Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 52
EINKAfíEIKN/NGUR ÞINN í IANDSBANKANUM m __________________Mk * r SJOVA-ALMENNAR Nýtt félají meii sterkur rætnr FOSTUDAGUR 12. MAI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Kflóið af óveiddum þorski á 15 krónur Svipuð yfirborgun er algeng á rækju Háskólaráð: Nefiid geri tillögnr ^umaukið valfirelsi HÁSKÓLARÁÐ ákvað í gær samhljóða að stofna sex manna nefhd skipaða fulltrú- um frá rektor, stúdentum og deildum Háskólans til þess að Qalla um það með hvaða hætti sé hægt að auka val- frelsi stúdenta innan skólans. Tillaga um þetta efni var borin ^ fram af fulltrúum Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, Arn- þóri Garðarssyni forseta raunvís- indadeildar og Valdimar K. Jóns- syni forseta verkfræðideildar. Samþykkt háskólaráðs gerir ráð fyrir að nefndin skili ráðinu tillög- um um aukið valfrelsi innan árs. Hún á einnig að leita umsagnar námsnefnda í öllum deildum, skor- um og námsbrautum Háskólans. „Við Vökumenn höfum kallað þetta að bijóta niður deildar- •^múrana. Það er mjög mismunandi hversu opnar deildir Háskólans eru,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla ís- lands, en hann situr einnig í há- skólaráði. „Við teljum mjög mikil- vægt fyrir Háskólann sem aka- demíska stofnun að nemendur v geti í auknum mæli leitað sér þekkingar í öðrum deildum en þeirri, sem þeir sitja í, og fái hana metna til eininga. Með því fengju menn breiðari og fjölbreyttari menntun. Það er einnig mikilvægt að við þessa undirbúningsvinnu verði einingakerfí, námsmat og undanþágur samræmd. Við höfum -^unnið að því að koma þessu máli "i gegn í heilt ár og erum mjög ánægð með þessa samþykkt." kemur fram að Framsóknarflokkur- inn hefur tapað rúmum þriðjungi fylgis síns frá þvi í þingkosningunum 1987 i Reykjanesi, kjördæmi Steingríms Hermannssonar forsætis- ráðherra. Flokkurinn fengi nú 12,9%, en fékk 19,8% í kosningunum. Sé litið á það, hvað kjósendur '^flokkanna 1987 segjast nú munu kjósa, kemur í ljós að Sjálfstæðis- flokki helzt bezt á kjósendum sínum; 77% þeirra sem kusu flokkinn ætla að kjósa hann aftur. Aðeins 34% af kjósendum Alþýðuflokks myndu greiða honum atkvæði sitt nú, en 15% þeirra myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Af kjósendum Alþýðu- bandalagsins myndu 49% kjósa VERÐ á óveiddum fiski og rækju hefur hækkað verulega að undan- förnu. Skýringarinnar er annars vegar að leita i gjöfulli vetrar- vertíð og hins vegar minnkandi kvóta. Á fyrri hluta vertíðarinnar var verð á óveiddu þorskkilói 8 flokkinn aftur, en 6% myndu snúa sér til Sjálfstæðisflokks og 12% til Kvennalistans. Þeir svarendur í könnuninni, sem sögðust ætla að kjósa einhvem flokk, voru spurðir hvort val þeirra réðist fremur af ánægju með eigin flokk eða óánægju með aðra. Fleiri af fylg- ismönnum stjórnarandstöðuflokk- anna reyndust velja þá vegna óánægju með aðra flokka en stuðn- ingsmenn stjómarflokkanna. Þannig sögðust 43% af fylgismönnum Sjálf- stæðisflokks og 44% stuðnings- manna Kvennalista kjósa þá vegna óánægju með aðra. Sjá í miðopnu firásögn af niður- stöðum könnunarinnar. til 10 krónur, en er nú um 15 krón- ur. Verðlagsráðsverð á stærstu rækjunni er nú 73 krónur, en yfir- borgun á hana er farin að nálgast 15 krónur líka. Við ákvörðun á heildarafla helztu nytjafiska hér við land undir lok síðasta árs var ákveðið að minnka þorskveiðiheimildir um tíund og er því minna til skiptanna en í fyrra. Þorskafli fyrstu íjóra mánuði ársins er svipaður og í fyrra hjá togurunum en mun meiri hjá bátunum. Því mun verða miklu minna um færslu kvóta frá bátum til togara en á síðasta ári. Það em helzt frystitogarar og þeir, sem góðum árangri hafa náð við útflutning á ísfiski, sem ráða við svona hátt verð á óveiddum þorski, en þó má segja að það sé í samræmi við hæsta markaðsverðið hér heima, sem er töluvert yfir lágmarksverði Verðlagsráðs. Rækjukvótinn hefur verið skorinn verulega niður frá því hann var sett- ur á úthafsrækjuna. Bæði verksmiðj- ur og útgerðir keppast því um aflann til að nýta fjárfestingu í skipum og vinnslu í landi. Verð fyrir stærstu rækjuna hér heima er 73 krónur á kíló, en 15 krónu greiðsla ofan á það er orðin algeng. Til em dæmi um það, að vinnslan greiði þannig upp- bót á rækjuna að fyrir hvert kíló, sem landað er, komi, auk greiðslu fyrir rækjuna, eitt kíló af óveiddum þorski. Þá hefur rækjuvinnslan í einhverjum tilfellum leigt skip með kvóta til veiða fyrir sig og leggur þá meðal annars til veiðarfæri og annan kostnað ofan á rækjuverðið. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, segir að bátaflot- anum hafi í vetur vegnað betur en undanfarin ár og því verði minna um tilfærslu frá bátum til togara en ver- ið hafi. Vegna þess verði útgerðar- menn að hugsa enn betur til þess en áður að deila veiðiheimildum sínum niður á árið. Ennfremur segir Kristján að nú muni reyna meira á kvótakerfið sem tæki til stjómunar á heildarafla en nokkm sinni fyrr. Menn verði að gera sér grein fyrir því, að það sé hægt að geyma físk- inn í sjónum og því sé ekkert að því að taka upp veiðarfæri í góðu fiskiríi. „Gott fiskirí á að vera reglan, ekki undantekningin. Til að svo geti orð- ið, verður að byggja þorskstofninn upp og taki menn veiðarfærin upp í góðri veiði eykur það líkumar á góðri vertíð að ári,“ segir Kristján. Vatnúr Bláalón- inu flutt út? HITAVEITU Suðumesja hefur borist fyrirspum frá breska fyrir- tækinu Masa Marketing Ltd. í London um möguleika á að flytja út vatn úr Bláa lóninu. Er óskað eftir samvinnu við hitaveituna og beðið um sýnishorn af vatninu. Þetta mun i fyrsta sinn sem slík fyrirspum berst hingað til lands. Ingólfur Aðalsteinsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, segir að þeir hafi tekið jákvætt í beiðni Masa og sent svarbréf þar sem óskað er nán- ari upplýsinga frá fyrirtækínu. „í svarinu sem ég sendi sagði ég að alveg sjálfsagt væri að senda þeim sýnishom. Einnig sagði ég að við vildum vinna með þeim að þessu máli ef svo bæri undir," segir Ingólf- ur._ í máli Ingólfs kemur fram að Masa ætli vafalaust að kanna hvort hægt er að nota vatnið af flöskum til psoriasis-lækninga. Sveinsstaðahreppur: Búfjártaln- ingn lokið TALNINGU búQár lauk í gær í Sveinsstaðahreppi í A-Húnavatns- sýslu. Að beiðni búnaðarmála- stjóra framkvæmdu tveir bændur úr hreppnum talninguna á gmnd- velli ákvæða í búQárræktarlögum, sem kveða á um vorskoðun búfjár í sambandi við forðagæslu. Einn bóndi í hreppnum neitaði að láta kanna hjá sér búsmalann. Oddviti Sveinsstaðahrepps hafði neitað að verða við beiðni landbúnað- arráðuneytisins. um talningu búfjár í hreppnum á þeirri forsendu að vafí léki á lögmæti hennar, og með henni væri verið að lýsa vantrausti á störf hans. Að sögn Magnúsar Ólafssonar bónda á Sveinsstöðum, sem var ann- ar þeirra er framkvæmdi vorskoðun- ina, fékkst gott yfírlit fjölda og ástand búfjár í hreppnum. Aðeins einn bóndi í hreppnum hefði ekki viljað viðurkenna störf þeirra, og hefði hann meinað þeim að athafna sig í landi sínu. Með milljón m í vörpunni Frystitogararnir Haraldur Kristjánsson HF og Sjóli HF fóru á tilraunaveiðar á úthafskarfa 18. og 20. apríl síðastliðinn og á myndinni sést 25 til 30 tonna hal sem Haraldur Kristjánsson fékk á Reykjaneshryggnum 1. maí, skammt fyrir utan landhelgina. Karfinn er heilfrystur og seldur til Kóreu en þar fást 45 krón- ur fyrir kílóið af honum. Verðmæti aflans á mynd- inni er því rúmlega 1 millj- ón króna. Sjóli hafði fryst 180 tonn af úthafskarfa á hádegi í gær, fimmtudag. Hann hefur meðal annars stundað veiðarnar mitt á milli Kanada og íslands en kemur til landsins á morg- un. Sjá frásögn bls. 21 Jón Páll Ásgeirsson Reykjavík og Reykjanes: Sj álfstæðisflokk- ur fengi rúm 48% - samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofhunar Sjálfstæðisflokkurinn fengi 48,1% atkvæða í Reykjavík og 48,9% á ‘Reykjanesi ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofhun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið. í þessum tveimur kjördæmum eru jafnframt flestir andstæðingar ríkisstjórnarinnar, um 52% í báðum kjördæmum. í öðrum landshlutum fengi Sjálfstæðisflokkur samanlagt fylgi 32,8% þeirra, sem afstöðu taka. í niðurstöðum könnunarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.