Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 39 Minning: Guðný Þorsteins dóttir kennari Fædd 11. júlí 1934 Dáin 7. maí 1989 Agæt vinkona og samkennari, Guðný Þorsteinsdóttir, verður til moldar borin frá Ytri-Njarðvík í dag. Guðný veiktist í desember 1987 og allt frá þeim tíma átti hún í harðri baráttu við þann sjúkdóm sem leiddi hana til dauða 7. maí sl. Löngu og erfiðu sjúkdómsstríði er lokið. Guðný varð að lokum að lúta í lægra háldi fyrir manninum með ljáinn, langt um aldur fram. Guðný Þorsteinsdóttir fæddist 11. júlí 1934 í Reykjavík. Hún var næstyngst fimm systkina en þau eru Egill, fæddur 1920 en hann lést 1976, María, fædd 1924, látin 1988, Guðbrandur, fæddur 1928, og Sigurður, fæddur 1936. Foreldrar Guðnýjar voru hjónin Þorsteinn G. Sigurðsson kennari og Steinunn Guðbrandsdóttir húsmóð- ir. Guðný ólst upp í foreldrahúsum í Reykjavík. Hún giftist Ingimundi Eiríkssyni starfsmanni við slökkvi- liðið á Keflavíkurflugvelli. Þau eignuðust þijú böm, Helgu, Eirík og Láru Maríu. Þetta er aðeins þurr upptalning, skýrsla um látna vinkonu og sam- starfsmann. Hún segir vitanlega fátt- um gerð Guðnýjar og einkenni eða neitt það sem geymist í minningunni um Guðnýju sem persónu, en það er þó það eina sem eftir situr er leiðir skiljast. Eg kynntist Guðnýju fyrst er ég kom til starfa við Grunnskóla Njarðvíkur árið 1983. En við kynnt- umst fljótt og gátum rabbað saman og bar þá margt á góma. Guðný kenndi myndmennt við skólann. Hún var listateiknari. Blý- anturinn og litimir léku í höndum hennar. Guðný átti gott með að umgang- ast böm og unglinga og hafði gam- an af því. Auk kennslunnar kom hún af stað mydlistarklúbbi við skólann og sá um hann. Árið 1983 missti hún son sinn, Eirík, af slysförum og víst er um það að Guðný varð aldrei söm eft- ir. í fyrra missti hún systur sína, Maríu, og var það annað áfallið á skömmum tíma. Við Guðný ræddum stundum um sorgina og ég minnist þess að hún velti þessum málum mikið fyrir sér. Einhvem tíma vitnaði hún í Spá- manninn eftir Kahlil Gibran en þar segir m.a.: „Ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu.“ Ég vona og trúi að ættingjar Guðnýjar hugleiði þessi orð. Þeir hafa misst mikið. Ég geri mér grein fyrir þeirri tilfínningu, sem heltekur hjartað og sálina, er sá tapast, sem alls ekki má missa, þegar sá hverf- ur sem gefíð hefur lífínu stóran hluta af tilgangi sínum. Dætmm Guðnýjar og bamabami votta ég einlæga samúð mína og alveg sérstaklega eftirlifandi eigin- manni. Loks vil ég þakka Guðnýju Þor- steinsdóttur fyrir samfylgdina. Ég veit að allt starfsfólk Grunnskóla Njarðvíkur tekur heils hugar undir. Við söknum góðs vinar og félaga. Blessuð sé minning hennar. Gylfí Guðmundsson Mig langar að minnast vinkonu minnar, Guðnýjar Þorsteinsdóttur, með nokkram orðum, en hún verður jarðsett frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag. Ég kynntist Guðnýju fyrst í sam- tökum, sem hafa mannrækt á stefnuskrá sinni og bundust við þar þeim tryggðarböndum sem héldust æ síðan. Ekkert mannlegt var vin- konu minni óviðkomandi og var hún sérlega velviljug náunga sínum og fór ég ekki varhluta af því. Guðný var falleg kona sem hafði gaman af að vera vel til fara. Hún var mjög næm og hafði tilfinningu fyrir fólki og heimspekilegar vanga- veltur voru stór hluti af tilvera 'hennar.. Þau vora ekki svo fá skiptin, sem hún minnti mig á hvemig „hefðar- konur“ haga sér og halda sér til, því hún var listræn og hafði auga fyrir því fallega og skemmtilega í lifinu. Það var því ósjaldan sem niðurdregin sál var „dubbuð upp“ utan sem innan fyrir hennar tilstilli og áður en varði var „hefðarkonan" til í allri sinni dýrð. Guðný hafði létta og skemmti- lega kímnigáfu og oft hlógum við eins og við væram ekki degi eldri en sextán. Það var þessi bamslega einlægni í henni sem alltaf heillaði mig og dró mig að henni. Það má því svo sannarlega segja að það vora tvær „hefðarkonur" sem nutu lífsins saman á henni Ítalíu í fyrra er hún bauð mér með sér í vikuferð og svo mánuðurinn okkar saman í „Bláa lóninu". Fyrir eyrum mér ómar enn klingj- andi hlátur hennar þegar við fórum báðar í fyrsta skipti í hestakerra í steikjandi sól í fjarlægu landi. Ekki var alltaf sumar og það kom að því að haustaði hjá henni, er hún veikt- ist af þeim sjúkdómi sem sigraði að lokum. Hún háði veikindastríð sitt full af eldmóði og baráttuvilja og eygði hið ómögulega og var dugleg að skrifa sjálfri sér hvatn- ingarorð sem hún límdi á rúmstokk- inn sinn. Þau vora líka mörg símtöl- in sem við áttum þar sem hún deildi þessari reynslu með mér og er mér ómetanlegt. Minningin um Gyðnýju mun ávallt skipa stóran sess í huga mínum og ég veit að hún fær góðar móttökur handan við móðuna miklu. Elsku Ingi, Helga og Lára ég bið góðan Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímamótum í lífí ykkar. Blessuð sé minning Guðnýjar Þorsteinsdóttur. Selma Gunnhildur í dag, föstudag, 12. maí, er til moldar borin frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju Guðný Þorsteinsdóttir hús- móðir og kennari. Guðný fæddist þann 11. júlí 1934 í Reykjavík og voru foreldrar hennar Þorsteinn G. Sigurðsson kennari, kenndur við Stijúgsá í Eyjafírði, og kona hans, Steinunn Guðbrandsdóttir úr Ólafsvík. Guðný var næstyngst fímm systkina, en þau era: Egill tollvörður, látin fyrir nokkrum áram, María húsmóðir í Innri- Njarðvík, en hún lést síðastliðið sumar, Guðbrandur, gjaldkeri og bókhaldari, og Sigurður, starfsmað- ur Fríhafnarinnar í Leifsstöð. Heimili Þorsteins og Steinunnar var heimili hlýju og bamelsku. Um kvöld var lesið fyrir börnin eða höfð uppi skemmtan innan heimilis með spilum og leikjum eins og gerð- ist áður en fjölmiðlar tóku við því hlutverki. Guðný óx upp í góðu yfírlæti hjá foreldram sínum og gekk í gagn- fræðaskóla og hneigðist til að teikna. Guðný er af þeirri kynslóð sem annarsvegar sá hið gamla ís- land deyja og hið nýja verða til, kemur til minnis þegar það er stríð og hermenn í landi, næg atvinna og Iífskjör mjög að batna, vex upp í heimi væntinga og vona, heimi þar sem allt er mögulegt og ný gildi era að verða til. Á unglingsáram sínum var Guðný um sumur hjá systur sinni, Maríu í Keflavík, en 1950 flytur María í Innri-Njarðvík þar sem Hákon eiginmaður Maríu átti hlut- deild í vélsmiðju. Var Guðý þá um sumarið hjá systur sinni og kynnist þá eftirlifandi manni sínum, Ingi- mundi Eiríkssyni, sem þá vann í Vélsmiðju Njarðvíkur, og felldu þau hugi saman. Ingimundur fæddist 2. desember 1931 á Seyðisfírði, sonur hjónanna Eiríks Ingimundarsonar og Lárettu Magnhildar Bjömsdóttur, sem þá bjuggu í Narfakoti í Innri-Njarðvík. Systur Ingimundar era Helga og Minning: Haukur Davíðsson Fæddur 15. apríl 1903 Dáinn 4. maí 1989 Haukur Davíðsson, bifreiðastjóri, Skúlagötu 56, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að kvöldi 4. maí sl. Jarðarför hans verður gerð frá Fossvogskapellu í dag. Haukur Davíðsson fæddist að Grýtu í Eyjafirði og voru foreldrar hans hjónin Anna Þorleifsdóttir og Davíð Jónasson, sem þá bjuggu að Grýtu, en fluttu síðar í Daðagerði, þar sem hann ólst upp. Haukur eignaðist fimm systkini, tvo bræður og þijár systur, og era þijú þeirra á lífi. Haukur ólst upp hjá foreldram sínum en fór snemma að vinna fyr- ir sér eins og títt var hjá unglingum í þá daga. Hann vann fyrst land- búnaðarstörf, var m.a. lengi vinnu- maður að Munkaþverá í Eyjafirði, en fluttist síðan til Akureyrar, þar sem hann starfaði um tíma á Hótel Goðafossi, en gerðist svo bifreiða- stjóri hjá Kristjáni Kristjánssyni á Akureyri, en árið 1930 flytur hann til ísafjarðar. Þar kvænist hann eftirlifandi konu sinni, Kristínu Bjamadóttur frá ísafírði, 26. apríl 1931. Þau þjón eiga eina dóttur, Auði, sem gift er Birni Kristjáns- syni, verslunarmanni. Á árinu 1939 flytja þau frá ísafirði til Reykjavíkur og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Lengst af hafa þau búið í íbúð sinni á Skúlagötu 56, í um það bil fjóra áratugi. í Reykjavík stundaði Hauk- ur bifreiðaakstur meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann var lang- ferðabílstjóri og stundaði síðan leiguakstur, fyrst hjá Steindóri í nokkur ár og seinna á eigin bíl, allt þar til er hann hætti aldraður maður. í starfí sínu var hann sam- viskusamur og áreiðanlegur. Hann var viðfelldinn við viðskiptamenn sína og samstarfsmenn, en gat þó svarað fyrir sig þegar á hann var sótt og lét þá ekki hlut sinn fyrir neinum. í daglegri umgengni var hann einstaklega prúður og léttur maður, alltaf glaðlegur og sá hinar björtu hliðar lífsins, enda var hann lengst af heilsugóður þar til á allra síðustu áram er heilsu hans tók að hraka. Þrátt fyrir heilsuleysi hans á síðustu áram hélt hann glaðlyndi sínu og jákvæðu viðhorfi til lífsins með sínu elskulega hugarfari. Það er óhætt að fullyrða að Haukur Davíðsson var drengur góður í þess orðs fyllstu merkingu. Ég kynntist Hauki Davíðssyni er ég var aðeins 10 ára að aldri er hann kvæntist systur minni, Kristínu, og þau hófíi búskap sinn á ísafirði. Kynni okkar hafa því verið löng og ég met þau mikils. Ég minnist þess ekki nú að leiðar- lokum, að okkur hafi nokkum tíma orðið sundurorða. Ég minnist þess heldur ekki að Haukur hafi ekki alltaf átt góð samskipti og vináttu við allt mitt fólk. Hann kom inn í stóra fjölskyldu á ísafirði og kynnt- ist þar miklum athöfnum og vinnu- semi. Hann féll vel inn í fjölskyld- una og honum var vel fagnað. Flest af því fólki er nú horfíð yfir móð- una miklu. Ég lít oft til bal^a yfír fjjöragar samræður í eldhúsinu í gamla hús- inu heima á ísafirði, allt sem þar gerðist í blíðu og stríðu, en þó sér- staklega í blíðu. Það var gaman að ri§a upp þá tíma og að rifja upp þá hörðu lífsbaráttu sem háð var á þessum árum, ekki í því eina húsi, heldur jafnvel miklu frekar í öðram húsum í þeim kaupstað sem og annars staðar. Þó að Haukur Davíðsson hafi búið lengst af ævi sinnar í kaupstað og í Reykjavík var alltaf eftir í honum sveitamaðurinn að norðan, hinn sanni íslenski sveitamaður með þeim kostum og því lífsuppeldi sem hann fékk og mér fannst alltaf gaman að meta og vega þetta sanna íslenska sveitamannaeðli, lundafar hans í lífi og starfí. Hann fór vel með allt sem hann aflaði og átti. Hann var höfðingi heim að sækja og ekki síður höfðingi þegar hann vildi láta gott af sér leiða, en var ekki fyrir að hampa því sem hann gerði öðram gott, heldur hafði það hjá sér og vildi ekki um það ræða. Haukur var einn þeirra sem gerði miklar kröfur til sjálfs sín, en minni til annarra. Hann trúði á dugnað og áræði einstaklingsins til dáða í lífinu. Það fór því ekki á milli mála hvaða þjóðmálastefnu hann tileink- aði sér. Hann vildi skapa einstakl- ingnum frelsi til athafna, en hann vildi einnig og ekki síður tryggja rétt þeirra sem minna máttu sín til að lifa mannsæmandi lífi. Hann var sannur maður, góður og hjartahlýr og vildi verða öðram til gagns. Hann hafði mikla ánægju af að vera með bömum og fann ég það ipjög vel þegar bamabömin mín komu með okkur hjónunum til hans og systur minnar. Nú er komið að leiðarlokum. Aldraður maður, sem missti heils- una fyrir fáum árum, en lét engan bilbug á sér fínna, er nú farinn héðan. Ég sendi konu hans, dóttur, tengdasyni, systkinum, sem og öðr- um þeim sem hann gerst þekktu innilegar samúðarkveðjur. Við Kristín þökkum honum fyrir sam- fylgdina, bömin okkar þakka hon- um ekki síður fyrir hugulsemi og innileik í hvert skipti sem fundum okkar bar saman. Við söknum góðs vinar, en eftir lifír björt og hlý minn- ing um góðan dreng, um sannan íslenskan mann, sem vann, lifði og mat samstarfsmenn sína hvem og eínn að verðleikum. Guð blessi minningu hans. Þökk fyrir allt og allt. Matthías Bjamason Svanfríður, báðar búsettar í Banda- ríkjunum, en bræður hans era Gunnbjörn, sem lést fyrir nokkrum áram, Sveinn, slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli, en hann lést 1986, og Ástvaldur varaslökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Ingimundur hóf störf í Vélsmiðju Njarðvíkur 1945 og var þar í tíu ár, var síðan vélstjóri í Hraðfrysti- húsi Innri-Njarðvíkur til 1970 er hann hóf störf hjá slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þau Ingimundur og Guðný hófu búskap í Innri-Njarðvík, fyrst sem kærastupar og leigðu sér herbergi í húsnæðisleysi þeirra tíma, síðan fluttu þau í litla íbúð á Njarðvíkur- braut 23 og hófu að byggja sér hús að Njarðvíkurbraut 27. Guðný teiknaði hús eins og hún vildi og kom þar fram brot frá þeirri húsagerð sem áður hafði tíðkast eins og kom fram með kyn- slóð þeirra Ingimundar og Guðnýj- ar. En þangað fluttu þau 1960. Þau Guðný og Ingimundur eign- uðust þijú börn, Helgu Svanfríði sem fæddist 1954, en hún á eina dóttur með fyrram sambýlismanni sínum, Rúnari Sigtryggssyni, sem Bima heitir. Næstur kom Eiríkur, fæddur 1963, en hann lést af slys- föram 1983 um borð í mb. Gunn- jóni. Yngst er Lára María fædd 1971. Guðný starfaði fyrst í frystihús- inu en síðar í versluninni Innri í Njarðvík um árabil en var heima- vinnandi síðar. Mikill samgangur var á milli heimilis Guðnýjar og Maríu systur hennar sem bjó á Njarðvíkurbraut 23 og síðar 19 og gengu böm þeirra á milli eins og um stórt heimili væri að ræða. Steinunn móðir Guðnýjar fluttist til Maríu dóttur sinnar og var því sín síðustu ár í nálægð dætra sinna og mátti engin af annarri sjá. Um eins árs skeið bjuggu þau Ingimundur og Guðný í Karistad f Svíþjóð þar sem Ingimundur rak varahlutaverslun í samvinnu við félaga sinn og vin, Grétar Hinriks- son. En þau fluttust upp aftur og Ingimundur tók við fyrri störfum sínum hjá slökkviliðinu. Guðný hóf störf sem teiknikennari við Grunn- skóla Njarðvíkur 1981 og kenndi til 1987 þar og líkaði vel. Þau Ingi- mundur og Guðný fóra víða, bæði um Evrópu og Bandaríkin þar sem systur Ingimundar bjuggu og höfðu sameiginlegan áhuga á ferðalögum. Árið 1983 misstu þau son sinn Eirík í hörmulegu slysi um borð í mb. Gunnjóni og var þáð þeim og systrum Eiríks og þeirra sem þekktu mikið áfall. Á þeim tíma reyndist Helga dóttir þeirra foreldr- um sínum vel eins og endranær. Síðla árs 1987 kenndi Guðý sér meins og var komin með krabba- mein, hún fór í uppskurð í byijun janúar 1988 og þá meðferð síðan sem fær var. Sjúkdómurinn seig á og Guðný lést þann 7. maí sl. eftir stutta legu á sjúkrahúsinu í Keflavík. Ég votta Ingimundi, Helgu, Lára og Birnu samúð mína og bið Guð að blessa Guðnýju Þorsteinsdóttur. Þorsteinn Hákonarson Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. J*-±. VESTURGOTU 14 - SÍMAR 14630 - 2I4B0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.