Morgunblaðið - 27.04.1989, Síða 25

Morgunblaðið - 27.04.1989, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 25 Erlendar skuldir: Sumir veðsetja framtíð- ina en aðrir eiga í sjóði Svisslendingar geta lifað og leikið sér í 11 mánuði án þess að fá krónu lánaða en Danir hafa veðsett útlendingum alla sína framleiðslu í fimm mánuði. Islendingar eru þó sýnu verr staddir því að þeir yrðu að strita kauplausir í tæpa sjö mánuði áður en skuldin væri að fullu greidd. Var frá þessu skýrt í grein í danska blaðinu Berl- ingske Tidende sl. sunnudag. Engar áreiðanlegar tölur eru til um skuldir vestrænna ríkja og ann- arra iðnríkja en í alþjóðlegum stofn- unum er samt stuðst við yfírlit um þessi mál, sem Alþjóðlegi greiðslu- bankinn (BIS) hefur tekið saman. Samkvæmt þessu yfirliti og tölum frá OECD, Efnahags- og fram- stofnuninni, svaraði nettóskuld Dana við útlönd 40% af þjóðarfram- leiðslu um síðustu áramót. Af nor- rænu þjóðunum standa Finnar best að vígi, skulda aðeins 16%; Norð- menn 17% og Svíar 21%. íslending- ar reka svo lestina og skulda 59% árlegrar þjóðarframleiðslu. í hópi þeirra ríkja, sem eiga eitt- hvað upp á að hlaupa, eru Sviss- lendingar efstir á blaði og það kem- ur engum á óvart, að Hollendingar, Danir borðaæ meiri físk Fiskneysla eykst hröðum skrefum í Danmörku. Á árs- fundi danskra fiskkaupmanna í Kolding var frá því skýrt, að á einu ári hefði hún aukist um 12% og næmi nú til jafhaðar 25 kiló- um á mann. Kemur þetta fram í frétt frá fréttaritara Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, N.J. Bruun, en til samanburðar er nefht, að í Noregi er neyslan um 40 kíló á mann. Engar áreið- anlegar tölur eru til um fisk- neyslu íslendinga en áætlað er, að hún sé ekki minni en 50 kíló og hefur farið heldur vaxandi. Á ársfundinum sagði Lars P. Gammelgárd, sjávarút.vegsráð- herra Danmerkur, að fiskneyslan hefði aukist vegna þess, að fólk tryði því að fiskur væri hollur eins og raunar læknavísindin hefðu sýnt fram á. Auk þess kæmi til, að fullvinnsla sjávarafurða og fjöl- breytnin væri nú miklu meiri en áður. Carl Ahrenkiel, formaður í félagi fiskkaupmanna, kvaðst viss um, að fiskneysla ætti eftir að aukast mikið enn og lýsti ánægju og áhuga á auknu samstarfi við Mon- berg og Thorsen-fyrirtækið við smíði verslanasamstæða, svokall- aðra torgverslana, þar sem físk- verslanir skipuðu veglegan sess. Hvatti hann einnig starfsbræður sína til að láta meira að sér kveða gagnvart stjórnmála- og sveitar- stjómarmönnum og við skipulagn- ingu nýrra stórmarkaða. v Danir eru mesta fiskveiðiþjóðin í Evrópubandalaginu og þeir þriðju stærstu í heimi í útflutningi fiskaf- urða. í fyrra nam útflutningurinn rúmum 90 milljörðum ísl. kr. ERLENT Þjóðverjar og Japanir eigi dálítið í handraðanum. Það vekur hins veg- ar nokkra athygli, að Englendingar skuli eiga í sjóði næstum fjórðung þjóðarframleiðslunnar. Bandaríkja- menn vom líka réttum megin við strikið þar til fyrir fáum ámm en nú skulda þeir 9% ársframleiðslunn- ar. Aðeins írar skulda meira en ís- lendingar eða 81% þjóðarframleiðsl- unnar. Þeir em sem sagt skuldugir upp fyrir haus og það bætir ekki úr skák, að atvinnuleysið á Eyjunni grænu er um 18%. Skuldirnar hafa þó minnkað nokkuð vegna hag- stæðs greiðslujafnaðar í fyrra og hitteðfyrra en áður hafði verið um að ræða halla í samfellt 20 ár. Grikkir hafa rekið sinn þjóðarbú- skap með halla í 30 ár samfellt og næstir þeim koma Danir, sem hafa lifað um efni fram allt frá árinu 1963. Sviss +91% Holland +28% England +24% V-Þýskaland .... ....+15% Japan +10% Frakkland + 1% Italía.............- 6% Spánn................-7% U.S.A................-9% Finnland............-16% Noregur.............-17% Svíþjóð.............-21% Ástralía............-25% Kanada..............-39% Danmörk.............-40% Portúgal............-43% Grikkland...........-47% Tyrkland............-48% N-Sjáland...........-51% ísland..............-59% irland..............-81% KRINGWN KRINGWN KblMeNM KblkieNM KRINGWN KblMeNM KRINGWN KblMeNM 3. hæd 3. hæð 3. hæó 3. hæó Mættu strax, ef þú ætlar ekki að missa af þessu. Markaðstorg Kringlunnar er ú 3. hæð í Kringlunni. Þar færð þú vörur ú ótrúlega lúgu verði. T.d.: Joggingpeysur Lampar Sundbolir Gönguskór FóVboltaskór Adidas Mynduvélor Adidnsbuxur Melkaskyrtur Erobikkskór Hér eru nokkur dæmi um verð é vörum sem fést hjé okkur: Gallabuxur kr. 870.-, ísienskar hljómplöfur trá kr. 99,- Adidasiöskur frá kr. 870» íslenskir hljómplötuútgef endur eru hér somon komnir: Steinor# Skífon, Toktur, Grommið, Gimsteinn og fleiri. Það eru yfir 30 oðilor sem hofo vörur sínar á Markaðstorgi Kringlunnar t.d: Adídas, Speedo, Golden Cup# Taii# Rönning# Sporfval, Vinnuf atabúðin, Vidoría, Sambandið, Patrick, Slrandfell, Penninn, Sv. Sveinsson, Hilda, Taitge, Kapusalan Aður Nú 2.990,- 1.000, 17.000,- 7.900, 1.790,- 700, 4.220,- 1.500, 3.290,- 1.500, 3.390,- 1.000, 3.190,- 1.650, 1.990,- 990, 1.490,- 800, Markaóstorg Krmglunnar hefur leyninúmer fyrír póstkröfu s. 678011. Þú þarft engar raógreióslur hjá okkur, hafóu klinkió meó þér. MARKAÐSTORG KRINGLUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.