Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 ■f 5 8 27 plnrgmmMaMlí Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Arðsemi og aukið verðgildi Stuhdum tala stjómmálamenn um vexti eins og þeir einir eða bankar fyrir þeirra hönd eigi að ákveða þá með handafli, eins og komizt er að orði. Forstjóri SÍS tal- aði um það í þrengingum sínum að ekki væri unnt að leysa vandamál auðhringsins með öðm en neikvæð- um vöxtum. Þessi yfirlýsing kom mörgum í opna skjöldu. Áratugum saman tiðkuðust hér neikvæðir vextir og peningar bmnnu upp á verðbólgubáli. Þeir vom í raun einskis virði. Allir höfðu eitt mark- mið: að eiga allt nema peninga! Það er því athyglisverðara að forstjóri Sambandsins skuli tala með þessum hætti um vaxtamái sem hann hefur starfað lengur inrian frjáls markað- ar vestur í Bandaríkjunum, þar sem framboð og eftirspum ákvarða gildi peninga, eða markaðurinn sjálfur, enda er hann nógu stór þar vestra til að samkeppni skili sér þótt hann sé í minnsta lagi hér heima. Stjóm- endur fyrirtækja geta ekki ætlazt til þess að þeir geti rekið þau með ódýmm peningum sem sparifjáreig- endur afhenda þeim á silfurbakka. Á síðustu ámm hefur verðgildi peninga aukizt mjög á íslandi, enda er afstaða manna til þeirra öðmvísi nú en áður var. Þessi þróun er heil- brigð. Hún hefur verið til góðs. Við höfum lært að meta verðmæti. Spamaður hefur skilað sér sem arð- vænleg ávöxtun, þjóðarbúinu til góðs, en einkum þeim sem áður héldu að peningar hlytu að vera einskis virði. Steinsteypa var áður fyrr bæði alfa og omega þeirra sem eitthvað höfðu aflögu. Sem betur fer hefur þetta nú breytzt, þótt allir séu sammála um að vextir mættu lækka, svo að þeir sem eiga undir högg að sækja vegna skulda geti létt af sér byrðum. En þá má ekki gleyma því að vextir hafa hækkað í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólgan er miklu minni en hér heima. Þar ræður samt ekki hand- afl, heldur framboð og eftirspum. Það er rangt af stjómmálamönnum, þegar þeir halda að þeir geti ákvarð- að vexti, eins og þeim sýnist. Fólk finnur einfaldlega nýjar leiðir til ávöxtunar, sem handaflið nær ekki til. Nú hafa raunvextir síðustu mán- uðina almennt lækkað um 1-2 pró- sent á íslenzkum fjármagnsmarkaði og er ástæðan rakin til aukins fram- boðs peninga í bankakerfinu og á verðbréfamörkuðum. Samdráttur- inn í efnahagslífinu hefur áreiðan- lega hvað mest áhrif á þessa þróun, þar sem fyrirtækin fara nú gætileg- ar í sakimar en áður og lán em tekin með meiri varkámi en verið hefur. Samdrátturinn þarf ekki að vera neikvæð þróun ef jafnvægi næst á næstu misserum, því að of mikil umsvif eru verðbólguhvetjandi og óraunhæfar fjárfestingar setja margt úr skorðum í þjóðfélaginu. Annað óvissuatriði sem oft er talað um, en erfitt er að henda reið- ur á, er arðsemi menntunar. Verk- föllin að undanfömu hafa leitt hug- ann meir að henni en áður var. Sumir hafa þann kæk að vera sífellt að hnjóða í menntun, en aðrir gera sér sem betur fer grein fyrir því, að hún er undirstöðuatriði í baráttu okkar fyrir aukinni velmegun, svo að ekki sé nú talað um, hversu nauð- synlegt það er að vinna betur en áður úr hráefni okkar og afurðum, auka verðgildi þeirra og gæði, en gera ekki að mestu út á magn eins og okkur hefur hætt til. Það er í menntunina sem við eigum eftir að sækja hagvöxt og heillaríka þróun. Þeir sem við hana starfa vinna þjóð- nytjastörf. Það vissu engir betur en Fjölnismenn sem töluðu um ísland sem farsældafrón og hagsælda móð- ur. Þeir munu ekki sízt njóta góðs af aukinni menntun sem starfa við almenn launþegastörf í landinu, hvort sem er til sjávar eða sveita. Þannig haldast í hendur hags- munir háskólamanna og almennings í landinu. Menn ættu að hafa þetta í huga þegar þeir sífelldlega reyna að sá óvild milli þessara stétta. Óvild með handafli er ekkert geðfelldari en annað handafl stjórnmálamanna. í athyglisverðri grein eftir Guð- mund Magnússon, prófessor, sem birtist í síðasta hefti Vísbendingar, Hagkvæmni í menntun — og skóla- gjöld, vekur prófessorinn athygli á þeim mikilsverðu staðreyndum sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni og segir meðal annars: „Gerðar hafa verið tilraunir til að reikna út arðsemi menntunar eins og hverrar annarrar fjárfestingar. Tölur frá Bandaríkjunum gefa til kynna að hvert námsár til viðbótar hækki tekjur um 5-11%, þ.e. að arðsemin sé svipuð og af öðrum fjárfesting- um. Athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi benda hins vegar til að arðsemin sé talsvert minni en í Bandaríkjunum mælt í tekjum ein- staklinganna. Þetta er áreiðanlega mismunandi milli stétta en kemur ekkert sérstaklega á óvart þegar haft er í huga að hið opinbera er eini verkkaupandinn á mörgum svið- um.“ í fijálsu þjóðfélagi eru sem betur fer margvíslegar leiðir til að auka arðsemi og hagsæld einstaklinga og þjóðarheildarinnar. Sparnað og verðmikla peninga er hægt að nota sem hvítan galdur til átaks og upp- byggingar. Menntun í því skyni að auka tekjur þjóðarinnar, auka verð- gildi afurða hennar og bæta afkom- una með gæðum sem eru mikilvæg- ari en magn, er einn mikilvægasti þáttur nútímaþjóðfélags. Og þótt menntun auki engar tekjur, heldur efli einungis anda okkar og arfleifð, er hún samt einhver arðvænlegasta fjárfesting sem menningarþjóðfélag getur boðið þegnum sínum upp á. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Járnblendið á Grundar- tanga flytur út þekkingu Helmingur hagnaðarins er afrakstur eigin hugvits HELMING hagnaðar íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga á síðasta ári, eða 250-300 milljónir króna ber að þakka framlagi starfs- manna fyrirtækisins á hugviti og vinnuframlagi, eins og Morgun- blaðið hefur skýrt frá í baksíðufrétt og Qallað um í forystugrein. Starfemennimir hafa á undanföraum fimm árum þróað nýjar að- ferðir í rekstrinum sem gera það að verkum að framleiðslan er nú 25-30% meiri en upphaflega var áætlað. Þetta kemur fram í máli Jóns Sigurðssonar forstjóra Járnblendisins en hann segir að af þess- um sökum hafi siðustu 15.000 tonnin af 70.000 tonna heildarfram- leiðslu verksmiðjunnar á síðasta ári verið nokkurskonar bónus og meginuppistaðan í hinum mikla hagnaði. Morgunblaðið heimsótti verk- smiðjuna nýlega til að forvitnast um þetta þróunarstarf sem átt hef- ur sér stað í verksmiðjunni. Það er nú svo langt á veg komið að byq'að er að flytja þekkingu héðan til ann- ara sambærilegra verksmiðja er- lendis eins og fram kemur í máli Jóris Sigurðssonar forstjóra ís- lenska jámblendifélagsins. „Frá því fyrir fimm árum síðan hefur verið unnið að því á skipuleg- an hátt að auka framleiðslugetu verksmiðjunnar án þess að leggja út í nýjar fjárfestingar á tækjabún- aði og þetta starf er að skila sér í auknum mæli nú,“ segir Jón Sig- urðsson. „Markmiðið hefur verið að bæta nýtingu ofnanna tveggja og þess hráefnis sem við notum og þannig fá meiri framleiðslu út úr ofnunum en þeir voru upphaflega gerðir fyrir.“ Upphaflega er verkefnið til kom- ið að frumkvæði dr. Jóns Hálf- danarsonar deildarstjóra en árang- ur af þessu tagi vinnst að sjálf- sögðu því aðeins að allir leggi sig fram. Þess ber að geta hér að þótt dr. Jón sé aðeins rúmlega fertugur að aldri hefur hann nýlega verið sæmdur gullmerki Verkfræðingafé- lags fslands fyrir framlag sitt. „Auk þessa höfum við staðið að þróun á ýmsum tæknibúnaði sem snýr að rekstrinum. Þar má nefna sem dæmi ýmis mælingartæki eins Jón Sigurðsson forstjóri íslenska járnblendifélagsins. og til rykmælinga. Slík tæki sýna okkur hve góður reksturinn er á ofnunum, því minna ryk því betri nýting," segir Jón Sigurðsson. „Þetta starf hefur verið unnið í samvinnu við Raunvísindastofnun Háskólans og eru þessi tæki tengd við tölvusskjái þannig að við getum fylgst með því sem er að gerast í ofnunum eins og um fótboltaleik væri að ræða. Við sjáum þegar við skorum." Tæki flutt út Eitt dæmið um hugvit starfs- manna er þegar farið að selja til sambærilegra verksmiðja ytra. Það er tæki sem kallast „töppunarskör- ungur“ og hefur það hlutverk að losa um sora í töppunargötum ofn- anna. Sex slík tæki hafa verið seld erlendis og fjallað hefur verið um þau í erlendum fagtímaritum. Sá sem hannað hefur skörunginn er Jón Gunnlaugsson. Hann segir að hann hafi byrjað að þróa tækið á árinu 1985. Hafi svo vel tekist til við frumhönnun að litlu þurfti að breyta frá upphaflegum teikn- ingum. Áður en þetta tæki kom til þurftu þrír menn að nota járnstöng til að kroppa sorann úr gatinu. Var það bæði seinleg, erfið og óþrifaleg vinna. Tækið aftur á móti er þann- ig uppbyggt að járnstöngin hvílir milli samliggjandi hjóla. Hjólin eru tengd vökvadælu sem knýr þau áfram en þau færa stöngina fram og til baka. Stór vökvaknúinn strokkur lyftir tækinu upp og niður og annar minni strokkur hallar tækinu fram og til baka. Tækið vinnur verk þriggja manna á mun fljótari og öflugri hátt en það var unnið áður. Meðal þeirra verksmiðja ytra sem fest hafa kaup á tækinu eru Salten verksmiðjan í Norður-Noregi, Thamshavn verksmiðjan í Þrænda- lögum og Bjölvefoss verksmiðjan við Harðangursrjörð en þær fram- leiða allar kísiljám. Fleiri markaðsvörur Jón Sigurðsson segir að þeir séu að þróa ýmis önnur tæki, bæði á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar sem þeir vonast til að verði mark- aðsvömr hjá þeim í framtíðinni. Tölvustýrt stjómkerfi verk- smiðjunnar. Á vakt er Tómas Sigurðsson. þoli hitann séu vandfundin og hafi verksmiðjan hingað til þurft að flytja þau inn með æmum tilkostn- aði. Um er að ræða dýr kolefni. Þau verða fyrir miklum skemmdum og rýma ört við notkun. Leif er verkstjóri í hinu svokallaða „dag- gengi“ sem hefur það verkefni að annast viðhald hinna eldföstu efna. í fyrrasumar fór hann að huga að því hvemig draga mætti úr kostn- aðinum við þetta verk með því að framleiða hlífðarefnin á staðnum í stað þess að flytja þau inn. Leif segir að mikið falli til af kvartzsalla við framleiðsluna og notaði hann sallann sem uppistöð- una í tilraunum sínum. Hann bland- ar sallann svo ýmsum efnum, sem hann vill ekki skýra frá hver em, en útkoman er Steindalít efni sem þolir betur hitann og ver kolefnis- fóðringuna betur en hið innflutta. Leif segir að hin heimatilbúna framleiðsla spari verksmiðjunni milljónir og nefnir hann sem dæmi að flutt hafi verið inn 3-400 tonn af eldföstum efnum til fóðringar á ári og kosti tonnið 2000 krónur norskar. Við það bætist sá sparnað- ur að deiglumar endast betur en áður. „Það sem einkum gerir það að verkum að árangur sem þessi næst hér er að yfirmenn okkar hvetja okkur, fremur en letja, til að stunda Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga. Morgunblaðið/Sverrir Annað svið sem þróunarstarf fer fram á er síðan viðleitni til að draga úr kostnaði við þau tæki sem hinn bráðni málmur fer um 1700 gráðu heitur. í þessu sambandi nefnir Jón Sigurðsson efnið Steindalít, nýtt keramikefni sem Leif Steindal, einn verkstjóranna hefur þróað. Leif Steindal vill að það komi fyrst fram að nafngiftin á efninu skrifist á kostnað dr. Jóns Hálf- danarsonar. Þegar hinn bráðni málmur kemur fyrst úr ofninum er honum hellt í svokallaðar deiglur. Þær verða að vera einangraðar með efni sem þolir hinn mikla hita og þar kemur Steindalít til sögunnar. Jón Sigurðsson segir að efni sem Leif Steindal, til hægri, sem þróað heftir Steind- alít. Með honum á myndinni er aðstoðarverkstjóri hans, Ómar Sigurðsson. Jón Gunnlaugsson, til hægri, við „töppunarskör- unginn“ sem hann hefúr hannað. Við hlið hans stendur Jón Steingrímsson aðstoðarmaður for- sljóra en hann var leiðsögumaður Morgunblaðsins i heimsókninni. þessar tilraunir okkar öfugt við það sem gengur og gerist í Noregi,“ segir Leif Steindal. „Það að við höfum svo frjálsar hendur sem raun ber vitni stuðlar að þessum góða árangri.“ Annað atriði sem Leif bendir á í þessu sambandi er að hann getur alltaf leitað til efna- og eðlisfræð- inga verksmiðjunnar eftir aðstoð og ábendingum og slík hópvinna innan vinnustaðarins er ómetanleg að hans áliti. Steindalít er nú komið til kasta Raunvísindastofnunnar Háskólans. Þar eru tveir nemendur að vinna að rannsóknum á því sem lokaverk- efni í byggingaverkfræði. Þeir kanna byggingaverkfræðilega eig- inleika þess eins og styrk, varma- leiðni og brotþoi til að fá fram heppilegustu samsetningu í efni sem gæti orðið grunnur að háhita- þolnu byggingarefni. Þessi tvö dæmi, „skörungur" og Steindalít, eru aðeins hluti af mörg- um dæmum sem gera rekstur verk- smiðjunnar jafn arðbæran og raun ber vitni en of langt mál væri að telja þau öll upp. Innan verksmiðj- unnar eru í gangi samningar við starfsmenn um að allt sem verður til á staðnum sé eign verksmiðjunn- ar. Starfsmenn njóti hinsvegar góðs af hugviti sínu, ef það leiðir til við- skipta eða einkaleyfa og fái þá sinn hlut. Góðar horfur Jón Sigurðsson er að vonum ánægður með þann árangur sem náðst hefur með þróunarstarfinu. Hann segir að þeir hafi í upphafi sótt alla sína tækni til Noregs en nú séu þeir farnir að miðla þekk- ingu til baka. Frá Noregi hafi kom- ið menn á fundi hjá þeim til að fylgjast með nýjungum. Þekkingin sé farin að flæða í báðar áttir. Horfur fyrir reksturinn á þessu ári eru góðar hjá íslenska jám-- blendinu og búist er við að hagnað- urinn verði ekki minni en hann var í fyrra. Þetta fer hinsvegar nokkuð eftir markaðsþróuninni á seinni- hluta ársins. Teikn eru um að mark- • aðsverð fari lækkandi á Banda- ríkja-og Japansmarkaði, en á heild- ina litið er vaxtarskeið í stálfram- leiðslunni. Því hefur Jón ástæðu til að vera bjartsýnn. Skoðanakönnun Félagsvísindastofiiuiiar: Sjálfstæðisflokkur held- ur 77% kjósenda sinna 34% kjósenda Alþýðuflokks myndu kjósa hann aftur Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? — Reykjavík Fjöldi Allir Kjósa nú IMóv. Kosning. 1988,% 1987,% Alþýðuflokkur 27 7,8 11,1 9,8 16,0 Framsóknarflokkur 20 5,8 8,2 14,6 9,6 Sjálfstæðisflokkur 117 33,4 48,1 37,5 29,0 Alþýðubandalag 27 7,8 11,1 9,8 13,8 Kvennalisti 44 12,7 18,1 23,8 14,0 Borgaraflokkur 2 0,6 0,8 3,7 15,0 Flokkur mannsins 1 0,3 0,4 0,6 2,3 Frjálslyndir hægrim. 4 1,2 1,6 — Þjóðarflokkur 1 0,3 0,4 — — Myndi ekki kjósa 21 6,1 Skila auðu/ógildu 39 11,3 Neitaraðsvara 25 7,2 Veit ekki 18 5,2 Samtals 346 100% 100% 100% 100% Sjálfetæðisflokknum helzt bezt allra flokka á kjósendum sínum frá því í síðustu þingkosningum, ef marka má niðurstöður skoðana- könnunar, sem Félagsvísinda- stofiiun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið 27. apríl til 2. maí síðastliðinn. Af þeim, sem kusu flokkinn í kosningunum 1987, ætla 77% að kjósa hann aftur. Þetta hlutfall var 66% í sambærilegri könnun Félagsvísindastolhunar í nóvember 1988 og 64% samkvæmt könnun í júní 1988, er flokkurinn var i ríkisstjórn. flokkurinn var í rikisstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn tekur einnig kjósendur í meira mæli frá öðrum flokkum en hinir flokkamir. Af þeim, sem kusu Alþýðuflokkinn árið 1987 ætla 15% að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, og af kjósendum Borgaraflokks fyrir tveimur árum ætla 26% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn núna. Borgara- flokksmenn, sem færzt höfðu yfír til Sjálfstæðisflokksins, voru 13% í könnuninni í júní 1988 og 19% í nóvemberkönnuninni. Aðeins 34% kjósenda Alþýðu- flokks myndu kjósa hann aftur ef efnt yrði til þingkosninga nú. Hins vegar segjast 35% kjósenda flokksins óákveðnir, ætla að skila auðu, ekki kjósa, eða neita að svara. Þetta sama hlutfall er 43% meðal Borgaraflokks- kjósenda. Einungis 8% þeirra, sem kusu Borgaraflokkinn síðast, myndu nú kjósa Borgaraflokkinn eða Fijáls- lynda hægrimenn. Hlutfall þeirra, sem í könnuninni sögðust hafa kosið Sjálfstæðisflokk 1987, er 6% hærra en raunverulegt kjörfylgi flokksins í kosningunum. Að sama skapi er hlut- fall þeirra, sem segjast hafa kosið Borgaraflokk, 6% lægra. Umsjónar- menn könnunarinnar, þeir Stefán Ólafsson og Ólafur Harðarson, telja að hluti skýringarinnar geti verið að einhveijir þeirra, sem hafa flutzt frá Borgaraflokknum til Sjálfstæðis- flokks segist hafa kosið Sjálfstæðis- flokkinn 1987. í raun geti þannig fleiri Borgaraflokksmenn hafa færzt til Sjálfstæðisflokksins en komi fram í könnuninni. Af kjósendum Framsóknarflokks segjast 59% ætla að kjósa flokkinn aftur. Þetta hlutfall var 70% í nóvem- ber og 66% í júní. Kvennalistinn held- ur 50% kjósenda sinna frá 1987, en Hvað myndu kjósendur þingflokkanna 1987 gera nú? Kusu 1987 Kjósa nú: A B D G V S Alþýðuflokk 34 4 1 3 4 4 Framsóknarflokk 6 59 1 3 3 — Sjálfstæðisflokk 15 7 77 6 6 26 Alþýðubandalag 1 3 — 49 1 2 Kvennalista 5 4 2 12 50 9 Flokk mannsins 1 — — 1 — 2 Stefán Valgeirsson — — — 1 — — Borgaraflokk 1 — — — — 4 Frjálsl. hægrimenn 1 — 0 — 1 4 Þjóðarflokk 1 — — — — 2 Myndi ekki kjósa 7 6 2 4 1 15 Skilaauðu/ógildu 13 6 5 3 6 17 Neitar að svara 3 3 1 4 7 — Veit ekki 12 8 11 13 20 11 Samtals óreiknað 101% 100% 100% 100% 100% 99% Fjöldi 118 155 261 95 70 46 Tafla, sem sýnir hvemig kjósendur hvers flokks árið 1987 myndu kjósa nú. Rétt er að taka fram, að dálka töflunnar þarf að lesa lóð- rétt. Þannig sést í dálki A, hvernig kjósendur Alþýðuflokksins hafa dreifzt (34% kysu flokkinn aftur, 6% kysu Framsókn, 15% Sjálfetæðis- flokk o.s.frv.), í dálki B hvað kjósendur Framsóknarflokks myndu kjósa nú, og svo framvegis. hlutfallið var 54% í nóvember og 87% í júní. Kvennalisti tapar nú 6% kjós- enda sinna til Sjálfstæðisflokks (5% í nóvember), en einungis 1% til Al- þýðubandalagsins (7% í nóvember). Alþýðubandalag heldur í 49% kjós- enda sinna (60% í nóvember, 42% í júní). Flokkurinn tapar nú 6% kjós- enda sinna til Sjálfstæðisflokksins, miðað við engan í nóvember og 1% í júní. Mest óánægjufylgi hjá sfjórnarandstöðuflokkun- um í könnun Félagsvísindastofnunar voru þeir, sem gáfu upp flokk eða lista sem þeir myndu kjósa nú, spurð- ir eftirfarandi spurningar í beinu framhaldi: „Hvort er ástæðan fyrir þessu vali þínu frekar ánægja með [nafn þess flokks eða lista sem svar- andi hyggst kjósa] eða óánægja með aðra?“ Ef heildarniðurstöður eru teknar (sjá töflu) sést að 35% kjós- enda telja ástæðuna fyrir vali sínu ánægju með eigin flokk, 41% segja ástæðuna óánægju með aðra og 23% vildu ekki gera upp á milli þessara kosta. Svör kjósenda einstakra flokka eru hins vegar býsna ólík, eins og sjá má Ánægja með eigin flokk — óánægja með hina. Kjósendahópar þingflokkanna. Ánægja með Óánægja með Kjósa Alþýðuflokk Júní'88 Nóv. '88 Maí’89 eigin flokk 55% 45% 48% með aðra 31% 32% 38% Bæði 14% 23% 14% Alls 100% 100% 100% Fjöldi 85 73 63 Framsóknarflokk Júní'88 45% 33% 22% 100% 139 Nóv. '88 62% 20% 18% 100% 164 Maí’89 47% 31% 22% 100% 120 Sjálfstæðisflokk Júní'88 39% 33% 28% 100% 218 Nóv. '88 36% 42% 22% 100% 219 Maí 89 33% 43% 24% 100% 279 Alþýðubandalag Júní’88 26% 60% 14% 100% 50 Nóv. '88 36% 45% 19% 100% 73 Maí’89 38% 34% 28% 100% 58 Kvennalisti Júní88 24% 48% 28% 100% 211 Nóv. '88 31% 47% 22% 100% 150 Maí '89 21% 44% 35% 100% 77 Allir svarendur Júní '88 36% 40% 24% 100% 744 Nóv. 88 42% 37% 21% 100% 712 Maí 89 35% 41% 23% 99% 630 í töflunni, þar sem hafðar eru til samanburðar niðurstöður kannan- anna í júní og nóvember á síðasta ári. Hæst hlutfall óánægjufylgis er hjá stjórnarandstöðuflokkunum. Segjast 44% kjósenda Kvennalista kjósa hann vegna óánægju með aðra flokka, en 21% vegna þess að þeir séu ánægðir með listann. 43% af kjósendum Sjálfstæðisflokksins kjósa hann vegna óánægju með aðra, en 33% segjast ánægðir með flokk- inn. í júní 1988, er flokkurinn var í ríkisstjórn, sögðust 39% ánægð með hann, en 33% völdu hann vegna óánægju með aðra. Hjá stjórnarflokkunum skiptast kjósendurnir þannig að Alþýðuflokk- inn kjósa 48% vegna ánægju með hann, en 38% vegna óánægju með aðra. Þetta er nokkuð svipað hlut- fall og í fyrri könnunum. Framsókn- arflokk kjósa 47% vegna ánægju með I flokkinn (62% í nóvember), en 21% vegna óánægju með aðra flokka. Ánægja kjósenda Alþýðubandalags með flokkinn virðist hafa aukizt, 38% kjósenda hans segjast ánægðir með hann, miðað við 26% í júní og 36% í nóvember. I júníkönnuninni var Alþýðubandalagið í stjómarand- stöðu, og fékk þá 60% fylgisins vegna óánægju með aðra flokka. Fylgi við Framsóknarflokk fer dvínandi á Reykjanesi Morgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag niðurstöðutölur úr könnun Félagsvísindastofnunar um kjörfylgi stjómmálaflokkanna á landsvísu. Þegar litið er á einstaka landshluta, eru niðurstöður ekki eins áreiðanleg- ar, þar sem skekkjumörk eru stærri. Á landsvísu fengi Sjálfstæðisflokkur- inn mest fylgi stjómmálaflokkanna, 41,8% þeirra svarenda sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa flokkinn. Er tekin eru einstök kjördæmi kemur í ljós að í Reykjavík og Reykjanesi fengi flokkurinn nærri helming at- kvæða. í Reykjavik segjast 48,1% þeirra, sem taka afstöðu, myndu kjósa hann og 48,9% í Reykjanesi. Þetta eru einnig kjördæmin, þar sem mest óánægja er með ríkisstjórnina, samkvæmt könnuninni. í Reykjaneskjördæmi, kjördæmi forsætisráðherra, fengi Framsóknar- flokkurinn 12,9% atkvæða, en fékk 19,8% í síðustu kosningum og 21,3% í könnun í nóvember. Alþýðubanda- lagið fengi 7% nú, en fékk 11,7% í Reykjanesi í kosningunum. Kjörfylgi flokkanna í Reykjavík má sjá í töflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.