Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1989 Er Moskva þriðja Róm? Austur í Bayern sat Ingólfur Guðmundsson námstjóri í kristn- um fræðum nýlega endurmenntunarnámskeið þar sem fjaltað var m.a. um hugsanlega sameiningu Evrópu og einnig um afstöðu mótmælendakirkjunnar til ýmissa trúarhreyfinga. Menntamála- yfirvöld í Bayern hafa haldið mörg svipuð námskeið fyrir kenn- ara sína en þessi námskeið í apríl s.l.voru opin þátttakendum frá öllum löndum sem eiga aðild að Evrópuráðinu. Samkvæmt upplýs- ingum Ingólfs var þátttaka góð og menn komu víða að til þess- ara umræðna. Að sögn Ingólfs virðast margir Þjóðverjar nú eiga í miklu stríði við að fínna sér andlegan sama- stað í lífínu. Hin efnislegu gæði virðast ekki fullnægja þeim kröf- um sem menn gera til lífsins. Menn tala jafnvel um samsæri hinna óánægðu, þar sem menn virðast leita nýrra leiða til þess að hafa áhrif. Einmanakennd sýn- ist þjaka fólk og margir leita trausts og öryggis. Þessi leit sam- einar þó ekki fólk heldur virðast menn leita halds og trausts hver fyrir sig. í þessum vanda leita sumir menn langt út fyrir endi- mörk kristinnar kirkju. Djöfla- dýrkun og andatrú hefur á þess- um umrótstímum vaxið töluvert fískur um hrygg. M.a. var sýnd á námskeiðinu sjónvarpsmynd af því þegar nom var vígð og sagt frá starfí hennar. Starfsemi noma hefur aukist mikið og þær leyfa t.d. viðtöl í sjónvarpi og mynda- tökur frá ýmsum athöfnum þeirra. Þær gefa þó ekki upp nöfn þeirra sem þær formæla né heldur þeirra sem um formælingamar biðja. Nomir þessar telja sig vera í sam- bandi við eyðingaröfl sem geta eytt fólki eða unnið því mein. í þeim tilgangi brenna þær hlutum sem tilheyrt hafa þeim sem eyða skal. Þessi starfsemi er orðin svo víðtæk að mótmælendakirkjan í Bayem telur nauðsynlegt að taka þessar hreyfingar inn í sem stóran þátt í námskeiði fyrir kennara í kristnum fræðum. Þar er fjallað um hvemig skólinn geti tekið á þessu máli þannig að það þjóni tiigangi kirkjunnar. Þess má þó geta að nomir, og aðrir aðilar af svipuðum toga, virðast ekki að- eins biðja mönnum bölbæna, þess- ir aðilar reyna líka stundum að stuðla að jákvæðum breytingum í lífí manna. Til þess notfæra menn sér andaglas og það að spyija pendúl yfír borði, svo eitt- hvað sé nefnt. Þessi djúpstæði tilvistarvandi sem sagður er hrjá Þjóðveija virð- ist eiga sér hliðstæður víða í Evr- ópu. „Einingarviðleitni Evrópu er tilraun til þess að bregðast við mjög alvarlegum vandamálum", sagði Ingólfur ennfremur í sam- tali við blaðamann Morgunblaðs- ins fyrir skömmu. „Mikilvægast er að varðveita friðinn í Evrópu. Til þess hefur NATO verið stofnað og það hefur dugað, að flestra dómi. Bandaríkjamenn hafa bjargað Evrópu tvívegis frá hmni, bæði 1914 -18 og svo í seinni heimstyijöldinni. En eiga Evr- ópubúar eilíflega að vera háðir því að aðrir bjargi þeim þegar kemur til illvígra deilna. Menn vilja leitast við að gera Evrópu að viðskiptalega sterku afli til mótvægis við t.d. Bandaríkin og fleiri sterk ríki eða ríkjasambönd. Á námskeiðinu í Bayem var hins vegar miklu meira rætt um menn- ingarlegu hliðina á slíkri samein- ingu. Svo virðist sem menn geti orðið sammála um ýmsa við- skiptalega samræmingu þó hún sé vissulega flókin. Hver þarf að breyta mestu og hver minnstu. Þeir síðamefndu hagnast mest og allir vilja vera í þeim flokki. Menn- ingar og trúmál virðast vera erfíð- ari viðureignar en viðskiptamálin þegar hugsað er til sameiningar Evrópu. Þegar rætt er um hugs- anlega sameiningu horfa menn gjaman til Bandaríkjanna. Þar er hinsvegar um samruna að ræða, eitt tungumál er ríkjandi og feikn- arieg áhersla lögð á það sem sam- einar, stjómarskrána og fánann. Slíkt yrði menningarlega mjög erfítt fyrir Evrópu. Margir hallast því fremur að ríkjasambandi og horfa þar m.a. til Kanada. Það sem mér fannst einna at- hyglisverðast við þá umflöllun sem fram fór á námskeiðinu í Bayem var hversu þessi hugsan- lega sameíning snertir mikið sögu kirkjunnar. Menn verða að vera vel að sér í þeirri sögu til þess að skilja þau átök sem fram fara undir niðri. Bayem er nálægt austurmörkum Evrópubandalags- ins. Nú er spumingin hvort banda- lagið teygist lengra austur og þá hvað langt. Landræðileg mörk Evrópu í austur væm líklega Úral- flöll. Þá eram við komin það langt austur að austurkirkjan er mætt til leiks. Við það myndu valdahlut- Ingólfur gerir grein fyrir stöðu íslands á námskeiðinu í Bayem. Sr. Ingólfur Guðmundsson föllin í Evrópu breytast veralega mikið. Staða Pólveija er mikið rædd í þessu sambandi. Pólveijar hafa lengi litið á sig sem vamar- vegg milli Eystrasalts og Svarta- hafs. Vamarvegg gegn áhrifum austurkirkjunnar vestur á bóginn. Deilumar milli Rússa og Pólveija era að hluta til átök milli austur- og vesturkirkju. Þessar deilur eiga sér rætur allt til elleftu aldar þeg- ar Konstantínópel og Róm deildu um yfírráð í kirkjunnar málum. Menn leiða rök aðþvf að ef banda- lagið nær allt til Uralíjalla þá nái Rússar svo sterkum tökum gegn- um austurkirkjuna að valdajafn- vægi í Evrópu raskist veralega. Slík niðurstaða væri næstum óhugsandi m.a. fyrir rómversk- kaþólsk ríki. Austurkirkjan byggir á kenn- ingunni „Moskva er þriðja Róm.“ Samkvæmt því var fyrsta Róm Konstantínópel, önnur Róm var hin ítalska, þær era báðar fallnar. Þriðja Róm er Moskva og það Ingólfur Guð- mundsson nám- stjóri segir frá umræðum í Bay- ern um samein- ingu Evrópu frá menningarlegu tilliti og guð- fræðilegum um- ræðum m.a. um djöfladýrkun og andatrú. verður aldrei til nein fjórða Róm. Kenning prófessors Strobels við háskólann í Darmstadt, sem um þetta mál fjallaði í Bayem, er, að þessi grandvallarskilningur ríki í Rússlandi og stjómvöld hafí með- tekið hann og rilji útbreiða þessa alheimsblessun vestur á bóginn, jafnvel undir pólitískum formerkj- um. í þessu tilliti líta Pólveijar á sig sem vamarvegg. Verði aust- urblokkin hins vegar ekki tekin með þá veikir það sameiningu Evrópu mjög mikið. Þetta er því mikil klemma, rétt eins og afstaða manna til Tyrkja. Tyrkir era í NATO og vilja vera í bandalag- inu. Þeir leggja mikla áherslu á að vera Evrópuþjóð. Þeir era hins vegar Múslimar. Það virðist skipta miklu máli, því sameiningarafl Evrópu er kristnin. Tyrkir gætu þó hugsanlega gert mikið gagn sem einskonar „stuðpúði" milli kristnu Evrópu og írönsku og múslimsku byltingaraflanna. Þeg- ar málið er skoðað vandlega virð- ist því að mörgu leyti heppilegra að hafa Tyrki með en austurb- lokkina, þrátt fyrir meiri mismun á trú og menningu. Lúterstrúarmenn verða fyrir- sjáanlega í miklum minnihluta í þessari sameinuðu Evrópu. Ég sagði í gamni á námskeiðinu að það væri lítið gagn í okkur íslend- ingum því við væram svo fáir. Við leggjum heldur ekki þung lóð á vogarskálamar þegar litið er til mannaflöldasjónarmiða, en slík mál vora einnig rædd í Bayem. Sannleikurinn er sá að viðkoma Evróubúa er svo lítil að til vand- ræða horfir. Manníjölgun í Þýska- landi er t.d. langmest í hópi tyrk-. neskra innflytjenda og svipaða sögu er að segja víðar. Það virð- ist þörf á að reka í Evrópu pólitíska stefnu sem hvetur til barneigna. Ef við hyggjum að hagsmunum okkar íslendinga varðandi Evr- ópubandalagið, þá er það mín nið- urstaða nú, eftir að hafa tekið þátt í umræðunum í Bayem og kynnt mér þetta mál á annan hátt, að við getum ekki tryggt okkar framtíð hvorki viðskipta- lega né menningarlega innan slíks bandalags. Við eram ekki nema að hluta til Evrópuland land- fræðilega. Við tilheyram allt eins Ameríku. Við verðum að rækja okkar hlutverk í heiminum með samvinnu á báða bóga, að öðram kosti verðum við alger útkjálki og höfum sáralitla möguleika á að gera okkur gildandi. Eg tel að þörf sé miklu meiri umræðna hér á landi um menningarlega og menntunarlega þætti varðandi samvinnu Evrópuríkja og aðild okkar að slíkri samvinnu. En mitt mat er að innganga okkar í Evr- ópubandalagið komi ekki til greina að sinni.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Yfirlýsing vegna um- mæla í útvarpsþætti Það vill oft henda í hita um- ræðna, að ógætilega er leikið með orð og svo henti undirritaðan á dögunum í umræðuþætti Sigrúnar Stefánsdóttur „í liðinni viku“ 29. sl. Umræðan spratt upp vegna fréttaflutnings Ríkisútvarpsins um uppfærslu Tannháusers, eftir Wagner. Þar var farið með rangt mál en mér vitanlega hefur frétta- stofa Ríkisútvarpsins ekki leiðrétt þær missagnir, sem þó er venja þegar slíkt hendir. Af þessu spratt sú umræða að fjölmiðlafólk sé ótrú- lega illa í stakk búið til að íjalla um alvarlega tónlist og í því sam- bandi vitnað til þess að jafnvel tón- listardeild Ríkisútvarpsins sé stjórn- að af „amatör“ á sviði tónlistar, en af einskærri ógætni sagt um þá sem starfa við tónlistardeildina, að það sé fólk sem ekki geti unnið fyrir sér sem tónlistarmenn. Þeir, sem þar eiga hlut að, era beðnir velvirð- ingar á þessari ógætni og ómaklegu staðhæfíngu, þó hins vegar standi, eftir sem áður, fullyrðingin varð- andi stjórn tónlistardeildarinnar. Reykjavík, 4. maí 1989, Jón Ásgeirsson. Tvær bækur frá Prent- húsinu BÓKIN um ísfólkið, sú 45. í röðinni, er komin út og heit- ir „Böðullinn“. Prenthúsið hefur einnig gefíð út sjöundu bókina um Raija og heitir hún „Raija bíður skipsins að austan". (Úr {réttatilkynningu.) ___________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag’ kvenna 3ja kvölda hraðsveitakeppni hófst hjá félaginu sl. mánudag, 14 sveitir mættu til leiks og var spilað í einum riðli með yfir- setu, úrslit: Sveit Öldu Hansen 543 Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 540 Sveit Laufeyjar Ingólfsdóttur 536 Sveit Vénýjar Viðarsdóttur 534 SveitÓlínuKjartansdóttur 531 Sveit Önnu Lúðvfksdóttur 528 Meðalskor 504. Frá Skagfirðingum Reglulegri spilamennsku deildarinnar á þriðjudögum er lokið. Næstu tvo fimmtu- daga verður þó spilað í Drangey v/SIðum- úla 35 I Sumarbrids 1989. Sl. þriðjudag var lokakvöld deildarinnar á þessu starfsári. Spilað var í 2x14 para riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill Amór Ragnarsson — Gísli Torfason 185 Véný Viðarsdóttir — Hjálmar S. Pálsson 184 Lárus Hermannsson — Óskar Karlsson 170 Alfreð Alfreðsson — Jóhann Gestsson 169 Bogi Sigurbjöfnsson — Sævin Bjamason 169 Jóhannes Guðmannsson — Sigurður ívarsson 165 B-riðill Anton R. Gunnarsson — Jón Þorvarðarson 185 Rúnar Lárusson — SigurðurLárusson 184 Bjöm Amarson — Stefán Kalmannsson 176 Steingrímur Jónasson — Sigurleifur Guðjónsson 165 Esther Jakobsdóttir — Aron Njáll Þorfinnsson 158 Murat Serdar — Þorbergur Ólafsson 156 Stjóm deildarinnar þakkar spilurum góða þátttöku á starfsárinu. Sumarbrids 1989 Sumarbrids 1989 hefst á þriðjudaginn kemur. Spilað verður I Sigtúni 9, húsi Brids- sambandsins. Húsið opnar kl. 17.30. Fyrir- komulag verður með hefðbundnu sniði, þ.e. spilað I riðlum, og hefst spilamennska I hveijum riðli um leið og hann fyllist. Síðasti riðill fer af stað kl. 19.30. Fimmtudagana 11. og 18. maí verður spilað I Sumarbrids I Drangey v/Síðumúla 35 (húsið t Sigtúni er upptekið þá daga). Þá tvo fimmtudaga er húsið opnað kl. 18.30 (takmörkuð þátttaka vegna húsnæðis). Umsjónarmenn Sumarbrids á þriðjudög- um em: Ólafur Lárasson og Isak Öm sig- urðsson. Umsjónarmenn á fimmtudögum era: Ólafur Lárasson og Hermann Láras- son. Til aðstoðar er Jakob Kristinsson. Nánari uppl. era veittar á skrifstofu Bridssambandsins I s: 91-689360. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Hjörtur Cyrasson og Ingvar Sigurðsson sigraðu með yfirburðum t tvímennings- keppninni sem lauk sl. miðvikudag. Spilað var f tveimur 14 para riðlum. Lokastaðan: Hjörtur — Ingvar 592 Þórarinn Ámason — Gfsli Víglundsson 524 Friðjón Guðmundsson — Snorri Guðmundsson 509 Ólína Kjartansdóttir — Hanna B. Jóhannesdóttir 497 Gunnar Valgeirsson — Höskuldur Gunnarsson 493 Guðlaugur Sveinsson — Guðión Jónsson 493 Þetta var sfðasta keppni vetrarins en næsta miðvikudag fer fram verðlaunaaf- hending fyrir mót vetrarins. Spilarar eru hvattir til að mæta í Skeifuna 17, kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Spilaður var eins kvölds tvfmenningur si. þriðjudag f cinum 12 para riðli. Urslit: Guðmundur Skúlason — Einar Hafsteinsson 135 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 134 Hermann Lárusson — Þórann Jónsdóttir 131 Á þriðjudag verður firmakeppni félagsins og verður spilað um veglegan farandbikar. Keppnin er eins kvölds og era allir velkomn- ir. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.