Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.04.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRIL 1989 félk f fréttum BITLAKVÖLD A HOTEL ISLANDI: Anægjulegt ferðalag til ung'lingsáranna Morgunblaðið/Bjarni FERÐAVEISLA Duttu í lukkupottinn Skemmtanir Þórhallur Jósefsson Bítlakvöld á Hótel íslandi byrj- ar með því að gestir heyra óm liðins tíma, úr hátalarakerfinu streyma „bítlalög" frá fyrri hluta sjöunda áratugarins. Og á meðan gestirnir ljúka mat sínum og halla sér saddir og sælir aflur á bak í sætum sínum, sötra á kaffi og konjakk, eru þeir í huganum leidd- ir aflur í tímann af Hollies, Amen Corner, Shadows, Credence Cle- arwater Revival og öðrum hetjum þess tima. Á sviðinu stendur grátt Ludwig trommusett og bíður hins rétta andrúmslofts í salnum. Gestimir á Hótel íslandi njóta matarins í . rólegu andrúmslofti, stimamjúkir þjónamir eru undra skjótir að lauma matnum á borðin. Hörpuskelfiskur í forrétt, grísalundir í aðalrétt og léttur ábætir. Það stenst á endum að þegar Ijúffengur matur- inn hefur fært yfír gestina rósemi magafyllinnar og konjakkið byijar að kynda undir minningunum, þá streyma tónar bítlaáranna úr hljóm- kerfinu. Klukkan er farin að halla í tíu og klukka minninganna er færð til baka með tónum, aftur á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Ráðsettir gestir verða dreymnir á svip, rifía upp sokkabandsárin með útvíðum buxum, pínupilsum og blúnduskyrtum, sumir fara alla leið aftur í lakkrísbindin. Þá byija „Bítlamir." Auðvitað á Sgt. Peppers stefinu og eftir dágott forspil sam- settu úr þekktum bítlalögum, stökkva þeir „sjálfir“ upp á hljómn- sveitarpallinn og „She loves you“ tók alla með trompi. Svo streymdu lögin fram, hvert „Bítlamir" á Hótel íslandi. af öðra í réttri tímaröð, engar tafír, engir hnökrar, kynnirinn tengdi sam- an atriðin og á stóra sýningartjaldi á bak við „Bítlana“ var bragðið upp myndum frá tímaskeiði tónlistarinn- ar, af þeim John, Poul, George og Ringo, af söngmönnum kvöldsins. Á gólfínu sýndi dansflokkur tísku tímans og tíðarandann, sviðsett var orðuveitingin þegar Bretadrottning veitti MBA orðuna, Yoko kom, en Maharishi kom ekki. Auðvitað endaði dagskráin á því að „góðir gestir“ var spilað: Hey Jude. Endaði þó ekki, þeir voru kall- aðir fram og tóku aukalög, síðasta lagið eins og loforð um að halda áfram að vera saman, bítlamúsíkin og við: I want to hold your hand. Sýning „Bítlanna“ tókst með ágætum, þeir léku sitt hlutverk vel. Auðvitað vora þeir mislíkir fyrir- myndunum, en með látbragði unnu þeir það upp. Og sviðsmyndin, aug- ljóslega er mikið í lagt að þeir líti út eins og þeir einu sönnu. Meðal annars var safnað saman hljóðfær- um, sem era eins og þeir notuðu. Til þess þurfti meðal annars að leita til Hjálpræðishersins á Akureyri. Þar var eina gráa Ludwig trommusettið sem til er í landinu. Búningarnir eru góðir, í samræmi víð minninguna. Tónlistarflutningurinn var hnökralaus. Þeir spiluðu að vísu ekki sjálfír, á bak við er hljómsveit og fer vel á að vera ekki að fela það. Stund- um brá fyrir að gítarleikurinn væri of nútímalegur, stundum minnti hann á öðravísi músík, en það var einungis í smámyndum. Það yljaði að heyra réttu tónana í Something, Birthday og dillandi ryþmann í All my loving svo ólík dæmi séu nefnd. Eitt tókst þó ekki að kalla fram, sem varla er von. Það er hinn sérstæði, eiginlega einstaki, trommuleikur Ringos. í sumum lögum varð það áberandi, einkum hinum eldri, eins og vantaði léttleikdnn. Þá ber að geta hornablásaranna. Hvað eftir annað komu þeir á óvart með sérlega góðri spilamennsku. Ekki má ljúka þessari umsögn án þess að geta um sönginn. Hann var yfír höfuð góður, ekki síst ef tekið er tillit til þess, að fyrirmyndunum er líklega hreint ekki hægt að líkja eftir. Af öðrum ólöstuðum bar þó Ara „Roof Tops“ Jónsson hæst, hann var á sínum heimavelli og tókst snilldarvel upp. í heild, góð skemmtun, vönduð músík, ánægjulegt ferðalag aftur í tímann 4 notalegri kvöldstund. að ríkti mikil gleði á heimili Baldvins Kristjánssonar og Höllu Andersen í Vestamannaeyjum á dögunum. Þá heimsótti þau Öm Ólafsson, umboðsmaður Samvinnu- ferða-Landsýnar, og tilkynnti þeim að þau hefðu verið dregin út sem vinningshafar í ferðaveislu ferða- skrifstofunnar. Samvinnuferðir-Landsýn efna til þessarar ferðaveislu frir viðskipta- vini sína. Allir þeir sem pantað hafa ferðir hjá ferðaskrifstofunni og greitt staðfestingargjald á rétt- um tíma era sjálfkrafa þátttakend- ur í þessu happdrætti. Hlýtur vinn- Orlög síðustu keisarafjölskyl- dunnar í Rússlandi hafa löng- um þótt forvitnilegt efni fyrir rann- sóknablaðamenn. Fyrir skömmu birtust upplýsingar í Sovétríkjunum sem þykja varpa nýju ljósi á hin dapurlegu örlög þeirra. Nú segist ingshafínn ferð fyrir sig og fjöl- skyldu sína til þess staðar er hann hefur pantað ferð á, fyrir aðeins þijú hundruð krónur. Þessi vinning- ur gildir ekki aðeins fyrir árið í ár, heldur getur viðkomandi fjölskylda farið í fríar sumarleyfísferðir á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar næstu tvö árin. Baldvin og Halla ákváðu í vetur að fara til Benidorm með dætur sínar, Erlu og Lóu. Fjölskyldan hefur aldrei áður farið utan en líklegt er að þau verði orðin ferða- vön eftir að hafa nýtt vinning sinn. Grímur blaðið The Daily Mail í London hafa komist yfir minnismiða Jakovs Míkhailovítsj Juroskíjs, sem talinn er vera sá er skipulagði aftöku Nik- ulásar Rómanovs II Rússakeisara og fjölskyldu hans árið 1918. „Snemma kvölds 16. júlí barst símskeyti frá borginni Perm með fyrirskipun um aftöku Rómanov- fjölskyldunnar," segir í tilvitnun í minnismiða Jurovskíjs, sem þá var fertugur úrsmiður. Jurovskíj, sem lést árið 1938, sagði að hann hefði valið 12 manns til að framkvæma aftökuna, „einn fyrir hvem þann sem átti að taka af lífi“. Rómanov fjölskyldan, þjónustu- fólk þeirra og heimilislæknir, voru vakin upp um miðja nótt og flutt í kjallara Ipatiev-hússins, hús kaup- manns nokkurs í bænum Jekaterín- búrg í Úralfjöllum, sem nú heitir Sverdlovsk. „Það var búið að ákveða hver skyti hvern og ég sagði þeim að miða beint í hjartastað svo blóð- baðið yrði sem minnst,“ sagði Jurovskíj. Sonur Jurovskíjs afhenti sovéska sagnfræðingnum Geli Ryabov ljós- rit af minnismiðunum, en framritin eru sögð í skjalahirslum Sovét- stjórnarinnar. Ryabov fann jarðne- skar leifar Rómanov-fjölskyldunnar árið 1979 en skýrði ekki frá fundin- um fyrr en í þessum mánuði. JAZZ- OG BLÚS- TÓNLEIKAR Á BORGINNI í KVÖLD KL. 21.00 Tríó: Guðmundur Ingólfsson - píanó Guðmundur Steingrímsson - trommur Gunnar Hrafnsson - bassi Gestir: Björn Thoroddsen - gítar Stefán Stefánsson - sax (nýtt sánd) Söngvarar: Andrea Gylfadóttir Björk Guðmundsdóttir Megas Ragnar Bjarnason Bobby L. Harrison Trommudúó: Steingrímur Guðmundsson Guðmundur Steingrímsson Munnhörpuleikari: Helgi Guðmundsson Blús- og jazzgeggjarar! Fjölmennum! Jazzvakning TÓNLISTARVIÐBURÐUR ALTSAXÓFÓNLEIKARINN CHARLES McPHERSON í Heita pottinum í Duus-húsi miðvikudaginn 26. og fimmtudaginn 27. apríl kl. 21.00. McPherson er talinn með bestu saxófónleik- urum í heiminum í dag. Aðgangseyrir 950 kr. við innganginn. Meðleikarar: Egill B. Hreinsson, píanó, Tóm- as R. Einarsson, kontrabassa, Árni Scheving, víbrafónn, og Birgir Baldursson, trommur. Reuter Nikulás keisari í haldi í Selo, 1917. Vopnaðir verðir gæta hans. AFTAKA Skjöl um örlög Rússakeisara birt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.