Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.04.1989, Blaðsíða 17
MORGiJNBLAeiÐ) ÍIMMTUDAGUR APRÍL 1989 $17 Tómas Gunnarsson „Ef fram heldur sem horfir mistekst tilraun- in sem gerð var til um- skipta í þjóðlífinu með myndun ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Margvíslegur Qárhagsvandi stöðvar rekstur fyrirtækja og veldur misrétti og at- vinnuleysi. Hallarekst- ur ríkissjóðs virðist óumflýjanlegur þrátt fyrir stórhækkun skatta og minnkuð um- svif ríkisins. Þetta ger- ist í góðæri. “ ans um að leysa brýnar þarfir fólks fyrir húsnæði með „húsbréfum" sem seld yrðu á verðbréfamörkuðum, sem hafa til þessa krafist allt að 20% raunvaxta eru óskiljanlegar og samrýmast ekki því markmiði ríkis- stjómarinnar að verja lífskjör hinna tekjulægstu. Eru ekki líkur á að húsnæðismálin leysist með „hús- bréfum". Er illa farið að hafa ekki notað tímann betur. Kreppaní reglusamfélaginu Allir vita að þjóðríkið ísland er eins og önnur samfélög reglusam- félag. Æðsta stofnun landsins, Al- þingi, er til þess kjörið af þegnunum að setja lög í landinu. Menn aka ekki bíl, ganga ekki yfir götu og skrifa ekki blaðagrein án þess að huga að fjölmörgum reglum. En menn eru svo vanir reglum og þær þykja svo sjálfsagðar, að mönnum hættir til að gleyma þeim. Að því leyti sem ég þekki til láta íslending- ar sig fremur litlu skipta almenna framkvæmd réttarreglna. Það er ekki fyrr en gróflega er brotið á þeim sjálfum, að menn kippast við, en það gerist æ oftar að menn láta yfir sig ganga reglubrot og réttar- brot. Telja ekki svara kostnaði að láta dómstóla fjalla um mál sín. Oft verður maður var við frávik frá þessum viðhorfum og stundum liggur við að störf dómara séu þau sem öllu skipta. Stutt er síðan að tveir franskir handknattleiksdómar- ar í Strassborg opnuðu augu Islend- inga fyrir mikilvægi góðrar dóm- gæslu í handknattleik. Er þó víst, að þjóðlífið þarf ekki síður á góðri dómgæslu að halda en handboltinn. í flestum þróunarríkjum fara saman lágar þjóðartekjur á mann, slakt réttarfar, misiétti og mannréttinda- brot. Dómsvaldið er þar jafnan veik- asti hlekkur allsheijarvaldsins. Lög- gjöf mun þar vera í mörgum grein- um viðunandi, jafnvel álitleg stjórn- • arskrárákvæði. Framkvæmdavaldið er jafnan með öflugan her og leyni- lögreglu, en dómsvaldið gætir ekki réttinda borgaranna. Mér finnst oft sem íslenskir vald- hafar hafi gleymt þessum sannind- um. Það kemur til af því að mér virðast öflugir hagsmunahópar oft vera ráðandi í málum hér á landi, jafnvel þjóðarheildinni til tjóns, og stjómmálamenn virðast stundum telja sér nauðsynlegt að bijóta eða sniðganga meginreglur til að ná markmiðum sínum. Ég hef áður nefnt hvalamálið. Áður var stefnan að veiða um 200 hvali í „vísinda- skyni" á ári. Nú er beðið eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið samþykki 75 hvala veiði í ár, sem ekki er víst að verði samþykkt. Fyrri ríkisstjórn lagði tímabundið bann við verkföllum verkalýðsfélaga og samningum. Nú liggur fyrir það viðhorf Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar að þetta hafi verið afsakan- legt í þetta skipti. En líkleg eru þessi bönn til að herða átök á vinnu- markaðinum. Fyrir stuttu breytti ríkisstjómin skuldasamningum fjölmargra aðila með því að setja reglur um nýja lánskjaravísitölu og fella þá eldri úr gildi. Á tímum þegar vextir eru fijálsir í landinu er aðgerð sem þessi ástæðulaus, óskynsamleg og órétt- mæt. Stutt er síðan Hæstiréttur stað- festi, að Ríkisendurskoðuninni væri heimilt að skoða læknaskýrslur án þess sjúklingamir fengju nokkuð um það að segja. Skýrslur, sem væntanlega hafa verið gefnar með það í huga að um væri að ræða trúnaðarmál milli sjúklings og við- komandi læknis. Ér hætt við að menn haldnir geðsjúkdómum og kynsjúkdómum, svo dæmi séu tekin, verði tregari að leita læknisaðstoðar en áður, heilsu þeirra og samfélag- inu til tjóns. Hér virðist gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs manna. Og ákaflega finnst manni dapurlegt, að það skuli vera Hæsti- réttur sem staðfestir þetta leyfi Ríkisendurskoðunar, meðan óupp- lýst er og óútkljáð mál vegna áfeng- iskaupa fyrrum forseta sama Hæstaréttar, sem sama Ríkisendur- skoðun gerði athugasemdir við. Opinber mál, sem ríkissaksóknari höfðar til refsingar manna, eru jafn- an rannsökuð í lokaðri lögreglu- stofnun Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Slíkar aðferðir hafa hvergi gef- ist vel og leitt til hnignunar í réttar- fari og þjóðlífi. Enda eru þær brot á mannréttindasáttmálum Evrópu- ráðsins og Sameinuðu þjóðanna. Er óskiljanlegt hvers vegna löggjafinn lætur sér sæma að haga þessu á þennan veg. Svokallað „Sturlumál" er þekkt. Þar var fræðslustjóri settur í þann vanda að láta framkvæma fræðslu- lög án þess fjárveitingar á fjárlögum dygðu til samræmdrar framkvæmd- ar að mati hans og undirmanna hans. Menntamála- og fjármála- ráðuneyti urðu því að fara fram úr fjárveitingum sem heyrðu til fræðslustjóraembættinu. Þess vegna var fræðslustjórinn rekinn en hann mun nú hafa fengið greiddar bætur, vegna óréttmætrar uppsagn- ar. Því miður mun það vera til, að Alþingi hafi ekki fé á íjárlögum til að haga opinberum rekstri í sam- ræmi við lög þar um. Virðist ljóst að ríkisstjómarflokkum á hveijum tíma ber að nota þingmeirihluta sinn til að samræma lög fjárlögum á hveijum tíma, svo að embættis- mennimir lendi ekki í sama vanda og Sturla. Hvað veldur því að Alþingi hugar ekki betur að framkvæmd dóms- mála og réttarfars í landinu? Vilja valdhafar ef til vill hafa „góð tök“ á dómendum? Hafa ekki verið næg- ar uppákomur á Alþingi á þessu starfsári, sem tengjast dómsmálum? Muna menn ekki eftir þinghelgis- sviptingu Jóhanns Einvarðssonar, alþingismanns, sem manni skilst að hafí verið samþykkt í efri deild Al- þingis, án þess Álþingi gæfist tæki- færi til að skoða skjöl málsins því ekki var búið að leggja þau fram í dómi, þegar krafan kom fram. Svo brátt bar þetta að, að dómsforseta Sakadóms Reykjavíkur í málinu gafst þá ekki tækifæri til að víkja sæti og hafði hann þó ástæðu til þess eins og nú liggur fyrir. Til afgreiðslu er á Alþingi þings- ályktunartillaga um að athuga laga- legt réttmæti byggingar ráðhúss Reykjavíkurborgar í Tjöminni rétt við og sennilega að hluta til á vatns- botni Alþingis. Svo undarlega bregður við að alþingismenn virðast fara sér hægt við afgreiðslu málsins meðan byggingarframkvæmdum er hraðað. Þetta er því undarlegra af ÍSLENDINGAR hafa tekið við fjórum hópum flóttamanna frá árinu 1956, samtals 147 manns. Auk þeirra hafa flust hingað 20 ættingjar flóttmanna sem komu hingað árið 1979 frá Víetnam. Nú er von á 24 flóttamönnum til viðbótar, 21 Víetnama og þremur Rúmenum af ungverskum ætt- um. Allir Víetnamarnir sem koma eiga ættingja hér á landi og greiða þeir allan kostnað við flutninginn. Rikisstjórnin ætlar hins vegar að veita þeim mála- kennslu. Fyrstu níu Víetnamarn- ir koma til landsins 26. april næstkomandi. Fýrsti hópur flóttamanna kom til íslands frá Ungveijalandi árið 1956, alls 52. Árið 1960 komu 35 Júgó- slavar, 1979 komu 34 Víetnamar og 1982 komu 26 Pólveijar. Á árun- um 1982 til 1984 komu svo 20 ætt- ingjar víetnömsku flóttamannanna. Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossi íslands, sem annast málefni flóttafólks hér á landi, segir að er- lendum flóttamönnum sem hingað hafa komið hafi yfirleitt vegnað vel. Þeir hafi verið eftirsóttir starfskraft- ar og haldið vinnu sinni vel. Börnin hafa aðlagast sérstaklega vel en málið hefur vafist nokkuð fyrir full- orðna fólkinu. því að Alþingi hefur um áratuga skeið verið að kaupa fasteignir umhverfis Alþingishúsið og ráðgert nýbyggingar þar. Nú virðist ekki ástæða til að athuga mál, sem tengj- ast þessum fasteignum. Heldur kaupa nýjar eins og Hótel Borg eða hús við Áusturstræti. Enn eitt undarlegt mál, tengt al- þingismanni, hefur verið dæmt í Bæjarþingi Reykjavíkur nýlega. Það er eftirtektarvert vegna þess, að þingmanninum, Skúla Alexanders- syni, hefur ekki tekist að sannfæra sjávarútvegsráðuneytið og dómstól- inn um að nýting frystihúss, sem hann á aðild að, á fiski væri sú, sem hann telur. Almennt hefði maður talið að sönnunarbyrðin hlyti að hvíla á sjávarútvegsráðuneytinu, en Skúli telur að réttarslys hafi orðið við uppkvaðningu dómsins. Nú liggur það fyrir Skúla að áfrýja þessu máli til Hæstaréttar. Verður að bíða endanlegrar niður- stöðu þar. En ekki finnst manni við- unandi fyrir nokkum mann, að reka mál fyrir Hæstarétti gegn sjávarút- vegsráðherra sem jafnframt er dómsmálaráðherra eins og málum er háttað nú. Óupplýst er mál, tengt áfengiskaupum hæstaréttardómara. Dómsmálaráðherrann hefur af þeirri ástæðu veitt einum dómara tímabundna lausn og höfðað mál til staðfestingar á lausninni. En hann lætur annan hæstaréttardómara sem einnig hefur keypt mikið áfengi sitja. Þá hefur ráðherrann vikið sér undan að gefa Alþingi upplýsingar um málið og hefiir hann þó haft tilefni til þess. Dæmin hér að framan hafa verið rekin til að benda á kreppuna í reglusamféláginu. Og þessi dæmi eru alvarleg vegna þess að stjóm- völd eiga aðild að þeim öllum og manni virðist að um alvarleg laga- og reglubrot sé að ræða, a.m.k. í sumum dæmunum. En gerir það nokkuð til? Já. Það er stóralvarlegt. Lög og reglur eru vinnutæki stjóm- málamanna. Bijóti þeir reglur í stjómarathöfnum sínum er hætt við að menn virði ekki lög og reglur og þá ræðst ekki við mál nema með harðstjóm. Reglubrotum stjóm- málamanna í stjómarathöfnum má líkja við það að hljóðfæraleikari bijóti hljóðfærið sitt. Stjórnmálakreppa og kosningar Hér að framan hefur verið dregin upp dökk mynd af ástandi ýmissa Allir flóttamenn sem komið hafa hingað til ársins 1982 eru orðnir íslenskir ríkisborgarar svo erfitt er að sjá hve margir þeirra hafa sest að hér á landi fyrir fullt og allt. „ÞAÐ GETUR verið siýóflóða- hætta þegar blotnar svona í siýón- um og skari er undir, eins og var í Hamragili á laugardag,1* sagði Magnús Már Magnússon þjá snjó- flóðadeild Veðurstofunnar. Hann var spurður hvort hann vissi til að víðar væri hætta á siýóflóðum á skíðasvæðum, en taldi ekki svo vera, nú væru skilyrði ekki fyrir hendi til að sú hætta skapist. „Það er hins vegar rétt að minna á að fólk ætti að halda sig innan skfða- svæðanna, það er öruggara.11 Magnús sagði að sá snjór sem féll á föstudag og aðfaranótt laugar- dags væri að mestu kominn niður, sem hætta var á að félli í skriðum. „f þessu hitastigi sem verið hefur þjóðmála. En íslendingum kemur þetta ekki á óvart. Við höfum vitað lengi að ástand ýmissa mála hefur farið versnandi. Það á við um suma þætti réttarfars. Lögreglan kvartar undan miklu vinnuálagi og segir störf sín mótast æ meir af því að hafa afskipti af réttarbrotum en æ minna af fyrirbyggjandi starfi og eftirliti. Uppeldisstofnanir og skólar kvarta undan að fá ekki faglært fólk til starfa vegna lágra launa og sjúkrahús loka deildum og bæta við biðlista af sömu ástæðu. Ríkissjóður hefur verið rekinn með stórfelldum halla svo árum skiptir og Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, lýsir í blaðaviðtali nýlega að honum falli þungt vaxandi misrétti fólks í landinu. Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands varaði nýlega við hættu á verulegu atvinnuleysi. Allt eru þetta merki um alvarlegt ástand þjóðmála. Stjómmálakreppan í landinu kemur fram í því að stjómmála- mennimir, hvar í flokki sem þeir standa, koma ekki í framkvæmd markmiðum sem þeir hafa orðið sammála um þrátt fyrir góðæri. Nægir að nefna eflingu atvinnulífs og byggðar úti á landi, bætt lq'ör láglaunafólks, hallalausan rekstur ríkissjóðs, bætta stöðu útflutnings- og samkeppnisgreina, lækkun er- lendra skulda, lækkun raunvaxta, jöfnuð í viðskiptum við útlönd og lækkun verðbólgu. Þetta vita íslend- ingar. Það kemur fram í skoðana- könnunum að stærsti hópur kjós- enda, um 46%, vill ekki ljá neinu stjómmálaafli atkvæði sitt í þeim. Ef fram heldur sem horfir mis- tekst tilraunin sem gerð var til umskipta í þjóðlífinu með myndun ríkisstjómar Steingríms Hermanns- sonar. Margvíslegur fjárhagsvandi stöðvar rekstur fyrirtækja og veldur misrétti og atvinnuleysi. Hallarekst- ur ríkissjóðs virðist óumflýjanlegur þrátt fyrir stórhækkun skatta og minnkuð umsvif ríkisins. Þetta ger- ist í góðæri. Röng stjómarstefna á hér örugglega verulegan hlut að, en einnig slakt réttarfar, sem er tæki almenna borgarans til að koma í framkvæmd réttum og nauðsyn- legum aðgerðum sínum og er jafn- framt bakhjarl opinberra aðila. Óskin um þingrof og nýjar kosn- ingar verður stöðugt áleitnari. Höfundur er lögmaður og stuðn- ingsmaður Samtaka um jafnrétti og frjálshyggju. Hólmfríður sagðist halda að flestir hefðu gert það fyrir utan Pólveijana sem hingað komu en líklega em ekki nema 6 eða 7 þeirra enn hér á landi. tekur það yfirleitt einn til tvo daga.“ Hálfdán Henrýsson hjá Slysa- vamafélagi íslands kvaðst ekki vita um að snjóflóð hafi fallið á skíða- svæðum fyrr en það gerðist í Hamragili á laugardag. „Vissulega þurfa stjómendur á skíðasvæðum að fylgjast mjög vel með snjóflóða- hættu og hreinlega að loka svæðun- um ef hætta verður á flóðum. í þessu tilviki vora viðbrögð þjá björgunar- sveitinni, sem kölluð var út, alveg eðlileg, en það tekur alltaf tíma að kalla saman "björgunarlið. Það má engan tíma missa í svona tilvikum. Þess vegna væri kannski ráð að auka við búnað á skíðastöðunum, til að hægt sé að leita að fólki í snjó- flóði," sagði Hálfdán. Guðný Guðmundsdóttir stað. Reyndar var það Beethoven sjálfur sem hafði orð á því að í verk- inu væra örlögin að beija að dyram, en hann vildi ekki setja það í sam- hengi við aðsteðjandi heymarleysi hjá honum sjálfum. Samt sem áður var það um svipað leyti og hann samdi Fimmtu sinfóníuna sem hann gerði sér grein fyrir því að hann var að missa heym. Lengi vel gat hann notast við lúður til að heyra með, en að lokum dugði hann ekki einu sinni til og eftir það urðu öll hans samskipti að fara fram skriflega. Hið kaldhæðnislega er að það vora einmitt þessar samræðubækur sem urðu seinna til þess að auðvelda rannsóknir á skapgerð hans. Beethoven var fæddur 15. eða 16. desember, 1770 í Bonn í Þýska- landi, en fjölskylda hans átti ættir að rekja til Hollands. Fjölskyldu- nafnið var til dæmis hollenskt og ef þýtt er beint úr þvf máli þýðir það „rófna-garður“. Hann giftist aldrei, og ekki er heldur hægt að sýna fram á að hann hafi nokkra sinni verið í föstu sambandi með konu. Hann lést 57 ára gamall þann 26. mars 1827 eftir nokkurra mánaða banalegu, og útför hans fór fram í kyrrþey. Höfiindur er fréttafulltrúi Sin- fóniuhfjómsveitar íslands. Flóttafólkinu hefur yfirleitt vegnað vel — segir Hólmfríður Gísladóttir hjá Rauða krossi Islands Rétt að halda sig innan skíðasvæða - segir Magnús Már Magnússon hjá snjóflóðadeild Veðurstofrnnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.