geyma ekki aðeins hennar eigin sögu. Þau eru mikil- vægt framlag til íslenskra bók- mennta. Hún var í senn heims- borgari og menntafrömuður, sem stóð traustum fótum í íslenskri svejtamenningu. Ég var oft vitni að því að hún laðaði að sér fólk á öllum aldri. Svo vítt var hennar andlega svið. Kjmni okkar Huldu Stefánsdótt- ur hófust þegar hún var skólastýra Húsmæðraskóla Reykjavíkur við Sólvallagötu. Þar var ég nemandi, en sennilega of ung til að hafa áhuga á matreiðslu og hannyrðum. Við vorum þar tvær frærikur, sem ekki hlýddum þeirri ósk frú Huldu að gera skólann hreinan. Okkur fannst það ekki vera í okkar verkahring þar sem við vorum ekki í heimavist skólans. Hún erfði það ekki við okkur. Ég mat hana æ meira eftir því sem ég kynntist henni betur. Okkur á Útsölum þótti vænt um Huldu og bánim virðingu fyrir henni. Ég vil muna þá mynd, er þessi aldna kona kvaddi sér hljóðs í fjöl- mennri fermingarhátíð Páls dóttur- sonar síns, flutti honum fagrar framtíðaróskir og lék sér listilega að orðum og hugtökum eins og henni var lagið. Mikið tóm og söknuður er nú á heimili Guðrúnar einkadóttur Huldu, Páls Líndal tengdasonar og barnabarna hennar. Hún var einstök móðir og amma — og vinur vina sinna. Við kistulagningu Huldu Stef- ánsdóttur komu mér í hug orð frænda míns, séra Jóns Thorarens- en, sem hann mælti við kistulagn- ingu móður minnar, „Hún var stjama ættar sinnar“. Ólöf Pálsdóttir Öðru hverju gerist það, að í huga minn koma myndir frá liðinni tíð, myndir sem ekki hafa sótt á hug- ann langa hríð, jafnvel ekki áratug- um saman. Þegar við hjónin sátum við bana- beð Huldu tengdamóður minnar, hófst ein slík myndasýning. Þessi sýning átti sér ekkert upphaf. Það er vegna þess, að mér þykir sem ég hafi kannast við Huldu alla míná ævi. Að því kom, að ég kynntist henni lítillega persónulega, en það er hátt á annan áratug síðan leiðir okkar lágu saman. Þá hófust þau daglegu samskipti, sem einkum komu í hugann. Þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því, hvers vegna þessi þjóðkunna kona hafði áunnið sér slíkar vin- sældir, virðingu.og frægð, að sjald- gæft er. Það er að sjálfsögðu í daglegum samskiptum, sem maður kynnist fólki bezt. Þar hélzt allt í hendur leiftrandi gáfur, stöðug fróðleiks- miðlun samhliða gamansemi, en jafnframt einlægt kærleiksþel, sem var hluti af hennar eðli. Mér er til efs, að margir sam- tíðarmenn Huldu hafi sýnt um- komulausu fólki, fátæku eða öldr- uðu einlægari góðvild og hjálpsemi en hún gerði. Það er allt gott um velferðarríki okkar að segja, en Hulda bætti upp gagnvart fjölda fólks það, sem velferðarríkið getur sjaldan veitt, en það er sú mannlega hlýja, sem öllum er svo nauðsynleg, ekki sízt þeim, sem minna mega sín. Það varð ég var við beint og óbeint, að þeir væru ærið margir úr þeim hópi, Iífs og liðnir, sem mátu þetta mjög að verðleikum. Síðasta dæmið um slíkt er það, að einstæðingsmaður, sem dvalizt hafði lengi á sjúkrastofnun, sagði skömmu fyrir andlát hennar: „Ég ætla ekki að deyja, fyrr en hún Hulda er dáin.“ Hann stóð við það — dó sex dögum seinna en hún. í minningabókum Huldu, sem dómbærir menn telja meðal merk- ari minningabóka, sem hér hafa verið skráðar, skín alls staðar í gegn þetta, sem ég nefndi áðan: leiftrandi gáfur og mannleg hlýja ásamt djúpri trúrækni. Gáfumar átti hún ekki langt að sækja. Stefán Stefánsson skóla- meistari og alþingismaður, faðir Huldu, var einn meðal hinna fremstu í þeirri „intelligentsíu", sem varpaði ljóma á árin beggja vegna aldamóta. Afí hans, Sigurður Guð- mundsson bóndi á Heiði í Göngu- skörðum, var ekki aðeins mikilsvirt- ur bóndi, heldur meðal kunnari skálda á sinni tíð. Hann tók einnig virkan þátt í stjómmálum eins og Stefán, þótt með öðmm hætti væri. Hann var nefnilega einn af helztu leiðtogum í fyrstu, líklega má segja einu bændauppreisn á Islandi: Það var, þegar farin var hin fræga norð- urreið Skagfirðinga árið 1849 til að mótmæla aðgerðum „báknsins", sem þá var Grímur Jónsson amt- maður á Möðmvöllum. að hann var eins og fleiri Hafnar- stúdentar á sinni tíð mikill aðdá- andi Georgs Brandes, sem kvaðst vilja koma róti á staðnaðar hug- myndir. í samræmi við kenningar hans mun Stefán hafa verið heldur___ linur í guðfræðinni. Að því leyti var hann mjög ólíkur Stefáni föður sínum, bónda á Heiði, sem var mjög mikill áhuga- og ákafamaður um allt sem trúmál snerti. Guðrún Sig- urðardóttir kona hans hafði víst svipaðar skoðanir, þótt ekki fæm jafnhátt. Hulda var ákaflega hænd að ömmu sinni og var á henni að skilja, að henni hefði þótt einna vænzt um hana allra manna. Á ævi Huldu var einna sorglegasta árið 1903, því að þá dó þessi amma hennar og ekki nóg með það. Þá lézt einnig vinur hennar Ólafur Davíðsson sá mikli fróðleiksmaður og þjóðsagnasafn- ari. Hann dmkknaði eins og kunn- ugt er í Hörgá. Grasatínan, sem hann hafði í ól um hálsinn þegar slysið varð, hefur verið varðveitt á heimili okkar, nánast sem helgur dómur. Ekki verður svo skilizt við þessa upptalningu, að ógetið sé móður Huldu, Steinunnar Frímannsdóttur. Hún var annáluð fríðleikskona, sér- lega verklagin, verkhyggin og mik- ill stjórnandi. Það kom sér vel á hinum stóm skólaheimilum þeirra hjóna, fyrst á Möðmvöllum og síðan á Akureyri. Þessa eiginleika móður*^- sinnar erfði Hulda í ríkum mæli. Ég býst við, að fáum hafi látið bet- ur að stjóma en Huldu, enda reyndi mikið á það á hennar ævi. En hún stjórnaði án ráðríkis, og það er ekki öllum gefið. Hulda tók gagnfræðapróf árið 1912. Þá hafði hún mikinn áhuga á því að fara í Menntaskólann í Reykjavík og ljúka þar stúdents- prófi. Foreldrunum leizt víst ekki meira en svo á það, að hún, aðeins 15 ára gömul, færi tii Reykjavíkur ~ til náms. Þegar hér var komið sögu, höfðu aðeins tvær íslenzkar stúlkur lokið stúdentsprófi við skólann, Laufey Valdimarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir læknir. Það var því tæp- Trúrækni Huldu verður varla rakin til Stefáns skólameistara, því SJÁ NÆSTU SlÐU t Elskulegur eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR S. P. ÁGÚSTSSON, skipstjóri, Vesturgötu 105, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 11.15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Guörún B. Jónsdóttir, Jónina Valdimarsdóttir, Sigríður K. Valdimarsdóttir, Ingvar Baldursson, Jón Helgason, Guðrún Elín. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTRÚNAR JÓN ASDÓTTUR, fyrrum húsfreyju á Knappsstöðum i Fljótum, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. apríl nk., kl.13.30. Guðný Hallgrimsdóttir, Bjarni Pótursson, Bogi G. Hallgrimsson, Helga Helgadóttir, Jónas Hallgrímsson, Hulda Erlingsdóttir, Sigurjón Hallgrimsson, Þórkatla Albertsdóttir, Garðar Arnkelsson, börn og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar og móður okkar, BÁRU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR kennara, Skerseyrarvegf 3c, Hafnarfirðl. Jón Gislason, Kristin Jónsdóttlr, Gisli Jónsson. t Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför GUÐMUNDAR ÁRNA JÓNSSONAR, Nönnugötu 7. Anna Andrósdóttir, synir og fjölskyldur ásamt ;ai»«3iíiKn=*sfi.!a:i systkinum hins látna. ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.