Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Sigló hf.; Skýrslan er vægast sagt gagnrýniverð — segir Jón Guðlaugur Magnús- son stj órnarformaður Sigló JÓN Guðlaugur Maguússon framreikninga á upphæðum í stjornarformaður Sigló hf. segir að skýrsla Rikisendurskoðunar um sðlu fyrirtækisins sé vægast sagt gagnrýniverð. Hann lýsir furðu sinni á vinnubrögðum við Tíu ára af- mæli Selja- skóla í dag HALDIÐ er upp á tíu ára afmæli Seljaskóla í dag. Börn úr skólanum munu fara í skrúðgöngu um Seljahverfið, og í skólanum verða íþrótta- keppnir nemenda. Að sögn Hjalta Jónassonar skólastjóra Seljaskóla hefst skrúðganga nemendanna kl. 10, en eftir hádegið verður íþróttahátíð eldri nemenda í íþróttahúsi skólans. í tilefni dagsins verður nemendunum boðið upp á veitingar í skólan- um. INNLENT skýrslunni og telur óeðlilegt að Ríkisendurskoðun hafi ekki framreiknað þær rúmu 50 milij- ónir sem kaupendur Sigló lögðu í fyrirtækið eins og gert er um aðrar upphæðir. „Við sem stóðum að kaupunum á Siglósíld á sínum tíma teljum að þetta mál allt nú sé ekkert annað en einhver.pólitískur leikur," segir Jón Guðlaugur Magnússon. „Það hefur verið fullyrt að við höfum fengið stærstu og glæsilegustu rækjuverksmiðju landsins afhenta á silfurfati. Þetta er einfaldlega rangt. Við gerðum Sigló að stærstu og glæsilegustu rækjuverksmiðju landsins eftir að við tókum við henni.“ í máli Jóns kemur fram að þegar þeir keyptu Siglósíld 1983 hafi þeir í raun ekki verið að fjárfesta í öðru en einni rækjupillunarvél og gufu- katli. Húsnæðið hefði þarfnast verulegra endurbóta og þar hafi hvorki verið til staðar hráefnismót- taka né frysting og gaffalbitalínan gamla gjörsamlega vonlaus í rekstri. Þegar Lagmetisiðja ríkisins rak Siglósíld voni pilluð þar 100 tonn af rækju. A fyrsta starfsári Sigló voru pilluð 2.300 tonn af rækju og útflutningsverðmætið 7- 8-faldað strax á fyrsta árinu. Til þess að gera þetta hafi eigendumir þurft að leggja fram 69 milljónir króna, að kaupverði meðtöldu. Framreiknað til núvirðis séu það um 193 milljónir króna. Sjá frásögn af umræðum á þingi bls. 31. VEÐURYFIRLIT Á HÁDEGI í DAG ÞETTA kort er byggt á veðurlýsingu gærdagsins, sent frá Englandi í gegnum gervihnött og tekið af veðurkortarita hjá Radíómiðun, Grandagarði, Reykjavík. Vegna verkfalls Félags íslenzkra náttúru- fræðinga eru ekki gerðar veðurspár hjá Veðurstofu íslands og verða lesendur Morgunblaðsins því sjálfir að spá í veðrið, eins og þeim er lagið. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 ígær að ísl. tíma hiti veður 11 rigning 12 skúrir 30 heiðskírt 22 skýjað 11 skúrir 22 skýjað 23 skýjað 21 skýjað 20 skýjað 16 skýjað 15 skúrir 14 skúrir 22 skýjað 15 skúrir 14 rigning 11 rigning Staöur Akureyri kl. 18 Reykjavíkkl. 18 hitl 3 6 veður alskýjað alskýjað Staður Genf Hamborg Bergen Kaíró Helsinkl 12 skýjað Kanarí Kaupmannah. Narssarssuaq 11 skúrir London Madrid Nuuk 1 Malaga Osló 13 skýjað Mallorca Stokkhólmur 11 skýjað Marseille Þórshöfn 6 skýjað Moskva París Prag Aþena 25 léttskýjað Amsterdam 11 skúrir Berlín 15 skúrir Róm Belgrad 25 léttskýjað Varsjá Brussel 11 skúrir Vín Frankfurt 17 Zurich Morgunblaðið/Sverrir Margrét Rafnsdóttir kemur víðsjánum fyrir á borði krakkanna. Þau sem sjást á myndinni heita Krist- inn, Garðar, Tryggvi, Helga, Reidar Jón og Tinna. Væiitajilegir nemendur í heimsókn UNDANFARNA viku hafa þau böm sem setjast munu í 6 ára bekk Snælandsskóla í Kópavogi næsta haust fengið að dveljast einn dag í skólanum og kynnast þvi sem þau eiga þar í vændum. Fimm böm hafa komið á hverjum degi, setið kennslustundir og unnið með bekkn- um að verkefhum dagsins. Að sögn Margrétar Rafnsdóttur kennara er þetta þriðja árið sem væntanlegum nemendum er kynnt skólastarf- ið með þessum hætti. Þegar blaðamaður og ljósmyndari litu inn í Snælandsskóla á dögunum var Margrét að úthluta bekkíium verkefnum og fékk hver gestanna einn hagvanan nemanda sér til að- stoðar. Sumir fóru í heimilisleik eða brúðuleikhús, aðrir í stærðfræði eða víðsjá, þar sem náttúra og dýralíf eru skoðuð frá nýju sjónarhomi. Tveir strákar, Kristinn og Garðar, sem var gestkomandi, voru að skoða ánamaðka í víðsjánni. Garðar sagði að sér fyndist mjög gaman í skólan- um og að hann hlakkaði til að byija þar í haust. Hann yppti öxlum þegar hann var spurður hvað hann héldi að væri skemmtilegast í skólanum og hafði mun meiri áhuga á ána- maðkinum en blaðaviðtali. Hann leit í víðsjána, virti fyrir sér maðkinn og sagði: „Vá, rosalega er hann stór og feitur." Áfengiskaup á sérstöku verði: Aðeins tvö ráðuneyti keyptu meira en Magnús FORSETI íslands, Alþingi, öll ráðuneyti, ÁTVR og forsljóri þess og forseti Sameinaðs Alþingis keyptu samtals 10.362 flöskur af sterku áfengi og 12.657 flöskur af léttu vini á sérstökum kjörum á liðnu ári. Þetta kom fram í gögnum frá íjármálaráðuneytinu sem lögð voru fram í þinghaldi í máli dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen, fyrr- um forseta Hæstaréttar, í gær. Honum hefiir sem kunnugt er verið vikið úr embætti hæstaréttardómara til bráðbirgða vegna þess að hann keypti í fyrra 1440 flöskur af sterku áfengi á sérstökum kjörum. í sundurliðun fjármálaráðuneytis kemur fram að aðeins utanríkisráðu-. neytið og fjármálaráðuneytið keyptu í fyrra meira af sterku áfengi á sér- stöku verði en forseti Hæstaréttar. I svari við fyrirspum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns Magnús- ar, segir ráðuneytisstjóri fjármála- ráðuneytis að samkvæmt gildandi bókhaldslögum sé ekki skylt að geyma fylgiskjöl lengur en í sjö ár og að ÁTVR fylgi þeim lögum. Því sé ekki hægt að verða við ósk um upplýsingar um áfengiskaup á sér- stökum kjörum til ársins 1950 eins og farið hafði verið fram á. Þá segir í bréfi ráðuneytisstjóra að ráðuneytið kaupi ekkert áfengi til einkaafnota fyrir ráðherra enda skorti heimildir til slíks. Áfengi sem afgreitt sé til opinberra nota á heimili ráðherra eða annarra embættismanna sé á ábyrgð þess aðila sem sé í forsvári fyrir við- komandi móttökm í- sundurliðun ÁTVR yfir kaup á áfengi á kostnaðarverði frá mánuði til mánaðar á tímabilinu 1982 til loka 1988, kemur fram að í kjölfar þess að áfengiskaup forseta Hæstaréttar komust í hámæli í nóvembermánuði dró verulega úr þessum viðskiptum. Þannig seldust í desember 1988 1061 flaska af sterku áfengi með þessum kjörum. Það er minnsta sala alla þá desembermánuði sem sundurliðunin nær yfir og meira en helmingi minni sala en 1987 þegar 2379 flöskur af sterku áfengi seldust á sérstöku verði í desember. Heildarasla á sterku áfengi á kostnaðarverði var um fjórð- ungi minni 1988 en 1987 og nokkur samdráttur varð einnig á sölu léttra vína á sérstöku veðri. Dr. GunnarBöðv- arsson látinn LÁTINN er í Oregon í Banda- ríkjunum, dr. Gunnar Böðvars- son prófessor, 72 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1916, sonur hjónanna Böð- vars Þ. Kristjánssonar mennta- skólakennara og Guðrúnar Thor- steinsson. Gunnar lauk stúdentsprófi í Reyiqavík 1934, verkfræðiprófí í stærðfræði, kraftfræði og skipavél- fræði frá Tækniháskólanum í Berlín 1943 og PhD prófi frá Tæknihá- skóla Kalifomíu, CIT, 1957. Gunnar starfaði hjá Rafmagns- eftirliti ríkisins í Reylq'avík 1945-47, var yfirverkfræðingur Jarðborana ríkisins og við jarðhita- deild Orkustofnunar 1947-61. Á þeim árum vann Gunnar á vegum SEimeinuðu þjóðanna við rannsóknir á nýtingu jarðhita í mörgum löndum Rómönsku Ameríku. Hann stofnaði 1962 verkfræðistofuna Vermi í Reykjavík þar sem hann starfaði til 1964. Þá var hann skipaður próf- essor í stærðfræði og jarðeðlisfræði við Oregon State háskóla í sam- nefndu fylki Bandaríkjanna en prof- essor emeritus við sama skóla varð hann 1985. Gunnar Böðvarsson varð heiðursdoktor við Háskóla ís- lands í fyrravor og var einn helsti frumkvöðull hérlendra manna í rannsóknum á nýtingu jarðhita. Dr. Gunnar Böðvarsson kvæntist 1944 eftirlifandi konu sinni, Tove Christensen frá Kaupmannahöfn. Þijú uppkomin böm þeirra em bú- sett í Bandaríkjunum og Kanada. Útför dr. Gunnars Böðvarsonar verður gerð í heimaborg hans, Cor- vallis í Oregon, á morgun, laugar- dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.