Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Aflaverðmæti Sjóla HF um 8 milljónir króna 180 TONN af úthafskarfa höfðu verið fiyst um borð í togaranum Sjóla HF á hádegi í gær, fimmtu- dag, að sögn Jóns Þorbergssonar skipsljóra á Sjóla. Verðmæti afl- ans var þá orðið rúmar 8 milljón- ir króna. Karfinn er seldur til Kóreu en þar fást 45 krónur fyr- ir kílóið af honum, að sögn Helga Krisljánssonar hjá Sjólastöðinni í Hafiiarfírði en hún er eigandi skipsins. Sjóli fór á úthafskarfa- veiðar 20. apríl síðastliðinn en frystitogarinn Haraldur Krist- jánsson HF, sem einnig er í eigu Sjólastöðvarinnar, fór á þessar veiðar 18. apríl síðastliðinn. Helgi Kristjánsson sagði að líklegt væri að Sjóli og Haraldur Kristjánsson færu aftur á úthafs- karfaveiðar í júní næstkomandi. Sjóli kemur til landsins í fyrra- málið en Haraldur Kristjánsson kom á miðvikudaginn í síðustu viku með rúmlega 50 tonn af úthafs- karfa sem hann fékk skammt fyrir utan 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands á Reykjaneshryggnum. Sjóli hefur hins vegar verið á úthafs- karfaveiðum með 25 til 30 rússn- eskum, austur-þýskum og búl- görskum togurum allt frá tæplega 600 sjómflum að um 250 sjómílum suðvestur af landinu. Sjóli og Haraldur Kristjánsson hafa notað stór sérhönnuð troll við veiðamar. Trollið rifnaði illa hjá Haraldi Kristjánssyni og vírar slitn- uðu. „Það voru allt að 15 togarar að veiðum skammt fyrir utan fisk- veiðilögsögu íslands. Þeir voru flestir búlgarskir og við fórum í Stykkishólmur: Þórsnes með mestan afla Stykkishólmi. VETRARVERTÍÐ í Stykkishólmi er lokið. Tíu bátar stunduðu veið- ar héðan úr Stykkishólmi auk trillubáta. Mestur afli frá ára- mótum var 515 tonn, Þórsnes, skipstjóri Kristinn Ó. Jónsson, sem oft hefir áður verið með mestan afla á vertíð. Næstmestan afla, um 500 lestir, kom Þórsnes II með að landi. Skip- stjóri Jónas Sigurðsson. Vertíðin er skárri en í fyrra en seinustu vikur hafa verið mjög lélegar og bátar hafa farið a.m.k. tveir suður fyrir land til veiða. - Árni Úr vinnslusal Haraldar Krisljánssonar HF. Uthafskarfaveiðarnar: Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Úthafskarfinn er heilfrystur um borð og seldur til Kóreu. Umboðsmaður Alþingis: Meðferð barnavemdaryfirvalda og dómsmála- ráðuneytis aðfinnsluverð í forsjármálum í áliti sem Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefur sent frá sér vegna kvörtunar, sem honum barst vegna meðferðar barnavemdaryfirvalda á tilteknu forsjármáli, kemur fram að hann telur ótækan drátt vilja verða á afgreiðslu mála af hálfii bama- vemdaryfirvalda, og verði að vinda bráðan bug að úrbótum í þeim efnum. Hann telur að stjómvöldum sé skylt að kynna foreldrum gögn í forsjármálum, og gefa þeim tækifæri á að tjá sig af því tilefni. Þá telur Gaukur að í umræddu forsjármáli hefði dómsmálaráðuneytið átt að kveða upp skriflegan rökstuddan úr- skurð, en það var ekki gert. Gauki Jörundssyni barst kvörtun frá föður, sem hvorki var sáttur við niðurstöðu um forsjá bama sinna né við meðferð málsins af hálfu dómsmálaráðuneytis og bama- vemdarráðs. Taldi hann niðurstöðu barnaverndarráðs um forsjá ekki vera rökstudda, og kvartaði hann yfír að sér skyldu ekki hafa verið sýnd öll þau gögn, sem lögð vom til grundvallar niðurstöðum ráðsins. Einnig kvartaði hann yfir því að hafa ekki fengið að staðfesta, að rétt hafi verið eftir sér haft í við- tölum við starfsmenn ráðsins, og að honum hafi ekki verið greint frá tilgangi viðtalanna. Þá taldi hann að dómsmálaráðuneytið hefði ekki tekið sjálfstæða ákvörðun í málinu, og ekki athugað nægjanlega öll þau gögn sem lágu fyrir þegar það úr- skurðaði um forsjá drengjanna. Hann taldi jafnframt að úrskurður ráðuneytisins um forsjána hafi verið órökstuddur og honum hafi ekki verið gefínn kostur á að sjá öll gögn málsins. í áliti Gauks Jörundssonar kemur fram, að rísi ágreiningur milli for- eldra um forsjá bama við skilnað, þá skuli sá aðili er ákveður skilnað, þ.e. dómstóll eða dómsmálaráðu- neyti, jafnframt skera úr ágrein- ingnum að fenginni umsögn barna- vemdarnefndar. Telur Gaukur að stjómvöldum, sem fjalla um forsjá barna við skilnað foreldra, sé lögum samkvæmt skylt að kynna foreldr- um þau gögn, sem fyrir liggja hjá þessum stjórnvöldum vegna slíkra mála, og beri stjómvöldum að hafa framkvæði í því efni. Þá sé foreldr- um jafnframt gefínn kostur á að gera athugasemdir af því tilefni og skýra málið frá sínu sjónarmiði. Hann álítur að á þessu framkvæði stjómvalda sé einungis heimilt að gera undantekningu þegar sérstak- lega stendur á, og þá einkum ef ætla má að aðgangur að upplýsing- um geti reynst bami skaðlegur eða sambandi barns við foreldri. Varðandi umsagnir bamavemd- aryfirvalda i forsjármálum telur Gaukur að leggja verði áherslu á að þær séu undirbúningur máls í hendur dómsmálaráðuneytis, sem samkvæmt lögum á sjálfstætt úr- skurðarvald um forsjána, og er ekki bundið af tillögum bamavemdar- yfírvalda. Af þessum sökum telur hann nauðsjmlegt að umsagnir þess- ar geymi rækilega greinargerð fyrir kostum og göllum á hverri tilhögun forsjár, sem til greina kemur í hveiju máli, en það auðveldi einnig foreldrum að fylgjast með máli og koma að sjónarmiðum sínum í því. Gaukur kemst að þeirri niður- stöðu í áliti sínu að dómsmálaráðu- neytinu beri að rökstyðja skriflega úrskurði sína í forsjármálum, þar sem um sé að ræða úrskurðarvald í vandasömum og viðkvæmum deilu- málum, sem fjalla um mikilvæg rétt- indi og hagsmuni deiluaðila og barna þeirra. Telur hann engan veg- inn eðlilegt að gerðar séu minni kröfur til þess aðila sem fer með úrskurðarvald, en til þess aðila sem lætur í té umsögn. Hann segir það vera skoðun sína að láta beri aðila máls í té afrit skjala ef eftir þvi er leitað, en takmarkaður aðgangur að skjölum í formi yfirlestrar þeirra hjá sýómvaldi sé til þess fallinn að torvelda þeim sem í hlut á, að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og andsvöram. Hann telur ekki full- nægjandi að lögmönnum aðila sé einum heimilaður aðgangur að gögnum forsjármála, svo sem tíðkast hefur hingað til, þar sem aðilum beri engin skylda til að kveðja lögmann sér til aðstoðar í slíkum málum, og athugun lög- manna geti ekki komið í stað könn- unar þess aðila sem þekkir mála- vexti af eigin reynd. Gaukur Jörundsson segir 5 áliti sínu vegna kvörtunar umrædds föð- ur að bamavemdarráði hafí verið lögskylt með vissri undantekningu að eiga framkvæði að því að kynna honum þau gögn sem lögð voru fyrir ráðið í umræddu forsjármáli, og gefa honum kost á að tjá sig um þau. Þá hafi bamavemdarráði borið að sjá til þess að upplýsingar sem eftir honum voru hafðar í gögn- um málsins væru bomar undir hann. Þá telur Gaukur að umsögn bama- vemdarráðs hafí verið áfátt að því leyti að ekki hafí verið gerð sjálf- stæð og skýr grein fyrir því hvað mælti með og móti skiptingu forsjár í málinu. Hann áréttar að ákvörðun um að leyfa aðilum að kynna sér gögn í forsjármálum heyri undir dómsmálaráðuneytið, og sé ráðu- neytið óbundið af viðhorfi barna- vemdaryfirvalda í því sambandi. Gaukur telur að ráðuneytið eigi að ganga eftir því að úr sé bætt ef umsögnum bamavemdaiyfírvalda er áfátt, en svo hafi einmitt verið umræddu máli. Þá telur hann að meðferð málsins hafi staðið of lengi, en það hafi verið að rekja til þess að dráttur varð á því að bamavemd- aryfírvöld skiluðu umsögnum í mál- inu. Haraldur Kristjánsson HF fékk 25 til 30 tonn af úthafskarfa í einu hali 1. maí síðastliðinn. kurteisisheimsókn í einn þeirra,“ sagði Páll Breiðijörð Eyjólfsson skipstjóri á Haraldi Kristjánssyni. „Fyrsta vikan fór í tilraunir hjá okkur en stóra trollið hefur reynst ágætlega eftir að við komumst upp á lagið með það,“ sagði Jón Þor- bergsson skipstjóri á Sjóla. Hann sagði að 15 til 20% karfans væri með smákrabbadýrum og blettum á sér og honum hefði verið hent. „Þetta verður lélegur túr pen- ingalega séð,“ sagði Jón. „Við þurf- um að veiða 25 til 30 tonn á sólar- hring að meðaltali til að þessar veiðar borgi sig fyrir áhöfnina en höfum fengið mest 15 tonn á sólar- hring. Við höfum einungis getað stundað þessar veiðar á daginn, kastað tvisvar á dag og togað í íjóra til sex klukkutíma í hvert skipti. í Ljóðormur komínn út LJÓÐORMUR 8 er kominn út. í ritstjóragrein, sem Eysteinn Þorvaldsson skrifar og nefiiist Ó, þetta er indælt stríð, er fjallað um skrif Guðmundar Guðmundarson- ar og Jennu Jensdóttur i Morgun- blaðinu um ljóðagerð og skólaljóð. í Ljóðormi eru birt ljóð eftir Matt- hías Johannessen, T.S. Eliot í þýð- ingu Sverris Hólmarssonar, Unni Sólrúnu Bragadóttur, Kristínu Óm- arsdóttur, Jónas Þorbjamarson, Hans Magnus Enzensberger og Wolfgang Schiffer í þýðingu Franz Gíslasonar, Óskar Áma Óskarsson, Bergþóru Ingólfsdóttur, Otto Más- son, Sohrab Sepehri í þýðingu Álf- heiðar Lárusdóttur og Tua Forsström í þýðingu Helga Grímssonar. Helgi Grímsson er einnig höfundur að grein um Tua Forsström. Eysteinn Þorvaldsson skrifar um ljóðabækum- ar Stormfugla eftir Birgi Svan Símonarson, Tvo nýgræðinga eftir Jón Gnarr og Hung u/e r Jazz eftir Alfreð Sturlu Böðvarsson. Þórður Helgason skrifar um ljóðabókina Örugglega ég eftir Önnu S. Bjöms- dóttur og birtar eru glefsur úr við- tali við Þorstein frá Hamri. Aftast eru svo kynningar á höfundum og skrá um ljóðabækur, sem komu út á síðasta ári. Ljóðormur 8 er 64 blaðsíður. Rit- stjórar auk Eysteins Þorvaldssonar og Þórðar Helgasonar, sem er ábyrgðarmaður, eru Heimir Pálsson, Pjetur Hafstein Lárusson, Steinunn Sigurðardóttir og Vigdís Grímsdóttir. júní er hins vegar hægt að veiða úthafskarfann allan sólarhringinn," sagði Jón Þorbergsson. Sjóli HF hefiir veitt úthafskarfa fyrir um 8 miiyónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.