Morgunblaðið - 12.05.1989, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 12.05.1989, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 37 Minninff: Katrín Viðar bömum sínum menntun og gott uppeldi. Þrátt fyrir athafnasamt líf sat Jón löngum stundum og leið- beindi börnum sínum, enda sjálfur mikill lærdómsmaður. Hann keypti t.d. píanó á heimilið sem var afar fátítt þá. Elstu börnin, Katrín og Jón, lærðu bæði að spila á píanó hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri og kenndu þau síðan yngri systkinum sínum. Þau spiluðu öll vel á hljóðfæri, en Jón, Katrín og Jómnn lögðu píanóleik sérstaklega fyrir sig. 011 stunduðu þau systkin- in listnám og örugglega hefur und- irstaðan að því námi verið lögð á Akureyrarárunum. Það var mikill harmur kveðinn að Jómnni og börnum hennar þegar Jón Norðmann féll frá á besta aldri. Þá var Katrín aðeins þrettán ára gömul en yngsta systirin Jómnn nokkurra mánaða. Þótt Katrín væri ung að ámm, þá axlaði hún strax þá ábyrgð að verða stoð og stytta fjölskyldunnar eftir að faðir hennar lést. Því hlutverki gegndi hún fram í andlátið. Hún tók á móti móður sinni sem kom harmþrungin frá Kaupmannahöfn þar sem maður hennar lést á sjúkrabeði og hún vemdaði hana og vakti yfir velferð hennar í þau fimmtíu ár sem Jómnn Norðmann lifði mann sinn. Vorið eftir lát Jóns Norðmanns flutti Jómnn með böm sín til Reykjavíkur. Fluttu þau í húsið Kirkjustræti 4 sem þá hét Ásbyrgi og bjó ekkjan þar með bróður sínum, Páli Einarssyni hæstaréttar- dómara. í Reykjavík döfnuðu systk- inin, þau vom sett til mennta og í áframhaldandi píanónám. Katrín fór í Verslunarskólann og útskrifað- ist þaðan sextán ára, og var hæst á burtfararprófi þótt hún væri yngst nemenda. Nokkru síðar fóm Katrín og Jón bróðir hennar til Berlínar til framhaldsnáms í tónlist. Bæði urðu þau mjög færir píanóleikarar. Jón Norðmann bróðir hennar var úti fyrir stríðsárin og var talinn mjög efnilegur tónlistarmaður. Hann veiktist snögglega og lést aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri. Það varð annað áfall fyrir Norðmannsfjölskylduna því að Jón var hvers manns hugljúfi og við hann vom bundnar miklar vonir. Árið 1916 gekk Katrín að eiga Einar Viðar, bankaritara og söngv- ara, son Indriða Einarssonar skálds. Varla er hægt að hugsa sér bjart- ari og fegurri hjón en Einar og Katrínu og hamingjan virtist brosa við þeim. Þau eignuðust tvær yndis- legar dætur, Jómnni og Drífu. Þær vom sannkallaðar perlur og fengu rikulega í vöggugjöf gáfur, hæfi- leika og manngildi frá foreldmm sínum. En eftir sjö ára hjónaband andaðist Einar Viðar. Það vom sár örlög. Katrín sygrði Einar alla tíð og var tregt tungu að hræra ef nafn hans bar á góma. Þegar Katrín stóð frammi fyrir því að þurfa að sjá fjölskyldu sinni farborða, þá kom best í ljós óbil- andi hugrekki hennar og óvenjulegt starfsþrek sem hún bjó að allt fram á síðustu ár. Tryggur fjölskylduvin- ur, Haraldur Árnason kaupmaður, og fleiri góðir menn greiddu götu hennar við að stofna Hljóðfæra- verzlun Katrínar Viðar, sem var til húsa að Lækjargötu 2. Sú verslun var um árabil liður í menningarlífí Reykvíkinga. Það var sérstætt and- rúmsloft í verslun Katrínar og ófáir vom þeir Reykvikingar sem litu inn í verslunina þar sem tónlist af „grammófónplötum" hljómaði, nót- ur vom handleiknar og hljóðfæri prófuð og metin. Með verslunar- störfum kenndi Katrín píanóleik og það starf stundaði hún í áratugi. Það má að sanni segja að Katrín hafi átt stóran þátt í því að auðga og efla menningarlíf bæjarins. Eftir að ég varð fullorðin hugs- aði ég stundum með undrun um það hvernig það mætti vera að þegar ég sem barn átti leið í bæinn og leit inn í vers'lun Katrínar, þá var hún þar að vinna, og þegar ég kom heim til hennar á Laufásveginn þá var hún að kenna, og þegar frost var og tjörnin var ísi lögð þá var Katrín móðursystir mín svífandi á skautum og lék þar listir sem eng- inn gat leikið eftir henni. Já, hún var ókrýnd skautadrottning Reykjavíkur, slíkt var líkamlegt atgervi hennar. En þannig var allt hennar líf, iðjusemin og atorkan var ótrúleg. Hún stundaði verslunar- störf, kenndi fjölmörgun nemendum á píanó, en hún var afbragðskenn- ari, smekkvís og vandvirk. Jafn- framt þessu annaðist hún stórt heimili sem ævinlega stóð opið skyldum og vandalausum og hún ræktaði manngildi allra þeirra sem hún þekkti og voru svo lánsamir að geta leitað til hennar. Hún var mjög vel menntuð kona og var ekk- ert óviðkomandi. Hún hafði lifandi áhuga á margvíslegum hlutum og hafði unun af að afla sér menntun- ar ogjiekkingar á sem flestum svið- um. Á sviði lista og menningar var hún sífellt að endurmennta sig. Eftir strangan vinnudag gaf hún sér það ekki eftir að æfa sig sjálf ákveðinn tíma á píanóið. Hún lét helst enga tónleika fram hjá sér fara, sá hveija leiksýningu, bar mjög gott skynbragð á myndlist og var afar vel lesin. Katrín giftist aftur árið 1937 Jóni Sigurðssyni, skólastjóra við Laugamesskólann i Reykjavík. Það var beggja hamingja og reyndar allrar fjölskyldunnar, því Jón var einstakur drengskaparmaður og reyndist okkur öllum sannur vinur. Þau hjón voru mjög samrýnd og samstiga í lífínu. Þau voru bæði náttúrunnendur og þekkt fyrir að leita uppi og safna íslenskum blóm- um og jurtum. í mörg ár ferðuðust þau hvert sumar um landið í leit að jurtum sem þau síðan gróður- settu í yndisreitinn sem þau höfðu búið sér á Þingvöllum. Afraksturinn af söfnun þeirra skartar nú í Laug- ardalsgarðinum. Dætur Katrínar urðu báðar fjöl- menntaðar listakonur, Jórunn tón- skáld og píanóleikari, en Drífa rit- höfundur og listmálari. Jómnn gift- ist Lámsi Ejeldsted stórkaupmanni, en hann lést árið 1985. Þeirra börn em Láms, Katrín og Lovísa. Drífa giftist Skúla Thoroddsen augnlækni og þeirra börn em Einar, Theodóra, Nýtt frá JILSANDER Guðmundur og Jón. Drífa féll frá á besta aldri 1971 og Skúii fáum ámm síðar. Dætumar vom Katrínu sú lífshamingja sem hún aldrei fékk fullþakkað og síðan bamabömin sem hún unni mjög. En öll áttu þau ömggt skjól hjá ömmu Katrínu og Jóni meðan hans naut við. Sorgin sótti Katrínu aftur heim þegar Drífa lést, en hún sýndi sömu hugprýði og fyrr og beindi kröftum sínum að því að hlúa að börnum hennar. Og öll fengu barnabörnin kærleikann frá ömmu sinni í vega- nesti. Jón Sigurðsson lést árið 1977 eftir þungbær veikindi og eftir það fór heilsu Katrínar að hraka. En jákvæðu lífsviðhorfi sínu hélt hún til hinstu stundar, og sálarstyrkur- inn brást henni aldrei. Jómnn dótt- ir hennar annaðist hana af stakri alúð síðustu árin og gerði henni kleift að búa heima svo lengi sem mögulegt var. Og barnabörnin guldu henni ástúðina ríkulega. Jór- unn, yngsta systir Katrínar, er nú ein eftirlifandi af Norðmannssystk- inunum. Að leiðarlokum þegar Katrín frænka er kvödd emm við fjölmörg sem eigum henni mikið að þakka fyrir stuðning hennar á lífsins braut. Okkur systkinabömunum reyndist hún sú kjölfesta sem aldrei brást og alltaf var hægt að leita til. Sumum var hún í raun sem önnur móðir. En þó er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir það að hafa aldrei týnt sjálfri sér í allri sinni gjafmildi og náungakærleika. Þessi fórnfúa og örláta kona gleymdi aldrei að rækta sinn eigin garð. Hún var sjálfstæð og sterk kona sem nýtti hveija stund til starfa og góðra verka. Það var fag- urt mannlíf. Hvíli hún í friði. Þuríður Pálsdóttir w mmm mm k SÍiUUSKRÁ: Traktorsgröfur: CAT 426 FORD COUNTY JCB JCB CASE CASE CASE MF Traktor: FORD Beltagröfur: CAT IHJUMBO OK OK OK J C B KOMATSU 3XD4 3XD 580F 580G 680 50HX 6610 225 630 RH9 RH6 RH1 2 807b PC 200 ’87 ’82 '82 '80 ’80-’81 ’83-’87 ’79 ’82 '88 ’80 ’80 ’84 '74 '77 '80 ’82 ALLAR UPPLÝSINGAR HJÁ SÖLUMANNI IhIHEKLAHF j ; Laugavegi 170-174 Sími 695500 Caterpillar. Cat og ffl eru skrásett vörumerki. œ CATBRPILLAR YFIR 40 ARA FORYSTA A ISLANDI Þægileg sniö. Góð og níösterk efni. Hlægilegt verð. Mikið úrval. Fyrir konur, karla og krakka. 41IKLIG4RDUR MARKADUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.