Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Skýrsla CIA um Lockerbie-slysið: Iransstjórn stóð að baki tilræðinu Washington. Reuter. í SKÝRSLU bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir að írönsk stjórnvöld hafi greitt palestínskum öfgamönnum 1,3 milljónir dala, um 69 milljónir ísl. króna, íyrir að sprengja í loft upp flugvél Pan Am-flugfélagsins, sem fórst yfir Skotlandi í desember á síðasta ári. Frá þessu var greint bandaríska dagblaðinu Washington Post í gær. f fréttinni segir að CLA hafi kom- þýðufylkingunni fyrir frelsun Pal- ist að þeirri niðurstöðu að palestín- skir öfgamenn, sem tilheyra Al- Grænland: 30% innflutn- ingsgjald á lúxusvörur Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landsþingið hefur lagt 30% innflutnings- gjald á munaðarvarning, þar á meðal útvarps- og sjón- varpstæki, hljómplötur, hljóm- og myndbönd og ljós- myndavörur. Auk þess hækka innflutn- ingsgjöld af bifreiðum, sem kosta yfir 100.000 danskar krónur (u.'þ.b. 720.000 ísl. kr.). Bifreiðagjöldin hafa hingað til verið jafnhá af öllum bílum, en ekki farið eftir verði eða stærð. Landsþingið hefur enn frem- ur komið á nýrri skipan, sem gerir borgurunum kleift að draga úr skattgreiðslum sínum með því að leggja fé inn á spari- reikninga í grænlenskum bönk- um. Þá getur fólk einnig minnkað skattgreiðslur sínar með íbúðarkaupum, endurbót- um á húsnæði, kaupum á ís- og frystiskápum eða öðrum tækjum í sama vöruflokki, hús- gögnum og teppum, með því að stofna til sjálfstæðs atvinnu- rekstrar eða kaupa hlutabréf í fyrirtækjum. estínu, PFLP, hafi verið fengnir til að fremja ódæðið. Bandarísku alríkislögregluna skortir þó næg sönnunargögn til að hægt sé að leggja fram ákærur og-CIA getur ekki upplýst ríkis- stjórnir annarra landa um niður- stöður sínar vegna skorts á gögn- um, segir í Washington Post. Vestur-þýska tímaritið Quick greindi frá því fýrr í þessari viku að íranir hefðu greitt samtökum Ahmeds Jibrils, PFLP, 1,3 milljónir dollara, um 69 milljónir ísl. króna, fyrir að sprengja þotuna í loft upp. í grein tímaritsins var því haldið fram að með sprengjutilræðinu hefðu íranir ætlað að hefna þess að bandaríska herskipið Vincennes skaut niður íranska farþegaþotu af Airbus-gerð yfir Persaflóa í júlí á síðasta ári. Fr-fMfíFHM "MONS. BONEBCT- ....... ..... Reuter Mæður mötmæla íEl Salvador Mæður Salvadormanna, sem hafa verið myrtir vegna stjórnmálaskoð- ana sinna, söfnuðust saman í San Salvador á „degi mæðranna“, sem var í gær, til að minnast bama sinna og krefjast þess að morðingjun- um yrði refsað. Mannréttindahreyfingar áætla að her E1 Salvador og dauðasveitir hægriöfgamanna hafi orðið 30.000 manns að bana í landinu. Vinstrisinnaðir skæmliðar réðust í gær á bæi og herstöðvar í tólf af fjórtán hémðum landsins og talið er að í það minnsta 48 manns hafi beðið bana eða særst. Salman Rushdie-málið: Morðhótun Iranaer enn í fullu gildi Peking. Reuter. MORÐHÓTUN íranskra stjóm- valda í garð Salmans Rushdie, höfundar bókarinnar Söngva Satans, er enn í fullu gildi, að því er Ali Khameini, forseti ír- ans, sagði á blaðamannafundi í Peking í gær. Khameini er í opin- berri heimsókn í Kína og lýkur henni á sunnudag. „Skotinu hefur verið hleypt af. Nafn hans er greypt í byssukúluna og fyrr eða síðar hittir hún í mark,“ sagði Khameini. Iransforseti hitti Deng Xiaoping, leiðtoga Kína, í gær og af því til- efni lýsti hann því yfir að íranir og önnur ríki þriðja heimsins væm frið- elskandi. Deng sagði á fundi þeirra í Alþýðuhöllinni mjklu í Peking að Kínveijar teldu írani og aðrar arabaþjóðir, þar á meðal Iraka, til vinaþjóða sinna. „Ríkistjómir Þriðja heims ríkja verða að vinna saman og forðast innbyrðis deilur,“ sagði kínverski leiðtoginn. Mótmæli áformuð við komu Gorbatsjovs til Kína: Vilja að Sovétleiðtoginn ávarpi námsmenn í Peking Peking. Reuter. NÁMSMENN í Peking hyggjast efiia til mótmæla á mánudag, þegar Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi kemur í heimsókn til borgarinnar. Leiðtogar þeirra sögðust í gær ætla að fara þess á leit við Gorbatsjov að hann Atassut krefst aukinna áhrifa Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. ATASSUT-flokkurinn á Grænlandi undirbýr nú að krefjast aukinna áhrifa í samstarfinu við stjórnarflokkinn, Siumut. Atassut styður Siumut í landsþinginu en hefur enga menn í landsstjórninni. Otto Steenholdt, formaður Atass- ut, sagði í samtali við grænlenska útvarpið eftir flokksstjómarfund fyrir skemmstu að líklegt væri að Atassut myndi í haust krefjast eins til tveggja ráðherraembætta. í eitt ár hefur Atassut, sem er hægri flokkur, stutt stjóm krata- flokksins Siumut. 9. maí í fyrra sagði Siumut skilið við vinstriflokk- inn Inuit Ataqatigiit og hallaði sér að Atassut sem fékk þó lítið í stað- inn fyrir stuðninginn. Það kann að hafa ýtt undir At- assut að sækjast eftir auknum áhrifum að einum ráðamanna Siumut, Jens Lyberth, tókst naum- lega að bjarga skinninu á dögunum. Hann fer með menningar- og menntamál í landsstjóminni. Þáttur hans í kaupum heimastjórnarinnar á nokkmm húsum af grænlenska alþýðusambandinu þótti vafasamur. Húsin voru keypt fyrir 23 milljónir danskra króna (165 milljónir ísl. kr.) en Lyberth er einmitt fyrrver- andi formaður alþýðusambandsins. Inuit Ataqatigiit hefur borið fram vantraust á Lyberth en Siumut og Atassut vörðu hann falli. Annars hefur landsþingið ákveð- ið að byggja nýtt hús fyrir formann grænlensku landsstjómarinnar, en Jonathan Mozfeldt gegnir því emb- ætti nú. Nýja húsið verður helmingi stærra en venjulegt einbýlishús og mun kosta 3 milljónir danskra króna eða tæpar 22 milljónir íslenskra. Ekki er nema hálft ár síðan landsstjórnin varði milljónum danskra króna til að endumýja núverandi híbýli landsstjórnarform- annsins, hús sem kennt er við Hans Egede, til þess að þar mætti taka á móti opinberum gestum. ræddi við námsmenn um lýðræð- isumbætur meðan á heimsókn hans stendur. Félagar í baráttu- nefnd námsmanna í Peking- háskóla ætla að fara með bréf til sovéska sendiráðsins í borg- inni, þar sem Sovétleiðtoganum verður boðið að halda ræðu í háskólanum. Námsmennirnir hafa efnt til fjöl- margra mótmælafunda í höfiið- borginni undanfarnar þijár vikur til að krefjast prentfrelsis, lýðræðis og viðræðna við stjómvöld. Þeir sögðust í gær ætla að efna til mót- mæla á Torgi hins himneska friðar á hádegi á mánudag, eða um það leyti sem Gorbatsjov kemur til landsins, og telja þeir það kjörið tækifæri til að vekja athygli á kröf- um sínum. Kínversk stjómvöld hafa hingað til reynt að sniðganga mót- mæli námsmannanna en talið er þau muni taka harðar á mótmælum meðan á heimsókn Gorbatsjovs stendur, fyrstu heimsókn Sovétleið- toga til landsins í þijá áratugi. Atkvæðamiklir mótmælendur úr röðum námsmanna sögðu að Pek- ing-háskóli hefði verið gerður að höfuðstöðvum óháðu námsmanna- hreyfingarinnar í landinu. Flestir námsmanna háskólans hafa ekki mætt til kennslu að undanförnu til stuðnings kröfum hreyfingarinnar. Hins vegar virðist hafa dregið úr Reuter Kínverskir námsmenn prenta hér flugrit í heimavistarherbergi í Peking-háskóla. Námsmenn hyggjast efha til mótmæla á mánudag, þegar Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi kemur í heimsókn til borgar- innar, og ætla aö biðja hann að flytja ræðu í Peking-háskóla. eldmóði námsmanna í öðrum há- skólum að undanförnu. Margir kínverskir blaða- og fréttamenn hafa að undanförnu lýst opinber- lega yfir stuðningi við kröfur náms- manna og vonast stúdentaleiðtogar til þess að sá stuðningur blási nýju lífi í baráttuna fyrir lýðræðisumbót- um. Ársfundur WHO: Umræðum um umsókn PLO frestað Genf. Reuter. ÁKVEÐIÐ var á miðvikudag á ársfundi Alþjóðaheilbrigðis- stofiiunarinnar, WHO, að fresta atkvæðagreiðslu um aðild PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, að henni. Hefur umsókn PLO valdið stofhuninni verufegum vandræðum og Bandaríkjamenn hafa meðal annars hótað að hætta framlögum sínum til henn- ar verði hún samþykkt. Samþykkt var með 56 atkvæðum gegn 47 að fresta umræðum um umsóknina til dagsins í dag og sögðu vestrænir fulltrúar, sem flestir eru andvígir aðild PLO, að á óvart hefði komið hve mörg Aust- ur-Evrópuríki og þróunarríki hefðu verið sammála frestuninni. Þegar málið verður loks tekið fyrir verður lögð fram tillaga um að bíða með ákvörðun fram á næsta ár en ekki er ljóst hvernig henni mun reiða af. Vestrænum ríkjum og mörgum þróunarlöndum finnst það óeðlilegt, að rætt skuli vera um aðild ríkis, sem enn er ekki almennt viður- kennt, og telja Heilbrigðisstofnun- inni lítinn greiða gerðan með um- sókninni. í frestunartillögunni, sem líklega verður lögð fram á föstu- dag, er þó reynt að koma til móts við Palestínumenn og araba með yfirlýsingu um, að vonandi muni Palestínumenn síðar fá fulla aðild að stofnuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.