Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Vl6 ALUR GETA VERID MED! Já, nú er tækifæri fyrir einstaklinga, fjölskyldur, kaupmenn, saumaklúbba og félög af öllu tagi til aö selja bæöi nýtt og gamalt. Losiö um í geymslunni, á háaloftinu, í bílskúrnum, á lagernum og þyngið um leið í buddunni. Seljiö hvað sem er, ykkur sjálfum og öðrum góöum málefnum til stuönings. Skemmtileg markaðsstemmning er markmiöið og nú geta allirverið meö! Munið MARKAÐSTORGIÐ í KOLAPORTINU undir Seðlabankanum. Laugardaginn 8. apríl n.k. klukkan 10—16. Hafið samband og tryggiö ykkur pláss. Hringið í síma 621170 eða komið á skrifstofu Miðbæjarsamtakanna að Laugavegi 66. Utan skrifstofutíma má hringja í síma 687063. Sjáumst á laugardaginn!!! KOIAPORTIÐ ManKaÐStOZsr ... undir seðlabunkanum. Hvert stefiiir í þj óðmálum? Staðan á haustdögum 1988 eftir Tómas Gunnarsson Á síðastliðnu hausti, þegar ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð, voru markmið hennar fyrst og fremst að leysa bráðan efnahagsvanda, sem steðjaði að þjóðinni, treysta áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs, treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, bæta afkomu útflutningsgreina, draga úr við- skiptahalla og bæta lífskjör hinna tekjulægstu. Bráði efnahagsvandinn var eink- um sá að mörg atvinnufyrirtæki, þar á meðal allmörg sem voru uppi- staða atvinnulífs í fámennum byggðarlögum, voru við það að stöðvast. Þá vofði yfir atvinnuleysi og ýmsir óttuðust að mörg og stór gjaldþrot kynnu að valda keðjuverk- unum og áframhaldandi hruni í at- vinnulífinu. Tveir stjórnarflokkanna, Fram- sóknarflokkur og Alþýðuflokkur, sem áttu aðild að fyrri ríkisstjórn og virtust kunnugastir málum, lögðu fyrir viðræðunefndir Alþýðu- bandalags og Samtaka jafnréttis og félagshyggju drög að stefnuyfirlýs- ingu, sem varð síðar meginefni stefnuyfírlýsingar ríkisstjórnarinn- ar. Þar var víða komið við, en tíma- þröng, sem tengdist útborgun launa 1. október 1988 og meirihlutastaða fyrri ríkisstjórnarflokka í ráðgerðu stjómarsamstarfi, var óneitanlega mótandi um endanlega stefnuyfir- lýsingu. Fyrir okkur, sem stöndum að Samtökum jafnréttis og félags- hyggju, lá Ijóst fyrir, að viðskilnaður fyrri ríkisstjómar var mjög slæmur þrátt fyrir undanfarandi góðæri til lands og sjávar og hagstæð viðskipt- askjör þjóðarinnar á margan hátt. Það stefndi í minnkandi þjóðartekj- ur og erfiðleika víða í þjóðlífinu. Raunar heyrðust þær raddir að ástandið væri svo ískyggilegt, að það fyrst og fremst væri ástæða stjómarkreppunnar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki haft áhuga á að leiða eða vera í ríkisstjóm við þessar aðstæður, enda var stefna hans gjaldþrota. Sum þau úrræði, sem fyrri ríkisstjóm hafði gripið til og Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn vildu halda í, vom illa viðsættanleg, sérstaklega Sam- tökum jafnréttis, eins ogtímabundin bönn við að láglaunafólk bætti kjör sín. En margt í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar var álitlegt og fól í sér fráhvarf frá fijálshyggjustefnu fyrri stjórnar. Það hefði því verið óábyrgt af Samtökum jafnréttis og félags- hyggju að reyna ekki og neita aðild að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Enda var ýmsum til- lögum Samtakanna tekið vinsam- lega. Glötuð tækifæri Nú, þegar senn eru liðnir sex mánuðir af starfstíma ríkisstjómar- innar, er ljóst að stjórnin hefur ekki sýnt nægjanlegt frumkvæði og dýr- mæt tækifæri til mikilsverðra að- gerða að markmiðum stjómarinnar hafa ekki verið notuð. Skulu þessi nefnd: 1. Sjálfsagt hefði verið að breyta tekjuöflun hins opinbera á annan hátt en þann, sem gert var. Kemur þar margt til. Það hefði verið dijúg kjarabót, sérstaklega láglaunafólki, að fá niðurfelldan söluskatt á mat- væli og ýmsar aðrar lífsnauðsynjar. 2. Astæða hefði verið til að skatt- leggja umtalsverðar fjármagnstekj- ur einstaklinga, sem ekki hafa með höndum atvinnurekstur, en láta þó haldast skattfrelsi raunvaxtatekna í svipuðum mæli og arður af hlutafé er skattfijáls. 3. Tekjuskattlagningu launa- tekna hefði átt að breyta. Hafa skattfrelsismörkin á lágtekjur hærri. En skattleggja þess í stað hærri tekjur með hærri skattstigum. 4. Ríflega tvöföldun eignarskatta í einni svipan án fyrirvara mun reyn- ast mörgum þung. Sérstaklega eldra fólki, sem hefur safnað eignarskatt- skyldum eignum í nokkurs konar varasjóð, m.a. vegna þess að það á ekki aðild að verðmætum lífeyris- réttindum, sem eru eignarskatts- fijáls. 5. Beita hefði mátt tekjuöflunar- kerfinu til að draga úr ýmiss konar misrétti, sem fólk úti á landi býr við miðað við kjör og aðstæður hér á Reykjavíkursvæðinu. 6. í peningamálum hefur lítið miðað. Raunvextir af verðtryggðum lánum hafa lítið sem ekkert lækkað, eða úr um 9,5% í um 8% ársvexti og sem stendur fara vextir hækk- andi. Þetta eru firnaháir vextir mið- að við 3% vexti af verðtryggðum kröfum, þegar verðtrygging var tek- in upp. Aðgerðarleysi stjómarinnar í vaxtamálum er óskiljanlegt og ólí- ðandi. Það er viðurkennt, að atvinn- ulíf landsmanna stendur ekki undir þessum og hærri vöxtum „gráa markaðarins". Þá eru mörg heimili, sérstaklega heimili þeirra, sem skulda að ráði, þrautpínd af þessum háu vöxtum. I hvers þágu er þessu háa vaxtastigi haldið uppi? Fyrir fjármagnseigendur í heild getur það ekki verið skynsamlegt eða hag- kvæmt að ganga svo hart að skuldu- nautum með hávöxtum að þeir lendi í mörgum og stórfelldum gjaldþrot- um. Hver er skýringin á hávaxta- stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er í mótsögn við stefnuyfirlýsingu henn- ar? Em þetta pólitískar „fimmtuher- deildaraðgerðir" innan stjómarinnar sem miða að því að „rústa“ sam- vinnureksturinn í landinu og ýmis önnur grundvallarfýrirtæki úti á landi? Spyr sá sem ekki veit og ekki skilur. I fiskveiði- og físksölumálum landsmanna eru horfur ískyggilegri en oftast áður. Hygg ég að ein- hveijir minnist áranna fyrir 1976 með velþóknun þegar hugað er að stöðu þessara mála nú. Óhófleg kaup fiskiskipa með miklum opin- berum stuðningi á tímum þegar fiskiskipastóllinn er allt of stór og fiskstofnar ofveiddir em fáránleg. Umfangsmikið smáfiskadráp er óforsvaranlegt. Skipulagsleysi í fiskveiðum-, fiskvinnslu- og fisk- sölumálum auk óskynsamlegrar hvalveiðistefnu undanfarin ár veldur því að sjávarafurðir íslendinga em að breytast. Breytast frá því að vera viðurkenndar merkjavömr á eftirsóttustu mörkuðum í það að verða hráefni fyrir erlendar fisk- vinnslustöðvar, sem neytendur vita ekkert um hvaðan kemur. Er brýnt að taka öðmvísi á málum en gert hefur verið. Skylt er að geta þess, að ég styð nú stefnu stjómarinnar í hvalamálinu vegna þess að þjóðríki verður að halda fast í þann þátt fullveldis síns að rannsaka auðlindir í og við land sitt án tillits til við- horfa erlendra þrýstihópa enda sé ekki brotið gegn alþjóðasamþykkt- um með því. En vissulega vom það óréttmæt og glannaleg áform á sínum tíma að ætla að veiða tvö hundmð hvali á ári í „vísindaskyni" í þann mund sem alþjóðlegt hval- veiðibann var að taka gildi. 8. Gæfuleysisins í vaxtamálum verður víða vart. Meðal annars í húsnæðismálum. Þar er allt stopp sem stendur og verður það að mestu þar til öðmvísi verður tekið á mál- um. Hugmyndir félagsmálaráðherr- Fiðlukonsert Beethovens og Fimmta sinfónían eftir Rafh Jónsson Næstkomandi fimmtudag flytur Sinfóníuhljómsveit íslands tvö af frægustu verkum Ludwigs van Beet- hovens í Háskólabíói. Þetta em Fiðlu- konsertinn og Fimmta sinfónían, sem ásamt nokkmm öðmm verkum má segja að standi upp úr hvað varðar tónsmíðar þessa afkastamikla tón- skálds. Guðný Guðmundsdóttir verður einleikari á þessum tónleikum. Um umrædd verk hefur hún eftirfarandi að segja; „Mér finnst athyglisvert að þessi tvö verk virðast hafa verið samtímis í höfðinu á Beethoven vegna þess að það hafa fundist skiss- ur af þeim báðum í sömu bókum frá sama tíma. „Það má segja um fiðlukonsertinn sem er athyglisvert líka að hann var ekkert vinsæll til að byija með. Hann fékk slæma dóma þegar hann var fmmfluttur. Það var helst fíðluleik- arinn sem flutti hann, Franz Cle- ment, sem fékk góða dóma fyrir mjög glæsilega spilamennsku þó að hann hafí ekki haft konsertinn til umráða lengur en tvo daga fyrir fmmflutninginn. En konsertinn þótti klunnalegur og langdreginn og var meira að segja gengið svo langt að segja að Beethoven ætti nú að eyða gáfum. sínum í eitthvað annað og betra en svona tónsmíðar.“ Fiðlukonsertinn varð ekki frægur fyrr en um það bil 40 ámm síðar þegar fiðluleikarinn Jósep Jóachim tók hann upp og flutti í London und- ir stjóm Mendelsohn. — Guðný var spurð að því hvort hún teldi að slæmu dómarnir sem Beethoven fékk fyrir fiðlukonsertinn hafi verið ástæðan fyrir því að hann samdi ekki fleiri verk fyrir fíðlu. „Það er ómögulegt fyrir mig að segja. Beethoven var í rauninni miklu meira píanó tónskáld heldur en fiðlu tónskáld og það má segja að hann skrifar þennan fiðlukonsert afskap- lega „píanistískt". Þetta varð jafnvel til þess að útgefandi í London fór fram á það þegar hann fékk verkið ' til útgáfu að Beethoven umskrifaði konsertinn fyrir píanó, sem hann gerði. Um Fimmtu sinfóníuna er það að segja að flestir þekkja til hennar sem Örlaga sinfóníuna. I henni er þetta fræga stef þijú stutt og ein löng sem löngum hefur verið notað til að túlka magnþmngna atburði sem eiga sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.