Morgunblaðið - 27.04.1989, Page 2

Morgunblaðið - 27.04.1989, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Ólafur Ragnar Grímsson Q ármálaráðherra: Ekki samið við Rússa um veiðiheimildir ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qármálaráðherra segist í samræðum sínum við sovéska ráðamenn hafa lýst íslenskum sjónarmiðum um fiskveiðilög- sögu og stefhu af meiri einurð og hörku en hann hefði kosið. Það hafi hann gert til þess að gera Sovétmönnum þ'óst að íslendingar myndu ekki semja við þá né aðra um veiðiheimildir i íslenskri fiskveiði- lögsögu. „Við getum ekki fallist á að þessir þættir perestrojkunnar komi til framkvæmda gagnvart íslendingum og ég gerði Sovétmönnum það tfóst,“ sagði ráðherra. „Ég varð nú fyrst ærið undrandi því ég átti ekki von á að svona óskir kæmu upp í þessum samtölum. Hins vegar sá ég fljótlega að nauðsynlegt var að fara mjög rækilega yfir það hvers vegna íslendingar hefðu fylgt þeirri stefnu að heimila ekki útlend- ingum að veiða innan fískveiðilög- sögu okkar," sagði Ólafur Ragnar um samtöl sín við sovéska ráðamenn þegar óskir þeirra um veiðiheimildir innan íslenskrar fískveiðilögsögu voru kynntar honum. Ólafur Ragnar sagði að Sovét- menn hefðu verið að reifa hugmynd- ir vegna greinargerðar frá sjávarút- vegs- og utanríkisviðskiptaráðuneyti um að hin þekkta perestrojka gerði það að verkum að hver atvinnugrein og hvert svið í sovésku efnahagslífí þyrfti i framtíðinni að standa undir sér sjálft. „Það myndi hafa í för með sér að sovéska sjávarútvegsráðu- neytið og sjávarútvegsfyrirtækin sem keyptu físk af Islendingum þyrftu sjálf að afla gjaldeyris til þeirra kaupa. Hingað til höfum við getað fíármagnað þessi viðskipti með vöruskiptum," sagði ráðherra. Ólafur Ragnar kvaðst telja mögu- leika á samvinnu við Sovétmenn á sviði fiskeldis. Fiskeldi heyrði undir sjávarútvegsráðuneytið í Sovétríkj- unum og við byggjum yfir sérfræði- þekkingu, einkum á fískeldi í stöðv- um við úthaf. „Það kæmi ef til vill til greina að við byðum upp á út- flutning á tækni og sérþekkingu á þessu sviði, þá kæmi jafnframt til greina samstarfsrekstur á fiskeld- isstöðvum eins og hefur verið að gerast í samvinnu okkar við önnur lönd," sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar sagði það óneitan- lega sérkennilegt að perestrojkan, sem hefði fengið jákvæða umfjöllum hér á landi sem annars staðar, kynni að hafa í för með sér neikvæðar af- leiðingar fyrir viðskipti íslendinga. Frá iundí háskólakennara í gær. Félag háskólakennara: Verður verkfalli afstýrt? AIMENNUR fundur í Félagi há- skólakennara ákvað að fresta umfíöllun um kjaramál til klukk- an 16 í dag að beiðni formanns félagsins, vegna þess að samn- ingaviðræður við ríkisvaldið væru á viðkvæmu stigi. Verkfidl félagsins hefst á miðnætti f kvöld hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Fundurinn, sem var lokaður fréttamönnum, var stuttur af þess- um sökum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kvaðst Jóhann Malmquist, formaður Félags há- skólakennara, nokkuð vongóður um að tækist að afstýra verkfalli. Auk Jóhanns tóku til máls Ragnar Árnason, lqaramálafulltrúi félags- ins og Sigmundur Guðbjamason, háskólarektor. Fundurinn í dag verður haldinn í Háskólabíó. Ragnar mun hafa sagt að félag- ið hefði lagt upp með kröfur um sambærileg laun og á almennum markaði. Þegar því hafí verið hafn- að, hafí aðrir möguleikar verið kannaðir. Samninganefnd ríkisins hefur lýst því yfír að samningar megi ekki fara út fyrir þann ramma, sem settur var í kjara- samningunum við BSRB. Erlendum ferðamönnum flölgar Alþingi ræð- ir við borg- aryfírvöld LAGT hefur verið fram í borgarráði bréf frá Alþingi, þar sem fidlist er á viðræður við borgaryfírvöld um hugs- anleg kaup Alþingis á Hótel Borg. Bréfíð er undirritað af öllum forsetum þingsins og verður fundurinn haldinn í dag, fimmtu- dag. Viðræðunefnd borgarinnar skipa Davið Oddsson borgar- syóri, Jón G. Tómasson borgar- ritari, og borgarfulltrúamir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson og Elín G. Ólafsdóttir. SVO virðist sem erlendum ferðamönnum Qölgi hér á landi f sumar frá fyrra ári, jafiivel um allt að 20%, en íslendingar fari fremur í styttri og ódýrari ferðir til útlanda en áður. Þetta kemur fram í samtölum, sem Morgunblaðið átti við aðila í ferðaþjónustu f gær. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, kvaðst spá metári hvað ferðalög útlendinga hingað snerti. „Fólk á meginlandi Evrópu hefur haft gott veður í allan yetur og er til í að eyða sumrinu á íslandi. Við skipuleggjum til dæmis rútuferðir um landið og mér sýnist ætla að verða metár slíkra ferða. Ég yrði ekki hissa þó aukningin yrði 20%. Þar sem Evrópubúar fara síður til sólarlanda í sumar dregst til dæm- is ferðamannaiðnaður Spánveija nokkuð saman. Það er meðal annars ein ástæða þess að Samvinnuferðir- Landsýn hafa náð mjög hagstæðum samningum um ferðir til Mallorka, sem geta sparað fjögurra manna fjöl- skyldu 60-70 þúsund krónur." Helgi sagði að íslendingar hefðu ASÍ og viimuveitendur: Rætt við ríkisstjórnina VINNUVEITENDUR ganga á firnd forsætisráðherra fyrir há- degið f dag og einnig er gert ráð fyrir að fúlltrúar Alþýðusam- bands íslands hitti rfkisstjórnina að máli. Samningafúndur aðila hefúr sfðan verið ákveðinn klukk- an 18 f dag þjá ríkissáttasemjara, en aðilar áttu einnar og hálfrar klukkustundar fúnd f gærmorgun. Vinnuveitendur munu vilja fá svör hjá ríkisstjóminni um hvaða aðgerða megi vænta til þess að bæta rekstrar- skilyrði atvinnuveganna. Alþýðu- sambandið vill ræða ýmis félagsleg atriði, atvinnumál og verðlagsmál, að sögn Ásmundar Stefánssonar, forseta Alþýðusambands íslands. Hann sagði einungis tvo kosti í stöð- unni, annað hvort að setjast að samn- ingaborðinu og sen\ja á næstu dögum eða að stefndi í átök. „Það er okkar wn að atvinnurekendur velji þann kostinn að serqja," sagði Ásmundur. tekið seinna við sér með bókanir í ferðir til útlanda nú en oftast áður, en úr því virtist vera að rætast. „Yfír 70% þeirra sem fara til útlanda panta þriggja vikna ferðir, en mér sýnist fólk fremur velja ódýrari ferðir nú en áður,“ sagði hann. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, segir að bókanir í áætlunarflug til ákvörð- unarstaða í Evrópu séu nú fleiri en á sama tíma í fyrra. „Það er mun meira bókað erlendis frá í ár en ver- ið hefur," sagði Pétur. „Nú eru bók- anir frá Bretlandi til dæmis tvöfalt fleiri en í fyrra, og sömu sögu er að segja af meginlandi Evrópu. Undan- farin ár hefur verið stöðug aukning ferðamanna frá þessum löndum til íslands, en að auki má nefna þá skýringu, að mildur vetur og gott vor í þessum löndum gerir það að verkum að fólk þyrstir síður í sólar- landaferðir. Þá fer það að hugsa sér til hreyfíngs í norðurátt." Pétur sagðist hafa á tilfinningunni að færri íslendingar ætluðu til út- landa í sumar en undanfarin ár. „Utanlandsferðir eru hluti af lífsstíl íslendinga, sem þeir sleppa ekki gjarnan, en ég held að fleiri ætli í styttri og ódýrari ferðir nú. Bókanir fóru seint af stað, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt.“ I skoðanakönnum, sem Skáís og Stöð 2 gerðu, kemur fram, að 74% aðspurðra ætla ekki til útlanda í sumar. Aðeins 4,7% ætla til sólar- landa, 9,2% til annarra Evrópulanda og 2,3% til annarra landa. 9,8% að- spurðra voru óákveðin. Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu íslands, var sammála Pétri um að mildur vetur í Evrópu þýddi Blóðbankiiui mun manna vaktirnar „VIÐ gáfúm það svar við eríndi náttúrufræðinga, að treystu þeir sér ekki til að manna vaktir yrði Blóðbankinn að sjá um það,“ sagði Guðmundur Bjarnason, heilbrigð- isráðherra. Félag náttúrufræðinga tilkynnti ráðherra að frá og með deginum í ' dag yrði ráðuneytinu falið að sjá um að manna neyðarvaktir náttúrufræð- inga við Blóðbankann. Ólafur Jensson, yfírlæknir Blóð- bankans, sagði að það væri ekki vandamál fyrir sig að taka að sér þetta verkefni. Hann hefði haft gott samband við undanþágunefnd og vonaði að svo yrði áfram. að íslendingar gætu átt von á fleiri erlendum gestum í ár en endranær. „Það lítur mjög vel út með bókanir í sumar. Mars var n\jög heitur mán- uður í Evrópu og hitinn komst jafn- vel í 20 stig. Núna er að vísu komið kuldakast og það gæti ef til vill dreg- ið eitthvað úr bókunum," sagði Kjart- an. „Ég er þó bjartsýnn á að þetta verði gott ferðamannasumar, enda verður svo að vera fyrir ferðaþjón- ustuna, sem á í vök að veijast vegna rekstrarörðugleika ýmissa þjónustu- fyrirtækja. Það ræðst mikið af geng- isskráningunni hvemig fer. Ef geng- ið verður til dæmis 15% of hátt skráð þá verða ferðir til íslands og dvöl hér dýrari sem því nemur. Það gæti haft hættu í för með sér, því ferða- mönnum fínnst ekki gott að dvelja þar sem þeir hafa á tilfinningunni að verið sé að hlunnfara þá.“ Kjartan benti á, að undanfarin tvö ár hefðu verið metár hvað snerti íjölda erlendra ferðamanna hingað. „Ég vona að þau teikn, sem nú eru á lofti, verði til þess að við náum enn betri árangri á þessu ári,“ sagði hann. Tveir piltar um tvítugt: Fölsuðu nöfii og sviku út sex greiðslukort TVEIR piltar um tvftugt hafa svik- ið greiðslukort út úr öllum þremur kreditkortafyrírtækjum á landinu, samtals sex kort, með því Þorsteinn Pálsson um samstarf Norðurlanda: Þjónustuskrifetofiir í stað sendiráða Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að taka upp á vettvangi Norðurlandaráðs tillögu um að Norðurlönd- in leggi niður sendiráð hvert hjá öðru. I stað sendiráðanna verði kom- starf af þessu tagi tækifæri til ið upp sameiginlegum þjónustu- skrifstofum í höfuðborgum Norð- urlanda, sem fyrst og fremst þjón- usti einstaklinga. Þannig stæðu allar Norðurlandaþjóðir, utan ís- lendingar, að skrifstofu í Reykjavík, allar Norðurlandaþjóð- ir, utan Norðmenn, að skrifstofu í Osló o.sv.frv. Þorsteinn viðraði þessa hug- mynd í umræðu um skýrslu ut- anríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi í fyrradag. Auk hagræð- ingar, sagði hann, skapaði sam- að efla starf utanríkisþjónustunn- ar þar sem við værum að hasla okkur völl á nýjum markaðssvæð- um. Hann sagðist ætla að taka þessa hugmynd upp á vettvangi Norðurlandaráðs. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, taldi hugmynd- ina n\jög athyglisverða og sagði að hún yrði könnuð nánar. Rökstuðningurinn er sá, sagði Þorsteinn í viðtali við Morgun- blaðið, að samstarf Norðurlanda- þjóðanna hefur verið að þróast og eflast næstliðin ár og áratugi. Langsamlega stærstur hluti stjómarmálefna fer fram í sam- skiptum milli fagráðuneyta og í ráðherranefndum á vegum Norð- urlandaráðs. Þetta gerir mögulegt að endurskoða utanríkisþjónustu á milli landanna, þróa enn frekar þessi beinu samskipti ráðuneyta og ráðherranefnda. Þannig mætti leggja sendiráðin niður, í núver- andi mynd, og stofna í þeirra stað litlar sameiginlegar þjónustuskrif- stofur. Ein slík þjónustuskrifstofa yrði í hverri höftiðborg, sameigin- leg á vegum annarra Norður- landaþjóða, þar sem einstaklingar væru fyrst og fremst þjónustaðir. Með þessu mætti vinna tvennt. í fyrsta lagi staðfesti það þá þró- un, sem orðið hefur í norrænu samstarfí, og felur í sér hagræð- ingu, sem skylt er að huga að. í annan stað skapar breytingin svigrúm fyrir utanríkisþjónustu ■ okkar til þess að leggja aukna áherzlu á markaðsmál, þ.e. til að koma upp sendiráðum og mark- aðsskrifstofum í löndum þar sem við erum að hazla okkur völl á nýjum mörkuðum. Ég hygg að hinar Norðurlanda- þjóðimar hafí n\jög svipaðra hags- muna að gæta í sinni utanríkis- þjónustu, sagði Þorsteinn. að falsa nöfii ábyrgöarmanna á tryggingarvíxla. Síðast spurðist til þeirra í Bandaríkjunum og er tal- ið að þeir hafi tekið út á kortin fyrír á aðra milijón króna. Upp komst um svikin þegar til Samkorta bárust upplýsingar um miklar úttektir. Voru umsóknir pilt- anna frá því í byijun mánaðarins yfírfamar og kom í \jós að þeir höfðu falsað nöfn ábyrgðarmanna á víxlana. Haft var samband við Visa og Eurocard og kom í yós að þar höfðu piltamir leikið sama leikinn. Samkort gilda eingöngu hér innan- lands en síðast er vitað um úttekt á Visa-kort í Florida nýlega. Kortin hafa verið sett á lista yfir vákort og má búast við að þau verði á næst- unni eða hafí þegar verið tekin úr umferð vestra. Öm Petersen hjá Samkortum sagði að hending hefði ráðið því að upp um svikin hefði komist þar sem piltamir hefðu fengið kortin undir eigin nafni. Hefðu þessar sérstöku úttektir ekki vakið athygli hefðu grunsemdir vart vaknað fyrr en i júníbyijun, þegar um vanskil á reikn- ingi hefði orðið að ræða. Málið hefur verið kært til Rann- sóknarlöeregiu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.