Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989 Minning: Hákon Bjarnason skógræktarsijóri Fæddur 13. júlí 1907 Dáinn 16. apríl 1989 Besti vinur skógræktarfólks á íslandi um áratuga skeið, Hákon Bjamason, fyrrum skógræktar- stjóri, er látinn. Hann var tvímælalaust einn helsti brautryðjandi hérlendis á sviði skógræktarmála, helgaði alla starfsævi sína þeirri hugsjón að hér mætti rækta skóg öllum landslýð til hagsbóta og honum varð vissu- lega mikið ágengt. Honum tókst reyndar með Qöl- mörgum dæmum víða um land að gefa þjóðinni trú á þá möguleika til skógræktar sem felast í íslensk- um jarðvegi, þegar rétt er á málum haldið. Reyndar má telja það kraftaverki næst að slíkur árangur skuli hafa náðst á einni mannsævi. Fyrir þá atorku og eljusemi sem Hákon sýndi, megum við sem byggjum þetta land nú og í framtíð- inni vera þakklát. Hákon var ákaflega litríkur per- sónuleiki — gagnmenntaður í sinni grein — laðaði að sér fólk — minn- ugur svo af bar og jós af visku- brunni sínum svo þeir sem leituðu ráða hans fóru ríkari af fundi hans. Hann gat verið harður í hom að taka þegar verja þurfti málstað skógræktar, barðist gegn úreltum hugsunarhætti og gat sjálfur auð- veldlega tileinkað sér ný viðhorf sem komu skógrækt á Islandi til góða. Alla tíð var hann liðsmaður hinna jákvæðu afla — þess sem Iifir og grær — fyrir forsjón og lögmál náttúrunnar. Hákon Bjamason var fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Is- lands í árdaga þess félags, mótaði það og hagræddi að íslenskum að- stæðum og bar hag þess æ síðan fyrir bijósti. Hann var aldrei svo önnum kafinn að hann gæfi sér ekki tíma til að styðja starfsemi þess með ráðum og dáð. Of Iangt mál væri upp að telja þau fjölmörgu tilvik þar sem Skóg- ræktarfélag íslands naut hug- myndaauðgi Hákonar og framtaks- semi en þau em okkur, sem aðild eigum að því félagi, ofarlega í huga nú. Honum er líka fyrst og fremst að þakka það góða samstarf sem alla tíð hefur ríkt á milli Skógrækt- ar ríkisins og Skógræktarfélags íslands. Og hann stofnaði Land- græðslusjóð sem er styrktarsjóður þessara tveggja aðila sem báðir hafa notið góðs af. Hákon var afbragðs ræðumaður og heillaði þá sem á hann hlpstuðu — ekki bara hérlendis heldur líka þegar hann talaði fyrir máli íslenskrar skógræktar í nágranna- löndum okkar á málfundum skóg- ræktarmanna þar — svo vel að þar em nú hvarvetna vinir í varpa. Hákon Bjamason var sæmdur heiðursmerki Skógræktarfélags ís- lands fyrir nokkmm ámm og Guð- rún kona hans sömuleiðis, enda vom þau alla tíð samhent um að veita félaginu allan þann stuðning sem þau máttu. Fyrir hönd Skógræktarfélags ís- lands og aðildarfélaganna vil ég ítreka þakklæti okkar. Við munum sakna sárt vinar, en feta bjartsýn í fótsporin — því brautina mddi hann. Fjölskyldu Hákonar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hulda Valtýsdóttir, form. Skógræktar- félags íslands. Lokið er nú ævi manns, sem setti svip á öldina í íslensku þjóðfélagi. Hákon Bjamason skógræktarstjóri er látinn á 82. aldursári. Lát hans táknar kaflaskipti í sögu skógrækt- ar á íslandi. Hann hóf starfsferil sinn, þegar orðið skógrækt var á fárra vömm. Nú er þetta orð gjam- an notað sem lausnarorð í dreifðum byggðum íslands og á vömm þétt- býlisbúa táknar það draum um betra land, ástand, sem geri mannlíf á þessu landi fegurra. Það var gam- an, að Hákon skyldi fá að lifa þessi umskipti. Enginn maður átti meiri þátt í þeim en hann, sjálfur braut- ryðjandinn, sem mátti lengi heyra sína eigin rödd hljóma sem í eyði- mörku. Röddina, sem hrópaði á íslenska þjóð um það, að landið hennar ætti ekki að vera í tötmm, heldur gæti það verið grænt og fagurt, ef þjóðin kynni að umgang- ast það og vildi gjalda skuld forfeðr- anna við það, skuldina, sem þeir urðu að stofna til svo að þeir gætu lifað. Hákon Bjamason starfaði lengst af ævi sinnar í þjónustu ríkisins, en hann gerði það ekki sem hljóðlát- ur embættismaður, heldur sem trú- boði, sem flutti fagnaðarerindi um hið sanna andlit íslands, en lét um leið refsivöndinn ríða á þjóðinni fyrir misgerðir hennar gegn landinu, meistari Jón endurborinn, en veifandi annarri biblíu. Hákon Bjamason fæddist 13. júlí 1907 í Reykjavík. Foreldrar hans vom merkishjónin Ágúst H. Bjamason, síðar prófessor í heim- speki við Háskóla íslands, og Sigríður Jónsdóttir, Ólafssonar rit- stjóra og alþingismanns. Á því leik- ur enginn vafi, að æskuheimili Há- konar hefir mótað hann mjög. Pró- fessor Ágúst var ekki bara háskóla- kennari fyrir þröngan hóp stúdenta, heldur einn mestur alþýðufræðari á sinni tíð. Hið mikla ritverk hans „Yfirlit yfir sögu mannsandans", heimspekisaga, hafði veruleg áhrif á heila kynslóð. Sigríður móðir Hákonar var ein þeirra kvenna, sem sté fram í upphafí aldarinnar úr þögulli dyngju nafnlausra íslenskra kvenna og gerðist komung kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Hákon lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og hélt að því loknu til náms í skóg- ræktarfræðum við Landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn. Það- an brautskráðist hann 1932 fyrstur íslendinga í þessum fræðum. Vetur,- inn eftir vann hann sem aðstoðar- maður á Plantefysiologisk Laborat- orium við sama háskóla. Heim til íslands kom hann vorið 1933 og tók þá við framkvæmdastjóm Skóg- ræktarfélags íslands, sem stofnað hafði verið á Alþingishátíðinni 1930, en síðan starfað af litlum krafti. Hákon hleypti lífí í starfsemi félagsins, kom á fót gróðrarstöð þess í Fossvogi í Reykjavík, sem Skógræktarfélag Reykjavíkur tók við 1947. Á þessum fyrstu ámm bast hann tryggðaböndum við Skógræktarfélag Islands, sem aldr- ei rofnuðu. Hann var framkvæmda- stjóri þess fram á lok sjöunda ára- tugarins og ritstjóri Ársritsins 1936—1963. Heiðursfélagi þess var hann kjörinn 1977. Hinn 1. mars 1935 var Hákon skipaður skógræktarstjóri og gegndi því starfí í 42 ár til 30. júní 1977. Hann tók við litlu búi hjá Skógrækt ríkisins og litlum skiln- ingi stjómvalda á þeirri starfsemi, sem hann átti að veita forstöðu. Má til marks um það nefna, að allt framkvæmdafé Skógræktar ríkisins árið 1934 var á fjárlögum 7.500 kr. En vissulega var heimskreppan í algleymingi á þessum ámm. LJtið rættist úr á næstu ámm og fyrir því mun hafa komið til tals, að hann tæki að sér auk skógræktar- stjórastarfsins starf við nýstofnaða Atvinnudeild Háskólans. Fyrir því dvaldist Hákon erlendis veturinn 1936—37 til þess að kynna sér vinnubrögð við tilraunastarfsemi í jarðrækt. Hann var fyrst við hina heimsþekktu rannsóknastöð í Roth- amstead í Englandi og vann undir handleiðslu dr. Fishers, sem talinn er höfundur nútíma tilraunastærð- fræði. Síðari hluta vetrarins dvaldi hann í Stokkhólmi við Skógræktar- háskólann hjá próf. Olaf Tamm, kunnasta jarðvegsfræðingi Svía um þær mundir. Til þess kom þó ekki, að hann færi að Atvinnudeild Háskólans, heldur tók hann vorið 1937 við for- stöðu Mæðiveikivama. Minnist ég þess sem strákur, að faðir minn sagði okkur þetta vor, nýkominn frá Reykjavík, að Hákon Bjamason væri nýtekinn við þessu starfi vegna þess, hver dugnaðarforkur hann væri talinn, enda þótti mikið við liggja að hamla gegn vágesti þeim, sem þá ógnaði íslenska sauðfjár- stofninum. Ýmsum mun nú finnast þetta nokkur kaldhæðni örlaganna fyrir bæði Hákon og sauðfjárbænd- ur í ljósi þeirrar viðureignar, sem hann átti síðar í við sauðfjárræktar- menn, þar sem hann var af ýmsum talinn versti óvinur íslensku sauð- kindarinnar. Forstöðu Mæðiveiki- vama gegndi Hákon til 1941. Fleiri opinbemm störfum mun Hákon ekki hafa gegnt utan vett- vangs skógræktarinnar, ef frá er skilin seta í ýmsum ráðum og nefnd- um svo sem Náttúruverndarráði frá stofnun þess til 1972. Er ekki ástæða til að telja fleira upp af því hér. En sannleikurinn er sá, að skógræktin tók svo hug Hákonar allan, að hann taldi ekki af veita að helga henni alla krafta sína. T.d. mun honum hafa boðist þátt- taka í stjómmálastarfi, en því hafn- aði hann. Hann brýndi enda oft fyrir okkur starfsmönnum sínum að einbeita okkur að skógræktinni. Og ég minnist þess, að hann var lítt hrifinn af því, að ég skyldi vera að vasast í pólitík eða öðm félags- málastússi. Hákon var ekki fyrr tekinn að starfa að skógræktarmálum hér heima en hann markaði sér þá stefnu, sem mest áhersla hvíldi á allan hinn langa starfsferil hans: Innflutning tijátegunda til íslands — og raunar allra plantna, sem auðgað gætu gróðurríki þess. í Ársriti Skógræktarfélags íslands 1933—34 birti Hákon fyrstu stóm stefnumótandi grein sína: „Fram- tíðartré íslenskra skóga“. Þar fer hann að bera saman veðurfar á íslandi og í Alaska í fyrsta skipti opinberlega. En það var síðan eilíft áhersluatriði í fræðslu hans og at- hugunum. Þessu hugmyndum sínum fylgdi hann eftir í verki strax og hann varð skógræktarstjóri með því að reyna að afla fræs að vestan og árin 1936—39 flytur hann inn plöntur ýmissa tegunda frá Noregi, sem nú em fagrir minnisvarðar um þessa fyrstu viðleitni: Fjallaþinur og blágreni á Hallormsstað, Lýð- veldislundurinn á Tumastöðum ög elsti sitkagrenilundurinn í gróðrar- stöðinni í Fossvogi, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1943 birtir hann svo eina af sínum stóm ritgerðum í Ársrit- inu: „Um ræktun erlendra tijáteg- unda“, 50 blaðsíðna grein, sem um árabil var grundvallarheimild um þetta efni. Strax og heimsstyijöld- inni lauk tekur hann svo að leita sambanda austan hafs og vestan til þess að útvega fræ fyrir skóg- ræktina hér í samræmi við stefn- una, sem greinin 1943 markaði. Alaskaförin haustið 1945 og Nor- egsförin vorið 1947 mörkuðu tíma- mót í þessu efni, því að þá efndi hann til persónulegra sambanda, sem fullyrða má, að reyndust trausí asti grandvöllurinn undir fræ- öflunarstarfi hans alla starfsævina. Um báðar þessar ferðir skrifaði hann ítarlegar frásagnir í Ársritið. Var Alaskaferðin auðvitað mikið ævintýri á þeim tíma. Og þar var Hákon líka að ganga slóð móðurafa síns Jóns Ólafssonar. í þessari för fann Hákon m.a. alaskalúpínuna og hafði með sér heim fræ af henni. Hann skrifar svo í frásögn sinni: „En auk þessa tók ég bæði rætur og fræ af ýmsum plöntum, sem uxu á þessum slóðum og mér virtist, að fengur mundi í að flytja hingað til lands. Einkum leist mér vel á lúpínur, sem uxu eftir endilangri ströndinni meðfram skógaijaðrin- um. Geti sú jurt vaxið af sjálfs- dáðum hér á landi og breiðst út, er áreiðanlega mikill hagur af því, þar sem lúpínur bæta mjög allan jarðveg, sem þær vaxa í.“ Eg er sannfærður um, að þessi jurt á eftir að valda algerri byltingu í landgræðslu á íslandi. Loks hillir nú undir það 40 árum eftir að Há- kon skrifaði þessi spámannlegu orð. Þessi merka saga verður ekki rakin lengra hér, en aðeins minnt á, að við leiðarlok gat Hákon séð, að fluttar höfðu verið til landsins á annað hundrað tijátegundir frá á annað þúsund stöðum víðs vegar úr heiminum og einn tugur þeirra hafði þegar numið land og gerst þegnar í íslensku gróðurríki. Meiri blessun náttúrannar gat Hákon vart fengið fyrir þennan meginþátt í lífsstarfinu. Þess vegna mun nafn hans ætíð verða nefnt meðal hinna fyrstu, sem urðu til þess að bæta íslenskt gróðurríki og gera landið byggilegra. Annar stóri þátturinn í lífsstarfi Hákonar var baráttan fyrir því að stöðva jarðvegs- og gróðureyðing- una og endurheimta landgæði. Hann byijaði á að leita orsakanna, eins og allir góðir rannsakendur gera. Hann kynntist landinu snemma. Fór tvisvar sinnum ríðandi kringum landið, sem fáir íslending- ar hafa gert. í hringferðinni 1933 hóf hann sýnatöku á eldfjallaösku, sem leiddi nokkmm ámm síðar til samstarfs þeirra Sigurðar Þórarins- sonar og varð gmndvöllur að sér- stakri grein innan jarðfræðinnar: Öskulagatímatalinu. En það mun vera eitt merkasta framlag íslend- inga til alþjóðlegra jarðvísinda. Við þessar rannsóknir kynntist Hákon uppblæstrinum og myndun fokjarð- vegsins á íslandi. Saga uppblásturs- ins tengdist sögu þjóðarinnar, sem Hákon hafði lifandi áhuga á og þekkti flestum betur. Árið 1942 birti hann í Ársritinu mikla grein, sem nefndist „Ábúð og örtröð", þar sem hann áætlar núverandi gróður- lendi og skóglendi (reyndist síðar furðu nærri hinu sanna) og rekur orsakir jarðvegs- og gróðureyðing- arinnar. Þessi grein er nú sígild í ísl. náttúmfræðibókmenntum. En hún vakti ógnarleg andsvör ýmissa forystumanna \ landbúnaði og margra bænda. Ég held með henni hafi byijað fyrir alvöm stríðið um landið og nýtingu þess, sem Hákon háði alla ævi eftir það. Síðar skrifaði hann svo fjölda greina um þetta efni, iðulega til andsvars heiftarlegum árásum. Samvinna Skógræktarfélags ís- lands og Skógræktar ríkisins varð með býsna óvenjulegum hætti, þeg- ar um er að ræða ríkisstofnun og áhugamannafélag. En hér sat sami maður framkvæmdastjóri hvors tveggja. Eftir að Valtýr Stefánsson ritstjóri varð formaður skógræktar- félagsins myndaðist í Hákoni og honum tvístimi, sem fékk miklu áorkað: Skógræktarfélög spmttu upp um allt land og sjötti áratugur- inn einkenndist af gríðarlegri bjart- .sýni. Gagnviðarhugmyndin fékk góðan byr. Hinn mikli áróðursmað- ur Hákon Bjarnason var óþreytandi að boða fagnaðarerindið: Hann var fyrstur skógræktarmanna á Norð- urlöndum að nota kvikmyndina sem fræðslumiðil. Hann lét Skógrækt ríkisins gera þijár skógræktar- mjmdir, hina fyrstu 1940. Ferðaðist með þær um allt land. Það var mikið nýnæmi á fimmta og sjötta áratugnum og mjög vinsælt. Hákon hafði vissulega orðið á valdi sínu bæði talað og ritað, en engu að síður er það undmnarefni, hve vel honum varð ágengt að fá fjölda fólks til liðs við skógræktarhugsjónina, því að fyrstu þijá áratugina í starfi sínu hafði hann hvorki víðlenda né stór- vaxna skógarreiti til þess að flagga með. Ég held aðalskýringin sé stanslaus elja hans að kynna þetta hjartans mál sitt. Hann var alltaf að, lét ekkert tækifæri ónotað. í því birtist m.a. sú staðreynd, að starf Hákonar Bjamasonar var jafnframt líf hans. Ég held fyrsta stóra áróðursátak Hákonar hafi verið stofnun Land- græðslusjóðs í sambandi við at- kvæðagreiðsluna 1944 um stofnun lýðveldisins. Landssöfnunin sem þá fór fram skilaði ótrúlegum árangri í peningum og umtali. Eftir þetta var Landgræðslusjóður ætíð eitt af óskabömum Hákonar, þótt hann yrði kannski aldrei þess megnugur, sem hann hafði vænst. Hann sýndi hug sinn í verki, er hann gaf sjóðn- um tæplega 200 ha landspildu í Straumi sunnan við Hafnarfjörð. Það er land, sem verður æ verðmæt- ara sem frá líður. Hákon var for- maður sjóðsstjórnarionar frá stofn- un 1944 til 1977. Hákon Bjamason var gæddur miklu innsæi, hæfileika til þess að sjá langt inn í ókomna tíð, sem byggir bæði á hugmyndaflugi og þekkingu. Það birtist víða í máli hans töluðu og rituðu. Eftir hann liggur geysimikið ritað mál, þegar allar ritgerðir hans og blaðagreinar em lagðar saman. Hann þýddi á íslensku 1950 bók eftir bandarískan náttúmfræðing, Fairfield Osbom, sem mefnist „Heimur á heljar- þröm“. Það var fyrsta bókin á íslensku um umhverfisvandamál heimsins. Þar má lesa margt af því, sem um þau mál hefir síðan verið sagt og ritað af öðmm eftir 1970. Ég starfaði undir stjórn Hákonar í aldarfjórðung og á honum margt að þakka. Hann var hvort tveggja í senn mildur og harður húsbóndi. Hann reyndi að ala okkur undir- menn sína upp sem trúboða til að beijast fyrir hugsjóninni um grænna og betra ísland. Það bar ömgglega árangur, þótt enginn okkar komist með tæmar, þar sem hann hafði hælana sem baráttu- maður, því að hann var sannkallað- ur baráttujaxl. Hann var okkur mikill fræðari og föðurlegur siða- meistari. Við vomm auðvitað ekki alltaf sammála, en skildum alltaf vinir, á hveiju sem gekk. Samskipti Hákonar við erlenda skógræktarmenn vom mikil, en þau vom bein afleiðing af fræöflun hans, sem áður er á minnst. Nán- ust urðu^amskiptin við Norðmenn. Hann var kjörinn heiðursfélagi Norska skógræktarfélagsins, eini útlendingur, sem hefir orðið þess heiðurs aðnjótandi. Fagur vottur þess, hve mikils hann var metinn meðal norskra skógræktarmanna er það, að skógræktarstjóri Noregs er í dag kominn til þess að fylgja honum til grafar fyrir hönd skóg- ræktarmanna og skógræktarsam- taka og stofnana í Noregi. Hákon Bjamason var hraust- menni mikið og naut góðrar heilsu, þar til síðustu mánuðina, að undan varð að láta. Hákon var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Magnús- dóttir og eignuðust þau eina dótt- ur, Ingu, deildarstjóra. Þau slitu samvistum. Síðari kona hans, Guðrún Bjamason, sem lifir mann sinn, var honum alla tíð ómetanleg stoð og stytta. Böm þeirra fjögur em: Lauf- ey, kennari; Ágúst, grasafræðing- ur; Björg, flugfreyja og Jón Hákon skógtæknifræðingur og skrúðgarð- yrkjumeistari. Við leiðarlok tel ég mér gæfu að hafa notið þess að fá að starfa undir einum mesta ármanni íslands á þessari öld og þakka honum leið- sögn og samfylgd. Við hjónin sendum Guðrúnu og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.