Morgunblaðið - 27.04.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 27.04.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 , . ,,, [/l9n / 7 Aukin eftirspurn eftir heimahjúkrun Beiðnum synjað nema í neyðartil- fellum, segja hjúkrunarforstjórar VART hefur orðið aukinnar eftirspurnar eftir heimahjúkrun á meðal fólks, sem sent var heim af sjúkrahúsum í kjölfar verkfalls háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Synja hefur orðið öllum slíkum beiðnum nema í neyðartílvikum, samkvæmt þeim upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá hjúkrunarforstjórum á Heilsuvemd- arstöð Reykjavíkurborgar og hjá Heilsugæslustöð Seltjarnarness. Á Landspítalanum eru 130 rúm auð vegna verkfalls hjúkruna- rfræðinga. Mjög hefur dregið úr ungbama- eftirliti og mæðraskoðun hjá Heil- sugæslustöð Seltjamamess, en þar em sjö hjúkrunarfræðingar í verk- falli af níu. Hjúkmnarforstjórinn, Þómnn Ólafsdóttir, sinnir neyðart- ilvikum ásamt hjúkmnarfræðingi í 70% starfi sem er í Hjúkmnarfé- lagi íslands og þar af leiðandi ekki í verkfalli. „Við höfum sinnt vitjun- um til nýfæddra bama eftir að þau koma heim af sjúkrahúsi og höfum við fengið tólf tilkynningar um nýburafæðingar síðan verkfall hófst þann 6. apríl sl. Þá er ekkert reglulegt mæðraeftirlit í gangi. Við sinnum aðeins þeim, sem annað- hvort em langt á veg komnar eða hafa haft við einhver vandamál að stríða á meðgöngunni," sagði Þór- unn. Að staðaldri hefur Heilsugæslu- stöð Seltjamamess sinnt heima- hjúkmnum um það bil 20 sjúkl- inga, aðallega hefur verið um að ræða vikulegt eftirlit eldra fólks. „Við drógum mjög úr þeirri þjón- ustu þegar verkfall hófst, en þetta fólk virðist bera sig einstaklega vel og hefur tekið þessu ástandi með mikilli þolinmæði. Ég er farin að finna fyrir því að fólk, aðallega eldra fólk, sem sent var heim af sjúkrahúsum í kjölfar verkfallsins, er í auknum mæli farið að hringja og biðja um aðstoð. Við höfum orðið að synja þessu fólki um hjálp eða slá henni hreinlega á frest þar til línur skýrast. Fmmskilyrði er að stofna ekki öryggi sjúklinga i hættu. í mörgum tilvikum er um að ræða einstæðinga, en í þeim tilfellum, þar sem sjúklingurinn býr inn á aðstandendum, hafa þeir yfir- leitt gripið inn í,“ sagði Þómnn. Hún vildi koma því á framfæri að læknaþjónustan sé með óbreyttu sniði að öðm leiti en því að kvöld- þjónusta hefur verið lögð niður. „ Við finnum vel fyrir verkfallinu. Hinsvegar getum við ekki sinnt aukinni eftirspum eftir heima- hjúkmn þar sem ekkert hefur verið aukið við starfsmannahaldið hjá okkur. Við emm ekki í neinni auka- vinnu héma, heldur sinnum við aðeins okkar vöktum eins og venju- lega,“ sagði Marta Pálsdóttir, að- stoðardeildarstjóri Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavikur, en þar starfa um 40 starfsmenn, bæði hjúkmna- rfræðingar og sjúkraliðar. Þar er engin í verkfalli þar sem hjúkmna- rfræðingar em í Starfsmannafélagi borgarinnar, en ekki í BHMR. A Landspítalanum hefur einni og hálfri lyfjadeild verið lokað, tveimur og hálfri handlæknísdeild, einni bæklunarlækningadeild og starfsemi hefur dregist saman á kvenlækningadeild og barnadeild. Samtals er um að ræða 130 rúm. „Þetta er afskaplega leiðinlegt og óeðlilegt ástand," sagði Vigdís Magnúsdóttir, hjúkmnarforstjóri á Landspítalanum, í samtali við Morgunblaðið, en á Landspítalan- um em hátt í 60 háskólamenntaðir hjúkmnarfræðingar í verkfalli. Frá upphafi verkfalls, hefur Landspítal- inn þurft að vísa frá sér bráðamót- töku ijórum sinnum og hefur þá Landakotsspítali og Borgarspítali hlaupið undir bagga. Vigdís sagði að öllum bráðaaðgerðum hefði ver- ið sinnt í verkfalli, þau hefðu ekki verið látin bíða ef sýnt væri að sjúklingurinn mundi skaðast á því. Til dæmis hefði öllum nýjum krabbameinstilfellum verið sinnt og í slíkum tilvikum hefðu hjúk- mnarfræðingar sýnt mikla ábyrgð í undanþáguveitingum, að sögn Vigdísar. Pálmi Jósefsson, fv. skólastíóri, látinn Pálmi Jósefsson, fyrrverandi skólastjóri, lést í gær, á 91. ald- ursári. Pálmi fæddist 17. nóvember 1898 á Finnastöðum í Sölvadal, sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Jó- sefs Jónassonar bónda. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri árið 1917 og kennaraprófi 1923. Pálmi las eðl- isfræði í George Herriott Watt Col- lege í Edinborg og sótti fyrirlestra í uppeldis- og sálarfræði í kennara- deild háskóla Edinborgar 1930-1931. Hann var kennari við bamaskóla Reylq'avíkur, Miðbæjarskólann, frá 1923, yfirkennari 1936-1938 og 1945-1948 og skólastjóri frá 1948 og allt þar til skólinn var lagður nið- ur árið 1968. Hann kenndi í Náms- flokkum Reykjavíkur í tíu ár og átti sæti í nefnd sem samdi framvarp til fræðslulaganna 1936. Þá var hann einnig í nefnd til að semja námsskrá fyrir bama- og unglingaskóla frá 1955. Hann átti sæti í stjómum margra félaga um lengri eða skemmri tíma, þar á meðal kennara- félags Miðbæjarskóla, Stéttarfélags bamakennara í Reykjavík, SÍB, BSRB og bamavinafélagsins Sumar- gjafar. Pálmi samdi þijár kennslubækur, eðlisfræði, dýrafræði og heilsufræði. Eftirlifandi eiginkona Pálma er Elín Sigurðardóttir. Þau hjón eignuð- ust tvær dætur. * Olafíir Þorgrímsson, lögfræðingur, látinn Ólafur Þorgrímsson, lögfræð- ingur, lést í gærmorgun á sjúkra- ^ húsi í Reykjavík, á 87. aldursári. Ólafur Þorgrímsson fæddist þann 18. október 1902 í Reykjavík, sonur hjónanna Ingibjargar Þóm Kristjáns- dóttur og Þorgríms Jónssonar, söðla- smiðs og veggfóðrara og síðar bónda í Laugamesi. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1923, prófi frá laga- deild Háskóla íslands árið 1928 og stofnaði málflutningsskrifstofu í Reykjavík ásamt G. A. Sveinssyni það ár. Á síðasta ári vom því liðin 60 ár frá því Ólafur hóf málflutnings- störf. Síðustu 22 árin rak hann mál- flutningsskrifstofu ásamt Kjartani Reyni syni sínum. Hann gekk til daglegra starfa sinna fram um miðj- an janúarmánuð sl. og var aldurs- forseti starfandi lögmanna í Reykjavík. Ólafur var einn stofnenda Strætis- vagnn Reykjavíkur árið 1931. Hann var formaður félagsins til 1938 og jafnframt framkvæmdastjóri 1934- 1938. Þá var hann einn af stofnend- um Tónlistarfélagsins 1932 og form- aður þess hin síðari ár, allt til dauða- dags. Hann var einnig stofnandi Sambands íslenskra karlakóra 1929. Þá átti hann einnig sæti í öðmm stjómum um lengri eða skemmri Ólafur Þorgrímsson tíma, svo sem stjóm Austurbæjar- bíós, Austurvers hf., Eddufilm, Sam- bands smásöluverslana og síðar Kaupmannasamtaka íslands. Þá var hann heiðursfélagi Lúðrasveitar Reykjavíkur og Hreyfils. Á 85. af- mæli Ólafs var gefíð út nótnahefti með lögum hans. Ólafur kvæntist þann 16. október 1932 Ásdísi Ingiríði Pétursdóttur, sem lést fyrir tveimur ámm. Þau áttu tvö börn, Emu og Kjartan Reyni, sem búsett em í Reykjavík. KENWOOD Ný og endurbætt KENWOOD CHEF Aukabúnaður m.a.: Grænmetiskvörn — Hakkavél Grænmetisrifjárn — Ávaxtapressa fÍTiHEKLA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.