Morgunblaðið - 12.05.1989, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvað heita
stúlkuraar?
Þessar myndir eru af yngismeyj-
um sem stunduðu nám við Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur veturinn
1973-74. Þær sem þekkja sig á
þessum myndum eru vinsamlegast
beðnar að hafa samband við Guð-
rúnu^ í síma 611291, Kristjönu í
símá* 78206 eða Ásthildi í síma
45773.
Þið ættuð að skammast ykkar
Til Velvakanda.
Hér með lýsi ég yfir samstöðu
minni með fiskvinnslufólki landsins.
Vissulega stendur fískvinnslufólkið
undir atvinnuvegum þjóðarinnar.
En það er ekki bara fiskvinnslufólk,
sem gengur með lúkurnar í eigin
vösum. Hvað með halta og skakka
eyrarvinnumenn innan verkalýðs-
hreyfingarinnar? Að ég minnist
ekki á mig og mína líka sem þjón-
ustum foreldra og afa og ömmur
landsins í stofnunum aldraðra? Svo
vil ég lýsa yfir furðu minni á þeirri
breytni „íslenzka þotuliðsins", hvort
sem það eru nú hæstaréttardómar-
ar, alþingismenn eða ráðherrar, að
velta sér í átta hundruð eða fjórtán
hundruð flöskum á ári. Á spottprís,
meðan ég og mínir líkar borgum
1.140 krónur fyrir flösku af léttu
víni. Meðlætið hjá okkur er ekki
nautalundir á dýrustu hótelum
borgarinnar, heldur bringukollar og
hálsbitar af aflóga kind (kílóverð
sex hundruð krónur). Okkur vantar
ferðaskrifstofu, sem býður okkur
uppá farseðil til Færeyja, svo við
getum keypt íslenskt lambalæri á
52 krónur kílóið!
Eg lýsi einnig yfir furðu minni á
því, hvernig gamlir alþingismenn
geta, án þess að skammast sín,
þegið sex mánaða biðlaun úr ríkis-
kassa þessarar gjaldþrota þjóðar,
þótt þeir stígi samdægurs í banka-
stjórastöðu eða sendiherraembætti!
Mikið megið þið skammast ykk-
ar!
Guðrún Jacobsen
Víkverji skrifar
Deilurnar um Fossvogsbrautina
hafa leitt huga manna að því
hve háðir „svefnbæir" á höfuð-
borgarsvæðinu eru Reykjavík.
Segja má með sanni að Kópavogs-
búar, sem nú eru í sviðsljósinu,
þurfi að sækja þjónustu til
Reykjavíkur allt frá vöggu til graf-
ar!
Kópavogsbúar fæðast á stofnun-
um í Reykjavík og þar eru þeir
grafnir að lokinni lífsgöngunni. Frá
Reykjavík fá þeir rafmagn, heitt
vatn og kalt, þaðan fá þeir slökkvi-
lið ef kviknar í, sjúkrabíl ef slys
ber að höndum og þangað sækja
þeir margvíslega þjónustu aðra.
Fróðlegt væri ef gerð yrði úttekt á
því hagræði sem „svefnbæir" hafa
af þessu fyrirkomulagi, í saman-
burði við aðra bæi, sem verða að
greiða stofnkostnað og rekstur svo
umfangsmikillarþjónustustarfsemi.
xxx
Ffram hefur komið í fréttum að
hljómplötubúð í miðbænum
hefur verið kærð fyrir að útvarpa
síbyljutónlist á strætum úti. Þessi
frétt minnir á það, að fyrir nokkrum
misserum var stofnað félag til þess
að beijast gegn hávaða á almanna-
færi. Þetta félag hefur þagnað en
síbyljumúsíkin hljómar hærra en
nokkru sinni! Hefur félagið verið
lagt niður?
xxx
Varðveizla íslenzkrar tungu var
til umræðu á miðopnu Morg-
unblaðsins á þriðjudaginn, bæði í
forystugrein og grein eftir Ólaf
Oddsson íslenzkukennara við MR.
í grein Ólafs Oddssonar segir
orðrétt á einum stað: „Samkvæmt
opinberum skýrslum er móðurmáls-
kennslu þannig háttað víða í fram-
haldsskólum, að menn geta verið
þar misserum saman án þess að
sækja tíma í þessari grein." Ef
Víkveiji skilur þessa setningu rétt,
er mætingaskyldu þannig háttað
að nemendur geta sleppt því að
mæta í íslenzkutíma ef þeim sýnist
svo. Þetta er auðvitað ófært. Þvert
á móti ætti að skylda alla nemend-
ur til að mæta í íslenzkutíma í fram-
haldsskólum.
Ólafur segir ennfremur í grein
sinni: „Og nú berast þær fréttir,
að fækka eigi þar (þ.e. í framhalds-
skólum, innsk. Morgunblaðsins)
tímum í móðumálskennslu. Ég vona
að þetta sé ekki á rökum reist,
enda væri þetta öldungis fráleitt.
Nær væri að íjölga hér tímum.“
Víkveiji gerir þessi orð Ólafs að
sínum.
xxx
Inn á Morgunblaðið berst mikill
fjöldi fréttatilkynninga og yfir-
lýsinga. Frágangurinn er oft með
eindæmum. Til dæmis barst blaðinu
nýlega yfirlýsing frá Hárgreiðslu-
meistarafélagi íslands. Þótt yfirlýs-
ingin væri aðeins 29 línur voru í
henni 5 villur! Þrisvar sinnum var
félagið stafsett Hárgreilðslumeist-
arafélag íslands! Þeir sem vilja
vernda móðurmálið, verða að lesa
vel yfir það sem þeir senda frá sér
til birtingar.