Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 54- KÖRFUKNATTLEIKUR Pélur til Israel? Fertil að kynna séraðstæður hjá bikarmeisturunum Hapoel Galiel Elite. MinnesotaTimberwolves hefureinnig áhuga KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ PÉTUR Guðmundsson, sem leikið hefur með San Antonio Spurs, hefur fengið mjög gott tilboð frá ísraelska liðinu Hapoel Galiel Elite. Pétur hef- ur átt í viðræðum við liðið og fer utan í júnítil að kynna sér aðstæður. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsinser til- boðið mjög gott en þó ber enn nokkuð á milli. Pétur er með lausan samning hjá San Antonio og því getur hann farið hvert sem hann vill. „Ég hef verið að tala við forráða- menn Hapoel og fer út í júní. Þá byijum við samningaviðræður fýrir alvöru,“ sagði Pétur. —Er þetta gott tilboð? „Það fer nú eftir því við hvað er miðað. Ég hef lagt fram mínar kröfur og það vantar enn svolítið. En þeir vilja fá mig í heimsókn og ræða málin augliti til auglitis.“ í liði Hapoel eru sex Banda- ríiqamenn, fjórir með ísraelskan ríkisborgararétt. Hvert lið má nota tvo Bandaríkjamenn og á Pétur að leysa annan þeirra af hólmi. Þess má geta að lið Hapoel kom til íslands og sigraði íslenska landsliðið í þremur vináttuleikjum. Liðið er mjög sterkt, er núverandi bikarmeistari í heimalandi sínu, og hefur staðið framarlega í Evr- ópukeppni félagsliða. Minnesota vill fá Pétur Tvö ný lið bætast við NBA- deildina í næsta vetur. Það eru Minnesota Timberwolves og Or- lando Magic. Fyrmefnda liðið hef- ur augastað á Pétri, enda leitar það að hávöxnum leikmanni. Pét- ur sem er 2,18 m á hæð er einn af fimm stærstu leikmönnum deildarinnar og líklega sá eini þeirra sem er á lausu. Því hefur Minnesota sett sig í samband við hann og boðið honum að ræða málin. „Það hefur ekki mikið gerst í því en þeir hafá verið í sambandi við mig og sýnt áhuga. Það verð- ur þó líklega ekki gert neitt í því fyrr en að úrslitakeppninni er lok- ið,“ sagði Pétur. Landsliðið fékk stóran skell í Anadia í Portúgal ÍSLENSKA landsliðið reið ekki feitum hesti frá viðurelgn sinni við það portúgalska í Evrópukeppni landsliðs í Ana- dia í gærkvöldi. Leikmenn íslenska liðsins máttu þola stórttap-76:116. etta var ekki okkar dagur. Það gekk ekkert upp hjá strákunum og vamarleikurinn var lélegur. Portúgalamir náði fljót- lega fimmtán stiga forskoti og héldu síðan áfram að bæta við þar til yfir lauk. Það var sama hvað Laszlo Nemeth, þjálfari, tók til bragðs - breytti varnarleik eða skipti um leikmenn. Ekkert gekk upp. Ég hef ekki séð íslenskt lið leika svona illa í áraraðir,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, fararstjóri íslenska liðsins. Þeir sem settu stig liðsins, vom: Guðmundur Bragason 19, Guðjón -Skúlason 15, Valdur Ingimundar- son 10, Magnús Guðfinnsson 10, Jón Kr. Gíslason 8, Guðni Guðna- son 7, Tómas Holton 2, Birgir Mikaelsson 2, Teitur Örlygsson 2 og Falur Harðarson 1. Belgíumenn, sem íslenska liðið leikur gegn í dag, komu á óvart ogunnu ísraelsmenn, 77:71. Ung- veijar sátu hjá. „Belgíumenn virð- ast vera með sterkasta liðið hér,“ sagði Gunnar. IPétur Guðmundsson í leik með San Antonio Sjjurs. Pétur er nú á leið til Israel að kanna aðstæður hjá ísra- elska liðinu Hapoel Galiel Elite. ÍÞRÚmR FOLK- ■ SIGURÐUR Grétarsson og félagar hans hjá Luzern gerðu jafntefli, 3:3, við Young Boys í gærkvöldi í svissnesku 1. deildar- keppninni. Ungu Frá Önnu strákarnir vom yfir, Bjamadóttur 1:3, þegar Sigurður /Swss fiskaði vítaspymu og síðan jönuðu heimamenn rétt fyrir leikslok. Luz- ern er enn efst með 24 stig, eins og Grasshoppers. Sion er með 23 stig og Young Boys og Neucheitef^ em með 20 stig. ■ EITT rautt og sjö gul spjöld vom á lofti þegar Celta vann Real Madrid, 1:0, í seinni leik liðanna í spænsku bikarkeppninni í gær- kvöldi. Real, sem vann fyrri leik- inn, 4:1, mætir Atietico Madrid í undanúrslitum. Einn leikmaður Celta var rekinn af leikvelli og fimm vom bókaðir. ■ BRASILÍA vann Perú, 4:1, í vináttulandsleik í knattspyrnu. 70 þús. áhorfendur sáu leikinn, sem fór fram í Fortaleza. Ze do Carmo (8. mín.), Deveto (22.) og Charles 2 (54.,81.) skomðu mörk Brasilíu- manna, en Torrez (61.) mark Perú^r _ ■ ÞRÍR framkvæmdastjórar í ensku 1. deildarkeppninni, sem léku saman með Lincoln City fyrir nítján ámm, em nú í fallbaráttu. Einn þeirra, Jim Smith, er þegar fallin með lið sitt Newcastle - í 2. deild. Hinir tveir - Ray Har- ford, Luton og Graham Taylor, Aston Villa, em á barmi falls með lið sín. ■ RICKY HiU, sem leikur sinn 500. leik með Luton gegn Norwich á morgun, mun að öllum líkindunv- fara til franska félagsins Le Havrer eftir þetta keppnistímabil, en félag- ið hefur áhuga á að fá hann til sín. Brian Stein, fyrmm félagi Hill leikur með Caen í Frakklandi. „Stein kann mjög vel við sig í Frakklandi. Ég hef áhuga að spreyta mig þar,“ sagði Hill. GOLF Mót í Haf narf irði Golfklúbburinn Keilir heldur mót í golfi á golfvellinum á Hvaleyrarholti á mánudaginn kem- ur. Keppt verður í flokkakeppni í fimm flokkum og verða glæsilegihC- ferðavinningar með Flugleiðum í boði. FRJÁLSÍÞRÓTTIR / VORMÓT ÍR Jóhann sigraði - í Kaldalshlaupinu sem fram fór í sjöunda sinn í gær JÓHANN Ingibergsson úr FH sigr- aði í Kaldalshlaupinu, sem var há- punktur Vormóts ÍR, sem f ram fór á Valbjarnarvelli í gær. Þetta var fyrsta mót frjálsíþróttamanna á þessu ári. Alls voru 110 keppendur sem tóku þátt í mótinu og náðist ágætur árangur í mörgum greinum þrátt fyrir frekar kuldalegt veður. Sigur Jóhanns Ingibergssonar, tré- smiðs úr Garðabæ, í Kaldalshlaup- inu kom nokkuð á óvart. Már Hermanns- son, UMFK, var talinn sigurstranglegri fyrir hlaupið, en hann ValurB. leiddi hlaupið frá byijun Jónatansson og þar aðeins 200 skrifar metrar voru eftir. Þá tóku Jóhann og Daníel Guð- mundsson úr USAH, sem höfðu fylgt honum fast eftir, mikinn endasprett og hreinlega stungu Má af. „Þetta var erfitt hlaup. Ég bjóst við að Már myndi hafa þetta, en ég hafði þó alltaf von og náði góðum enda- spretti,“ sagði Jóhann eftir sigurinn. „Ég hef æft mjög vel í vetur og m.a. farið tvívegis erlendis og það hefur hjálpað mér mikið.“ í 400 m hlaupi kvenna var keppt um Kristinsbikarinn og þar sigraði Oddný Árnadóttir, ÍR, með nokkrum yfirburð- um. Martha Emstdóttir, ÍR, hafði sömu yfirburði í 1.500 metra hlaupi kvenna. Súsanna Helgadóttir, FH, sigraði í 100 metra hlaupi kvenna á 11,9 sekúndum. Þar vakti athygli 13 ára gömul stúlka úr ÍR, Kristín Alfreðsdóttir, sem hljóp á 12,8 sekúndum - mikið efni þar á ferð. Helstu úrslit urðu sem hér segir: 3.000 m hlaup karla (Kaldalshlaupid) Steinn Jóhannsson, FH 51.3 Finnbogi Gylfason, FH 51.6 Langstðkk kvenna Súsanna Helgadóttir, FH 5.69 Birgitta Guðjónsdóttir, HSK 5.10 Björg Össurárdóttir, FH 5.09 Hástökk karla Einar Kristjánsson, FH 2.02 Gunnlaugur Grettisson, ÍR 2.00 Stefán Þór Stefánsson, lR 1.90 Kúluvarp karla Pétur Guðmundsson, HSK 17.70 Andrés Guðmundsson, HSK 15.81 Árni Jenssen, ÍR 14.68 Sleggjukast GuðmundurKaHsson, FH 55.86 Jón A. Siguriónsson. UMSK S9 as Guðni Siguijónsson, UMSK 52 26 Már Hermannsson, UMFK 8:44.6 Spjótkast kvenna Bir^itta Guðiónsdóttir. HSK 40 ftfi Brvndís Hólm. ÍR 39 80 400 m hlaup kvenna (Kristinsbikarinn) Oddný Ámadóttir, ÍR 57.9 Unnur Sigurðardóttir, UMFK 37 92 1.500 m hlaup kvenna Martha Emstdóttir, ÍR 4-35 8 Helen Ómarsdóttir, FH 64.5 100 m hlaup kvenna Súsanna Helgadóttir, FH 11.9 Margrét Brynjólfsdóttir, UMSB 4:45.4 Friða Rún Þórðardóttir, UMSK 4:48.1 4 x 100 m boðhlaup karla HSK 44 3 UMSS 449 100 m hlaup karla B-sveitÍR 457 4 x 100 m boðhlaup kvenna FH 52 1 400 m iilaup karla Friðrik Larsen, HSK 49.7 A-sveit lR 52.4 B-sveit ÍR 58.3 Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhann Ingibergsson úr FH sigraði í Kaldalshlaupinu sem var haldið í sjöunda sinn í gær. Hlaupið er til minningar um Jón Kaldal sem var einn besti langhlaupari á Norðurlöndum um 1920.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.