Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Návígi bama og dýra eftir Þorstein Einarsson í grein um fyrirhugaðan hús- dýragarð í Laugadal (Neðri-Sogum) í Reylq'avík í Morgunblaðinu 22. mars síðastliðinn er þannig tekið til orða: „ .. .að bömin geti nálgast dýrin í návigi á sérstaklega afgirtu svæði.“ Lesendum getur dottið í hug, að þama eigi að fara fram dýraöt á spánska vísu eða smala- reiðir að hætti bandarískra kúreka. Þessi húsdýragarður fyrirhugaði, sem á samkvæmt greininni að eiga sína líka svo hundmðum skiptir hjá öllum menningarþjóðum, á að hafa selatjörn, þar sem selir leika sér á sundi og bylta sér á skeijum líkt og við og á Hrakhólum við Álfta- nes, og hér fyrr-meir á Kolbeins- haus við Skúlagötu. Þar með verða selir í prísund sinni að reykvískum „húsdýrum" og sömuleiðis hreindýr af víðáttum öræfanna. Forráðamenn Reylq'avíkur hafa ákveðið að ráðast í rekstur dýra- garðs, sem á að heita húsdýragarð- ur, sem líkast til stafar af slæmri reynslu af starfrækslu dýragarða hérlendis og henni allraunalegri, nema þá hjá sædýrasafninu á Heimaey. Söfnunum hefur verið lokað af jrfirvöldum og þrátt fyrir há framlög fjár úr ríkissjóði, bæja- og hreppssjóðum, hafa aðstandend- ur rekstursins orðið að axla skuldir og setja eignir sínar að veði. Þessi varð útkoman, þótt notið hafí við dugnaðar og þegnskapar áhuga- manna. Fyrirhugaður húsdýragarð- ur í Laugadal verður eign Reykjavíkur og starfræktur af borgarsjóði. Starfræksla erlendra dýragarða hefur tekið æmum breytingum mörg síðustu ár. Stafa þær af aukn- um möguleikum almennings að ferðast til ýmissa dýraslóða og þá ekki síst að inn í stofur færa okkur sjónvörp úrval dýrakvikmynda af lifnaðarháttum dýrategunda í eðli- legu umhverfí þeirra. Uppbygging hins fyrirhugaða garðs nýtur sérþekkingar þriggja nefndarmanna. Einn þeirra er hér- aðsdýralæknir höfuðborgarsvæðis- ins. Nýlega aflagður dýragarður í Hafnarfirði naut eftirlits hans. Ákvæði var í reglugerð þess garðs um færslu gerðarbókar um dýr hans. Mér skildist að selimir í sela- ijöminni þar hefðu ekki lifað lengi í henni, því að aðskotahlutir, sem bárast í tjömina, hefðu valdið stíflu í meltingarvegi selanna. Heyrðist að ekki væri mannúðlegt að hafa seli til sýnis, nema svo vel væri frá girðingum gengið að eigi væri unnt að kasta til þeirra því, sem valdið gæti þeim aldurtila. Um þetta getur héraðsdýralæknirinn lesið í gerðar- bókinni, og greint frá staðreyndum áður en selir verða settir í tjöm inni við þvottalaugar í Reykjavík. Matthías læknir Einarsson fékk leyfí til þess að ala hreindýr á land- svæði, sem hann réð yfir við Amar- fell austan Þingvallavatns. Þau lifðu þama skamma stund. Forvitið ferðafólk freistaðist til að fóðra dýrin á ýmsu því sem var miður heppilegt fóður. Einnig hafði um- ferð nærliggjandi þjóðvegar slæm áhrif á hreindýrin. í hinum fyrir- hugaða húsdýragarði er heldur þröngt hólf fyrir dýr öræfanna og eigi langt frá því til Suðurlands- brautar, eins umferðarþyngsta veg- ar landsins. Höfuðrök fyrir starfrækslu slíkra húsdýragarða eru þau að fræða þurfí borgarböm um húsdýrin okk- ar, en þau eru nú fá sem auðnast að umgangast dýr. En, — því miður kemur of oft fyrir að gestir og þá ekki síst börn fyllast andúð á dýrum og náttúra við að sjá felmtrað, krokuleg, illa hirt og fjörlítil dýr í vanhirtu þröngu og girtu umhverfi. Er ekki unnt, ágætu ráðamenn, að hætta við eldi dýra en útbúa heldur undir beram himni og innan afdrepa sýningarsvæði, þangað sem leigð era úrvals húsdýr frá bændum, og þau sýnd á ýmsum árstímum, eins og giftusamlega hefur tiltekist á landbúnaðarsýningum? Yrði snúið til þessa ráðs, myndi sparast fé og mikill vandi minnka. Yrði að þessum breytingum horfíð, mætti veita fé og beina framkvæmdum að því að endurgera að hluta votlendi það sein eyðst hefur úr Neðri-Sogum (Laugadal). Fyrir um sextíu árum var byrgt uppstreymi gufu úr hverasvæðinu og heitt vatn þess leitt til upphitunar borgarhverfa, en rann ekki lengur í Laugalækinn. Mómýrin þurrkaðist burtu með vallaframkvæmdunum og lækurinn lokaðist inni í hinu stóra skolpræsi dalsins. Þetta er ekki eina votlend- ið, — mýrar, tjamir og lækir —, sem hafa horfíð undir mannvirki á borg- arlandinu svo sem: Norðurmýri, Leynimýri, Kringlumýri, Mjóddin og nú Efri-Sog; Fúllatjöm við Kirkjusand, Vatnagarðar (nú Sundahöfn); Lækurinn frá Tjöm- inni, Rauðará, Fúlilækur og Lauga- lækur. Reykjavíkurtjöm er verið að skerða, en reynt var að bæta úr röskun Suður-mýrar með lagningu tjama, er Norræna húsið var reist og háskólinn færði út kvíamar, og með þeim leitast við að viðhalda lífríki mýraleifanna. í borgarstjóratíð Geirs Hall- grímssonar samþykkti borgarstjóm að fela þáverandi garðyrkjustjóra sínum að gera tjörn í Laugadal og sefmýri, svo að bæta mætti að Þorsteinn Einarsson „En, — því miður kemur of oft fyrir að gestir og þá ekki síst börn fyllast andúð á dýrum og náttúru við að sjá felmtruð, krokuleg, illa hirt og flörlítil dýr í vanhirtu þröngu og girtu umhverfi.“ nokkra skerðingu votlendis hans og með því varðveita kjörlendi átta tegunda and- og vaðfugla, sem enn leituðu á þessar slóðir. Garðyrkju- stjóri taldi þessa votlendisaðgerð ekki mögulega fyrr en ábúandi Laugabóls legði niður búskap og flytti. Ábúandi býlisins lést fyrir rúmum tveimur áram og skömmu síðar var bær hans brenndur og sléttað úr rústum. Var nú búist við að raknaði úr fyrir fuglunum. Nei ekki varð svo, heldur var ráðist í jarðvegsskipti undir Engjavegi eins og þar ætti að leggja veg fyrir þungaflutninga. Þarna er komin göngubraut. Lokuð ökutækjum. Meðfram gamla veginum og Þvottalaugavegi vora opnir skurðir báðu megin með rennandi vatni og vatnagróðri, en þeir vora fylltir og komið fyrir meðfram vegunum lauf- tijám og lágum ljósastauram. Fyrir ofan Þvottalaugaveginn var gert stæði fyrir bifreiðar með tilheyrandi jarðvegsskiptum og þarmeð fyllt upp í skurði þar sem var vatn og gróður. Voðaverk hvað viðvíkur fuglalífínu, sem má líkja við það framhlaup er 85% óshólma og leira Elliðaánna vora fyllt upp fyrir nokkram áram, svo að lífríki eydd- ist, sem var forðabúr ætis hundr- uða, og á stundum þúsunda fugla, einkum að vetrarlagi. Nýlega var rómað í ijölmiðlum farvegur og umhverfi Iækjarins, sem rennur í gegnum Húsavíkur- kaupstað. Ég hefi nokkram sinnum notið þessara framkvæmda manna þama norður frá og óskað þess að slíkt mannvirki ásamt tjöm og sef- vaxinni mýri væra komin úr vestur- hluta hins unaðslega tijá- og jurta- garðs í Laugadal allt vestur að Valbjamarvelli og fram með honum til norðurs. Jafnvel tengdist þessu votlendi síðasta kelda dalsins ofan frá Laugarásvegi og mýrarrauða- lækurinn aðeins austar. Það era hrapalleg öfugmæli, að samtímis og kjörlendi fugla era eyðilögð, sem lifað hafa í Neðri- Sogum (Laugadal), án kostnaðar- samrar umönnunar manna, era uppi ráðagerðir hjá þeim, sem borg- arlandinu ráða að koma fyrir í daln- um kostnaðarsömum sérhönnuðum húsum, þróm og girtum svæðum, til þess að ala með æmum kostnaði húsdýr og vilt spendýr úr sjó og ofan af öræfum. Höfundur er fyrrverandi íþrótta- fulltrúi. HUSBREF OG SPARISKÍRTEINI eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Hver er munurinn á húsbréfum og spariskírteinum? Ef litið er á eig- inleika þessara bréfa þá er munurinn sáralítiU. Þau era bæði ríkistryggð og stöðluð. Húsbréfín era að vísu til 25 ára en spariskírteinin til mun skemmri tíma. Þó er líklegt að hús- bréfín verði almennari, verðgildi þeirra þekktara, og markaður þeirra virkari. En það eru ekki eiginleikar þessara bréfa sem gera þau frá- bragðin heldur það hvemig þau era notuð, eða hvemig þau konja inn á markaðinn. Ríkisajóður selur sparifláreigend- um spariskírteini fyrir peninga, sem Stöð 3: NOKKUR bið verður á að sjón- varpsstöðin Stöð 3 hefji útsend- ingar, en fyrirhugað var að þær byrjuðu í haust. Að sögn Indriða G. Þorsteinsson stjómarmanns f ísfilm hf. sem hefur stöðvarleyfi fyrir Stöð 3 er verið að ræða um hvort stofha eigi sérstakt félag um rekstur stöðvarinnar og hvort farið verður út f að byggja hús- næði fyrir starfsemina. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða dag útsendingar Stöðvar 3 hefjast. Indriði sagði að megin- hann síðan notar til greiðslu á út- gjöldum sínum. Ef ríkissjóður seldi sparifjáreigendum húsbréf fyrir peninga, sem hann síðan lánaði fasteignakaupendum væri munurinn á þessum bréfum ennþá sáralítill. En ríkis8jóður hefur ekki í hyggju að selja húsbréf fyrir peninga held- ur fyrir veðskuldabréf. Hér er um grundvallarmun að ræða. Hugsunin er sú að handhafí hús- bréfa geti siðan gert eitt af þrennu: (sjá húsbréfafrumvarpið) 1. Átt bréfin sem hvem annan öraggan spamað. 2. Látið þau ganga upp í næstu íbúðarkaup sín, eða 3. Innleyst bréfín á markaði. Til þess að húsbréfin geti sinnt því hlutverki, sem felst í lið 2, þá markmiðið með stofnun hennar væri að bjóða upp á ódýra sjónvarpsstöð með innlendu og erlendu efni. Ekki verður rekin fréttastofa en ýmsum fréttum og upplýsingum verður samt sem áður miðlað til áhorfenda. Stefnt er að því að starfsfólk Stöðvar 3 verði á bilinu 20 til 25. Eini stóri kostnaðaliðurinn verður þýðingar á erlendu efni og talsetn- ing. Gert er ráð fyrir að áhorfendur geti notað sama afruglara og Stöð 2 og að sent verði út frá klukkan fímm síðdegis til miðnættis. þarf í fyrsta lagi verðgildi þeirra að vera þekkt, og er því gert ráð fyrir að það verði ætíð skráð opinberlega. í öðra lagi verður að vera virkur markaður fyrir slík bréf svo seljend- ur fasteigna samþykki þau sem greiðsluform. Því er gert ráð fyrir að Seðlabanki gegni veigamiklu hlutverki viðskiptavaka á þeim markaði til að auka virkni hans, og grípi inn í ef veralegt misræmi skap- ast, s.s. ef afföllin aukast veralega. Hugsum okkur nú ef ríkissjóður léti spariskírteinin sín koma með svipuðum hætti inn á markaðinn og húsbréfin, þ.e.a.s. að í stað þess að ríkissjóður reyndi að selja spari- skírteinin á opnum markaði fyrir peninga eins og hann gerir nú með misgóðum árangri, þá greiddi hann hluta af útgjöldum sínum, s.s. fjár- festingarútgjöldin, beint með spari- skírteinum. Jafnframt auglýsti hann að viðtakandinn gæti gert eitt af þrennu, átt bréfín sem hvern annan öraggan spamað, látið þau ganga upp í einhver viðskipti s(n eða inn- leyst bréfín á markaði. Ríkissjóður tiyggði síðan, að ávallt væri virkur markaður fyrir spariskírteinin, að verðgildi þeirra væri ætíð skráð opinberlega, og að Seðlabanki hefði hlutverk viðskipta- vaka og kæmi í veg fyrir að veru- legt misræmi skapaðist á markaðn- um, s.8. óeðlileg afföll. Með þessu móti þyrfti ríkissjóður hvorki að yfír- draga Seðlabankann né að taka er- lend lán. En hver yrðu áhrifin? 1. Ef handhafi bréfanna geymdi bréfin eins og hvem annan spamað eða innleysti á markaði (hóflegt framboð), þar sem þau væru keypt sem spamaðarform, yrðu áhrifín svipuð og ef ríkissjóður hefði sjálfur Jóhann Rúnar Björgvinsson „Af þessu má ráða að húsbréf sem seld eru á opnum markaði fyrir peninga, sem síðan eru lánaðir til fasteigna- kaupenda, eru önnur húsbréf en þau, sem seld erufyrirveð- skuldabréf. Hér er um grundvallarmun að ræða í hagfræðilegu og efhahagslegu tilliti.“ selt þau á opnum markaði fyrir pen- inga. Áhrifin yrðu því áþekk og við núverandi fyrirkomulag. 2. Ef handhafí bréfanna léti þau hins vegar ganga upp í önnur við- skipti sín hefðu þau öðlast hlutverk peninga og kæmu því í stað hlut- verks annarra peninga, og yrðu því viðbót við peningamagnið. Áhrifin yrðu aukin verðbólga. 3. Að síðustu þá á ríkissjóður í mun minni erfiðleikum með að losna við spariskírteini sín með þessum hætti. Miklar líkur era þvl á, að of- framboð spariskírteina verði að um ræða, því engin ríkisstjóm getur staðist þá freistingu sem þetta fyrir- komulag býður uppá. Sömuleiðis hefur ríkissjóður litla hvatningu til að stilla útgáfu spariskírteinanna í hóf, meðal annars vegna þess að með þessu móti dregur úr þörf fyrir óvinsæla skattheimtu og erlendar lántökur. Áhrifin verða í fyrsta lagi hærri vextir, þar sem offramboð bréfanna veldur að erfiðara verður fyrir hand- hafa þeirra að losna við þau nema með einhveijum afföllum. Þá þarf Seðlabankinn að grípa inn í starf- semi markaðarins með kaupum á bréfum ef verulegt misræmi skap- ast, en hann kaupir bréfin fyrir pen- inga. Líkur era því á, í öðra lagi, að peningamagnið aukist og verð- bólgan magnist. Ríkissjóöur getur því i raun með þessu fyrirkomulagi yfirdregid Seðlabankann aó vild með óbeinum hœtti. Af þessu má ráða að húsbréf sem seld era á opnum markaði fyr- ir peninga, sem síðan era lánaðir til fasteignakaupenda, eru önnur húsbréf en þau, sem seld era fyrir veðskuldabréf. Hér er um grund- vallarmun að ræða í hagfræðilegu og efnahagslegu tilliti. Að lokum þá tel ég það skyn- semdarmál, í ljósi þeirrar umræðu og óvissu sem skapast hefur um áhrif húsbréfakerfisins á efna- hagslífið, að velmenntuðum er- lendum hagfræðingum — eða efna- hagsstofnunum — verði falið að leggja fræðilegt mat á efnahagsleg áhrif þessa framvarps'. Þar sem hér er um mjög afdrifaríkt mál að ræða, §em getur orðið afar kostnað- arsamt fyrir þjóðarbúið, væri ekki óskynsamlegt að leita til þekktari fagmanna en annars. Eitt er víst að við státum ekki af mörgum af- rekum í hagstjómarlistinni. 1) Hér er cinungis um fræðilegt eða tækni- legt álitamál að ræða, þannig að kringum- stæður skipta engu máli, þ.e.a.s. ekki þarf að setja sig inn í íslenskar aðstæður. Slikt mat ætti ekki að taka langan tfma. Höfundur er þjóðhagfræðingur. Ekki ákveðið hvenær útsendingar heflast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.