Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 4ð Þessir hringdu . . Mengnn og mengun 5514-0774 hringdi: „Varðandi Fossvogsbraut. Mér dettur ekki í hug að rengja vigt háskólarektors á mengun sem mundi stafa af væntanlegri Foss- vogsbraut. En vill hann ekki vera svo góður að vigta mengunina af umferðarhnútum sem myndast á Hafnarfj arðarvegi og í Kópavogi svo til á hveijum degi og reikna ég með að hann hafi lent í slíkum. Þess vegna verður að fá nýja vegi sem taka við hluta umferðar t.d. Fossvogsbraut." Góð þjónusta hjá Dekkinu sf. Þ.G. hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá Dekkinu sf. við Reykjavík- urveg. Þeir skiptu um dekk á bíl fyrir okkur en svo illa tókst til að tveir hjólkoppar voru ekki festir nógu vel og fóru af einhvers staðar á leið í Ilafnarfjörð. Við fórum og töluðum við þá og borguðu þeir fyrir nýja hjólkoppa eftir að hafa kannað málið. Það er ekki alltaf sem maður fær svona góðar undir- tektir þegar mönnum hafa orðið á mistök í þjónustu og vil ég þakka fyrir mig.“ Ekki Qallað um Nútímamálið J.S. hringdi: „í þingfréttum Morgunblaðsins 5. maí er greint frá umræðum um svonefnt Nútímamál og kemur fram að viðkomandi blað hafí feng- ið mikið fé frá ríkinu á sínum tíma. Ég hef ekki lesið orð um þetta í Morgunblaðinu áður. Hvers vegna hefur ekkert verið fjallað um þetta mál á síðum Morgunblaðsins fyrr?“ Veski Svart veski tapaðist mánudaginn 8. maí annað hvort á Eiríksgötu, Barónstíg eða Leifsgötu. í veskinu eru m.a. ljósmyndir. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 23571. Læða í óskilum Ljósbröndótt læða með hvítar loppur og hvíta bringu hefur verið á rápi við Víkurströnd á Seltjarnar- nesi að undanförnu. Hún er um það bil hálfsárs og ómerkt. Upplýsingar í síma 619267. Kettir gefins Tveir sjö vikna gamlir högnar fást gefins. Upplýsingar í síma 657107. Hjól í óskilum Tvö barnareiðhjól voru skilin eft- ir í garði við Mararbakkabraut í Kópavogi fyrir nokkru. Annað er hvítt BMX hjól með svörtu sæti en hitt rautt hjól sem er merkt Mustang. Upplýsingar í síma 42511. Veski Brúnt karlmannsveski tapaðist aðfaranótt 30. apríl. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 83727. Góður sjónvarpsþáttur Guðný og Svenni höfðu sam- band: „Við viljum þakka fyrir þátt Helga Péturssonar, „Það kemur í ljós“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum. Þetta er góður þáttur sem gaman er að fylgjast með.“ Slæmt ástand á spítölunum Reið kona hringdi: „Ég get ekki orða bundist yfir því ástandi sem skapast hefur á sjúkrahúsum vegna verkfallsins. Ég veit um konu sem kölluð var inn á Borgarspítalann og tekin var blóðprufa og skýrsla eins og venju- legt. er. En svo kemur læknirinn og segir henni að því miður sé ekki pláss fyrir hana á skurðstof- unni og hún verði að fara heim aftur. Er þetta til sóma? Ég skora á heilbrigðismálaráðherra að gera eitthvað í þessu máli sem fyrst svo sjúkarhúsin geti starfað með eðli- legum hætti.“ Eiga ekki að hafa forréttindi Ágæti Velvakandi. Kijúpið fyri kúm og arfgengri stéttaskiptingu, því auðvitað eiga hindúar sín eigin rök fyrir henni. Menningarríki eiga sína trú og musteri, en hér á landi eru það ekki eingöngu sérstakar stofnanir krist- innar kirlqu. Engin veit ég þess dæmi að prestar kirkju hafi yfirleitt talið sig vinna í pásum og frítíma öðrum borgurum fremur, eitthvert sérstakt heilagt fómfúst, mannbótastarf. Það eru álög, að ef einhver státar af einhveiju sem kallast getur menntun þá ætlast sá hinn sami til forréttinda umfram aðra borgara, og þeim mun meir sem prófgráða er hærri. Er nóg komið af slíku. Framtíðartölvuspá fyrir mannkyni er heldur ekki þannig að ástæða sé til að hafa oftrú á gildi menntunar. (Samkvæmt talvenjum langskóla- manna er menntun sama og skóla- ganga t.d. við kröfugerð.) A Islandi má tala um lögvernduð réttindi til mistaka í heilu greinunum. Ein er íjárhags sameiginleg þjóð- arkaka, misstór eftir afla fiskjar og því verði sem fæst fyrir hann. Á leið í samdráttaröldudal er kjarabót eins af öðrum tekin. Ég skora á fjármálaráðherra að halda fast við viljayfirlýsingu um kjarabætur tekjulágum einum til handa. Bjarni Valdimarsson Sumartími Skrifstofur fyrirtækjanna og lager verða opnar frá kl. 8-16 frá 16. maí til 1. september. sm & SÍMS Hreinn FORELDRAR 7-10 ára barna! Innritun stendur yfir á Sumardvalarheimilið að Kjarnholtum Biskupstungum. Reiðnámskeið, íþrótta og leikjanámskeið, sveitastörf, skoðunarferðir, sund, kvöldvökur og margt fleira. 5 ára farsæl reynsla og hundruð ánægðra barna eru okkar meðmæli. Öll tilskilin leyfi. Varist ótrygga ævintýramennsku við val á dvalarstað fyrir ykkar börn. 1. 28. maí- 3. Júní (1 vika) ATH! Nokkur pláss laus á þetta spennandi vomámskeið. Sauðburður og vorkoman í sveitinni eru engu lík! 2. 4. júní -10. Júní (1 vika) - FULLT 3.11. Júní - 17.Júní (1 vika) - NOKKUR PLÁSS LAUS 4.18. júní - 24. Júnf (1 vika) -FULLT 5. 25. júnf - 7. Júlf (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 6. 9. Júlf - 21. júlf (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 7. 23. Júlf - 4. ágúst (2 vikur) - NOKKUR PLÁSS LAUS 8. 7. ógúst -13. ágúst (1 vika) - NOKKUR PLÁSS LAUS 9.13. ágúst - 19. ógúst (ungl. námsk.) - NOKKUR PLÁSS LAUS 10. 20. ágúst - 26. ágúst (ungl. námsk.) - NOKKUR PLÁSS LAUS Innritun og upplýsingar á skrifstofu SH verktaka, Stapahrauni 4, Hafnarfirði. Sími: 652221 Missið ekki af okkar síðustu plássum í sumar! FJÁRMALARÁÐUNEYTIÐ . LAUNASKRIFS70FA RIKISINS , [Gretðsiusiaður Launaseðil f"AI<jreiöSlunr ÍAmenOir'g 01.1989 |~Launaia»l< BHMR-LAUN |~Kenn<uia rilamaidur rj.r.iraaqu' Uocnæö »< .01.1989 50.450 -S0. <.50 z z Launalegund Lfl . þrep Greiðsiuiimac 1 fra — ■ i Emmgarverö Emingaficidi Atgreift nu. kr Fra aramotum. kr c cn Q MÁNAtM&LAUN 141-3 010189-310189 55.969 1,0000 55.969 55.969 5 >- LAUN OG AORAR GREIOSLUR SAMTALS 55.969 55.969* O LIFEYRISSjOGUR STARFSMANNA RIKISINS 2.239 2.239 STaOGREIOSLA SKATTA FRÁDRATTUR SAMTALS 3.280 5.519 3.280 5.519* HASKOLAMENNTAÐOR RIKISSTARFSMAÐtiR ÚTBORGUN ÚTBORGUN FRÁ áramótum UtDorgunardagur .01.1989 Upphæð Kr 50.450 Upphæð kr 50-450 Námslengd er 5 ár. Hefur störf 25 ára. Skuld við LÍN að loknu námi: 1.581.615. HALAUNAMAÐUR? ’ tír-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.