Morgunblaðið - 06.04.1989, Síða 51

Morgunblaðið - 06.04.1989, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 51 fclk í fréttum MYNDBOND Madonna gengnr iram af kristnum söftiuði Bandaríska MTV-sjónvarpsstöð- in, sem sendir út tónlist á myndböndum allan sólarhringinn, hefur ákveðið að halda áfram sýn- ingum á umdeildu tónlistarmynd- bandi með poppsöngkonunni Ma- donnu þrátt fýrir að Pepsi-Cola- fyrirtækið hafi dregið til baka þær auglýsingar sínar hjá sjónvarpsstöð- inni sem söngkonan leikur í. Tals- menn Pepsi-Cola sögðu fyrir skömmu að þeir hefðu beðið umboðs- mann Madonnu um að hætta sýning- um á umræddu myndbandi. Myndbandið kallaði fram hörð við- brögð meðal ítalskra kaþólikka sem hótuðu að draga framleiðendur þess fýrir rétt og kæra þá fyrir guðlast ef því yrði sjónvarpað. „Ég held að Pepsi-Cola hafi tekið þessar auglýsingar út af dagskrám allra sjónvarpsstöðva,“ sagði Liz Rosenberg, talsmaður Madonnu. „Ég skil ekki ástæðuna fyrir þessum viðbrögðum. Madonna er afar hreyk- in af myndbandinu og einnig af aug- lýsingunum sem hún gerði fýrir Pepsi,“ sagði hún. Á myndbandinu syngur Madonna lagið Like a Prayer, sem gæti út- lagst Eins og bæn á íslensku. Það sýnir Madonnu í kirkju klædda svört- um kufli þar sem hún gengur á milli brennandi krossa og engist sundur og saman á altari kirkjunn- ar. Þá kyssir hún svartan mann í líki engils og á höndum hennar eru blæðandi sár eins og eftir kross- festingu. Talsmaður Pepsi-Cola, Becky Madeira, sagði að forsvarsmenn Pepsi-fyrirtækisins væru uggandi yfir því að margir túlkuðu myndband Madonnu ranglega og teldu það óviðeigandi. „Við vitum að við gegn- um ekki hlutverki ritskoðara en við höfum rétt til að ákveða til hverra við leitum með auglýsingar okkar. Við ætlum ekki að auglýsa á þeim stöðvum sem sýna myndband Ma- donnu,“ sagði Madeira. HERRA ÍSLAND verður krýndur í kvöld á Hótel íslandi. Komið og fylgist með spennandi keppni. Miðasala og borðapantanir í síma 687111 DÍANA PRINSESSA Von á barni í haust Loks fær almenningur að sjá myndir af Díönu prinsessu sem nú er bari.shafandi. Nýlega mætti hún á velgerðardansleik í Lon- don og voru menn ekki í vafa, maginn er að- eins farinn áð tútna eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Því hafði verið spáð fyrir henni að hún ætti eftir að eignast tvíbura á árinu 1989. Ekki fara neinar sögur af því hér en bamsins er að vænta í haust. Þetta er þriðja bam hennar og Karls bretaprins, fyrir eiga þau tvo syni, Wiiliam, tæplega sjö ára og Harry sem fyllir fímm ár í september. COSPER 10891 COSPER Má ég ekki taka mynd af þér? Þú ert sá fyrsti, sem ég keyri á. Suðurver- vornqmskeió hefst 10. qpríl 1 ÞOLAUKANDIOG VAXTAMÓTANDI /EFINGAR Byrjendur I og II og framhald I 2 FRAMHAIDSFLOKKARIOGII Lokaðir flokkar IM 3 RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær sem þurfa aó fara varlega ffflui 4 MEGRUNARFLOKKAR Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri 5 FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu BTffl 6 „LOWIMPACK" - STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing 7 SKÓLAFÓLK Hörkupúl og svitatímar KERFI ATH! Nú eru einnig tímar á laugardögum Vertu með, hringdu strax. Suðurver, sími 83730. Hrnnnbera, sími 79988 Allir f inna f lokk vió sitt hœf i hjá JSB Suðurveri, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.