Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 94. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins NATO: Norðmenn og Danir styðja V-Þjóðverja Ríkisstjórnir Danmerkur og Noregs hafa lýst yfir stuðningi við afstöðu ríkissíjórnar Vestur- Þyskalands til endumýjunar á skammdrægum kjarnorkueld- flaugum í Evrópu og viðræðna við Sovétmenn um þær. Kom þetta fram í breska útvarpinu BBC í gærkvöldi. Innan Atlantshafsbandalagsins er ágreiningur um hvernig staðið skuli að ákvörðunum um endurnýjun skammdrægra kjamorkueldflauga Bandaríkjanna í Evrópu. Vilja Bandaríkjamenn og Bretar að flaug- arnar verði endumýjaðar sem fyrst og ekki verði rætt um málið við Sov- étmenn fyrr en árangur hefur náðst í öðram afvopnunarviðræðum. Vest- ur-Þjóðveijar vilja hins vegar fresta ákvörðun um endumýjunina eða að minnsta kosti að teknar verði upp viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra flauga. í gær skýrðu utanríkisráðherrar Noregs og Danmerkur frá því að þeir styddu sjónarmið Vestur-Þjóð- veija í þessu máli. Það væri engin goðgá að hefja viðræður við Sovét- menn um þessa tegund vopna eins og aðrar. Reuter Gegn fóstureyðingu Hæstiréttur Bandaríkjanna tók í gær upp mál frá 1973 sem snýst um það hvort takmarka beri mjög rétt kvenna til fóstureyðinga eða jafiivel afnema hann með öllu. Verði úrskurði réttarins frá 1973 hnekkt yrði einstökum ríkjum Bandaríkjanna heimilt að banna fóstureyðingar og skilgreina þær sem refsiverðan glæp. Búist er við niðurstöðu í lok júní eða byijun júlí. Myndin var tekin við byggingu Hæstaréttar í gær en þar voru andstæðingar fóstureyðinga Qölmennir. - Bandaríkin: Horfur á hóflegum hagvexti á árinu Washing^ton. Reuter. Hagvöxturinn í Bandaríkjunum var 5,5 prósent á fyrsta Qórð- ungi þessa árs, miðað við 4,2 prósent á síðasta Qórðungi liðins árs, og er þessi aukning aðallega rakin til þess að bandarískur landbúnaður hefiir jafiiað sig eftir þurrkana í fyrra. Ef landbúnaðurinn er undanskil- inn minnkaði hagvöxturinn hins vegar úr 3,5 prósentum á síðasta fjórðungi liðins árs í 3 prósent fyrstu þijá mánuðina í ár. „Tölurnar yfir fyrsta ársfjórð- unginn benda til þess að hagvöxt- urinn hafi minnkað í öðrum grein- um en landbúnaði og virðist helsta ástæðan vera aukið aðhald Seðla- bankans í peningamálum,“ sagði Antonio Villamil, yfirhagfræðingur bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Hann sagði ennfremur að einka- neyslan hefði ekki aukist jafn mik- ið og búist hefði verið við, dregið hefði verið úr útgjöldum til vamar- mála og samdráttur hefði verið í íbúðarbyggingum. Þetta allt hefði stuðlað að minnkandi hagvexti í öðrum greinum en landbúnaði. „Ekkert bendir til þess að sam- dráttur verði á þessu ári,“ sagði Villamil. Hann sagði að þvert á móti væri útlit fyrir hóflegan hag- vöxt á árinu. Verg þjóðarframleiðsla jókst um 3,9 prósent í fyrra en varð minni en ella hefði orðið vegna þurrkanna síðastliðið sumar. Nýjar upplýsingar um mannfallið í Tíflis: Sovésku hermennirnir urðu 100 manns að bana Ættingjar hræddir við að skýra frá mannslátum af ótta við hefiidaraðgerðir Tíflis. NEFND, sem þingið í Georgíu hefur skipað til að rannsaka ásak- anir á hendur sovéskum hermönn- um, heldur því fram að um hundr- að manns hafi látist er hermenn- imir brutu á bak aftur friðsamleg mótmæli í Tíflis, höfúðborg Sovét- lýðveldisins, 9. apríl. Hingað til hefur talan 20 verið nefnd um mannfall. Fréttamaður breska út- varpsins BBC hafði þetta eftir nefndarmönnum í gær, sem sögðu einnig að ljóst væri að hermenn- imir hefðu beitt taugagasi gegn mótmælendunum. Sagði einn nefndarmanna, að aðför hersins að saklausu fólkinu væri glæpur gegn mannkyni. Fréttamaður BBC sem sendi frétt- ir frá Tíflis í gær er fyrsti útvarps- fréttamaðurinn sem ræðir við fólk í borginni og við fulltrúa í hinni óháðu nefnd, sem þingið í Georgíu fól að rannsaka atburðina 9. apríl. Hann sagði að erfitt væri fyrir nefndar- menn að fá sjónarvotta eða skyld- menni látinna og sjúkra til að lýsa atburðunum eða skýra frá afleiðing- um þeirra og dauðastríði nákominna vegna ótta fólksins við herinn. Enn væru líklega um þúsund manns á sjúkrahúsum eða undir læknishendi eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum eða gasárás hersins. Hernaðaryfir- völd neita allri samvinnu við rann- sóknarnefndina. Um 3.000 manns efndu í gær til mótmæla þar sem atburðurinn átti sér stað til að krefjast þess að fimm leiðtogar þjóðernissinna í Georgíu, sem handteknir voru, yrðu látnir lausir. Að sögn Aeuíers-fréttastof- unnar voru þetta fyrstu mótmælin í Tíflis síðan 9. apríi. Íraklíj Batíashvílí, leiðtogi hreyf- ingar sem berst fyrir aukinni sjálf- stjórn Georgíu, stjórnaði mótmælun- um í gær. Fólkið lagði blómsveiga á torgið, þar sem taugagasinu var beitt gegn fólki er baðst fyrir og söng sálma, og krapu syrgjendur til að minnast fómarlambanna. Hundruð annarra Georgíumanna fylgdust með athöfninni og lögreglumenn tóku of- an húfur sínar í virðingarskyni við þá látnu. Sjónarvottar hafa skýrt frá því að lögreglumenn hafi reynt að bjarga mótmælendum frá hermönn- unum og orðið sjálfir fyrir árásum. Hópur Georgíumanna hefur vakað á torginu í minningu fórnarlambanna síðan útgöngubanni var aflétt, fimm dögum eftir atburðinn, og á vakan að standa í 40 daga í samræmi við georgískar hefðir. Sjá „Ráðherra segir herinn . . .“ á bls. 22 og forystugrein á miðopnu. Helsinki: * Osoneyð- andi efiii bönnuð? Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgnnblaðsins. MOSTAFA K. Tolba, fram- kvæmdastjóri umhverfismála- áætlunar Sameinuðu þjóð- anna, segist vona, að á fiind- unum í Finnlandi um ósonlag- ið verði samþykkt algert bann við framleiðslu og notkun ós- oneyðandi efiia, klórflúrkol- efiia eða freons. Kommúnista- ríkin og vanþróaðar þjóðir hafa enn sem komið er lítið dregið úr þessarí efiianotkun og bera fyrir sig efnahagsleg- ar ástæður. Freon eyðir ósonlaginu, sem verndar jörðina fyrir útfjólublá- um geislum, og þynning þess veldur meðal annars auknu húð- krabbameini og augnsjúkdómum í mönnum. Hafa vísindamenn uppgötvað gat á ósonlaginu yfir báðum heimskautum. í gær hófst í Helsinki embætt- ismannaráðstefna um Vínar- samþykktina um rannsóknir á ósonlaginu og í næstu viku koma umhverfismálaráðherrar margra ríkja saman til að ræða um Montreal-sáttmálann um minni freonnotkun. Að honum standa Evrópubandalagsrikin og 32 ríki önnur. Er vonast til, að ráðstefn- an samþykki algert bann við framleiðslu og notkun freons frá og með aldamótunum. Þijú ár frá Tsjernobyl-slysinu: Fréttir af lgamorku- slysum takmarkaðar Moslmi. Reuter. SOVESK stjórnvöld hafa sett nýjar reglur, sem takmarka fréttiiflutning af slysum í kjarri- orkuverum, þrátt fyrir vaxandi gagm-ýni á þá leynd sem hvílt hefur Á kjarnorkuiðnaðinum eft- ir Tsjemobyl-slysið. I gær vora þijú ár liðin síðan Tsjernobyl-slysið, mesta kjarn- orkuslys sögunnar, varð. Málgagn sovésku stjómarinnar, Ízvestía skýrði þá frá því að settar hefðu verið nýjar reglur, sem banna fjöl- miðlum að skýra frá vissum kjarn- orkuslysum í smáatriðum. Reglurn- ar ná til frétta af slysum sem valda manntjóni, skemmdum á mann- virkjum og umhverfísmengun sem flokkast ekki undir „stórslys". „Hversu lengi eiga hagsmunaaðil- amir sjálfir að fá að skilgreina takmörk g/asnost-stefnunnar?" spyr blaðið. „Hvernig getum við losnað við þær reglur sem banna gagnrýni utanaðkomandi aðila á vissum sviðum?" bætir bláðið við. Reuter Grænfriðungar minntust þess í gær að þrjú ár voru liðin frá Tsjernobyl-slysinu í Sovétríkjunum með því að reisa minnismerki við Hinkley Point-orkuverið í Vestur-Englandi. Áform eru um að reisa kjarnakljúf við orkuverið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.