Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Minning: Helga Ingibjörg Jóns- dóttirirá Asum Fædd 2. mars 1911 Dáin l.maí 1989 Helga Ingibjörg Jónsdóttir var dóttir hjónanna Onnu Jonsdóttur og Jóns Gíslasonar. Var hún frum- burður þeirra hjóna. Þau bjuggu þá á Syðri-Löngumýri í Austur- Húnavatnssýslu en fluttu nokkrum árum síðar að Ásum og bjuggu þar sín búskaparár. Jón féll frá langt um aldur fram en Anna dó í Reykjavík 1947. Helga átti einn bróður sem nú er látinn og þijár systur og eru tvær þeirra á lífí. Helga var mjög vel gefin en það varð þó ekkert af langskólanámi. Hún fór í Kvennaskólann á Blöndu- ósi og síðan lá leiðin til Reykjavík- ur. Þar lærði hún kjólasaum. Síðan vann hún mikið hjá klæðskerum við saumaskap á einkennisfötum og öðrum vönduðum herrafötum. Hún var mjög vandvirk og þess vegna eftirsóttur starfskraftur. Þegar Sig- fús í Heklu stofnaði saumastofuna íris um 1949 varð Helga þar verk- stjóri. Árið 1959 þegar Helga var kom- in hátt á fimmtugsaldurinn giftist hún Erlendi Jónssyni. Erlendur var vel greindur, skemmtilegur og ein- staklega lífsglaður og ljúfur maður. Hann reyndist Helgu frábærlega vel. Lif Helgu gerbreyttist. Þau fóru saman á dansiböll og í ferða- !ög, löng og stutt, utan lands og innan. Það var gist í tjaldi ef veður leyfði, annars á hótelum eða hjá kunningjum. Erlendur var mikill Iaxveiðimaður. Hann var fljótur að koma veiðistöng í hendurnar á Helgu. Hún hreifst með og reyndist góður nemandi. Fljótlega var hún farin að fá’ann líka. Helga og Erlendur voru mjög hamingjusöm. Það var skemmtilegt að heimsækja þau enda var mjög gestkvæmt hjá þeim. Erlendur átti fjögur böm frá fýrra hjónabandi og voru þau öll komin með sínar fjölskyldur. Þegar halla tók undan fæti og Elli kerling tók að gerast nærgöngul seldu þau Helga og Er- lendur húsið sitt Miðtún og tryggðu sér litla íbúð í Hátúni lOb. Þar yrðu þau aldrei ein þótt annað félli frá. Það varð Helgu mikið áfall þegar Erlendur varð bráðkvaddur fyrir tæpum níu ámm. Heilsu hennar tók að hraka og mátturinn að þverra. En hún varð aldrei einmana í þessu húsi. Þar átti hún marga vini sem reyndust henni góðir og sannir. Nú á síðari ámm duldist engum að hverju stefndi. Hún fór á sjúkra- hús oftar en einu sinni og þar kom fram við rannsókn það mein er varð henni að aldurtila. Þann 1. maí kom kallið. En þá var hún ekki ein, hjá henni var sonur Erlends, Örn og kona hans Renata. Við þökkum Helgu samfylgdina í gegnum árin. Hún reyndist okkur sannur vinur í raun. Öllum vinum hennar og ættingj- um sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Hvíli hún í friði. Guð blessi minn- ingu hennar. Brynja Baldursdóttir, Helga Pálsdóttir. Skuggi féll á vorkomuna er frétt- in barst um að Helga föðursystir mín hefði orðið bráðkvödd fyrsta maí síðastliðinn. Þó vorið sé fyrirboði lífs í ríkum mæli alls staðar í náttúmnni, sem Helga tengdist svo náið á upp- vaxtarámm sínum í sveitinni, er dauðinn alltaf nálægur og tekur sinn toll, oft öllum að óvömm. I dag, 12. maí, verður Helga jarð- sungin frá Bústaðakirkju i Reykja- vik. Helga Jónsdóttir fæddist á Syðri-Langamýri í Svínavatns- hreppi 2. mars 1911. Faðir hennar var Jón Gíslason sonur hjónanna Gísla Halldórssonar og Guðrúnar Gísladóttur frá Ey- vindarstaðagerði, nú Austurhlíð í Blöndudal. Móðir hennar var Anna Jóns- huggulegt um helgina á Hótel Valhöll! Frískandi göngur í stórkostlegri náttúru. Dýrlegur matur og drykkur. Kyrrð sveitarinnar. Njúk rúm. Þægileg þjónusta og löng, dásamleg helgi framundan. Þetta er lífiö !.. <p HÓTEIVALHÖLL Þinguöllum MATUR FRAMREIDDUR TIL KL. 23:00 ÖLL KVÖLD. OPIÐ TIL KL. 01:00 FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD KÖKUHLAÐBORÐ MEÐ KAFFINU ALLA DAGA. UPPLÝSINGAR OG BÓKANIR I SÍMA 98-22622. VERTU SNÖGG/UR! dóttir frá Sauðanesi, dóttir hjón- anna Jóns Jónssonar bónda í Sauða- nesi og Helgu Gísladóttur frá Flata- tungu í Skagafirði. Helga var elst í hópi fimm systk- ina, bróðir hennar, Gísli bóndi á Stóra-Búrfelli, lést árið 1985. Systir hennar, Guðrún, er var ljósmóðir lést árið 1946. Eftirlifandi systur hennar em Soffía og Ása, báðar búséttar í Reykjavík. Helga átti heima fyrstu níu ævi- árin á Syðri-Langamýri í Svína- vatnshreppi, en þá fluttist fjölskyld- an að Ásum í sömu sveit, þar sem Helga ólst upp til fuilorðinsára ásamt foreldrum og systkinum. Helga stundaði nám við Kvenna- skólann á Blönduósi veturinn 1929-1930, næstu árin stundaði hún vinnu á ýmsum stöðum, þar á meðal á Hólum í Hjaltadal og á Siglufirði, jafnframt því sem hún var öðm hvom heima á Ásum. Snemma fór Helga að leggja stund á saumaskap, fýrst á Blöndu- ósi og síðan í Reykjavík, en þangað fluttist hún í kringum 1940 og dvaldist þar æ síðan. Saumakunn- áttan varð henni haldgott veganesti á lífsleiðinni og vann hún við saumaskap mestan sinn starfsaldur eftir að til Reykjavíkur kom. Helga var ákaflega heilsteypt kona, heiðarleiki og samviskusemi vom hennar æðstu dyggðir, sem aldrei var kvikað frá. Hún hafði ætíð brennandi áhuga á að fræðast um menn og málefni og kunni frá mörgu að segja. Móður sinni reyndist hún mikil hjálparhella síðustu misserin sem hún Iifði, en þá var hún mikill sjúkl- ingur og dvaldist hjá Helgu. Árið 1959 kvæntist Helga, Er- lendi Jónssyni frá Jarðlangsstöðum í Borgarfirði, en hann lést árið 1980. Þau hjón vom ákaflega samhent og samhuga i lífi og starfi. Þau áttu hlýlegt heimili á Miðtúni 16, en fluttust síðan í íbúðir aldraðra í Hátúni lOb. Þar eignuðust þau hjón marga trygga vini, sem reyndust Helgu mikill styrkur síðustu æviárin eftir fráfall Erlends. Erlendur átti fjögur börn af fyrra hjónabandi og reyndust þau og fjöl- skyldur þeirra Helgu ákaflega vel. Ég á margar góðar minningar um heimsóknir þeirra Helgu og Erlends allt frá barnæsku, en þau komu á hveiju sumri á heimili for- eldra minna og dvöldu þar nokkra daga í senn. Helga bar ætíð djúpar tilfinning- ar til sinna æskuslóða, og sérstak- lega til Ása, og lagði hún leið sína oft þangað er hún var á ferð fýrir norðan. Á síðastliðnu sumri er Helga kom að Stóra-Búrfelli í síðasta sinn ók ég henni á æskuslóðirnar, og er mér sérstaklega minnisstætt er hún labbaði um gamla túnið á Ásum og týndi puntstrá í vönd til að eiga, er heim væri komið. Þetta sagði mér meira en mörg orð hversu djúpar tilfinningar Helga bar ætíð til bernskustöðva sinna á Ásum. Er faðir okkar systkinanna þurfti að leita lækninga síðustu æviárin til Reykjavíkur, var heimili Helgu honum sem annað heimili og erum við henni hjartanlega þakklát fyrir það og þann stuðning sem hún veitti föður okkar í veikindum hans. Ég mun ætíð minnast Helgu sem hinnar traustu staðföstu manneskju sem aldrei lét glaum og glys heims- ins villa sér sýn. Við systkinin viljum senda eftir- lifandi systrum hennar, skyldfólki og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar, og megi hún hvíla í friði. Fyrir hönd okkar systkinanna, Jón Gíslason, Stóra-Búrfelli. Minning: Guðmundur Rósinkars- son frá Snæfjöllum Fæddur 27. janúar 1924 Dáinn 19. apríl 1989 Við norðanvert Isafjarðardjúp er Langadalsströnd og Snæfjallaströnd, aðskildar af stuttum fírði er nefnist Kaldalón, enda sígur skriðjökull frá Drangajökli niður í Lónbotninn. Fyrir norðan Snæfjallaströnd eru Jökulfirðir. Þeir eru eins og smækk- uð mynd af Djúpinu sjálfu, með einn meginflóa og þverfírði marga. Vet- urna 1934—36 var ég farkennari á Snæfjallaströnd. Kennt var á þremur stöðum í sveitinni, einn þeirra var á Snæflöllum. Snæijöll eru landnámsjörð, prests- setur og kirlg'ustaður langt fram á sl. öld. Þaðan var löngum töluverð útgerð árabáta og verstaða. Á fyrstu áratugum 20. aldar var jafnvel að myndast þar þéttbýli jafnframt ver- stöðinni, en vegna hafnleysis var það dauðadæmt er vélbátar komu til sög- unnar. Meðal nemenda minna fyrr- nefnda vetur voru að sjálfsögðu skólaskyld böm Snæfjallahjónanna, Rósinkars Kolbeinssonar og Jakob- ínu Gísladóttur, eitt þeirra var Guð- mundur, þá fullra tíu ára. Ég veitti því athygli, að Guðmundur litli líktist mjög föður sínum, sem og afa (Kol- beini í Dal) að því er snerti góða greind og rökhyggju, því að kjörorð Leiðrétting I minningargrein um Ásgeir Helga Guðmundsson frá Bjargi eft- ir barnabörn hans hér í blaðinu 4. maí brenglaðist ein málsgrein. Hún á að hljóða á þessa leið: „Bróðir minn var það lítill þá að hann gat ekki komið með en lét sér nægja að spila ólsen í hvert skipti sem hann kom í heimsókn og þá var oft stungið nammi í lítinn munn þegar spilið var búið og fenginn kos_s í kaupbæti.“ Ásgeir lést 23. apríl, ekki 23. marsr Um leið og þessi leiðrétting birtist er beðist velvirðingar á mis- tökunum. þeirra allra hefðu getað verið þessi ummæli Stephans G.: Hugði ei sannleik hóti betri hafðan eftir Sankti-Pétri heldur en ef svo hending tækist, húsgangurinn á hann rækist. Ýmsir minna fomu nemenda hafa stundum haft samband við mig í gegnum öll liðnu árin, þeirra á meðal var Guðmundur. Vera má að þar hafi nokkru valdið kunnings- skapur minn og Kolbeins afa hans. Eftir Kolbeini Jakobssyni skrifaði ég margt fróðlegt um gamla þjóð- hætti, auk þess las hann mér fyrir söguna um Bæjardrauginn, sem ég lét mínum gamla kennara í té Þór- bergi Þórðarsyni og hann birti í Gráskinnu, sem þeir Sigurður Nor- dal gáfu út á árunum 1928—36 og endurútgáfu allmikið aukna 1962. Ég sakna mjög Guðmundar úr kunningja- og vinahópnum, en slík eru örlög þeirra sem háum aldri ná, að horfa með söknuði á eftir sam- ferðamönnum á lífsins leið yfir þau landamæri sem allra bíður. Mínir vinir fara §öld, feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Jóhann Hjaltason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.