Morgunblaðið - 06.05.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 06.05.1989, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR -6. MAÍ 1989 Audrey Heburn hefiir yfírgefið leiklistina og snúið sér að hjálparstarfí í Afríku. AFRÍKU Audrey Hepurn í Barna- hjálpinni hjálpasvelt- andi börnum er mikil- vægara en að hugsa um eigin frama,“ segir leikkonan Au- drey Heburn. Hún hefur nú sagt skilið við hvíta tjaldið og gefið sig að barna- hjálp í Afríku. Þessa dagana er Audrey, sem er tæplega sextug, í Súdan á vegum barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, en þar eru hundruð þúsunda manna í svelti. Áður hefur hún dvalið í Eþíópíu og á öðrum svæðum þar sem þurrkar eru miklir. „Ég hef lært að ekk- ert er vonlaust,“ segir hún í við- tali við sænskt síðdegisblað. „Glimrandi Hollywood-heimur heillar mig ekki,“ segir hún enn- fremur. ) Sjálf segist hún vita hvað hungur er og það öryggisleysi sem því fylgir. Á tímum seinni heimsstyijaldarinnar bjó hún ein með móður sinni í Hollandi, en faðir hennar flutti að heiman þegar hún var sex ára að aldri. Hún segir að það skipti engu þótt aðdáendur gleymi henni, en Audrey hefur leikið í fjölda kvikmynda gegnum árin. Hún býr nú í Sviss ásamt sambýlis- manni sínum, leikaranum Ro- bertWolders. Aðrar frægar kvikmynda- stjömur starfa einnig fyrir Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna og má þar nefna Harry Bela- fonte, Liv Ullmann og Peter Ustinov. SUÐUREYRI Rauðmaginn kominn í Galtarlandið Rauðmaga- vertíðin hófst fyrir nokkru. Þetta er tómstundagam- an sem margir hafa heillast af og fara sumir á hveiju vori til að leggja fáein net. Útiveran og ferskt sjávarloftið dregur menn í litlu bátana sína. Fréttaritara gafst kostur á að fara í stutta rauð- magasjóferð með Sturlu Páli Sturlu- syni flugvallar- stjóra. Leiðin lá út í svokallað Galtar- land þar sem menn hafa lagt net í ára- tugi með ágætum árangri. Þegar baujum- ar komu í ljós tók Sturla þær um borð. Síðan var byijað að draga og það fyrsta sem kom í ljós var dauð- ur æðarbliki. Sturla segir að það sé nokkuð algengt að fuglar festi sig í netunum og þá sérstaklega æðarfuglinn. Afli var tregur í þessari veiðiferð því í þau tvö net sem lögð vom fengust aðeins tveir rauðmagar eft- ir sólarhrings legu. Þarinn og dras- lið er greitt úr netunum og þau síðan lögð aftur í sjóinn á sama stað. Aflinn er ekki allt, útiveran og hreyfingin er það sem heillar og síðan veðrið. „Það er nú ekki alltaf svona gott,“ sagði Sturla, „svo maður þakkar veðurguðunum fyrir það að Hér er Sturla Galtarlandinu Morgunblaðið/Róbert Schmidt með rauðmagann sem fékkst í I Súgandafirði. fá að komast út á sjó í fáeina klukk- utíma til að leika sér.“ í lokin var farið í smá útsýnis- ferðalag um fjörðinn. Hávellan var í hundraðatali um allan sjó og einn og einn svartfúgl var á flögri. Einn- ig mátti sjá dílaskarfana á flugi hátt uppi. Ferðin var senn á enda og bátur- inn rann inn í höfnina. Sturla gerði að rauðmögunum, gaf mér þá í soðið og ég þáði með þökkum. Svona ferð gefur manni virkilega mikið. Að geta fengið að anda hreinu og tæru sjávarloftinu að sér er tilfinning sem gleymist aldrei og rekur mann á stað í aðra ferð áður en vikan er liðin. - R. Schmidt Árgerð 1989 af þessum heimsþekktu gæðabíl- tækjum er komin. Með réttu Pioneerbíltækjunum getur þú gert bílinn að „hljómveri á hjólum". STÓRSÝNING Á HUÓMTÆKJUM OG BÍL- TÆKJUM i VERSLUN OKKAR i DAG KL. 10-17 OG Á MORGUN KL. 13-17. FRÁ KR. Komið og kynnið ykkur gæðatæki í öllum verð- flokkum frá kr. 12.800,- Hjá okkurfinna allir eitthvað við sitt hæfi. HUOMBÆR HVERRSGÖTU 103 SÍMI 25999 ATH. Radiöþjónusta Bjarna setur Pioneertækin í bflinn samdægurs. Gæða- drykkurinn Minute Maid verður á boðstólum báða dagana. Grace Jones. GRACE J0NES Poppstjarna í fangelsi Grace Jones, söng- og leik- konan fræga, var hand- tekin nýlega og afplánar nú dóm í fangelsi á Jamaica. Ástæðan er sú að kókaín fannst í hand- tösku hennar og höfðu dollara- seðlar verið vafðir utan um eit- urefnið. Hún var handtekin heima hjá elskhuga sínum, raggísöngvaranum Chris Stan- ley. Atvikið átti sér stað í Stoney Hill, sem er rétt utan við Kings- ton, höfuðborg Jamaica. Fyrir tveimur mánuðum hafði Grace tilkynnt lögreglu um hvarf vinar síns sem er hjartveikur og sagð- ist þá vera hrædd um að hann hefði tapað minninu. Hins vegar hafa þær raddir heyrst að fjöl- skyldu Chris hafi ekki verið gef- ið um samband hans við leikkon- una og leikið mannræningja til þess að halda honum frá henni. Ógjörningur er að átta sig á hinu sanna í málinu og er allt á huldu um hver áhrif fangavist- in hefur á ástina. Grace, sem er 37 ára, þarf að sitja í steininum í nokkra daga og mun ekki fást út gegn tryggingu. MICHAEL JACKSON Stjarnan fær nýjan umboðsmann opparinn frægi, Mic- hael Jackson, hefur nú sparkað umboðsmanni sínum, Frank Dileo, eftir fímm ára samstarf. Eitthvað sá hann athugavert við lífsstíl umboðs- mannsins sem þótti til dæmis reykja úr hófi. Undrast menn því ekki að upp úr samstarfinu slitnaðu, þrátt fyrir að Frank hafi hjálpað Mic- hael að verða milljónamæring- ur. Sjálfur segir Michael að þeir séu enn vinir en Frank væntir þess að fá stórar fjárfúlgur í sárabætur. Nýi umboðs- maðurinn heitir John Branca og er sagt að sá taki Beethoven fram- fyrir „beatmúsík". Michael Jackson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.