Morgunblaðið - 27.04.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 27.04.1989, Síða 19
MORGÚNBLAÐIÐ FÍMMTUDÁGUR 27. APRÍL 19'g9 tilefni var Brynjólfur meðal annarra tekinn tali. Þá var hann 85 ára gamall og eldskír að vanda. Það sem snart í mér eina taug öðrum fremur í þessu samtali blaðs- ins við þennan öldung þegar hann var beðinn um að meta núverandi stöðu stjómmála íslands voru sár- indi hans þegar hann mælti eitthvað á þá leið að hryggastur væri hann yfir því að hér á landi væri ennþá bandarískur her og því miður af- skaplega lítið fararsnið á honum. Þetta var í þann tíð þegar ég starfaði allmikið með Samtökum herstöðvaandstæðinga, og bar í bijósti mér þá fullkomlega stað- lausu og glórulausu von að íslensk- ir herstöðvaandstæðingar hefðu í raun einhverjar alvöru hugmyndir um að reyna að reka bandaríska herinn af Miðnesheiðinni úr landinu sem fyrst. En það var nú alls ekki þegar síðar reyndi á. Það er engu líkara en að myglað- asta útgáfa sovéska skrifræðisins hafí hlassast yfír nánast allt starf „herstöðvaandstæðinganna" hér á Fróni og mestalla hugsun þeirra. Með þeim glæsiárangri að aldrei í hálfa öld hefur verið minna farar- snið á hemámsliðinu í Keflavík, krabbameini sem teygir sig núorðið út á öll landshom föðurlandsins og plagar líklega bara fáa íslendinga núorðið, utan mig og örfáa aðra sérvitringa og öfgamenn. En þetta er líka önnur saga sem ekki á að vera að væla yfír í minningargrein- um. Og reyndar smekkleysa að gera slíkt yfír minningu Brynjólfs Bjamasonar eldhuga og herstöðva- andstæðings allra herstöðvaand- stæðinga. En það sem mér smælingjanum er efst í huga við svona stund er þakklæti. Eg var þeirra forréttinda aðnjótandi að kynnast Brynjólfi nokkuð persónulega nú síðustu ár- in. Fyrst í gegnum allnokkur símtöl um herstöðvamálin og ýmislegt varðandi alla þá sögu. Síðar einnig er ég settist á skólabekk aftur og fór að nema sögu við Háskóla ís- lands. Á sl. ári var ég að læra íslenska verkalýðssögu og valdi mér það verkefni að reyna að kanna sum hinna pólitísku og efnahagslegu tengsla setuliðsins við íslenska menningu fyrr og síðar. Hluti þessa verkefnis var að fá ýmsar fmmupp- lýsingar þar sem þær væm tiltæk- ar. Og ein af aðalfmmheimildunum gekk hér enn um götur Reykjavík- ur; stofnandi og helsti hugsuður Kommúnistaflokks íslands árið 1930: Brynjólfur Bjarnason sjálfur. Hvorki meira né minna. Það var ekki amalegt að fá að yfírheyra svona gangandi alfræði- orðabók um þróun pólitískra átaka að tjaldabaki frá þessum örlaga- ámm íslenskra stjómmála, fyrir fólk sem skreið inn í heiminn löngu seinna við illan leik og litlar vin- sældir eins og átti við undirritaðan. Og ég get ekki neitað því að mér fannst ég vera að tala við hálfgert forsögulegt fyrirbæri þegar ég spurði Brynjólf um kynni hans af leiðtogum kommúnismans í gegn- um tíðina og hann fór að segja mér frá Lenín sjálfum og Stalín og öðm því liði sem þekkt er úr sögu heims- kommúnismans. Því þá kom í ljós að Brynjólfur hafði verið á stofn- fundi alþjóðasambands kommúnista í Moskvu 1920, þar sem Lenín bar hitann og þungann af allri hug- myndafræði jafnframt því að vera helsti ræðuskömngur samkomunn- ar. Þar svaraði Lenín framkominni gagnrýni á kommúnismann í rit- verki sem einnig var dreift á fundin- um og hét Bamasjúkdómar komm- únismans. Brynjólfur hafði semsagt kynnst meðal annarra báðum fyrrnefndum Sovétleiðtogum augliti til auglitis á fundum þar eystra. Hugsuðinum mesta og einum fremsta manni þessarar aldar, Lenín sjálfum. Sem og heimsstyijaldarsigurvegaranum og slátraranum mikla, leiðtoga Stalín. Fyrir mér var þetta ákaflega ótrúlegt að fá frásagnir af þessu umdeilda fólki frá fyrstu heimild, — milliliðalaust! Ekki amalegt. Ekki verður vikist undan að geta þess hér að ekki vorum við Brynjólf- ur sammála um afstöðuna til SJÁ BLAÐSÍÐU-39 ósjálfráðu orku. Hvernig sú samein- ing á sér stað er hins vegar óljóst. Og hvort hún eigi sér stað virðist undir hælinn lagt. Að átt geti sér stað að viljinn sé einn og heill, að orkan og andinn séu eitt, til vitnis um það eru verk Brynjólfs og ævi- starf hans allt. Gátan sjálf er samt óleyst. í heim- spekinni gengur hún undir mörgum heitum og tekur á sig margar mynd- ir. I ritum Brynjólfs sjálfs má fínna hana í ýmsum búningi. í Fomum og nýjum vandamálum (1954) er að henni vikið í ýmsum greinum meðal annars um hughyggju og efnis- hyggju og um viljafrelsi. í Gátunni miklu (1956) er spumingin um merkingu, tilgang og vit tengd gá- tunni um ævarandi gildi einstakl- ingsins í heimi sem lýtur lögmálum orku og efnis. I Vitund og verund (1961) er fjallað um samband vit- undar og hlutveruleika í fíórum rit- gerðum, þar sem tekist er á við ef- ann um allan endanlegan sannleik, glímt við vandann um tilviljun, nauð- syn og tilgang í hlutveruleikanum, leitast við að skýra forsendur per- sónulegrar ábyrgðar og loks er það fegurðin sjálf, hið fullkomna tákn um einingu vitundar og verundar, sem er skoðuð og skilgreind. Hvarvetna í þessum þremur fyrstu bókum Brynjólfs er það eining vits og veruleika, anda og orku, hugsun- ar og hlutveru, sem er lögð til grund- vallar. í ritinu Á mörkum mannlegr- ar þekkingar (1965) rís því spum- ingin um það á hvaða forsendu þessi eining geti verið þekkt og skilin, hvernig vitið og orkan geti samein- ast í vísindum, hvernig sönn þekking hlutvemleikans sé möguleg. Hér eru dregin mörk þess sem við getum þekkt og með rökum rakið og hins sem okkur rennur í gmn án þess að geta höndlað það í skýmm hug- tökum. Að því búnu leggur Brynjólf- ur til atlögu við gátuna um frelsi viljans í löggengum heimi í ritinu Lögmál og frelsi (1971). Hér er það eining sjálfsvem og hlutvem í vilja- athöfnum sem reynt er að hugsa og skýra til hins ýtrasta. Sammni lög- bundinnar orku og sjálfráðrar ákvörðunar, í henni felst merking og styrkur viljans. Loks í sjötta og síðasta heimspekiriti Brynjólfs, Heimi rúms og tíma (1980), er spurningin sú hvernig hugsa megi sammna orku og vits þeirrar sjálfs- vitandi vem, sem hvert okkar er, í heimi sem órofa heild samkvæmt lögmálum rúms og tíma. Hvemig heimurinn í heild sinni sé gerður þannig að frelsi og eilíf gildi séu möguleg. í Samræðum um heim- speki (1987), þar sem þessi mál ber á góma með ýmsum hætti, skýrir Brynjólfur í eftirmála nokkrar höf- uðforsendur kenninga sinna og þau mörk sem hann vildi sjálfur setja þeim. í ritum sínum öllum á Brynjólfur í orðaskiptum við hina ýmsu heim- spekinga og kenningasmiði. Rök- ræða hans er ævinlega samræða eins og eiginleg heimspeki hefur alla tíð verið. Þó að gátan mikla, spurn- ingin um hinstu rök, sé hvarvetna það sem allt snýst um og ferðinni ræður, ber hún orðræðuna hvergi ofurliði heldur opnar henni sífellt nýja sýn til næstu hæðar sem hugur- inn ber okkur hálfa leið til. Hvað er handan næstu hæðar? Og hvað er handan þeirrar síðustu sem okkur ber að hvort sem okkur er það ljúft eða leitt? Er það hyldýpi myrkurs eða ódáins akrar? Eilífðin er það hvernig og hvort sem hún kemur okkur fyrir sjónir. Hveijum þeim sem vill dvelja með spumingunni um hinstu rök er hollt að kynna sér rit Brynjólfs og reyna að aga hugsun sína á þeim mörgu slóðum hugans sem þar má fínna. Rit þessi eru andlegur fjársjóður sem við eigum eftir að ausa af um ókom- in ár. íslendingum er það mikið lán að hafa eignast Brynjólf Bjarnason og verk hans. Höfundur er prófessor í hcim- speki við Háskóla íslands. í PESSU H Ú S I E R U F I M M HÆÐIR H V E R U P P A F ANNARRI! T1— 1—-T| ■ ' 1] rlrir ii- ir : il IU m I Ih h 1 nr T UE m M pc h í !U NJif lli ^ Tlff □e; LT1; ** II 1 1 Sl I:. A 1 W t T 1 §1| ■sír Og Landsbankinn leggur grunninn með starfsemi sinni á fyrstu og annarri hæð. Almenn afgreiðsla er á fyrstu hæðinni og hefur hlotið nafnið Múlakot. Þar verður svokölluð opin þjónusta þar sem starfsfólk er jafnvígt á alla þætti bankaþjónustunnar. í Múlakoti má ennfremur finna Einkaþjón, sjálfsafgreiðslutæki fyrir útprentun reikningsyfirlita. Vcrðbrcfaviðskipti eru einnig á fyrstu hæð, þar veita reyndir starfsmenn ráðgjöf og þjónustu um allt sem lýtur að verðbréfaviðskiptum. Veðdeild er á annarri hæð, en þar fer fram afgreiðsla í tengslum við Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er til húsa á hæðunum fyrir ofan. Verið velkomin í Múlakot, Landsbankann á Suðurlandsbraut 24. L Landsbanki íslands Banki allra iandsmanna ftlfVSM AUGl ÝSINGASTOFAN HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.