Morgunblaðið - 27.04.1989, Side 35

Morgunblaðið - 27.04.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1989 35 Oskubuska á Wall Street Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bióhöllin: Ein útivinnandi - „Working Girl“ Leiksljóri MikeJNichols. Handrit Kevin Wade. Kvikmyndatöku- stjóri Michael Ballhaus. Klipping Sam O’Steen. Tónlist Carly Sim- on. Aðalleikendur Harrison Ford, Melanie Griffith, Sigour- ney Weaver, Alec Baldwin, Joan Cusack. Bandarísk 20Th Century Fox 1988. Ein útivinnandi er dæmigerð fyr- ir þær myndir sem gáfu Hollywood gælunafnið „draumaverksmiðjan“, slípuð, ósvikin afþreying, gaman- mynd um sigur lítilmagnans með ljúfum endi sem tryggir að áhorf- andinn fer út í sólskinsskapi. Uppaútgáfa Öskubuskuævin- týrsins segir frá uppgangi Griffith á harðsvíraðasta peningamarkaði veraldar, Wall Street. Þar þykir ekki lakara að vera með menntun frá Harvard, Yale eða Stanford, svo vesalings Griffth á á brattann að sækja — almúgastúlka frá Staten Island með kvöldskólapróf. En hún er hugmyndarík og metnaðarfull. Hún er einkaritari deildarstjórans Weaver og segir henni frá bráð- klárri hugmynd. Það kemur svo í ljós er hin framagjama Weaver slasast og dettur úr leik um sinn, að hún hefur ætlað sér að ræna hugmyndinni. Nú tekur sú kvöld- skólagengna heldur betur við sér og með hjálp Fords, sem jafnframt er mannsefni Weaver, er hún svo gott sem búin að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd er skassið snýr til baka. Upphefst nú óþvegið valda- tafl . . . Rakið efni fyrir sviðsleikstjórann Nichols sem heldur öllum endum smekklega saman og keyrir þetta sígilda Hollywood-efni áfram af þeim léttleika að mann skiptir litlu máli veikleikar handritsins. Ein úti- vinnandi er einkar vel lukkuð gam- anmynd sem kemur manni i gott skap án þess að vera nokkurt stór- virki. Það er tii hennar vandað og það sýnir sig. Valinn maður í hveiju rúmi; Ballhaus, O’Steen, Simon og einstaklega skemmtilegur leikhópur þar sem Griffith ber hæst. Semsagt fáguð Hollywood-framleiðsla í sól- skinsskapi. Franska kvikmyndavikan: Borgarstjóradóttirin og brotameimimir Regnboginn: Savannah Leikstjóri Marco Pico. Aðalleik- endur Jacques Higelin, Daniel Martin, Elodie Gautier Lítil en hugguleg mynd um yfir- stéttartelpu, langþreytta á afskipta- leysi foreldra sinna, mitt í jarðnesk- um allsnægtum, sem leggur á strok. Felur sig í niðurníddum bílgarmi sem hún telur ónýtan. En þá vill ekki betur til en svo tveir utan- garðsmenn á flótta undan réttvís- inni hafa tekið hann traustataki og lendir nú stúlkubamið með þeim á flæking um sinn. Það er engu líkara en Savannah sé frönsk útgáfa af hinni ljúfu og fallegu Skugginn af Emmu, sem einnig er sýnd í Regnboganum um þessar mundir. Báðar fjalla mynd- imar um stúlkuböm af forríku for- eldri sem einmanna og afskipt gera uppreisn gegn illþolandi tilveranni í leit að athygli og ástúð — sem þær svo finna hjá öðram hornrekum þjóðfélagsins. Savannah er ekki nándar nærri eins áhrifarík og hin danska stalla hennar og líður nokkuð fyrir að koma beint í kjölfar hennar. En hún er auðug af franskri, grárri glettni og leikaratríóið er óaðfinnanlegt. Lipur, brosleg skoðun á vonleysis- legu brölti undirmálsfólks og til- finningum, æðri stéttarskiptingu. Leikari - Einræðisherra Fremri röð, frá vinstri: Jón H. Sigurðsson, Sigurður Björnsson. Aftari röð frá vinstri: Ruth Páls- dóttir, Ragnar Gunnar Þórhalls- son, Hildur Jónsdóttir. Nýir stgórn- armenn hjá Sjálfsbjörg Á aðalíundi Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra í Reylgavík og ná- grenni, þann 30. mars urðu skipti í stjórn félagsins. Hana sitja nú: Ragnar Gunnar Þórhallsson form., Sigurður Bjömsson vara- form., Jón H. Sigurðsson gjald- keri, Ruth Pálsdóttir ritari og Hildur Jónsdóttir vararitari. í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg segir m.a.: „Stjóm Sjálfsbjargar fagnar góðum árangri Lionshreyf- ingarinnar í landssöfnuninni „Léttum þeim lífið“ með sölu á rauðu fjöðr- inni. Rétt fjölfatlaðra einstaklinga til að búa á eigin heimili með þeirri þjónustu sem nauðsynleg er teljum við ótvíræðan. Við lýsum yfir ánægju okkar með byggingu vistheimilis fyr- ir fjölfatlaða að Reykjalundi. Stefna Sjálfsbjargar í húsnæðis- málum kemur fram í stefnuskrá sam- takanna. Kjami þeirra stefnu felst í hugtakinu „blöndun". Með blöndun er átt við að fatlaðir eigi að heima innan um ófatlaða. Til þess að þetta megi takast verður að uppfylla ákveðnar kröfur: Húsnæði verður að vera aðgengilegt öllum. Skipulag þarf að vera í lagi. Nægileg þjónusta þarf að vera fyrir hendi. Sjálfsá- kvörðunarréttur og sjálfstæði ein- staklingsins verður að sitja í fyrirr- úmi. Heimaþjónustu þarf ekki síst að efla svo þessu markmiði verði náð. KvikmyndBr Amaldur Indriðason Tungl yfir Parador („Moon Over Parador"). Sýnd í Laugar- ásbiói. Leikstjóri: Paul Mazur- sky. Helstu hlutverk: Richard Dreyfúss, Sonia Braga og Raul Julia. Paul Mazursky hefur gert marg- ar ágætis gamanmyndir m.a. end- urgerð franskrar myndar sem hann kallaði „Down and Out in Beverly Hills" og var með Richard Dreyf- uss. En það er sáralítið varið í nýj- ustu myndina sem þeir tveir gera saman og heitir Tungl yfir Parador. Það er líka etidurgerð í þetta sinn um B-mynda leikara sem þröngvað er til að leika einræðisherra í hinu ímyndaða smáríki Parador f S- Ameríku þegar raunveralegi ein- ræðisherrann deyr. Efnið bíður sannarlega uppá kómískar uppákomur með Dreyfuss í hlutverki leikarans/einræðisherr- ans og aukaleikurum sem era ekki af verri endanum; Sonia Braga er lostafull ástkona einvaldsins og Raul Julia er sadisti og eiginlegur stjórnandi landsins. En þetta era innantómar persón- ur sem tekst hvorki að vekja áhuga manns eða framkalla hlátur og það er líka tómahljóð í óvenju bragð- daufu handriti og efnisferðferð Mazurskys. Það er eins og hann klúðri öllum möguleikum til að draga fram fyndni úr skemmtileg- um kringumstæðum, metnaðarleysi og deyfð ráða ferðinni, atriðin drag- ast á langin hvert á fætur öðru án þess að kvikna til lífsins frekar en myndin í heild þangað til eftir stendur ein af þessum athyglisverðu Hollywoodframleiðslum sem gera aldrei betur en að valda vonbrigð- um. Mazursky kemur sjálfur fram sem mamma einræðisherrans en aðrir gestaleikarar með örlítil hlut- verk era m.a. Edward Asner, Dick Cavett og Sammy Davis jr. Kynningarfundur INNHVERF ÍHUGUN er einföld þroskaaðferð sem allir geta lært. Iðkun hennar veitir djúpa og endurnærandi hvíld sem losar um streitu. Kynningarfyrirlestur í kvöld, fimmtudag, í Garðastræti 17 (3. hæð) kl.20.30 Aðgangur ókeypis. Nánari uppl. í síma 16662. íslenska ihugunarfélagið Maharishi Mahesh Yogi Höfum opnað aftur eftir algera andlitslyftingu. Nýjarperur. Verið ætíð velkomin. Te og kaffi á könnunni. Tilboö: 12 tímar á 2000 kr. Aðeins i april. E ■unOCARD Mínar innilegustu þakkir til þeirra Jjölmörgu, sem heiðruöu migogglöddu á aldarafmœlinu. GuÖ blessi ykkur ríkulega. Rann veig Jósefsdóttir, Helgamagrastræti 17, Akureyri. Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönn- um sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmœli minu þann 15. apríl sl. Guð blessi ykkur öll. Kristján Gestsson, Borgarnesi. Hjartans bestu þakkir til ykkar allra, er gerðuÖ mér 75 ára afnœlisdaginn minn, 15. apríl 1989, að ógleymanlegum gleÖidegi. LifiÖ heil, vinir mínir. Greipur Þ. Guöbjartsson. FAKSFIELAGAR ATHUGIÐ! Minnum á skráningu í hvítasunnukappreiðar Fáks. Lokadagur er föstudagurinn 28. apríl. Sjá auglýsingar í helgarblöðum 15.-16. apríl. Hlégarðsreið 29. aprfl. Brottför frá félagsheimilinu kl. 13.30. Kvennadeild minnir á heimsókn til Gustskvenna sunnudaginn 30. apríl. Brottför frá félagsheimili Fáks kl. 19.00. Hestamannafélagið Fákur. STEYPT NKXJRFÖLL, RtSTAR, KARMAR OGLOK i Sérsteypum einnig annað eftir pöntun. JÁRNSTEYPAN HF. ÁNANAUSTUM 3, SÍMAR 24407 - 624260 JÁRNSTEYPA - ÁLSTEYPA - KOPARSTEYPA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.