Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 1
48 SIÐUR B OG LESBOK 100. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins 40 ár frá stofiiun Evrópuráðsins: A Ozonfundinum í Reuter Nýrkeisari Eþíópíu Merd Azmatch Asfa Wossen, sonur Hailes Selassies, fyrrum keisara Eþíópíu, boðaði fréttamenn á sinn fund í gærkvöldi og sagðist hafa lýst sig keisara í foðurlandi sínu. Undanfarin 15 ár, eða síðan marxistar steyptu föður hans af stóli, hefur krón- prinsinn lifað kyrrlátu lifi í Lundúnum ásamt eiginkonu sinni og dóttur. I gær sagði hann að ástandið í Eþíópíu væri svo slæmt að hann hygðist reyna að efla landsmenn til að steypa marxista- stjórninni af stóli svo hann gæti snúið heim sem keisari. Fulltrúar íslands þar voru alþingis- mennirnir Ragnhildur Helgadóttir, formaður sendinefndar íslands, Guðmundur G. Þórarinsson, Ragn- ar Arnalds og Hreggviður Jónsson auk Kjartans Jóhannssonar, forseta neðri deildar Alþingis, sem var sér- staklega boðið sem þingforseta. Á afmælisdaginn fundaði ráð- herranefnd Evrópuráðsins í aðal- stöðvunum. Sendu ráðherrarnir frá sér yfirlýsingu þar sem framtíðar- hlutverk Evrópuráðsins er skil- greint nánar í ljósi breyttra að- stæðna. Fulltrúi íslands á ráðherra- fundinum var Sveinn Björnsson, fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu. Lech Walesa, forystumanni Sam- stöðu í Póllandi, og Helsinki- mannréttindasamtökunum verða veitt mannréttindaverðlaun Evr- ópuráðsins við athöfn í þingsal þess í Strassborg 10. maí. Það verður norski utanríkisráðherrann, Thor- vald Stoltenberg, nýlq'örinn formað- ur ráðherranefndarinnar, sem veitir verðlaunin. Sóst eftir samstarfi við austantjaldsríki Fá Ung-verjaland o g Pólland aukaaðild? EVRÓPURÁÐIÐ hélt upp á 40 ára afmæli sitt í gær, 5. maí, með því að mælast til aukins samstarfs við Austur-Evrópuríki. Fyrstu áratug- ina einkenndist starfsemi ráðsins af baráttu fyrir mannréttindum og gagnrýni á alræði kommúnista austantjalds. Nú eru breyttir timar og bauð ráðherranefhd ráðsins Ungveijalandi og Póllandi að undir- rita menningarsáttmála ráðsins en þau ríki þykja líklegust Austur- Evrópuríkja til aukaaðildar að ráðinu, samkvæmt heimildum Reut- ers-fréttastofunnar. Finnar gengu formlega í ráðið á afmælisdaginn, og eru þá öll lýð- ræðisríki Evrópu, 23 að tölu, aðilar að þessari elstu ríkjastofnun álfunn- ar. Afmælis Evrópuráðsins var minnst í aðildarríkjunum og í aðal- stöðvum þess í Strassborg, þar sem þing ráðsins hélt hátíðarsamkomu. Kína: Ræða Zhaos hefur áhrif á námsmenn Peking. Reuter. NOKKUR hluti kínversku náms- mannanna, sem krafist hafa lýð- ræðis með setuverkfalli og kröfugöngum undanfamar vik- ur, sneri aftur til náms í gær. Þar veldur ræða Zhaos Ziyangs, leiðtoga kínverska kommúnista- flokksins, á fimmtudag þar sem hann sagði kröfur námsmanna „skiljanlegar". Ræða Zhaos var tíunduð ræki- lega í kínverskum dagblöðum í gær og þykir mörgum námsmönnum hún ótvírætt dæmi um að stjórn- völd vilji koma til móts við þá og að aðgerðir undanfarnar vikur hafi borið árangur. Aðrir segja ræðuna óljósa og að í henni séu engar áþreifanlegar ráðstafanir kynntar. Að sögn Wangs Zhixins, 21 árs gamals aðalritara hinnar ólöglegu stúdentahreyfíngar, var ákveðið að snúa aftur til náms eftir að tug- þúsundir námsmanna gengu fylktu liði um Peking á fimmtudag vegna þess að stjómvöld hefðu sýnt samn- ingsvilja. „Stjórnin hefur hopað og ef við hættum verkfalli getur það greitt fyrir viðræðum,“ sagði Wang sem hefur verið helsti leiðtogi 80.000 stúdenta í tveggja vikna langri baráttu þeirra fyrir auknu lýðræði í Kína. Helsinki lokið: Ekkert sam- komulag um stuðning við þróunarríki Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttarit- ara Morgnnblaðsins. Á FUNDI fiilltrúa 80 ríkja á veg- um umhverfisáætlunar Samein- uðu þjóðanna um eyðingu ózon- lagsins tókst ekki samkomulag um tillögu um stofhun sjóðs til að styðja þróunarriki til að draga úr freonmengun. Mörg helstu iðnríki heims vildu heldur beita hefðbundnum aðferðum til að styrkja vanþróuð ríki. Kaj Bar- lund umhverfismálaráðherra Finnlands sagðist reikna með að slíkur sjóður yrði stofhaður inn- an skamms. Hins vegar var samþykkt yfírlýs- ing þar sem krafist er þess að hætt verði að nota ózoneyðandiefni fyrir aldamót. Fundinum, sem hald- inn var í Helsinki, var ætlað að fínna leiðir til að renna stoðum undir hina svokölluð Montreal-samþykkt frá 1987. Þá skuldbatt Evrópubanda- lagið auk 36 annarra ríkja sig til að helminga freonmengun frá sínu yfirráðasvæði til ársins 1998. Umhverfisvemdarsamtök gagn- rýndu niðurstöðu fundarins og sagði talsmaður Grænfriðunga til dæmis að ekki væri nægilegt að binda bann við aidamótin, það væri einfaldega of seint í rassinn gripið. Ræða Rafsanjanis, leiðtoga íranska þingsins: Hvetur Palestínumenn til grimmilegra hermdarverka Nikósíu. Reuter. Daily Telegraph. ALI AKBAR Rafsanjani, talsmaður íranska þingsins og líklegur arf- taki Ayatollahs Khomeinis erkiklerks, skoraði í gær á Palestínumenn að myrða fimm Bandaríkjamenn, Breta eða Frakka fyrir hvem píslarvott Palestínumanna sem félli á Vesturbakka Jórdanár eða Gaza-svæðinu. Hingað til hefhr verið litið á Rafsanjani sem hófsemd- armann í klerkaveldinu í íran en yfirlýsingar hans í gær kollvarpa slíkum hugmyndum, að mati fréttaskýrenda. Ræðan vakti mikla reiði í þeim ríkjum sem hótunin beinist gegn og líkti Marlin Fitz- water, talsmaður Bandaríkjastjómar, yfirlýsingu Rafsanjanis við morðhótanir Khomeinis gagnvart rithöfiindinum Salman Rushdie fyrr á árinu. Gómsætt! Fulltrúar íslands, Noregs og Tyrklands grípa gómsætar flat- bökusneiðar í hléi sem þær gerðu á undirbúningi sínum fyrir þátttöku í fegurðarkeppn- inni Ungfrú Alheimur, sem haldin verður í Mexíkóborg eft- ir nokkra daga. Myndin var tekin þar í borg en veðrið á þeim slóðum er í beinu sam- ræmi við fegurð stúlknanna þriggja, Guðbjargar Gissurar- dóttur (í miðið), Lene 0rnhoft frá Noregi (t.v.) og Jasmin Baradan frá Tyrldandi (t.h.). Rafsanjani hvatti Palestínumenn til að „ræna þotum“ og „sprengja upp verksmiðjur"; hverfa sem sagt til hryðjverka á ný. Hann sagði ísra- ela ekki eins auðveld fórnarlömb og borgara margra vestrænna ríkja en þeir bæru ekki síður ábyrgð á verkum ísraelsstjórnar. Rafsanjani lét eggjunarorð sín falla á bænas- amkundu í Teheran í gær en á fimmtudag var svokallaður Jerúsal- ems-dagur í íran að undirlagi Kho- meinis og þá hafði komið til fjölda- mótmæla í landinu gegn hernámi ísraels og yfirráðum gyðinga yfir Jerúsalem. Að sögn viðstaddra hrópaði lýðurinn slagorð eins og þessi: „Múslímar heimsins samein- umst til frelsunar Jerúsalem.“ Þegar Khomeini skipaði trú- bræðrum sínum um heim allan að myrða Salman Rushdie í febrúar vék Rafsanjani sér undan því að taka afstöðu. Jafnvel er talið að hann hyggist nú sýna harðlínu- mönnum í klerkastjórninni að í hon- um sé nægur dugur til að taka við af Khomeini. Undanfarin 3 ár gat Rafsanjani sér orð sem hófsamur stjómmálaforingi er hann einn fárra ráðamanna í Teheran reyndi að bæta sambúð írans og vest- rænna ríkja. Umdeilt dómsmál Memmingcn, Bæjaralandi. Keuter. EINUM umdeildustu réttar- höldum síðari ára í Vestur- Þýskalandi lauk í bænum Memmingen í Bæjaralandi í gær. Þá var kvensjúkdóma- læknirinn Horst Theissen dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ólöglegar fóst- ureyðingar. Áður höfðu 79 konur verið sektaðar um allt að 90.000 ísl. krónur fyrir að hafa leitað til Theissens. Samkvæmt v-þýskum lögum þarf samþykki annars læknis en þess sem fóstureyðinguna fram- kvæmir fyrir því að aðgerðin sé nauðsynleg. í kaþólskum sveit- um Bæjaralands er víða nær ómögulegt fyrir konur að fá fóstri eytt og því hafa læknirinn og sjúklingar hans notið al- mennrar samúðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.