Morgunblaðið - 06.04.1989, Page 37

Morgunblaðið - 06.04.1989, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. APRÍL 1989 37 ÓJÖFN BRÆÐRABÝTI Ólíkir bræður. Cruise og Hoffman í Regnmanninum. KvikmyndSr Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin: Regnmaðurinn — „Rain Man“ Leikstjóri Barry Levinson. Handrit Ronald Bass og Barry Morrow. Tónlist Lalo Schifrin. Kvikmyndatökustjóri Hans Zimmer. Aðalleikendur Dustin Hoffman, Tom Cruise, Valeria Golino. Bandarísk. United Art- ists 1988. Regnmaðurinn er tvímælalaust frægasta — og ein besta — mynd sem komið hefur frá Hollywood um langt skeið. Hún er búin að vera umtöluð í nokkur ár þar sem gerð hennar hefur gengið með eindæmum stirðlega, handrits- höfundar, framleiðendur og leik- stjórar komið. og farið. Efnið er- fitt umfjöllunar og Hoffman kom- ið með nýjar og nýjar kröfur. En með þrákelkni sinni hafði hann loks uppá réttum leikstjóra og handriti og árangurinn nú skráður á síður kvikmyndasögunnar. Þessi fjórfalda Óskarsverð- launamynd segir frá bræðrunum Charlie (Cruise), töffara sem rek- ur bílainnflutningsfyrirtæki í Los Angeles, sem rambar á barmi gjaldþrots og Raymond, (Hoff- man), einhverfum vistmanni á geðsjúkrahúsi í Ohio. Leiðir þeirra liggja saman er faðirinn deyr, en þá fyrst fær Charlie að vita um tilvist þessa einkennilega stóra- bróður og eingöngu vegna þess að faðir þeirra hafði arfleitt Ra- ymond að aleigu sinni, þremur milljónum dala. Sár og svekktur rænir Charlie Raymond, ætlar að taka hann með sér til Vestur- strandarinnar og freista þess að fá forræði yfír honum — og auðn- um — með hjálp réttvísinnar. En nú kemur babb í bátinn — Raym- ond neitar að fljúga. Upphefst nú sögulegt ferðalag þvert yfir Bandaríkin sem reynir á þolrif Cruise. En hann smá- kynnist hinum bæklaða bróðir sínum og tilfinningar hans og áætlanir hafa gjörbreyst er á leið- arenda kemur. Regnmaðurinn er einfaldlega ein frumlegasta mynd sem gerð hefur verið um árabil, enda er efnið óárennilegt og ekki nema á færi útvaldra að koma því til skila svo vel sé, líkt og saga myndarinn- ar sannar. í fyrsta lagi er það afar viðkvæmt, en verið unnið af slíkri smekkvísi, eins og myndin öll, að það ætti ekki að styggja nokkum mann. Þá er það ekki á færi neinna meðaljóna að ná réttu málfari og orðalagi einhverfra, hvað þá komast inn í hugarheim jafn fatlaðra einstaklinga til að geta tjáð veruleika þeirra án þess að hann sé skopskældur og mark sé á takandi. Það er skemmst frá að segja að Hoffman vinnur sinn stærsta leiksigur í erfiðasta hlut- verki ferils síns. Auðséð að hann, líkt og handritshöfundar og leik- stjóri hefur lagt á sig geysilega forvinnu að kynnast einhverfum, en hann dvaldist með þeim og fjöi- skyldum þeirra langtímum saman fyrir kvikmyndatökuna. Það er ógleymanlegt að fylgjast með lát- bragði hans og raddbeitingu. Hvert einasta smáatriði skiftir máli. Skoðið útstillingarmyndim- ar. Meira að segja þær — þó ekki sjáist í andlit hans — segja manni í þögn sinni að þar gengur ekki andlega heill maður til skógar sem Raymond fer. Cmise stendur sig einnig í rauninni með prýði, en hann er í vanþakklátu hlutverki og stendur í skugga meistarans. Og geysilegur útlits- og aldurs- munur þeirra og næstum því al- gjört tilfínningaleysi Raymonds gerir það að verkum að á milli þeirra skapast kannske ekki hið eftirsóknarverðasta samspil. Þá fer Golino ánægjulega með hlut- verk vinkonu Charlies og Levinson sjálfur á skemmtilega innkomu sem réttarlæknir í Los Angeles. Það var Levinson sem að lokum færðist þetta erfíða verkefni í fang og þrátt fyrir hrakspár iðn- aðarins tókst honum, ásamt frá- bæru samstarfsfólki að fram- kvæma hið ómögulega — kvik- mynda Regnmanninn, og það með árangri sem seint mun gleymast. Ég vil hvetja fólk á öllum aldurs- skeiðum að sjá þetta gneistandi, mannlega stórvirki, jafnvel þó það sjái ekki nema eina mynd á ári. RAÐAUGÍ ÝSINOAR W# ÝMISLEGT TILKYNNINGAR Á£ SJÁLFSTJEDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Kópavogur - eldri borgarar Árleg skemmtun sjálfstæðisfélaganna í Kóþavogi fyrir eldri borgara verður haldin í Hamraborg 1, 3. hæð, fimmtudaginn 6. apríl kl. 20.00. Spilað verður bingó, kaffiveitingar og dansað við harmoníku- leik Jóns Sigurðssonar. 400-600 fm götuhæð Höfum fjársterkan kaupanda að góðri 400-600 fm. götuhæð (með innkeyrslu) á Stór-Reykjavíkursvæðinu. 621600 ■ Borgartún 29 @HUSAKAUP Auglýsing Húsafriðunarnefnd auglýsir hér með eftir umsóknum til húsafriðunarsjóðs, sem stofn- aður var með lögum nr. 42/1975, til að styrkja viðhald og endurbætur húsa, húshluta og annarra mannvirkja, sem hafa menningar- sögulegt eða listrænt gildi. Umsóknir skulu sendar fyrir 1. september nk. til Húsafriðunarnefndar, Þjóðminjasafni íslands, pósthólf 1489, 121 Reykjavík, á eyðublöðum, sem þar fá^t. Húsafriðunarnefnd. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri dagana 20.-23. apríl nk. frá kl. 10.00-19.00. Innritun og upplýsingar daglega í sima 96-41212 og 96-41409, Katrín Eymundsdóttir og í sima 91-82900, Þórdís Péturs. Dagskrá skólans verður birt sunnudaginn 9. april. Fræðslu- og útbreiðsludeild. ÓSKASTKEYPT Verðbréf Óska að kaupa verðtryggð, óverðtryggð og fasteignatryggð skuldabréf til 6-8 ára. Brunabótamatið (MATIÐ) má vera um eða yfir 60%. Vinsamlegast leggið inn á auglýsingadeild Morgunblaðsins Ijósrit af bréfum, nafn og síma sem fyrst, merkt: „B - 2670“. ATVINNUHÚSNÆÐL Umhverfis- og skipulags- nefnd Sjálfstæðisflokksins Mánudaginn 10. apríl nk. kl. 12.00 verður haldinn fundur i nefndinni i Valhöll. Á dagskrá er: Umræður um frumvarp um umhverfis- og skipulagsmál og lands- fundarályktun. Áríðandi að fundarmenn mæti vel á fundinn. Formaður. Laugavegur Til leigu 50 fm verslunarhúsnæði í verslunar- samstæðu á miðjum Laugavegi. Gott verð og góð sameign. Nánari upplýsingar í síma 36640 milli kl. 9.00 og 17.00. Smaauglýsingar Wélagslíf I.O.O.F. 5 = 17046872 = 5. h. I.O.O.F. 11 = 17046872 = Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30: Almenn sam- koma. Kapteinn Daníel Óskars- son stjórnar og talar. Föstudagskvöld kl. 20.00: Bæn og lofgjörð (í kjallarastofunni). Janice Dennis frá Akureyri talar. Kl. 23-02 bænanótt. Allir velkomnir. Svigmót ÍR Svigmót ÍR í unglingaflokkum (13-14, 15-16 ára) fer fram í Hamragili sunnudaginn 9. april nk. Helstu tímasetningar: Kl. 9.30: Brautaskoðun í 15-16 ára flokki. Kl. 13.00: Brautaskoðun i 13-14 ára flokki. Stjórnin. Emmess ís svigmót Fram verður haldið sunnudaginn 9. april '89 i Eldborgargili i Bláfjöll- um i flokkum 11-12 ára, 9-10 ára og 8 ára og yngri. Brautarskoðun kl. 10.00. Keppni hefst kl. 10.30 fyrir 11-12 ára. Fararstjórafundur verður haldinn í SKRR herberginu föstudaginn 7. apríl kl. 18.30. Stjórnin. lllÍAðft] AD.KFUM Óformleg samvera í kvöld á Amtmannsstíg 2b kl. 20.30. Haakon Andersen biskup frá Noregi ræðir um Lausanne- hreyfinguna. Konur og karlar velkomin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudaginn 9. apríl Kl. 10.30: Skíðaganga yfir Reynivallaháls. Ekið þaðan að Vindáshlið og gengið þaðan yfir Reynivallaháls og komið niður hjá Fossá. Skemmtileg og létt gönguleið. Verð kr. 900,- Kl. 13: Fjöruganga f Hvalfirði f grennd við Fossá. Létt gönguferð fyrir alla fjöl- skylduna. Verð kr. 900,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Munið myndakvöldið, miðviku- daginn 12. april i Sóknarsalanum. 20.-23. apríl: Skfðagönguferð til Landmannalauga. Ekið að Sigöldu og gengið þaðan til Lauga. Upplýsingar og far- miðasala á skrifstofunni. Ferðafélag (slands. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Félagsfundur verður haldinn í kvöld kl. 20.30. á Hótel Lind Rauðarárstíg 18. Skúli Magnús- son flytur erindi um yogaþjálfun. Breski miðillinn Gladys Field- house starfar á vegum félagsins dagana 17.-29. apríl. Hún heldur skyggnilýsingafund mánudaginn 24. apríl kl. 20.30 á Hótel Lind. Félagsmenn ath. að nánari uppl. um námskeið og einkafundi fást á skrifstofu félagsins í Garða- stræti 8, 2. hæð eða i sima 18130. Símsvari utan skrifstofu- tima. Stjórnin. Skipholti 50b 2. hæð Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. m utivist Fimmtudagur 6. aprfl Myndakvöld Útivistar íslenskir hraunhellar kl. 20.30 i Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109. Myndefni: 1. SigurðurSveinnJónssonsýn- ir sérlega fallegar myndir og segir frá íslenskum hraunhell- um. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast töfrandi neðan- jarðarheim islenskrar náttúru. 2. Myndir úr ævintýralegri gönguskíðaferö Útivistar í Þórs- mörk um páskana. Allir vel- komnir meðan húsrými leyfir. Frábærar kaffiveitingar kvenna- nefndar í hléi. Kynnist Útivist og Útivistarferðum. Sjáumst. Helgarferð 8.-9. apríl Þjórsárdalur-Hvítárgljúfur- Gullfoss. Brottför laugard. kl. 8. Skemmti- leg helgarferö. Gönguferðir. Skógarganga. Fossar í vetrar- búningi. Góð svefnpokagistlng í Árnesi. Sumri heilsað í Skaftafelli 20.-23. april. Hægt að velja á milli Öræfajök- ulsgöngu og léttari gönguferða um þjóðgarðinn o.fl. Upplýsingar og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. fomhjólp í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Kórinn tekur lagið. Samhjálparvinir gefa vitn- isburði mánaðarins. Allir velkomnir. Samkomur í Þríbúðum alla sunnudag kl. 16.00. Samhjálp. t*JÓNUSTA NATIONAL olíuofnar og gasvélar Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta. RAFBORG SF„ Rauðarárstíg 1, s. 11141. WLennsla Lærið vélritun Aprílnámskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, s: 28040.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.