Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 27

Morgunblaðið - 06.05.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 27 Heildarveltan 8 milljarðar og 453 milljónir: Kaupfélag Eyfirðinga tapaði 204 milljónum á síðasta ári Eignir umfram skuldir rúmlega tveir milljarðar Rekstrarafkoma Kaupfélags Eyfirðinga var mjög slæm á árinu 1988 og varð tap á rekstrinum um 204 miiyónir króna á móti 50 milljón króna hagnaði á árinu á undan. Fjármunamyndun i rekstri varð aðeins 5 milljónir, en árið 1987 varð hún 123 milljónir króna. Heildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga að samstarfefyrirtækjum meðtöidum nam á síðasta ári 8 milljörðum og 453 milljónum króna, sem er um 14% aukn- ing á milli ára. I aðalrekstri félagsins var veltan 6 miiyarðar og 741 miiy'ón og hafði aukist frá árinu áður um 17,6%, en velta samstarfs- fyrirtækja var á síðasta ári 1 milljarður og 712 milljónir, sem er 25 aukning frá fyrra ári. Veltuaukningin er heldur minni en sem nemur verðbólguþróuninni og er því um magnsamdrátt að ræða. Beinar launa- greiðslur í aðalrekstri voru 894 miiyónir króna, sem er aukning upp á 25%, en hjá samstarfsfyrirtækjum voru beinar Iaunagreiðslur 424 miHjónir króna, sem er um 20% aukning. Á síðasta ári störfuðu að meðaltali 1.045 manns í aðalrekstri félagsins, sem er aukning um 16 störf, en hjá samstarfefyrirtækjum störfuðu að meðaltali 296 manns, en þeim fækkaði nokkuð milli ára. „Arið 1988 einkenndist af miklum erfiðleikum i atvinnurekstri. Sérstak- lega hefur atvinnurekstur á lands- byggðinni átt erfitt uppdráttar. Kaupfélag Eyfirðinga fór ekki var- hluta af þessum erfiðleikum og er óhætt að segja að árið 1988 hafí verið eitt hið versta í langan tíma hvað varðar þau skilyrði sem at- vinnureksturinn bjó við,“ sagði Magnús Gauti Gautason kaupfélags- stjóri í skýrslu sinni á aðalfundi fé- lagsins sem hófst í gær, en honum lýkur í dag. Fjárfestingar í varanlegum rekstr- aríjármunum voru á síðasta ári 186 milljónir króna og munar þar mest um togarann Baldur, sem kostaði 87 milljónir króna, vélar og áhold 48 milljónir og húseignir fyrir 37 milljónir króna. Fyrirtækið keypti hlutafé i 18 fyrirtækjum fyrir 59 milljónir króna á árinu. Veltufjármunir félagsins voru 2 milljarðar 153 milljónir og fastaíjár- munir samtals 3 milljarðar og 135 milljónir. Félagið skuldaði samtals 3 milljarða og 195 milljónir króna um áramót, þar af voru skammtíma- skuldir 1 milljarður 996 milljónir, en þær hækkuðu um 47% á milli ára. Langtímaskuldir voru 1 milljarður 199 milljónir króna. Eigið fé Kaup- félags Eyfirðinga var um áramót. 2 milljarðar og 25 milljónir. í skýrslu kaupfélagsstjóra kom fram að skuldir á viðskiptareikning- um og útistandandi viðskiptakröfur voru í árslok 888 milljónir króna og höfðu þær aukist um 233 milijóiiir króna á milli áramóta, eða um 36%. Kaupfélagsstjóri sagði þessa miklu aukningu endurspegla versnandi af- komu atvinnurekstrar og heimilanna á liðnu ári, innheimta hafi verið afar erfið og brýnt væri að herða inn- Morgunblaðið/Rúnar Þór Frá aðalfundi KEA, Jóhannes Sigvaldason stjórnarformaður í ræðustóli, og Magnús Gauti Gautason kaupfélagsstjóri. heimtu enn frekar og draga úr útlán- um. Magnús Gauti Gautason sagði ástæður taprekstrarins fjölmargar, en enginn vafi væri á að ytri ástæð- ur réðu þar mestu. Lækkandi verð á sjávarafurðum, kaupmáttur rýmaði og eftirspum minnkaði, samdráttur varð í landbúnaðarframieiðslu, verk- fall hjá verslunar- og skrifstofufólki og yfirvinnubann starfsfólks í matvö- rubúðum hafði þau áhrif að markað- ir töpuðust og einnig nefndi hann aukna skattheimtu. Við þessar að- stæður hafi tekjur félagsins dregist saman að raungildi á milli ára. Af- koma félagsins versnaði á öllum svið- um nema á sviði þjónustu, én þar var um raunaukningu að ræða og munar þar mest um mikla aukningu á Hótel KEA. „Það sem gerði árið 1988 svona óvenju óhagstætt fyrir félagið, fyrir utan að fá samdrátt í tekjum á nær öllum sviðum, er sú staðreynd að raunvextir voru á sl. ári hærri en nokkru sinni áður, hærri en raun- vextir í samkeppnislöndum okkar og miklu hærri en atvinnulífíð getur staðið undir. Ekki er að undra þótt'* atvinnulífið í landinu sé að kikna, eins og sést á fjölda gjaldþrota á sl. ári og atvinnuleysi nú,“ sagði Magn- ús Gauti, en fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur kaupfélagsins ineir en tvöfölduðust á milli ára og nam hækkun þeirra um 219 milljónum. Kaupfélagsstjóri sagði félagið hafa allar forsendur til að snúa halla- rekstrinum yfir í hagnað, en um síðustu áramót voru eignir félagsins umfram skuldir rúmlega tveir millj- arðar króna. Leiðum til að snúa halla- rekstri yfir í hagnað sagði Magnús Gauti vera annars vegar lagfæringar á ytri skilyrðum atvinnurekstrar í landinu og hins vegar aðgerðir sem félagið sjálft gæti gripið til. Hvað» lagfæringar á ytri skilyrðum varðar væri nauðsynlegt að fella gengið til að koma á rekstrargrundvelli fyrir fiskvinnslu og útgerð, vextir yrðu að lækka verulega og halda yrði verðbólgu í skefjum. Þá væri nauð- synlegt að fá hækkuð sölulaun fyrir mjólk og mjólkurvörur og í slátur- húsum og mjólkursamlögum þyrfti að fá leiðréttingu í verðlagningu. Hvað varðar aðgerðir sem félagið gæti sjálft gripið til væri þegar búið að grípa til aðhaldsaðgerða í rekstri og yrði því haldið áfram. Stefnt yrði að því að selja þær eignir félagsins sem ekki væru nauðsynlegar rekstr- inum og ekki skila arði. Andvirði þessara eigna yrði fyrst og fremst notað til að lækka skuldir félagsins. Fjárfestingum á árinu yrði haldið í lágmarki, en félagið hefur þegar keypt togarann Súlnafell til að tryggja hráefnisöflun. Vorferða- lag Kirkju- skólans VORFERD Kirlquskóla Víðistaðakirkju verður farin á morgun, sunnudag. og er ferðinni heitið út á Reykjanes. Lagt verður af stað frá Víði- staðakirkiu klukkan 13.00. Áætlað er að fara út á Reykjanes. Fyrst verður kirkjan í Ytri-Njarðvík heimsótt. Þá verður farið út að Garðskagavita og skoðuð skelja- sandsíjaran þar og fjölskrúðugt fuglalíf. Ferðin er ókeypis og boðið verður upp á kex og drykk. Foreldr- ar eru velkomnir með börnum sínum. Fararstjóri er sr. Guðmund- ur Öm Ragnarsson. Skíðasvæðinu lokað „ÞAÐ KOM okkur á óvart hversu margt fólk var hérna um helgina," sagði Ívar Sigmunds- Nú eru síðustu forvöð fyrir skíðaunnendur að renna sér um brekkur Hlíðarfjalls því skíðasvæð- unum verður lokað á sunnudaginn, að sögn ívars. Sjö sóttu um stöðu yfírlæknis SJÖ SÓTTU um stöðu yfirlæknis á fæðingar- og kvensjúkdóma- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en umsóknarfrestur rann út fyrir skömmu. Þeir sem sóttu um eru Benedikt Ó. Sveinsson, Reykjavík, Jón B. Stefánsson, Reykjavík, Jónas Franklín, Ákureyri, Kristján Bald- vinsson, Reykjavík, Ólafur M. Hák- ansson, Linköping, Stefán Helga- son, Akranesi, og Vilhjálmur Kr. Andrésson, Reykjavík. Umsóknir eiga eftir að fara fyr- ir stöðunefnd og læknaráð og mun stjóm FSA að loknum umsögnum ráða í stöðuna. Tónskóli Sigursveins Þrennir tónleikar UM ÞESSA helgi verða þrennir tónleikar á vegum Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar. Laugardaginn 6. maí verða vor- tónleikar yngri deildar í sal skólans, Hraunbergi 2, klukkan 14. Sunnudaginn 7. maí verða aðrir tónleikar yngri deildar í Norræna húsinu klukkan 17. Á báðum þess- um tónleikum koma fram nemend- ur í einleik og samleik á ýmis hljóð- færi. Mánduaginn 8. maí verða svo tónleikar söngdeildar í sal skólans við Hraunberg 2. Allir em velkomnir á þessa tón- leika. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gísli Konráðsson til vinstri á myndinni með konu sinni, Sólveigu Axelsdóttur, og Vilhelm Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Gísli Konráðsson lætur af störfiim: Efst í huga þakkir til starfsfólks ÚA EFTIR rúmlega 31 árs starf hjá Útgerðarfélagi Akureyringa ók Gísli Konráðsson heim úr vinnunni I síðasta skipti seinnipartinn í gær, en þá lét hann af störfum' framkvæmdastjóra félagsins og við tók Gunnar Ragnars. í kaffitíma starfefólks í gær var eftit til samsætis Gísla til heiðurs og við það tækifæri afiienti stjórnin starfsmannafélaginu sum- arhús að gjöf og verður því brátt félagsmanna. Gísli Konráðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að er hann hefði hafíð störf hjá ÚA hefði reksturinn verið erfiður, en hann hefði þróast jafnt og þétt. „Það hefur stundum verið tap á rekstrinum og stundum hagn- aður, en ég tel að reksturinn sé kom- inn á góðan kjöl," sagði Gísli. Gísli sagði að starfið hefði verið valinn staður í samræmi við óskir ákaflega ánægjulegt og vitanlega fyndi hann fyrir söknuði að vera far- inn frá því ágæta starfsfólki sem hjá Útgerðarfélaginu ynni. „Mér eru efst í huga þakkir til alls þess ágæta starfsfólks og sem vinnur hjá ÚA og ég er hálfhrærður yfir því hversu vinsamlegt og elskulegt þetta fólk var þegar ég kvaddi," sagði Gísli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.