Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 ^Verulegur samdráttur á Fjórðungssjúkrahúsinu í sumar: Bráðaþjónusta á mörgum deildum - öðrum lokað TÖLUVERÐUR samdráttur verður á starfsemi Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri tímabilið 1. júni til 30. september, en samdráttaráætl- anir hafa verið í smíðum á sjúkrahúsinu síðustu vikur og var endan- lega frá þeim gengið í gær. Á flestúm deildum er gert ráð fyrir verulega skertri þjónustu, nokkrum deildum verður lokað timabund- ið yfir sumarið og einni deild verður alveg lokað yfir sumarmánuð- ina. Halldór Jónsson framkvæmdastjóri FSA segir að þjónusta sjúkra- hússins taki mið af þessum samdrætti. Frá 1. júní verður lyflækninga- deild skipt upp í tvær deildir, önnur verður rekin sem fimm daga deild með 10 rúmum, frá mánudags- morgni til seinniparts föstudags. Á hinni deildinni verða 12-15 rúm í notkun að hámarki, sem er nokkuð skert þjónusta miðað við það sem nú er. Á bamadeild verður einungis veitt bráðaþjónusta fram á haust- mánuði og hið sama gildir um kven- sjúkdómadeild, en hins vegar verður hjúkrunardeildin í Seli rekin á full- um afköstum, þ.e. öll rúmin verða í notkun. Á handlækningadeild verða að hámarki 12-15 rúm í notk- un og er þar um samdrátt upp á 10-15 rúm að ræða ef miðað er við hámarksfjölda skráðra rúma á deildinni. Á bæklunardeild er gert ráð fyrir 10-11 sjúkrarúmum í notk- un jfir sumarmánuðina. Á háls-, nef- og eymadeild og á augndeild verður einnig um skerta þjónustu að ræða og nánast verður einungis veitt bráðaþjónusta á þess- um deildum. Einungis einn sérfræð- ingur er starfandi á háls, nef og eyrnadeild og að sögn Halldórs má búast við að hluta sumars hafi fólk ekki aðgang að sérfræðingi á þessu sviði. Geðdeild FSA verður rekin með 7-8 rúmum, en langleguhluta henn- ar verður lckað í sex vikur, frá 2. júlí til 12. ágúst, og verða sjúkling- ar vistaðir á bráðadeild þann tíma sem lokunin varir. Sjúklingar á svo- kallaðri B-deild, sem er langlegu- og endurhæfingardeild, verða vist- aðir á öðrum deildum sjúkrahúss- ins, en deildinni verður lokað í upp- hafi sumars. Speglunardeild verður lokað um tíma vegna sumarleyfa og starfsemi á skurð- og svæfingar- deild verður skert m.a. vegna skorts á starfsfólki og verður einungis ein skurðstofa í notkun um tíma í sum- ar, en eru að jafnaði þijár til fjór- ar. Á göngudeild verður um 60% starfsemi fram til loka september og verður opnunartími deildarinnar styttur verulega. Halldór Jónsson sagði að ívið meiri samdráttur yrði en var síðasta sumar, en þó væri um lágmarks- samdrátt að ræða. Þess væri ekki að vænta að starfsemin yrði meiri yfir sumarmánuðina, en frekari samdráttur gæti komið til og þá bæði vegna skorts á starfsfólki og skertra fjárveitinga. Kennslu er lokið í gagnfi*æðaskólanum Á ALMENNUM kennarafiindi í Gagnfræðaskóla Akureyrar sem hald- inn var í gærmorgun var einróma samþykkt tillaga firá skólastjóra þar sem segir að vegna vinnudeilu og verkfalls kennara í HÍK verði störf- um í skólanum hagað á þann hátt að frá og með deginum í gær verði kennslu hætt. Þeir virku dagar sem eftir eru af maímánuði verði þó vinnudagar kennara. Sverrir Pálsson skólastjóri GA sagði ástæðu þessa þá að algjör óvissa ríkti um framhald skólastarfs. Vegna verkfalls kennara falla niður 18,9% af kennslu, vegna veikinda, slysa og bamsburðarleyfa falla 10,35% kennslunnar niður og vegna fararstjómar í vorferðalagi nemenda í næstu viku hefðu fallið niður 16,69% kennslunnar. „Það voru allar horfur á því að í næstu viku myndu um 46% kennsl- unnar falla niður og það þótti ekki forsvaranlegt að binda nemendur yfir svo lítilli kennslu. Þá er einnig of áliðið til að halda vorpróf, en nem- endur munu þó hljóta lokacinkunn," sagði Sverrir. Hann sagðist ekki geta sagt fyrir um hvernig tekið yrði á þessu máli hjá yfirvöldum, en í stöðunni hefði ekki verið um annað að ræða en hrökkva eða stökkva. Kennsla hefði verið mjög stopul, sér- staklega hjá 9. bekkingum og dæmi væru þess að deildir hafí misst af 18 kennslustundum á viku af um 30. Meðal annars af þeim sökum hefði verið hætt við vorpróf, þar sem nem- endur væru mjög misjafnlega undir þau búnir. Krakkamir á Hlíðarbóli héldu upp á eins árs afinæli leikskólans og dmkku af því tilefni afinæliskaffi. Hlíðarból eins árs EITT ÁR var á þriðjudag liðið frá því að Hliðarból, leikskóli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri tók til starfa. Af því tilefni var boðið upp á afinæliskaffi fyrir börnin, en á hvítasunnudag, næst- komandi sunnudag kl. 16, gefst almenningi kostur á að drekka afinæliskaffi að aflokinni hátíðarsamkomu í Hvítasunnukirkjunni. Hlíðarból er rekið af Hvítada- sunnukirkjunni, en Akureyrarbær mlisstyrkir reksturinn með ákveð- inni upphæð á móti hveiju for- eldri. Félagsmálastofnun annast innritun barna. Starfsemin hefur gengið vel fyrsta árið, en ýmislegt er eftir ógert. Einkum á það við um útivistarsvæðið, en úr því rætist von bráðar því búið er að panta útileikföng fyrir um 500 þúsund krónur. í fréttatilkynningu frá Hlíðar- bóli eru öllum þeim er hönd hafa lagt á plóginn og gert leikskólann að veruleika færðar þakkir. Morgunblaðiö/Silli Afhending blóðþrýstingsmælisins. Frá vinstri em Ingimar Hjálmars- son læknir, Olafiir Erlendsson sjúkrahússforstjóri, Jóhann Hauksson frá Náttfara og Aðalgeir Jónasson. Gjöf til sjúkrahússins Húsavík. Lionsklúbburinn Náttfari, sem starfar í Aðaldal og Reykjadal, færði á öðmm degi í sumri Sjúkrahúsinu á Húsavík að gjöf blóð- þrýstingsmæli með tilheyrandi fylgihlutum — íæki sem kostar um 330 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun Húsavíkurbæjar: Rekstrarafgangur 36 millj. Húsavík. BÆJARSTJORN Húsavíkur samþykkti á fiindi sínum fyrir skömmu fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja fyrir árið 1989. Helstu niðurstöður áætlunarinnar em: Jóhann Hauksson afhenti tækið fyrir hönd gefenda en Ólafur Erl- endsson sjúkrahúsforstjóri veitti gjöfinni móttöku með þeim orðum að þetta væri ekki fyrsta gjöfin sem sjúkrahúsið fengi frá Náttfara- mönnum og að „sjúkrahúsin í landinu væru verr búin tækjum en raun er á, ef þeim væru ekki alltaf að berast góðar gjafir frá hinum ýmsu góðgerðar- og líknarfélög- um“. - Fréttaritari Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru rúmlega 193 milljónir kr. og hafa þær hækkað um 12,35% frá fyrra ári. Rekstrargjöld eru rúmar 157 milljónir og hafa hækkað um 3,98% frá fyrra ári. Rekstrarafgang- ur er 36 milljónir, sem er 18,65% af tekjum. í fjárhagsáætlun 1988 var þetta hlutfall 8,07%. Þrír stærstu tekjuliðimir eru: Útsvör ......................... 111.200.000 Fasteignaskattur ................. 26.342.000 Aöstöðugjöld .................... 23.500.000 Útgjöld helstu málaflokka eru: Almannatryggingar/félagshj........ 36.223.000 Fræöslumál ....................... 24.172.000 Fjármagnskostnaður .............. 15.727.000 Yfirstjóm kaupstaöarins ......... 14.539.000 Ilreinlætismál ................... 13.307.000 Æskulýðs-og íþróttamál ............ 9.553.000 Á framkvæmdaáætlun eru helstu verkefnin þessi: a) Veija á kr. 2.000.000 til að gera byggingarhæft svæði fyrir ein- býlishús á svonefndu Langholti. b) í gatnagerð verður einkum unnið við gangstéttir og til þess var- ið kr. 2.500.000. c) Framlag til Dvalarheimilis aldr- aðra er kr. 6.390.000. d) Til byggingar Heilsugæslu- stöðvar, sem verður fokheld á árinu, er varið kr. 3.050.000. e) Til undirbúnings að viðbygg- ingu við Bamaskólann er varið kr. 2.000.000. f) Haldið verður áfram byggingu 5 leiguíbúða og til þess varið kr. 28.730.000, en auk þess leggur bæj- arsjóður kr. 5.118.000 til byggingar sjö íbúða í verkamannabústöðum við Grundargarð. Rekstrartekjur hafnarsjóðs eru áætlaðar kr. 16.995.000, og rekstr- argjöld kr. 11.231.000. Tekjuaf- gangur er kr. 5.764.000. Helstu framkvæmdir verða: a) Norðurgarður — gijótgarður og landfylling, kr. 37.980.000. b) Sjóvarnargarður, kr. 5.000.000. Rekstrartekjur vatnsveitu eru áætlaðar kr. 17.120.000 og rekstrar- gjöld kr. 2.797.000. Tekjuafgangur er kr. 14.323.000 og er stærstum hluta hans varið til framkvæmda á vegum bæjarsjóðs. Rekstrartekjur rafveitu eru áætl- aðar kr. 69.325.000 og rekstrargjöld kr. 62.654.000. Tekjuafgangur er kr. 6.671.000. Helstu framkvæmdir eru: a) Lágspennukerfi kr. 1.377.000. b) Götulýsing kr. 1.100.000. Rekstrartekjur hitaveitu era áætl- aðar kr. 34.777.000 og rekstrargjöld kr. 16.857.000. Tekjuafgangur verð- ur kr. 17.920.000 og er stærstum hluta hans varið til framkvæmda á vegum bæjarsjóðs, en helstu fram- kvæmdir veitunnar eru: a) Dreifikerfi á Húsavík kr. 1.500.000. b) Undirbúningur og uppsetning mælakerfis kr. 600.000. Bæjarsjóður og bæjarfyrirtæki leggja ákveðinn hluta af tekjum í Framkvæmdalánasjóð Húsavíkur á hveiju ári og nema þær á árinu 1989 kr. 5.353.000. Helstu verkefni sjóðs- ins eru lánveitingar til atvinnufyrir- tækja, styrkveitingar og hlutaíjár- kaup. Helstu verkefni 1989 em: a) Hlutaíjárkaup í Hótel Húsavík kr. 14.880.000. b) Hlutafjárkaup í útgerðarfyrir- tækinu Höfða hf. kr. 14.200.000. Fjárhagsáætlun 1989 einkennist af miklu aðhaldi og spamaði í rekstri og tiltölulega litlum framkvæmdum, fyrir utan þær framkvæmdir sem verða við höfnina. Lántökur eru miklar vegna bygg- ingar leiguíbúða og hlutafjáraukn- ingar í útgerð og hótelrekstri og nema þær um 71 m.kr. Vegna óvissu í verðlagsmálum og atvinnumálum em forsendur ljár- hagsáætlunar veikari en oft áður og erfið greiðslustaða fyrirtækja í bæn- um gerir það að verkum að tekjur skila sér illa til bæjarsjóðs og bæjar- fyrirtækja. - Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.