Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Mm FOLK ■ ÍSLENDINGAR taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Kýpur í næstu viku. Konur sem keppa fyrir íslands hönd verða að gjöra svo vel að mæta með kyngreiningar- vottorð. Þetta eru vinsamleg til- mæli frá skipuleggjendum mótsins, því vanti þetta vottorð þurfa konun- ar að gangast undir kyngreiningu á Kýpur og kostar hún 15 dollara. Hvergi er minnst á kyngreiningu karla í þessum tilmælum Kýpu- urbúa. _ ■ BÖRSUNGAR fögnuðu sigri í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra- kvöld. Borgarbúar þustu út á götu og rúmlega 30.000 stuðningsmenn félagsins komu niður á aðalgötu Barcelona. Fagnarðarlætin fóru vel.fram en hópur unglinga olli þó vandræðum, kveikti í ruslafötum, braut glugga í verslunum og síma- klefum. Fimm lögreglumenn slös- uðust og nokkrir unglingar voru handteknir. í dag héldu fagnaðar- lætin áfram er leikmenn liðsins komu heim með bikarinn. ■ JOHN Toshack, hinn nýi framkvæmdastjóri Real Madrid, er greinilega kominn með prókúru á ávísanahefti félagsins. Félagið keypti í gær argentíska landsliðs- manninn Oscar Alfredo Ruggeri frá Logrones fyrir rúmlega fímmtíu milljónir ísl. kr. Ruggeri mun þó klára keppnistímabilið með Logrones en mun svo byija á fjög- urra ára samningi sínum við Real Madrid. ■ BERND Schiister hefur verið gagnrýndur af spænskum blaða- mönnum fyrir slaka frammistöðu í y síðustu leikjum liðsins. Schiister segist ekki taka mikið mark á þessu: „Ég hef verið tekinn fyrir að sjúkum mönnum sem sitja bakvið skrifborð og vita ekki hvað þeir eiga að segja,“ sagði Schiister sem virðist ekki láta þetta halda fyrir sér vöku. ■ HUGMYNDIR um breytingu á vestur-þýsku úrvalsdeildinni hafa vakið miklar deilur meðal knattspymuáhugamanna í Vest- ur-Þýskalandi. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt þessar hugmyndir er Franz Beckenbauer, þjálfari landsliðsins: „Þessi ákvörðun er greinilega tekin af mönnum sem vita ekki um hvað knattspymu snýst,“ sagði Beckenbauer. „Ahorfendur hafa átt í nógu miklum vandræðum um markaregluna í Evrópukeppninni og ekki veijandi að taka þetta upp í úrvalsdeildinni. Þetta verður ekki samþykkt fyrr en árið 3000,“ sagði landsliðsþjálf- arinn. ■ EDIKmcevic, ástralski fram- heijinn í liði Anderlecht, tilkynnti í gær að hann hefði skrifað undir þriggja ára samning við franska annarrar deildar liðið Mulhouse. Hann lék í þijú ár með Anderlecht og gerði á þeim tíma 75 mörk. „Þetta hafa verið þijú góð ár hér hjá Anderlecht en maður á ekki að láta tilfinningamar ráða,“ sagði Kmcevic. „Hjá Mulhouse mun ég þrefalda telqur mínar.“ KNATTSPYRNA Skagatvíburamir í Hollandi Leika þar í með ungliðngaliði Glasgow Rangers og fara síðan og æfa með Anderlecht Tvíburamir efnilegur frá Akranesi, Amar og Bjarki Gunnlaugssynir, eru nú staddir í Hollandi. Þar Íeika þeir í móti með unglingaliði Glasgow Rang- ers. Arnar Grétarsson, leikmaður Breiðabliks, er einnig í Rangers- hópnum, en félagið bauð þessum þremur efnilegu leikmönnum til Hollands. Arnar og Bjarki haida síðan til Anderlecht í Belgíu og æfa með unglingaliði féiagsins fram á fimmtudag í næstu viku. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Magic Johnson stjómaði hraðupphlaupum Lakers. KNATTSPYRNA Meistarar KR til Frakklands Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar KR fara til Frakklands í dag. Þeir taka þar þátt í sex liða knattspyrnumóti í bænum Gravelines, sem er við Ermasund - rétt fyrir norðan borgina Calais. Belgískt félagslið frá Ostende tekur einnig þátt í mótinu - ásamt fjór- um frönskum neðrideildarliðum. Nítjan leikmenn KR fara þessa æfinga- ferð og þeir koma aftur heim á þriðjudaginn. Meistarar Lakers í ham Magic og félagar óstöðvandi í vestur-deildinni Gunnar Valgeirsson skrífar TVEIR leikir fóru fram í úrslita- keppni NBA-deildarinnar í fyrrakvöld. í vestur-deildinni sigraöi Lakers lið Seattle 130:108 og hefur unnið tvo fyrstu leiki liðanna. í austur- deildinni lék Detroit loks eftir átta daga hvíld, nú við Mil- waukee á heimavelli, og sigraði 85:80. eistaramir í Los Angeles em greinilega í miklu stuði þessa dagana. Eftir yfírburða sigur á Portland í þremur leikjum virðist allt stefna í sömu átt í leikjum Jiðsins við Seattle. í fyrri hálfleik var leikur- inn þó nokkuð jafn og James Worthy átti þá enn einn stórleikinn fyrir Lakers, gerði 22 stig í fyrri hálfleik, en í síðari hálf- leik setti Magic Johnson hin frægu hraðaupphlaup Lakers i gang. Leik- menn Seattle vissu ekki sitt ijúk- andi ráð og fljótlega í þriðja leik- hluta var forysta Lakers orðin 23 stig. Lakers hélt svo þessum mun til leiksloka. „Við tökum að vísu bara einn leik fyrir í einu, en með þessum leikjum höfum við sent hinum liðun- um í deildinni ákveðin skilaboð,“ sagði James Worthy, eftir fimmta sigurleik Los Angeles í röð í úrslita- keppni deildarinnar. Þess má geta að Lakers hefur sigrað í átta af níu síðustu leikjum sínum í úrslita- keppni. NBA-úrsUt: Undanúrslit: Austurdeild: Detroit Pistons - Milwaukee 85: 80 (Pistons er yfír 1:0) Vesturdeild: L.A. Lakers - Seattle...130:108 (Lakers er yfír 2:0) SUND / ALÞJOÐLEGT MOT ÆGIS Norðurlandamethafar mæta til leiks í Laugardal ÞRÍR sundmenn frá Svíþjóð og Danmörku hafa boðað komu sína á alþjóðlegt sund- mót sem sundfélagiö Ægir heldur i sundlauginni í Laug- ardal 27.-28. maí. Ægismenn vona að fleiri sundmenn komi í kjölfarið. Sundmennimir sem hafa boð- að komu sína eru Lars Sör- ensen frá Danmörku, sem er sterkur baksundsmaður og á Norðurlandametið í 200 m bak- sundi í 25 m laug - 1:59.74 mín. Sörensen var í Olympíuliði Dan- merkur. Tékkinn Jan Birdam, sem er sænskur ríkisborgari, er nú á meðal bestu sundmanna í 200 m ijórsundi. Hann á Norðurlanda- met í 400 m fjórsundi í 25 m laug, sem er jafnframt Evrópumet - 4:12.97 mín. Stefán Person frá Svíþjóð - er Norðurlandamethafi í 1500 m skriðsundi (15:17.01 mín.) og varð hann fjórði á Evrópumeist- aramótinu. Person var í Ólympíu- liði Svía. Allir bestu sundmenn íslands taka þátt í mótinu. Hurðinni skellt á Milwaukeel Lið Detroit lék loks að nýju eftir átta daga hvíld og sigraði Mil- waukee á heimavelli, 85:80. Vegna meiðsla besta leikmanns síns, Terry Cummings, hefur lið Milwaukee tekið það til bragðs að leika „göngu körfuknattleik," eða mjög rólega. Þetta herbragð virkaði gegn Atl- anta og gekk vel í fyrri hálfleik gegn Detroit og liðið hafði níu stiga forystu í leikhléi, 48:39. Leikmenn Detroit voru hinsvegar lengi að vakna eftir átta daga dvala og fundu ekki svar við þessu fyrr en í síðari hálfleik. Þá tók liðið við sér og skellti hurðinni á Milwaukee með frábærum varnarleik. Eftir þijá leikhluta hafði Detroit náði foryst- unni í fyrsta sinn, 72:69 og liðið náði að knýja fram sigur 85:80. Eins og tölumar gefa til kynna var vamarleikurinn í hávegum hafður. íuém FOLK ■ JACK Charlton, þjálfari írska landsliðsins í knattspyrnu, hefur bætt tveimur mönnum við landsliðshóp sinn fyrir landsleik gegn Möltu í undankeppni HM. Það eru John Byme, sem leikur með Le Havre í Frakklandi, og John Sheridan sem leikur með Leeds. ■ BEN Johnson, spretthíaupar- inn frægi, lenti í slagsmálum út á götu fyrir skömmu. Hann var á leið- inni heim úr næturklúbbi á bíl móð- ur sinnar, og stöðvaði til að hleypa nokkrum mönnum yfir götu. Einn þeirra sló í vélarhlíf bílsins. Jo- hnson, sem var ekki mjög hrifinn af því, fór út úr bílnum til að jafna sakirnar en átti þá við ofurefli að etja. Viðskiptum þessum lauk með því 'að Johnson þurfti að fara á sjúkrahús með brotna framtönn, auk fleiri minniháttar meiðsla. Lög- reglan handtók einn mannanna en leitar enn að þeim sem sló Johnson. ■ ÍTALIR og Argentínumenn munu jnætast í ágóðaleik þann 22. maí á Ítalíu. Ágóðinn verður notað- ur til hjálpar fötluðu fólki á ítaliu og Argentínu. Það var Stefano Tacconi, markvörður Juventus, sem átti hugmyndina, en Diego Maradona hefur verið duglegur við að fá fræga knattspyrnumenn til að mæta. Hann mætir sjálfur, ásamt bræðrum sínum tveimur, og einnig munu flestir bestu knatt- spymumenn þjóðanna taka þátt í leiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.