Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ' 1989 11 Farið með skólabíl vestur í Gufiidalssveit Miðhúsum, Reykhólasveit. Frá fréttarit ara Frá Reykhólaskóla ganga þrír skólabílar. Einn fer daglega frá Ingunnarstöðum í Geiradal, annar bíllinn fer daglega um Reykjanesið og sá þriðji kemur tvisvar í viku með yngstu börnin úr Geiradal út í Reykhóla. Um helgar fer annar bíllinn sem er í daglegum akstri tvisvar í viku vestur í Gufudalssveit og er sú leið um 80 km aðra leiðina. Oftast fer hann að Múla í Kollafirði, en þegar fært er að Kletti, sem er vestasti byggði bærinn í Reykhólahreppi hinum nýja. Fréttaritari fór með Eiríki Snæ- björnssyni bónda á Stað, en hann er einn skólabílstjóranna, vestur á föstudaginn 14. apríl og þvílíkur snjór og aðeins vika til sumardags- ins fyrsta. Nú er búið að moka leiðina svo að ferðin gengur allvel. Bíllinn þarf heim á marga bæi svo að tíminn er fljótur að fara. Ferðin tók í þetta skipti rúma 5 klukkutíma fram og til baka, en stundum hefur Eiríkur verið rúman sólarhring í ferðum og aldrei stoppað, enda ekið á fönnum í miklum hliðarhalla og þá hefur hann þurft að moka far fyrir hjólin, halla megin, á erfiðustu stöðunum. Að Gröf er illfært svo að bömin sem voru að heimsækja afa sinn og ömmu hlupu síðasta kílómetr- ann. Nýi vegurinn yfir Hjallaháls virð- ist góður, en þó hafði verið skaf- renningur á efsta hluta hans, en ekki var nema tveggja stiga hiti á láglendi svo að hitinn hlýtur að hafa verið fyrir neðan frostmark þarna uppi. Stórbýlið Djúpidalur Þegar kemur að Djúpadal blasir við augum auð áin og stór heitur lækur fossar ofan klettana og legg- ur gufu hátt til lofts. Djúpidalur er þekkt býli. Þaðan er Björn Jóns- son ritstjóri, faðir Sveins Bjömsson- ar forseta, og áfram er haldið. Þeg- ar komið er að Ódijúgshálsi og búið að aka fram hjá silfurbergs- námunum sem einu sinni vom verð- mætar og er komið að brattri brekku sem liggur frá Miðhúsa- skógi og upp á háhálsinn. Eiríkur segir að hún muni vera ein bratt- LÍFOGRJÖRÍ KOLAPORTINU Á LAUGARDÖGUM Seljendur athugið! Pantið sölupláss á skrifstofunni Laugavegi 66, 3.h. virka daga frá 16-18. Upplýsingasími 621170 KOIAFORTIÐ M<?R KaÐSiORr ... undir seðlabunkanum. Morgpunblaðsins. asta brekka á þjóðvegakerfinu og mun hallinn vera um 16%. Komið að Gufúdal Nú blasir við snjóþyngsti kafli leiðarinnar, en það er rétt áður en komið er að Gufudal. Göngin sem við fömm í gegnum em um 4 m á dýpt, en vom 5 metrar fyrir viku síðan. í Gufudal er tvíbýli og fornt menningarsetur. Til dæmis má nefna að þar bjuggu afi og amma Jóns Sigurðssonar ráðherra, þau séra Guðmundur Guðmundsson og kona hans, Rebekka Jónsdóttir frá Gautlöndum. Séra Guðmundur var síðasti presturinn sem bjó í Gufudal. Að þessu sinni lýkur ferðinni í Múla Ferð okkar endar í Múla. Þar er allt nýuppbyggt og hjón úr Reykjavík búa þar og una hag sínum vel. Af gömlum og góðum sveitasið stendur kaffi á borðum og allt er heimabakað. Þó einkennilegt sé er dálítil um- ferð þarna, en bændur hafa haldið þeim sið við að hjálpast að, þegar einhver þarf á hjálp að halda. Hjálp- Á leið um ein snjógöngin. in er svo endurgoldin í sama. Bóndinn á Kletti var að fá hey og við mættum þremur bændum sem voru að koma þaðan frá því að hjálpa honum við að koma hey- inu fyrir. Kynslóðaskipti hafa orðið víða á bæjum í Gufudalssveit. Ung- ir kraftmiklir bændur hafa tekið við búi og eins og útlitið er í dag virð- ist Gufudalssveit í engu hætt, enda er Gufudalssveitin kjörin til sauð- fl'árræktar. Afrakstur búanna er góður og landvernd þarf ekki einu sinni að sussa á bændurna þar. Sveinn Guðmundsson wssSBSSffl*' Snakfáð ókeypis . . Synin9Unni! lnnifaliö íaðgöngu*°d/0 ^^erði á hWrættiþar semadl daerveg^t * mn9Urer Par'sarfyrirtvo „Et, drekk ok verglaðr!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.