Morgunblaðið - 27.04.1989, Side 4

Morgunblaðið - 27.04.1989, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 Alafoss:: ÁLAFOSS hefur fengið vilyrði fyrir 200 miiyón króna skuld- breytingaláni hjá Atvinnutrygg- ingasjóði. Þar að auki hefiir fyrir- tækið sótt um 100 milljónir króna til Hlutafjársjóðs. Nú stendur fyr- ir dyrum fiárhagsleg endurskipu- lagning fyrirtækisins með samn- ingum við sjóða- og bankakerfið um skuldbreytingar, með sölu eigna og hagræðingu í rekstri. Er stefiit að því að lækka skuldir fyrirtækisins með þessu móti nið- ur í 1100 miiyónir króna. Stjóm Álafoss fjallaði um þetta mál á fundi sínum á þriðjudag. Láns- loforð Atvinnutryggingasjóðs er háð ákveðnum skilyrðum um skuldastöðu fyrirtækisins. Jón Sigurðarsson, framkvæmdastjóri Álafoss, segist telja að unnt verði að uppfylla þessi skilyrði og takast muni að ná fram þessari skuldbreytingu þannig að fyrirtækið verði með þokkalegan Fyrstu kjarasamningar Fóstrufélags íslands; Samið á svipuðum nótum og BSRB KJARASAMNINGAR tókust með Fóstrufélagi íslands og ríkinu og Reykjavíkurborg snemma f gærmorgun, eftir næturlangan samninga- fúnd. Þetta eru fyrstu kjarasamningarnir sem Fóstrufélagið gerir sem sérstakt félag, en það stóð fyrir utan samflot félaga í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja. Samningamir eru á svipuðum nót- um og þeir samningar sem gerðir voru við BSRB. Laun hækka um 2 þúsund krónur fyrst í stað og síðan um 1.500 krónur 1. sepetmber og 1.000 krónur 1. nóvember. Þeirgilda til 30. nóvember og ákvæði um or- lofsuppbót og persónuuppbót í des- ember eru þau sömu og í samningum BSRB. Þá er heimilt að færa um það bil 1/6 hluta félagsmanna upp um einn launaflokk ogjafnframt er kveð- ið á um að endurmat fari fram á fóstrustarfinu. Bókanir um ýmis sér- mál félagsins fylgja samningnum og verða þau til umfjöllunar og af- greiðslu á samningstímanum. Þar má nefna atriði eins og vinnu- og undirbúningstíma, samstarfsdaga og mótun reglna varðandi mat á náms- skeiðum. Ama Jónsdóttir, formaður samn- inganefndar Fóstrufélagsins, sagðist vera rryög ánægð yfir að félagið væri búið að ná kjarasamningum. Staðan hefði verið þröng hvað varð- aði breytingar á launaliðnum frá samningunum við BSRB, en nokkuð hefði náðst fram varðandi sérmál og beinar viðræður félagsins við við- semjendur hefðu verið forsneda þess að þau fengust rædd. Þorsteinn Pálsson um breytingar á Aðalverktökum : Fremur ætti að aflétta ein- okun en auka hlut ríkisins rekstrargrundvöll á eftir. Það skýrist nú einhvem næstu daga. „Ég tel yfirgnæfandi líkur á þvi að þessi fjárhagslega endurskipulagn- ing Álafoss sé að takast og þá er ljóst að skuldastaða fyrirtækisins mun lækka um nær 45% og skuldir verða þá verulegra lægri en velta,“ segir Jón Sigurðarson. I máli Jóns kemur fram að um mjög flóknar aðgerðir sé að ræða. Hann nefnir sölu eigna, bæði hús- eigna í Reykjavík og hlutabréfa í eigu fyrirtækisins. Þá er einnig rætt um sölu íslensks markaðar og fyrir- tækið hefur auglýst til sölu eignir bæði á Akureyri og í Mosfellsbæ. Einnig er um að ræða sölu á viðskip- takröfum. í dæminu eru einnig veru- legar skuldbreytingar sem lækka vaxta-og greiðslubyrði fyrirtækisins. „Við þurfum að uppfylla ákveðin skilyrði áður en við fáum fyrir- greiðslu hjá lánadrottnum okkar og fyrr en þau liggja Ijós fyrir er erfitt að skýra nákvæmar frá málinu," segir Jón. Jón segir að mjög mikill halla- rekstur hafi verið hjá fyrirtækinu á síðasta ári en vildi ekki nefna neinar tölur þar um því rekstarreikningur liggi enn ekki fyrir. Reksturinn það sem af er þessu ári er skárri og áætlað að velta fyrirtækisins nemi um 1400 milljónum króna. Morgunblaðið/Sverrir Munið ökuljós ogbelti Með batnandi færð og hækkandi sól virðist lögreglunni sem öku- menn slaki um of á; gleymi að tendra ökuljós og spenna öryggis- belti. Þeir sem ekki fara að lögum um þessi efni eiga á hættu að verða stöðvaðir og fá sektir. Myndin var tekin þegar Jón Otti Gfslason yfiraðstoðarvarðstjóri útskýrði gagnsemi öryggis- belta fyrir ungum ökumanni. Fær 200 milljónir úr Atvinnutryggingasjóði VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í GÆR ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegn um gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í Stadur hiti veöur Akureyri kl.18 0 skýjað Reykjavík kl.18 2 léttskýjað Bergen Helsinki Kaupmannah. Narssarssuaq Nuuk Osló Stokkhólmur Þórshöfn 14 skýjað 8 rigning 14 skýjað Aþena Amsterdam Berlín Brússel Frankfurt 22 léttskýjað 8 skúrir 14 rigning 22 skýjað 9 skúrir gær að ísl. tíma Staður hiti veður Genf 7 rigning Hamborg 6 skúrir Kairó 32 helðskírt Kanari 22 heiðskírt London 10 rigning Madrid 11 heiðskírt Malaga 15 heiðskírt Mallorca 16 skýjaö Marseille 10 skýjað Moskva 19 skýjaö París 8 skúrir Prag 18 skýjað Róm 16 rigning Varsjá 18 skýjaö Vín 20 skýjað Zúrich 10 rigning utanríkisrádherra segir ríkið tilnefiia þriðja forstjórann ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að fremur ætti að aflétta einokun íslenskra aðalverktaka sf. á verktakastarf- semi á Keflalvíkurflugvelli en að auka eignarhlut ríkisins í fyrirtæk- inu og áhrif á stjómun þess, eins og Jón Baldvin Hannibalsson vinn- ur að. Þorsteinn lýsti þessari skoðun sinni í umræðum um utanríkis- mál á Alþingi í fyrradag. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra sagði af þessu tilefhi að gallinn við þessa skoðun formanns Sjálfstæðisflokksins væru svo augljós að ekki sé unnt að leysa málið á þeim grundvelli. í ræðu utanríkisráðherra kom fram, að ráðinn yrði þriðji forstjórinn til íslenzkra aðalverktaka skv. tilnefiiingu ríkisins. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það að auka hlut ríkisins í Aðaiverktökum þykir mér bera vitni um að Al- þýðuflokkurinn sjái ekki aðrar laugnir en að auka hlut ríkisins í atvinnulífinu. Af því tilefni lýsti ég þeirri skoðun minni að það ætti fremur að opna þessa starfsemi og aflétta einokun, þannig að heimilt yrði að bjóða þessi verk út. Vafa- laust hafa verið gild rök fyrir þess- ari skipan á sínum tíma. Núna eig- um við hins vegar mörg traust verk- takafyrirtæki, auk íslenskra aðal- verktaka, sem gætu keppt um þessi verk. Hægt er að hafa mismunandi form á því hvemig staðið er að útboðunum, en aðalatriðið er að koma þessu á venjulegan viðskipta- grundvöll, eins og nú er orðið al- gengast," sagði Þorsteinn. Jón Baldvin sagði á Alþingi í fyrrinótt að gert væri ráð fyrir því Alþjóðleg fiðlukeppni: Sigrún lenti í þriðja sæti Florída, frá Þóri S. Gröndal, fréttaritara Morgunblaðsins SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari hreppti 3ja sætið í Al- þjóða fiðlukeppninni í Palm Beach, sem haldin var fyrir skömmu og hlaut að launum 3.000 $ eða ísl. kr. 156 þús. að ríkið ráði sérstakan forstjóra að íslenskum aðalverktökum sf., en áður hafði hann sagt frá samkomu- lagi um fjölgun í félagsstjórn, þann- ig að ríkið skipaði tvo menn í félags- stjórnina í stað eins áður, auk þess sem óskað hefði verið eftir viðræð- um um breytingar á eignaraðild. Þorsteinn sagði að það skipti sig engu máli hver ætti þetta fyrir- tæki, þessi atriði staðfestu einungis enn frekar áhuga Alþýðuflokksins að auka hlut ríkisins í atvinnulífinu. Guðjjón B. Ólafsson stjórnarform- aður Regins hf. staðfesti í gær að ríkið hefði með óformlegum hætti sett fram ósk um að auka eignar- hlut sinn í íslenskum aðalverktök- um. „Við höfum tekið jákvætt í það en það er alls ekki hægt að fullyrða um það á þessu stigi hver niðurstað- an verður,“ sagði Guðjón. Halldór H. Jónsson stjórnarformaður Sam- einaðra verktaka hf. sagðist í gær engu vilja bæta við ummæli ut- anríkisráðherra á Alþingi á mánu- dag, þegar álits hans var leitað. Islenskir aðalverktakar eru sam- eignarfélag. Ríkissjóður á 25%, Sameinaðir verktakar hf. 50% og Reginn hf. 25%. Félagsstjórn er skipuð fjórum mönnum, samkvæmt félagssamningi frá árinu 1957. Einn er tilnefndur af utanríkisráð- herra fyrir hönd ríkisstjómarinnar, og er hann jafnframt formaður fé- lagsstjómar, Sameinaðir verktakar skipa tvo fulltrúa og Reginn einn. í næstu félagsstjóm verða hins veg- ar fimm menn, þar af tveir skipað- ir af. utanríkisráðherra,, í framhaldi af samkomulaginu sem utanríkis- ráðherra skýrði frá í vikunni. Sameinaðir verktakar hf. var stofnað 1957. í stjóm þess em nú, samkvæmt upplýsingum Hlutafé- lagaskrár, Halldór H. Jónsson arki- tekt, sem er stjómarformaður, Þor- bjöm Jóhannesson kaupmaður, Bergur Haraldsson pípulagninga- meistari, Thor Ó. Thors fram- kvæmdastjóri og Þorkell Jónsson húsasmíðameistari. Sameinaðir verktakar hf. em eignarfélag. Fé- lagið á m.a. helming húseignarinnar við Höfðabakka, á móti Aðalverk- tökum, auk 50% í Aðalverktökum. í skýrslu Geirs Hallgrímssonar þá- verandi utanríkisráðherra til Al- þingis um íslenska aðalverktaka, í apríl 1984, kom fram að hlutafé Sameinaðra verktaka hf. var 32 milljónir kr. og hluthafar 147. Aðal- fundur hlutafélagsins verður hald- inn á morgun. Reginn hf. var stofnað 1943 og er í eigu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Það starfar nú sem eignarfyrirtæki, eins og Sameinaðir verktakar. Reginn hf. átti 7,46% hlutafjár í Sameinuðum verktökum hf. árið 1984, samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra, og nemur því bein og óbein eignaraðild þess að íslenskum aðalverktökum sf. 28,73%. Félagið er skráð í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum Hlutafélagaskrár er hlutafé fyrir- tækisins 97.500 kr. Guðjón B. Ól- afsson, forstjóri SÍS, er stjómarfor- maður Regins hf. og með honum í stjórn eru Sigurður Markússon framkvæmdastjóri sjávarafurða- deiidar SÍS og Axel Gíslason for- stjóri Samvinnutrygginga. Forstjórar íslenskra aðalverk- taka sf. eru Thor Ó. Thors og Gunn- ar Þ. Gunnarsson. í ársbyrjun 1984 voru starfsmenn 476 og 87 að auki hjá undirverktökum. Ekki hefur náðist í forstjóra fyrirtækisins und- anfama daga til að fá upplýsingar um starfsemi félagsins. •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.