Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi: Rúmlega tuttugu tillögur bárust Erum að hefla nýtt landnám, segir bæjarstjóri NIÐURSTAÐA dómnefiidar í hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvammslandi var kynnt í Digranesskóla í gær, á afinælisdegi Kópavogsbæjar. Fyrstu verðlaun, rúmlega 3,3 milljónir króna, hlaut Þorsteinn Helgason arkitekt, og er samstarfsmaður hans Palle Lindgaard arkitekt. Önnur verðlaun, rúmlega 1,8 milljónir króna, hlutu arkitektamir Knútur Jeppesen og Kristján Ólason og þriðju verðlaun, rúmlega 1,5 miHjónir króna, arkitektarnir Jón Olafur Ólafsson og Sigurður Einarsson. Tuttugu og ein tillaga barst í sam- keppnina. Að sögn Birgis H. Sigurðssonar skipulagsstjóra Kópa- vogs, verður stuðst við verðlaunatillögumar þijár við gerð endan- legs skipulags á svæðinu auk hugmynda annarra þátttakenda. „Við ætlum að horfa til framtíð- landinu og það tókst.“ ar og sjá hugmyndir færustu manna að skipulagi byggða," sagði Kristján Guðmundsson bæjarstjóri. „Gömlu bæjarmörkin eru að gliðna og Digranes og allir hálsar full- byggðir. Við erum að hefja nýtt landnám." Aðalskipulag Kópavogs fyrir 1982 til 2003 gerir ráð fyrir að á skipulagstímabilinu risi byggð á 184 ha í Fífuhvammslandi austan Reykjanesbrautar og í hugmynda- samkeppninni er gert ráð fyrir að þar rísi milli 6.000 og 7.000 manna byggð í tveimur skólahverfum, þar verði kirkjugarður og miðhverfi með atvinnuhúsnæði. Ólöf Þorvaldsdóttir formaður dómnefndar, sagði í ávarpi sínu, að þátttaka í samkeppninni hafi farið fram úr björtustu vonum. „Tillögumár eru í háum gæða- flokki," sagði Ólöf. „Við áttum ekki von á fullgerðu skipulagi held- ur hugmyndum, sem kæmu til góða við mótun mannlífs jafnt hér í Kópavogi sem annars staðar á í umsögn dómnefndar um verð- launatillöguna segir: „Helsta ein- kenni tillögunnar er mikil blöndun íbúða, atvinnustarfsemi og þjón- ustu sem gerir hana afar sérstæða. Rétthymt gatnanet með raðbyggð í miðhverfi við Reykjanesbraut tengist með aðalgötu hringlaga Iq'ama í Leirdal. Upp frá aðalgöt- unni er fijálslega mótuð raðbyggð. I tillögunni er gerð mjög góð grein fyrir útivistarsvæðum og fjölbreyti- legri notkun þeirra. Stórt útivistar- svæði er sunnan aðalgötu og fjöldi minni garða innan einstakra reita og eru ýmsar athyglisverðar tillög- ur settar fram um notkun þeirra. Kirkja á Hvammskotshólum er skemmtileg hugmynd þótt eðlileg staðsetning sé við Hádegishóla. Athyglisvert er að skipta kirkju- garði á tvo staði. Rýmismyndun í vistgötu og húsagötum er fjöl- breytileg. Umferðartengingar við Reylq'a- nesbraut em ekki í samræmi við það sem fyrirhugað er og virðast óraunhæfar í tillögnnni. Tenging Stekkjabakka er dregin of langt inn í hverfið og gegnum íbúðabyggð- ina. Hætta er á hraðakstri á aðal- götu að hluta og virðist ekki hafa verið hugsað fyrir bifreiðastæðum við hana. Staðsetning íjölbýlishúsa næst Reykjanesbraut er óæskileg og væm atvinnusvæði heppilegri þar. Dómnefnd efast um að svo mikil þjónustustarfsemi sem tillag- an gerir ráð fyrir í íbúðabyggðinni geti þrifist. Margar húsagerðanna em ekki hefðbundnar en blöndun og fjölbreytni mikil. Framsetning er lífleg og allskýr og í henni er gnótt góðra hugmynda." í greinargerð með verðlaunatil- lögunni kemur fram að markmið skipulagsins sé að skapa byggð með fjölbreyttum húsagerðum er stuðli að blandaðri byggð mismun- andi þjóðfélagshópa, þar sem tillit er tekið til ólíkra aðstæðna og óska fólks. Það sé mikilvægt þegar fjöl- skyldubönd em ekki eins sterk og fyrr á tímum. Áhersla er lögð á að fullnægja flestum félagslegum þörfum íbúanna innan hverfisins og jafnframt er reynt að styrkja tengsl þeirra í milli, sem koma eiga í veg fyrir einangrun sem oft er í fjölbýlishúsahverfum. Þá segir enn fremun „Þar sem sólardagar á ís- landi em fáir er mikilvægt að fólk geti notið þeirra. Með því að byggja þétt og tiltölulega lágt myndast Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Helgason arkitekt til vinstri ásamt samstarfsmanni sínum, Palle Lindgaard arkitekt, við tillöguna, sem þeir hlutu 1. verðlaun fyrir. skjól fyrir vindum og samtímis nýtur sólar.“ Auk verðlaunatillagnanna ákvað dómnefndin að kaupa inn fjórar tillögur. Tillögu nr. 12, kr. 400.000, höfundar arkitektamir Hörður Harðarson og Hildur Guðjónsdóttir, samstarfsmaður Hörður Björnsson tæknifræðingur, tillaga nr. 13, kr. 300.000, höfundar arkitektamir Guðmundur Gunnarsson, Sveinn ívarsson og Pálmi Guðmundsson, tillaga nr. 18, kr. 200.000, höfund- ar arkitektamir Alena Anderlova, Bergljót S. Einarsdóttir, Geirharð- ur Þorsteinsson og Pálmar Krist- mundsson og tillaga nr. 11, kr. 200.000, höfundar arkitektamir Baldur Svavarsson, Egill Guð- mundsson og Þórarinn Þórarinsson og Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddsen, Ólafur Bjamason verk- fræðingur, samstarfsmenn arki- tektamir Kristín Garðarsdóttir og Pétur Bolli Guðmundsson. Dómnefndina skipuðu Guðrún Jónsdóttir og Hróbjartur Hró- bjartsson og .voru þau tilnefnd af Arkitektafélagi íslands og Ólöf Þorvaldsdóttir er situr í skipulags- nefnd bæjarins, Kristinn Ó. Magn- ússon verkfræðingur og Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi. Ritari dómnefndar var Birgir H. Sigurðs- son skipulagsfræðingur. Stj órnarformaður íslenskra aðalverktaka: Störf mín í engu sambærileg venjulegum stjómunarstörfiim VILHJALMUR Amason stjómar- formaður íslenskra aðalverktaka sf. hefiir sent frá sér eftirfiirandi greinargerð: „Vegna þeirrar umfjöllunar sem verið hefur í fjölmiðlum um launa- mál mín í sambandi við stjómarfor- mennsku í íslenskum aðalverktökum vil ég segja þetta: Eins og ég hefi áður látið í ljós þá em þessi mál afgreidd að fullu af stjóm og endurskoðendum félags- ins. En þegar utanríkisráðherra er borinn fyrir þeirri staðhæfingu að ég hafi fengið 8,9 milljónir króna í stjómarlaun fyrir nýliðið tímabil sé ég mig tilknúinn til þess að senda frá mér nokkrar athugasemdir. Árið 1984 er ég var 68 ára gam- all þá hætti ég stjómarstörfum hjá ísl. aðalverktökum eftir 30 ára sam- fellda setu í þeirri stjóm, þar af 13 ár sem stjómarformaður. Eg vil láta það koma skýrt fram, að þeir ut- anríkisráðherrar, sem skipuðu mig til þessara starfa, þ.e. Einar Ágústs- son, Ólafur Jóhannesson og nú síðast Steingrímur Hermannsson, höfðu engin afskipti af launagreiðslum vegna þessara starfa, heldur var það alfarið mál stjómar ísl. aðalverktaka á hverjum tíma. Það er rétt að það komi fram að þau störf sem ég vann sem stjórnarformaður, fulltrúi ríkis- ins, voru í engu sambærileg venjuleg- um stjómarstörfum eins og tíðkast í flestum félagsstjómum hér á landi, heldur vann ég fulla vinnu við þessi störf og það alveg sérstaklega á nýliðnu tímabili. Á sl. ári átti ég þess kost að verða aftur skipaður stjómarformaður. Þótt ég vissi að ég tæki að mér hlut- verk sem kostaði mikla vinnu og álag, þá þótti mér það áhugavert og ákvað að taka að mér þetta starf. Þennan formála hef ég ekki lengri að sinni, en kem nú að aðalfréttinni: „Vilhjálmur Ámason hefir 8,9 millj- ónir fyrir að vera stjómarformaður ísl. aðalverktaka." 1. Eftirlaunamál: Um eftirlaun mín gilda tveir samn- ingar milli mín og stjómarinnar dags. 7. janúar 1978, undirritaðir af öllum þáverandi stjómarmönnum ísl. aðal- verktaka. í fyrri samningnum segir orðrétt: „Þegar og ef Vilhjálmur Ámason nær 65 ára aldri skal hann eiga rétt á eftirlaunum sem nema 58,3% — fimmtíuogáttakomma- þrjú af hundraði — af 25 ára starfsaldurs eftirlaunurh banka- stjóra ríkisbankanna (Útvegs- banki, Landsbanki og annað sam- bærilegt þ.e.a.s. verðtryggt) eins og það er á hveijum tíma...“ í síðari samningnum segin „Með tilvísun í samþykkt stjórnar félagsins á fundi hinn 7. janúar 1978 verði eftirlaun Vilhjálms Ámasonar í samræmi við eftirfar- andi reglur. 1. Eftir 10 ára stjómarstörf 70% af stjómarlaunum, eins og þau eru ákveðin að neðan. Eftirlaun hækka um 2% við hvert ár, þannig að eftir 25 ára setu í stjóm verða þau 100% af stjómarlaunum. 2. Eftirlaun greiðast frá 67 ára aldri, nema stjórnarmaður sitji lengur í stjóm, þá greiðast þau eftir að hann hættir stjórnarstörf- um...“ í samningum þessum er vísað til umsagnar utanríkisráðuneytisins dags. 28.12.1977, en þar segir: „Vegna fyrirspurnar yðar hr. stjómarformaður um að eftirlaun verði greidd til stjómarmanna íslenskra aðalverktaka sf., vill ráðuneytið taka þetta fram: Þar sem hér er um sameignarfélag að ræða, og þar sem íslenska ríkið á aðeins 25% eignaraðild að félag- inu, telur ráðuneytið það ekki rétt að fram komi af opinberri hálfu neinskonar stefnumarkandi ákvarðanir í þessu máli, heldur sé það félagsins að ákveða um slíkt. Sé það vilji félagsins að stjómar- menn þess fái eftirlaun eftir al- mennum reglum sem miðist við ákveðinn hundraðshluta eftir starfsaldri af launum þeim, sem á hverjum tíma eru greidd stjómar- mönnum félagsins, þá mun ráðu- neytið ekki setja sig á móti slíku fyrirkomulagi. Það skal líka viður- kennt að störf stjómarformanns hafa, einkum hin síðari ár, bæði verið umfangsmikil og vandasöm og því eðlilegt að hann njóti þess ef á annað borð er farið inn á þessar brautir. Einar Ágústsson (sign) Páll Ásg. Tryggvason (sign)“ ' Eftirlaun hafa verið greidd í sam- ræmi við ofangreinda samninga og voru á umræddu tímabili, þ.e. frá 1. maí 1988 til 1. maí 1989, kr. 2.821.071,00. Eftirlaun fyrir allt árið 1988 voru kr. 2.270.263,00. Hækkun milli þessara tímabila, kr. 550.808,00, stafar af verðbótaáhrif- um. Þá vil ég geta um samning er gerður var við mig 24. jan. 1984 um lögfræðiþjónustu og er sá samningur svohljóðandi: „Undirritaðir, íslenskir aðalverk- takar sf., Keflavíkurflugvelli og Vil- hjálmur Árnason, hrl., Reykjavík gera með sér eftirfarandi samning: 1. Vilhjálmur Ámason lofar að ann- ast alla almenna lögfræðilega þjónustu fyrir íslenska aðalverk- taka sf., lögfræðilega ráðgjöf og álitsgerðir, innheimtur á útistand- andi kröfiim og alla almenna samningsgerð. 2. Önnur stærri mál, sem talin verða falla utan ramma fyrsta töluliðs, og sem Vilhjálmur Ámason annast skulu greidd sérstaklega skv. framlögðum reikningi. 3. Fyrir ofangreinda þjónustu skal greiða kr. 20.000. — krónur tutt- uguþúsund — á mánuði miðað við vísitölu kaupgjalds, eins og hún er í dag og breytist greiðslan í sam- ræmi við breytingar hennar. 4. Samningur þessi gildir til þriggja ára en hvorum aðila er þó heimilt að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara." Samningur þessi var framlengdur til þriggja ára hinn 16. febrúar 1988. samkvæmt þessum samningi hef ég fengið kr. 922.631,00 í stjómarform- annstíð minni síðan í fyrra. Þegar ég svo tók við formennsku í félaginu á ný var eftirfarandi bókun gerð á stjómarfundi hinn 7. júní 1988: „Stjórnarformaður, Vilhjálmur Ámason, skýrði frá hugmyndum sínum um þau kjör er hann teldi eðlilegt að hann hefði sem stjóm- arformaður með hliðsjón af því að hann stæði upp úr störfum á lög- fræðistofu sinni til þess að sinna formannsstörfum og með tilliti til eftirlauna er hann hefði hjá félag- inu vegna 30 ára stjómarsetu. Stjómin samþykkti að Vilhjálmur Ámason héldi eftirlaunum i sam- ræmi við samninga um eftirlaun dagsetta 1. janúar 1978 og verði þau eftirlaun greidd með sama hætti og undanfarin ár. Þá sam- þykkir stjómin að Vilhjálmur Árnason fái greitt fyrir störf stjórnarformanns nú eftir reikn- ingi sem hann (Lögfræðistofan Höfðabakka 9) sendir en sé með hliðsjón af taxta Lögmannafélags íslands, enda fylgi með yfirlit um þann tíma sem hann vinnur við- komandi hlutverki stjómarform- anns. Kostnaður, s.s. bifreiða- kostnaður, símakostnaður, ferða- kostnaður og risna verði greiddur eftir reikningi." Miðvikudaginn 5. október 1988, var einnig bókað á stjórnarfundi: „Til skýringar á samþykkt stjóm- arinnar um greiðslu til stjórnar- formanns vegna stjómarstarfa hans, sbr. fundargerð dags. 7. júní 1988, skal það fram tekið að fyrir störf hans umfram hefðbundin stjómarstörf, að hans mati, skuli greitt eins og þar segir með hlið- sjón a"f taxta LMFÍ.“ I samræmi við þessar bókanir voru greiðslur til Lögfræðistofunnar Höfðabakka 9 sfi, á umræddu tíma- bili kr. 4.970.906,00. Á árinu 1988 voru þessar greiðsl- ur samtals kr. 3.639.261.00. Inn í þessum tölum í reikningum Lög- fræðistofunnar Höfðabakka 9 sf., em innifaldir útgjaldaliðir s.s. bifreiða- kosnaður, símakostnaður og að sjálf- sögðu söluskattur. Söluskattur á þessu tímabili kr. 465.480,-, bifreiða- kostnaður kr. 434.451,00 og síma- kostnaður kr. 191.975,00. Samtals em þessir kostnaðarliðir kr. 1.091.093,00. Að síðustu vil ég geta þess að ég hefi haldið dagskýrslu um störf mín í þágu félagsins allan þann tíma (hvem dag) sem ég hefi verið við formannsstörf síðan í fyrra. Þær tölur sem að framan em nefndar em skv. yfirliti frá bókhaldi ísl. aðalverktaka og bókhaldi Lög- fræðistofunnar Höfðabakka 9 sf. Til þess að ekkert sé óljóst vil ég taka fram að reikningur frá Lögfræðistof- unni fyrir aprílmánuð er ekki tilbú- inn. Ég sé ástæðu til að taka fram að ég notaði ekki bifreiðir frá ísl. aðal- verktökum á þessu síðasta stjóm- artímabili minu. Ég hefi einnig notað húsnæði á lögfræðistofunni fyrir starf mitt fyrir félagið á sl. tímabili, nema stjómar- stofu ísl. aðalverktaka þegar stjóm- arfundir vom haldnir. Það er enginn dómari í eigin sök, ég ekki heldur, en ofanritað verða menn að túlka eftir eigin höfði. Ég vil þá undirstrika, að þó ég eigi einn fjórða hluta í Lögfræðistof- unni Höfðabakka 9 sf., þá renna ekki tekjur sem hún hefur beint í minn vasa (þetta er ein stærsta lög- fræðistofan í landinu með á annan tug starfsfólks). Ég vil einnig undir- strika að eftirlaunum fylgir ekki vinnuskylda en ég vann fulla vinnu við þessi störf. Reykjavík 11. maí 1989. Vilhjálmur Árnason hrl.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.