Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 Tónlistarskólinn á Akureyri: Ruth Slenczynska veitir nemum tilsögn Bandaríski píanóleikarinn Ruth Slenczynska er nú í heimsókn í Tónlistarskólanum á Akureyri. Þar mun hún veita lengra komnum pianónemendum tilsögn í opnum kennslustundum („masterclass"). í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. íur Chopin og ræða um verkin. mars, mun Ruth Slenczynska halda tónleikafyrirlestur á sal Tónlistar- skólans á Akureyri og hefst hann kl. 20.30. Þar mun hún leika prelúd- Áhugafólk er velkomið á meðan húsrúm leyfir og er aðgangseyrir kr. 500 en ókeypis fyrir nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Ánægðir með söluna - segir Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas „ÉG ÁLÍT að heildarsalan hafi verið minni en áætlað var, en við erum þokkalega ánægð með þær viðtökur sem okkar tegundir hafa hlotið,“ sagði Ragnar Birg- isson forstjóri Sanitas hf. er hann var spurður um bjórsölu mars- mánaðar. Ástæður þess að bjórsala var' heldur minni en menn hugðu, segir Ragnar m.a. að mjöðurinn þyki heldur dýr og einnig að í raun var ekki um neina nýjung að ræða er er vinsælasti bjórinn á íslandi í dag,“ sagði Ragnar. Hann sagði að salan í Fríhöfninni hefði verið feiki- góð, í lítrum talið væri Sanitas með um 50% allrar sölunnar þar. Ragnar sagði góða sölu Sanitas- tegundanna á markaðnum mega rekja til þess að þær hafi verið í sölu frá fyrsta degi, en margar teg- undanna hafi ekki fengist nema hluta úr mánuðinum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stjórn veitustoftiana á Akureyri kynnti í gær skýrslu Orkustofnunar um stöðu og horfur í máleftium Hitaveitu Akureyrar. Á myndinni eru frá vinstri Franz Árnason hitaveitustjóri, Ólafur G. Flóvenz, Guðni Axelsson og Þorsteinn Thorsteinsson, en þrír þeir síðasttöldu unnu skýrsluna, ásamt Helgu Tulinius. Breytt sölufyrirkomulag hefur leitt til 20% orkusparnaðar — gert ráð fyrir að orkuþörfin aukist um 1,8% ft*am til aldamóta sala bjórs var heimiluð; allir þeir ni , . A , . „ TT>. .. . T sem áhuga höfðu á þessum drykk Skýrsla Orkustoftiunar um Hitaveitu Akureyrar: hefðu getað útvegað sér hann á ------------------------------------------------------------- svörtum markaði. „Smyglmarkað- urinn var mjög stór, og eflaust miklu stærri en menn gerðu sér grein fyrir. Allir sem vildu gátu útvegað sér bjór á þeim markaði, þannig að bjórinn var ósköp lítil nýjung í sjálfu sér,“ sagði Ragnar. í verksmiðju Sanitas á Akureyri eru framleiddar þrjár tegundir af bjór, Löwenbráu, Lageröl og Pilsn- er, og sagði Ragnar viðtökur neyt- enda hafa verið góðar. „Löwenbráu Aðalfundur Kaupmanna- samtakanna 37. aðalfundur Kaupmannasam- taka íslands verður haldinn laugar- daginn 8. april og hefst hann kl. 10.00 árdegis á Hótel KEA. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ávarpar fundinn og svarar fyrir- spumum eftir hádegisverðarhlé. BREYTINGAR á sölufyrirkomulagi Hitaveitu Akureyrar sem gerð- ar voru fyrir (jórum árum hafa leitt til 20% sparnaðar á orku á ári og er vatnsstaða veitunnar í þokkalega góðu lagi. Þetta kem- ur fram í skýrslu Orkustofhunar sem unnin var fyrir Hitaveit- una, en skýrslan var í gær, miðvikudag, kynnt bæjarfulltrúum, stjórnarmönnum í veitustoftiun og starfsmönnum veitunnar. Skýrsluna unnu þau Guðni Axelsson, Helga Tuliníus, Ólafur G. Flóvenz og Þorsteinn Thorsteinsson. í skýrslu Orkustofnunar er m.a. kvæmt nýju skýrslunni hefur veru- með góða stöðu í okkar vatnsöfl- unarmálum, en hins vegar er full ástæða til að vera vakandi yfir því að vatnsborð allra jarðhitasvæða lækkar," sagði Sigurður. Hann sagði þær aðgerðir sem gripið var til svo draga mætti úr orkunotk- un, hafa lejtt til 20% sparnaðar á orku á ári og það hafi orðið til þess að hægt hefði verið að fresta öllum vatnsöflunaraðgerðum. fjallað um stöðu og horfur í vatns- öflunarmálum Hitaveitu Akur- eyrar, en samskonar skýrsla var unnin árið 1983. í framhaldi af þeirri skýrslu var sölufyrirkomu- lagi veitunnar breytt, skipt var frá hemlum yfir í mælakerfi og sam- Morgunblaðið/Rúnar Þór Glænýr fiskur íFiskbúrinu NÝ FISKBÚÐ var opnuð á Akureyri fyrir skömmu og heitir sú Fiskbúrið. Hún er til húsa í Brekkugötu 7 og eigandi er Sæmund- ur Friðriksson, en Ásvaldur bróðir hans starfar í versluninni. Þeir bræður höfðu ætlað að opna fiskbúð á Óseyri 4, en kvöldið fyrir opnunardaginn brann í húsinu þannig að ekkert varð af opnuninni. „Það þýðir ekkert að gefast upp, við fórum strax á stúfana daginn eftir brunann og keyptum innanstokksmuni í þessa verslun," sagði Ásvaldur. Hann sagði að tjón sem orðið hefði vegna brunans næmi hundruðum þúsunda, en innréttingar í versluninni, kæliborð og heilmikið af hráefiii sem búið var að kaupa fyrir opnunardaginn eyðilagðist í eldinum. Ásvaldur sagði að i Fiskbúrinu yrði glænýr fiskur á boðstólum, sem keyptur er af bátum í Eyjafirði og víðar að, kjötvörur og allar helstu nauð- syiyar. Bræðurnir leita nú að húsnæði fyrir fiskverkun og er ætlunin að se(ja frosin fisk í mötuneyti og til skóla í nágrenninu. legur vatnsspamaður orðið í kjöl- far breytinganna. Heildarvinnslugeta þeirra svæða þar sem vatn er tekið er 198 gigawattstundir að meðaltali fram að áramótum og er þá miðað við nýtingu niður í 90 gráður á celsíus. A síðustu tveimur árum hefur heildarársvinnsla hitavei- tunnar verið á bilinu 160-170 gráður, en árið 1982 var hin kom- in upp í tæpar 240 gigawattstund- ir. Sigurður J. Sigurðsson formað- ur stjómar veitustofnana sagði að í húshitunarspá orkuspárnefndar sé gert ráð fyrir að orkuþörf á Akureyri aukist um 1,8% á ári fram til aldamóta. Núverandi jarð- hitasvæði eigi því að standa undir orkuþörfinni til ársins 1994. „Með hliðsjón af þessum niðurstöðum er talið eðlilegt að menn vinni áfram að vatnsrannsóknum á Eyjafjarðarsvæðinu, með það í huga, að eftir fimm til tíu ár þurfi að bora eftir meira vatni til að mæta aukinni orkuþörf svæðis- ins,“ sagði Sigurður. Það svæði sem menn horfa eink- um til varðandi frekari rannsóknir em á Botnssvæðinu, en þar er talið að helst sé vatn að finna. I skýrslunni er ennfremur lögð áhersla á áframhaldandi rann- sóknir á svæðinu að Reykjum í Fnjóskadal. Sigurður sagði að næsti áfangi varðandi Botnssvæðið væri að gera nokkrar grunnar borholur til að kanna hitastig á svæðinu, áður en ný borhola yrði þar staðsett. „Það er alveg Ijóst að eftir að sölu- fyrirkomulagi var breytt erum við Lítil kennsla í framhaldsskólunum: Utanbæjamem- ar halda heim SKÓLAMEISTARAR framhaldsskólanna tveggja á Akureyri búast við að nemendur utan Akureyrar muni halda heim á leið í dag, fimmtudag, ef verkfall kennara verður skollið á. Jóhann Siguijóns- son skólameistari Menntaskólans á Akureyri sagði það reynslu síðasta verkfalls, en nemarnir hefðu reyndar skilað sér tiltölulega fljótt til baka aftur. Baldvin Bjarnason skólameistari Verkmenntaskólans tók í sama streng. uijónsson skólameistari sagði að í skólanum yrðu kenndar á bilinu 40-50 kennslustundir á viku af um 1.000. „Um 20% nemenda þolir ekki einn einasta verkfallsdag, 20% þola allt að hálfsmánaðarverkfall og hinir eru einhvers staðar þar á milli," sagði Jóhann. Hann bætti við að vissulega væri ömurlegt að kennarar þyrftu að grípa til verk- falla með reglulegu millibili, en á meðan ekki ætti sér stað hugarfars- breyting varðandi launakjör kenn- ara væri slíkt óhjákvæmilegt. „Það þýðir ekki að segja á hátíðarstund- um að íslenska þjóðin sé vel mennt- uð og hana eigi að mennta vel, hugvit eigi að selja úr landi og svo framvegis, ef enginn er til að standa undir þeim draumum," sagði Jó- hann. Ingólfur Ármannsson skólafull- trúi Akureyrarbæjar sagði að skóla- hald í grunnskólum bæjarins yrði í svipuðu horfi og verið hefur, en gera mætti ráð fyrir einhverri trufl- un á skólastarfi, einkum í Gagn- fræðaskólanum. „Nemendur verða að meta hvort þeim þykir ástæða til að vera hér áfram og sitja fáeina tíma, eða fara til síns heima. Það er áætlað að kostnaður utnabæjarnemenda sé um 25 þúsund krónur á mánuði og þetta er sá tími þegar pyngjan er mjög farin að léttast," sagði Bald- vin. í Verkmenntaskólanum á Akur- eyri verður kennt sem svarar 11% af heildarkennslunni, en 57 kennar- ar skólans taka þátt í verkfallinu. Aftur á móti verða 29 stundakenn- arar enn við störf. Baldvin sagði að skólinn yrði opinn verkfalls- dagana og hefðu nemendur aðgang að tölvuherbergi þar sem þeir gætu sinnt ritgerðasmíðum. Verkstæðum skólans verður skellt í lás, enda skilyrði að kennari sé staddur á svæðinu þegar þar er unnið. Fyrsta prófið í VMA er 29. apríl, en aðalprófin hefjast 2. maí. í MA horfir málið nokkuð öðruvísi við, próf hefjast um 20. maí og standa út mánuðinn, en stúdentsefni þreyta próf fram í júní. Jóhann Sig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.