Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 19 í lífí mínu, að hún kæmi ekki í huga minn. Lífshlaup hennar varð langt, rúmir 9 áratugir, en einhvem veg- inn var það svo, að fyrir mér varð hún aldrei gömul. Áhugi hennar á öllu, sem fyrir bar, lífsgleði hennar og jákvætt hugarfar ollu því, að allir hlutu að hrífast með. Forlögin veittu henni í vöggu gjafir góðar, viljastyrk, fágæta greind, listfengi og, framar öllu, hæfileikann til að miðla öðrum af sjálfri sér. Hún var göfug kona. Örlögin ófu henni vef, eigi hnökralausan, en í mótlæti var hún sterkust. Mín nánasta fjölskylda, kona mín, synir og tengdadætur, þakkar fyrir að hafa átt hana að. Mér var hún ætíð sem önnur móðir. Því kveð ég hana sonar- kveðju í djúpri virðingu og þökk. Már Katrín Viðar fæddist í Reykjavík, og var hún elsta barn hjónanna Jóns Norðmanns frá Barði í Fljótum og Jórunnar Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Systkini Katrínar voru: Jón, dó ungur og ókvæntur, Kristín, kona Páls ísólfs- sonar tónskálds, Óskar, fram- kvæmdastjóri og eigandi bygging- arvömverslunarinnar J. Þorláks- sonar kaupmanns í Reykjavík, Ásta, danskennari í Reykjavík, kona Eg- ils Árnasonar kaupmanns, og Jór- unn, gift Jóni Geirssyni lækni, þau skildu og seinni maður hennar var Þorkell Gíslason. Foreldrar Katrínar fluttust til Akureyrar og var faðir hennar þar útgerðarmaður til dauðadags, en hann dó ungur. Eftir lát hans fluttist Jómnn til Reykjavíkur með börnin, og Katrín hóf nám í Verslunarskóla íslands. Að því námi loknu fór hún til Þýska- lands og stundaði þar nám í píanó- leik í tvö ár. Þegar hún kom heim frá Þýskalandi hóf hún kennslu í píanóleik og hélt því starfi áfram framundir áttrætt. Á fyrri ámm var hún oft með 30—40 nemendur á vetri, og em það því orðnir margir sem lært hafa hjá henni, enda var hún afburða góður kennari. Katrín giftist Einari Viðar bankaritara og söngvara í Reykjavík. Foreldrar hans vom Ind- riði Einarsson skrifstofustjóri og rithöfundur, og kona hans, Martha María Guðjóhnsen. Þau Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jór- unni Viðar tónskáld, fædda 7. des- ember 1918, gift Lámsi Fjeldsted lögfræðingi. Þeirra böm em Láms, Katrín og Lovísa, og Drífu Viðar rithöfund, fædda 5. mars 1920, dáin 19. maí 1971, gift Skúla Thor- oddsen lækni, börn þeirra em: Ein- ar, Theódóra, Guðmundur og Jón. Katrín missti mann sinn eftir nokk- urra ára sambúð. Hún giftist öðm sinni árið 1937 og var seinni maður hennar Jón Sigurðsson skólastjóri við Lauganesskólann. Hann var mikill menningarfrömuður og hug- sjónamaður og vom þau hjón mjög samhent. Jón dó árið 1977. Árið 1925 stofnsetti Katrín versl- un með hljóðfæri og listmuni í Lækjargötu 2 og rak hana í mörg ár. Jón Norðmann, faðir Katrínar, var móðurbróðir móður minnar, og var hún tvo vetur við nám á heim- ili þeirra hjóna á ungdómsáram sínum. Þá bast hún þeim vináttu- böndum við Katrínu frænku sína sem ekki slitnuðu upp frá því. Fyrstu minningar mínar um Katrínu frænku mína em því bréfin frá henni, sem hún skrifaði móður minni, og komu eins og fréttir úr annarri veröld inn á lítið sveitaheim- ili norður í Skagafirði, en svo langt var á milli Reykjavíkur og skag- firskrar sveitar á þessum ámm. Þá var líka myndin af henni, sem stóð á kommóðunni heima. Mynd af ungri stúlku á hvítum kjól, svo fal- legri að ég hugsaði mér að svona myndu englamir á himnum líta út. En það var á sólbjörtum júlídegi sumarið 1932, að ég sá Katrínu frænku mína fyrsta sinni. Hún kom í heimsókn, ásamt Guðrúnu Sveins- dóttur vinkonu sinni, en þær vom á ferð um landið á hestum. Þá bauð Katrín mér að koma suður um haustið til náms, og dveljast á heim- ili sínu. Þetta var ekki lítill fengur fyrir námsþyrsta sveitastúlku, það var sannarlega að detta í lukkupott- inn. Um haustið fór ég suður og stundaði nám í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur næstu tvo vetur. Þau ár em mér ógleymanleg. En þó skólinn væri þroskandi og þar lærði ég margt sem kom mér að gagni í lífinu, var ekki síður mikilsvert að verða þess láns aðnjótandi að fá að dveljast á heimili Katrínar frænku minnar. Það var menning- ar- og menntaheimili, einn samof- inn heimur lita og tóna, listar og fegurðar. Ég held ekki að á neinn af samferðafólki mínu sé hallað, þó mér finnist Katrín Viðar vera einhver göfugasta manneslqa sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Það var lærdómsríkt að ræða við hana, og var þá sama um hvað var rætt, sjón- deildarhringur hennar var víður, þekking á mönnum og málefnum staðgóð, og hún horfði á heiminn hleypidómalausum augum. Eitt af því sem Katrín bar fyrir brjósti var að því yrði komið til leið- ar að allar ungar stúlkur lærðu eitt- hvert starf, sem gæfi þeim svo af- dráttarlaus réttindi, að þær gætu alltaf séð sér og sínum farborða, hvað sem í skærist á lífsleiðinni. Hún var þannig sú mannsekja sem kveikti í mér þann neista kvenrétt- inda sem ég hef að leiðarljósi enn í dag. Þá var Katrín mikill íþróttaunn- andi. Hún stundaði bæði skíða- og skautaíþrótt, og það var hennar framtíðarsýn að hér yrði byggð skautahöll svo hægt væri að stunda skautaíþróttina bæði sumar og vet- ur og burtséð frá veðri. Þegar skautahöllin var reist var Katrín orðin 72ja ára gömul. Þá hringdi sjónvarpið til hennar og bað hana að vígja skautahöllina. Hún lét til leiðast þó hún hefði ekki stigið á skauta í fimm ár. Og þegar maður sér sjónvarpskvikmynd frá þeirri athöfn má sjá hvar Katrín Viðar fer þar fremst í flokki, og verður ekki annað séð en þar fari ung stúlka, svo léttar vom hreyfingar hennar á svellinu. Skautahöllin var síðar gerð að bílastæði. Þegar ég lít yfir farinn veg finnst mér heimilið á Laufásvegi 35 bera af öllum heimilum sem ég hef kynnst, ekki aðeins að fegurð og smekkvísi, heldur var það ekki síður sá andi sem ríkti þar innan veggja. Það var sannarlega heimili þar sem gleðin og bjartsýnin réð ríkjum. Ég held að ekki finnist samheldnari fjölskylda en Katrín, og dætur hennar, þær Jómnn og Drífa vom. Og heimili Katrínar stóð opið öllum okkar vinum og félögum. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þá var Katrín ekki síður hjálparhella allri sinni fjölskyldu og vinum, ef eitthvað bjátaði á. Á stundum gleðinnar og einnig sár- ustu sorgarinnar var Katrín jafnan nálæg og það var alltaf jafn gott að finna hennar styrku hönd. Ég vil ljúka þessum fátæklegu minningarorðum með djúpu þakk- læti fyrir allt sem Katrín frænka mín hefur fyrir mig gert, fyrir allt sem ég á henni að þakka. Nú er hún horfin okkur en minningin um góða og göfuga konu lifir í hugum okkar. Guð blessi minningu hennar. María Þorsteinsdóttir í dag verður gerð útför Katrínar Viðar, sem lézt 27. apríl sl. á 94. aldursári. Katrín fæddist í Reykjavík 1. september 1895, elst 7 bama hjónanna Jóns Norðmanns frá Barði í Fljótum, kaupmanns á Akureyri, og Jómnnar Einarsdóttur frá Hraunum í Fljótum. Systkini Katrínar voru Jón, Kristín, Einar Baldvin, Óskar, Ásta og Jómnn sem var yngst og er ein eftirlifandi þeirra systkina. Katrín ólst upp á Akureyri þar til faðir hennar lézt árið 1908, en þá fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó í Kirkju- stræti 4 (Ásbyrgi). Árið 1916 giftist Katrín Einari Viðar söngvara og bankaritara í íslandsbanka, en hann var sonur Indriða Einarssonar og Mörtu Maríu Guðjohnsen. Einar lézt árið 1923, Katrín og Einar eignuðust tvær dætur, Jómnni tónskáld og píanóleikara og Drífu myndlistar- konu og rithöfundi en hún lézt árið 1971. Árið 1937 giftist Katrín seinni manni sínum, Jóni Sigurðs- syni skólastjóra Laugamesskóla, en hann lézt árið 1977. Katrín lauk Verzlunarskólaprófi og fór síðan til tveggja ára náms í píanóleik í Berlín. Hún rak hljóðfæraverzlun í Reylq'avík í mörg ár og starfaði sem píanókennari um langt árabil. Katrín Viðar var einstök kona og eftirminnileg öllum þeim, sem áttu því láni að fagna að kynnast henni. öllum reyndist hún vel, sem til hennar leituðu, og mörgum var hún sjálf kjölfestan í lífinu, bjargið sem ekkert fékk bifað. Það vom mikil forréttindi að eiga þessa góðu konu fyrir móðursystur og vin, ávallt miðlandi öðmm af sinni miklu gæzku og hjartahlýju. Mér var hún sem önnur móðir og hjá henni á Laufásvegi 35 átti ég mitt annað heimili um skeið á yngri ámm. Og fleiri en ég nutu einnig þeirrar sömu ástar og umhyggju Katrínar. Skautaferðir á Tjöminni og Austur- veili með Katrínu Viðar vom hrein ævintýr fyrir ungan dreng, og ógleymanlegt var að horfa á þau Katrínu og Osvald Knudsen leika listir sínar á skautum. Það var sann- kallaður stíll yfír þeim listdansi. Katrín var mikill áhugamaður um skautaíþróttina og var formaður Skautafélags Reykjavíkur um skeið. Og þá vom þær ekki síðri allar skíðaferðimar sem famar vom upp til fjalla með þeim hjónum Katrínu og Jóni. Þær vom ólýsanlegar. Yfír öllum þessum stundum var mikil heiðríkja, nokkuð sem aldrei gleym- ist. Vinátta Jóns Sigurðssonar, þess góða og mikilhæfa manns, var dýr- mæt gjöf hveijum sem hana öðlað- ist. Þar hallaðist ekki á með þeim hjónum fremur en í öðm. Líf þeirra og starf einkenndist af öllu því sem við teljum til óforgengilegra verð- mæta og trú á hið góða. Þar sátu menning og listir í öndvegi. Heil- brigt og einfalt lífemi ásamt úti- vem og daglegum gönguferðum til- heyrðu lífsstíl þeirra. Náttúra lands- ins og gróður jarðar vom þeim sem helg bók. Það sýndu þau best í í verki með höfðinglegum hætti er þau gáfu Reykjavíkurborg hið mikla safn sitt af íslenzkum jurtum, sem þau höfðu safnað á löngum tíma víðsvegar um landið, í byggð og á öræfum. Þetta safn var upphafíð að Grasagarðinum í Laugardal. Katrín og Jón áttu sumarhús á Þingvöllum, sem þau nefndu Plum, og fylgdi því stórt land sem var sannkallaður yndisreitur. Þann blómgaða jurtagarð ræktuðu þau af mikilli elju og þar gat að líta Flóm íslands í tign sinni og fegurð, sem átti ekki sinn líka. Dætur Katrínar og Einars Viðar þær Jór- unn og Drífa áttu ekki langt að sækja mannkosti sína og lista- mannahæfíleika, sem þær fengu í arf frá báðum foreldrum sínum, og nýttu þá vel. Þeim frænkum mínum hef ég átt m ikið og margt að þakka, svo vel sem þær hafa reynzt mér. Drífa féll frá langt fyrir aldur fram, öllum harmdauði er hana þekktu. Hún var. gift Skúla Thor- oddsen lækni en hann lézt árið 1973. Þeirra böm em fjögur: Ein- ar, Guðmundur, Theodóra og Jón. Jómnn var gift Lámsi Fjeldsted stórkaupmanni, en hann lézt árið 1985. Þeirra börn em þijú: Láms, Katrín og Lovísa. Heilsu Katrínar hrakaði mjög síðari æviárin og lá hún oft á sjúkra- húsi. Glaðlyndi sínu og andlegu atgervi hélt hún þó lengst af, og aldrei heyrðist hún kvarta. Alltaf leið henni vel að eigin sögn aðspurð um líðann. Það er bjart yfir minn- ingu Katrínar Viðar. Langri vegferð og fögm mannllifi er lokið. Gott er þreyttum að sofna. Þökk sé henni fyrir allt það sem hún var mér og mínum. Blessuð sé minning hennar. Hvíli hún í friði. Jón Norðmann Pálsson í dag er lögð til hinstu hvíldar frú Katrín Viðar eftir langan og farsælan starfsdag. Kynni mín við frú Katrínu hófust er hún og maður hennar, Jón Sig- urðsson skólastjóri, sem lést fyrir nokkmm ámm, færðú Reykjavíkur- borg að gjöf veglegt safn íslenskra plantna. Hjónin afhentu plöntusafn- ið þann 18. ágúst árið 1961 á 175 ára afmæli borgarinnar. Þau vom miklir unnendur útivist- ar og gróðurs og höfðu safnað plöntum þessum á ferðum sínum víðs vegar um landið. Plönturnar gróðursettu þau á listrænan hátt í sumarbústaðaland sitt við Þing- vallavatn. Gjöfin var fyrsti vísirinn að Grasagarði Reykjavíkur í Laugar- dal. Réykvíkingar og allir þeir sem gróðri unna em því í mikilli þakkar- skuld við þau hjónin. Umhyggja þeirra og áhugi var slíkur, að á meðan kraftar þeirra og heilsa leyfðu komu þau oft i heimsókn í Grasagarðinn til að fylgjast með og jafnframt til að útvega plöntur í stað þeirra sem höfðu misfarist. Frú Katrín var listræn kona á mörgúm sviðum. Lærði hún ung píanóleik og kenndi á það hljóðfæri í mörg ár. Góður tónlistarsmekkur og næmni á náttúmfegurð em eig- inleikar sem oft fara saman. Það er gæfa að hafa kynnst hjón- unum Katrínu Viðar og Jóni Sig- urðssyni. Aðstandendum færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurður Albert Jónsson Sum mannanna börn verða þeirr- ar gæfu aðnjótandi að hlotnast sjaldgæfur gjörvileiki, andlegur og líkamlegur, í vöggugjöf. Slíkt gæf- unnar barn var Katrín Viðar móður- systir mín. Hún var undur fögur stúlka, fallega vaxin, létt á fæti, óvenju gáfuð og hæfileikarík. Það sem gerði hana þó einkum sérstæða var sá óvenjulegi sálarstyrkur sem hún bjó yfír samfara meðfæddum mannkærleika sem brá ljósi yfír alla hennar vegferð. Katrín fæddist 1. september 1895. Foreldrar hennar vom þau Jómnn Einarsdóttir Guðmundsson- ar bónda á Hraunum í Fljótum og Jón Norðmann kaupmaður á Akur- eyri, sonur Jóns Norðmanns prests á Barði í Fljótum. Hún var elsta bam þeirra en alls varð þeim hjón- um sjö barna auðið og komust sex til fullorðinsára. Þau vora Katrín, Jón, Kristín, Óskar, Ásta og Jór- unn. Öll bára þau ættarnafnið Norðmann. Uppvaxtarárin á Akureyri vom Katrínu löngum minnisstæð. En þau systkinin vom alin upp við góð efni og ekkert til sparað þeim til handa. Jón Norðmann faðir þeirra þótti einstakur heimilisfaðir og vom þau Jómnn samhent um að veita SJÁ BLS: 37 BMW 00 RENAULT í Veshnannaeyjum 12. og 13. moi Það er í dag og á morgun sem Bílaumboðið hf. heldur bílasýningu við verslunina Reynistað í Vestmannaeyjum. Þar sýnum við BMW 3-línuna og BMW 5-línuna auk nokkurra Renault bifreiða. Við vekjum sérstaka athygli á Renault 5, Renault 9 og Renault 11, sem eru á tilboðsverði. Við tökum notaða bíla í góðu ástandi upp í nýja. Verið velkomin í reynsluakstur í Vestmannaeyjum. AFBORCUNARKJÖR í ALLT AÐ 24 MÁNUÐI. Bílaumboðið hf Krókhálsi 1, stmi 686633, Reykjavtk. Sýningarsalurinn að KrökhSlsi 1 T Reykjavlk, verður opinn á laugardaginn frá kl. 13—17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.